Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 I 38 * Attræðisafmæli: Finnbogi Rútur Valdimarsson Karl ísfeld, Jón Blöndal, Ámi Páls- son prófessor, Sigurður Jónasson og svo sjálfur yfirbókavörðurinn, Steinn Steinarr. Þvílíkt gallerí af talenti! Ég er viss um að það hefur aldrei verið uppi á íslandi annað eins úrvals forlag. Og þetta var ekkert smáfyrir- tæki. Það var stofnað hlutafélag um prentsmiðju. Þessi prentsmiðja keypti setningarvél af fullkomnustu gerð, góða bókapressu og bók- bandsvél. Þetta voru bandarískar vélar og þær sluppu heim fyrir stríð. En iðnaðarhúsnæði lá ekki á lausu í Reykjavík á þeim tíma. Fyrst í stað vom vélamar settar upp í bílskúmum á Marbakka. Það hefur kostað setjarana drjúgar göngur að og frá vinnu, því að þangað var ekki bílfært. Það þurfti að beita ímyndunarafl- inu til að finna hentugra húsnæði. Það varð til þess að prentsmiðjan var að lokum sett niður þar sem engum hefði dottið í hug að setja prentsmiðju: í Listasafni Asmundar myndhöggvara við Freyjugötu. Aft- ur gömul vinátta frá Parísarárun- um. Þetta var fínasta prentsmiðja í landinu. Hún heitir enn í dag prentsmiðjan Oddi og er einhver sú fullkomnasta á Norðurlöndum. Þama var frá upphafi góð stjóm á fyrirtæki, vönduð vinna og marg- ar úrvalsbækur. M.a. frábærlega vönduð útgáfa á Fomaldarsögum Norðurlanda undir ritstjóm prófess- ors Guðna (föður Bjama) og Bjama Vilhjálmssonar, með aðstoð ungs pilts sem hét Kristján Eldjám. Þetta vom metsölubækur fyrir stríð. Stríðsgróðabrask félaganna FRV og Vilmundar. Það segir sína sögu um þær breytingar, sem orðnar em á ísiensku þjóðfélagi. Svo komu einhveijir komma- strákar í útvarp nýlega og fræddu þjóðina á því að MFA hefði verið stofnað árið 1969. Hvílík sagn- fræði. 7. Skömmu áður en Hitler lét voða- spár FRV rætast og hleypti Evrópu í bál og brand þótti Vilmundi land- lækni tímabært að yfirmaður heilbrigðismála á íslandi sýndi gott fordæmi og hæfí fyrirbyggjandi heilsuvemd. Það átti að gerast með löngum morgungöngum. Honum sýndist sem framkvæmdastjóra MFA mundi ekki af veita að taka þátt í trimminu. Ekki veit ég hvort það var einskær tilviljun að þessum hugleiðingargönguferðum lauk oft- ast á grastó niður við sjó í Kópavogi, þar sem heitir að Marbakka. Á þessum fjömkambi höfðu Hulda og Rútur komið sér upp skúr; og kölluðu sumarbústað með sömu rökum og Eiríkur rauði kallaði Grænland ekki ísland. Þetta var eins konar höll sumarlandsins og fullnægði þeirri meðfæddu áráttu Vestfirðingsins að vera við sjó. Úr vörinni mátti gera út bátkænu og jafnvel físka í soðið þegar færi gafst. Byggingarsaga Marbakka end- urspeglar með táknrænum hætti byggingarsögu Kópavogs. Skúrinn er núverandi eldhús. Síðan var byggt við slotið eftir hendinni eftir því sem bömum íjölgaði og umsvif heimilisins jukust. Um það er lauk varð þetta þó nokkuð býli. Til hlið- ar við garðrækt húsfreyjunnar kom húsbóndinn upp svínabúi að evr- ópskum hætti. Þegar ég kom fyrst ungur drengur að Marbakka kynnt- ist ég þar hálærðum svínahirði, sem milli gegninga sat og þýddi Gorki úr rússnesku: Háskólaár mín. Enda stutt að fara í prentsmiðju, sem malaði nótt sem nýtan dag í bflskúmum við hliðina á fjósinu. Þetta var Kjartan „rauði" Ólafsson. Og svo var róið til fískjar, þegar vel viðraði. Þannig höfðu forfeður heimsborgarans reyndar búið við Djúp og Strandir í íslands þúsund ár. Það er langur vegur frá Berlín til Bíldudals, en jafngreiðfært báðar leiðir. Hann er lífseigur í okkur, V estfirðingurinn. Þetta land fékk Rútur frá Her- manni vini sínum, kollubana og Strandagoða. Hermann hafði ætlað það bróður sínum tij búsetu. En af því er lengri saga. Á Alþingi byija hugsjónir venjulega með flutningi þingsályktunartillagna. Þannig hafði Alþingi samþykkt þingsálykt- un frá Jörundi Brynjólfssyni, Hákoni í Haga og fleirum um nauð- syn þess að úthluta kreppufólki ræktunarblettum. Það sem nú heit- ir Kópavogskaupstaður stendur mestan part í landi tveggja æva- fomra kotjarða, Digraness og Kópavogs, sem báðar vom í eigu ríkisins. Og heyrðu þar með undir Hermann, sem landbúnaðar- og dómsmálaráðherra. En það var ekki nóg að úthluta ræktunarblettum. Það þurfti að gera kreppufólki kleift að láta ryðja land og rækta í atvinnusköpunar- skyni — til að útrýma atvinnuleysi. Á ámm hinnar einu sönnu vinstri stjómar 1934 fól Hermann vini sínum FRV og Arnóri Siguijóns- syni, greindum Þingeyingi, að smíða fmmvarp sem hét: „Frv. til laga um nábýli og samvinnubyggð- ir“. Þetta flaug í gegnum þingið og var upphafið að vélvæðingu landbúnaðarins. Svo em blýantsbændur á Hótel Sögu einatt að bölsótast út í ímynd- aðan fjandskap krata í garð bænda og búaliðs. Það má nú segja að ólíkt hafast þeir að: Annars vegar þessir hugsjónamenn í landbúnaði á kreppuámm og hins vegar þeir hirðmenn landbúnaðarkerfisins, sem nú sitja yfír hlut bænda í nafni útflutningsbóta, vaxta- og geymslukostnaðar og milliliða- gróða. Það er auðvitað rífandi eftirspurn eftir nýbýlum. En það er ekki nóg. Menn urðu að fá lán til framkvæmd- anna. Bankastjórar Búnaðarbank- ans, þeir Hilmar og Tryggvi, vildu í fyrstu ekki makka rétt; þóttust ekki ótilneyddir þurfa að lána í þvílíkan „kolkhoz-kommúnisma“. Þá vom þeir skikkaðir til þess með lögum frá Alþingi að lána til bygg- inga íbúðarhúsa og gripahúsa. FRV beitti auðvitað hinu volduga mál- gagni sínu í þágu góðs málstaðar. I raun og vem var þessi lagasetning upphafið að Kópavogi samtímans, næststærsta bæ á íslandi. Ætli þetta hafi ekki verið stærsta land- nám á Islandi frá því að Ingólfur var að kólkast þetta með bemm höndum forðum. Upphaf núverandi byggðar í Kópavogi má því rekja til nýbýla- laga þeirra FRV og Amórs og ákvarðana Hermanns kollubana, á gmndvelli þeirra laga, um að hluta lönd ríkisjarðanna í Kópavogi niður í nýbýli og smábletti til ræktunar. Þannig varð smám saman til fmm- byggjabyggð í Kópavogi þar sem fátækt fólk eignaðist jarðarpart í föðurlandinu og hóf að rækta þetta berangur eins og af köllun. Fyrst um sinn vom þessir fmmbyggjar utan við lög og rétt sem eins konar nýlendubúar í Seltjamameshreppi hinum foma. FRV varð ljóst að með sama áframhaldi yrði Kópavogur eins konar óbyggileg Blesugróf, ef byggðin héldi áfram að spretta upp án skipulags, eins og gorkúlur á haug. Þar með var því sem næst sjálfvakin frumbyggjahreyfíng, sem átti eftir að verða fræg í stjóm- málasögunni undir nafninu: FVam- farafélag Kópavogs. Tímatal Kópavogs hins nýja miðast að réttu við 1. júlí 1946, þegar þetta fram- farafélag nær hreinum meirihluta í hreppsnefnd Seltjamamess. FRV gekk nauðugur til þessa leiks, enda hafði hann nóg að sýsla við blómlegt forlag, prentsmiðju- rekstur og búsumsýslu. Guðmundur Gestsson, framkvæmdastjóri ríkisspítalanna, var ófáanlegur að taka að sér oddvitastarf nema með því skilyrði að FRV annaðist sam- skipti hreppsfélagáins út á við og flókna samningagerð við forsvars- menn hins gamla Seltjamames- hrepps. Þeir voru sem vænta mátti skelfingu lostnir yfir framkvæmda- gleði fmmbyggja meirihlutans. Kona Guðmundar var Ingibjörg systir Jóns Helgasonar skálds og fræðimanns í Kaupmannahöfn. Þegar þau hjónin féllu frá sat FRV uppi með forsvar fmmbyggjanna í höndum sér. Þar með var teningun- um varpað, og ekki aftur snúið yfír Rúbíkó — eða Kópavogslæk. Hinir ráðsettu og gamalgrónu Seltimingar máttu ekki til þess hugsa að skuldasúpa vegna fram- kvæmdagleði fmmbyggjanna lenti á þeirra herðum. Skilnaður varð því óumflýjanlegur. Þann 1. janúar 1948 varð Kópavogur sérstakt hreppsfélag og þann 11. maí 1955 sjálfstæður kaupstaður. Árið 1946 varð það að samkomulagi milli Klemenzar hagstofustjóra og FRV að íbúar teldust trúlega um 500; nú em þeir óðfluga að nálgast 15.000. Þetta er hraðasta upp- bygging eins sveitarfélags á íslandi frá upphafi íslandsbyggðar. Og ævintýri líkust. Á 16 ára stjórn- artímabili FRV og Huldu í Kópavogi (1946-1962) nam fólksfjölgun á Islandi 40,8%; í Reykjavík hafði íbúum fjölgað um 56% á sama tíma. En í Kópavogi hafði íbúatalan nærri Qórtán-faldast, fjölgunin nam 1275%. Saga þín er saga vor. í 16 ár (1946-62) er saga Finnboga Rúts og Huldu um leið saga Kópavogs. Það er saga mesta umbrotaskeiðs í sögu þjóðarinnar — í hnotskurn. Þessi næststærsti kaupstaður þjóð- arinnar og grannabyggð höfuð- borgarinnar reis með undrahraða á landi, sem var í ríkiseign. íbúum Reykjavíkur hafði fjölgað um meir en 10.000 á stríðsámnum. En borg- arstjómaríhaldinu hafði láðst að reikna með því, að þetta fólk þyrfti að eignast jarðarpart í föðurlandinu og þak yfir höfuðið. Það flýði því unnvörpum yfir landamærin og hóf þar nýtt pólitískt landnám undir ægishjálmi Kópavogsjarlsins og Framfarafélagsins. Enn kom það sér vel að eiga hauk í homi þar sem Hermann var. FRV fékk því framgengt fyrir hans tilstilli að engum lóðum yrði úthlutað af ríkislandi í Kópavogi, nema að höfðu samráði við sveitar- stjóm og samkvæmt staðfestu skipulagi sveitarstjómar og Skipu- lagsstjómar ríkisins. Það er útbreiddur misskilningur að byggð hafi þróast í Kópavogi eftir 1946 samkvæmt einhverri happa- og glappaaðferð. Þvert á móti. Fram undir það að Kópavogur varð sérstakt hreppsfélag var full- komin hætta á því að þama risi önnur Blesugróf — skipulagslaus óskapnaður, eins konar „favelas" í útjaðri höfuðborgarinnar. Auk þess vom hvers kyns purkunarlausir spekúlantar famir að braska með lóðir og lendur á þessum slóðum. Framfarafélagið kom snarlega í veg fyrir það. Frá og með valdatöku þess í nýju hreppsfélagi voru lögð drög að skipulagi í Kópavogi, sem frá uppha.fi gerði ráð fyrir 15-20 þúsund manna borg. Árið 1957, þegar hin rísandi borg var orðin sjálfstæður kaupstaður, keypti Kópavogbær ríkisjarðimar samkvæmt heimild í lögum frá Al- þingi. Kaupverðið var lægra en samsvaraði kjallaraíbúð á sama tíma. Kópavogsjarlinn, sem þá var sestur á þing, hafði hönd í bagga með þeirri lagasmíð. Þar var skýrt kveðið á um það, að Kópavogskaup- stað yrði ekki gert að greiða þá verðhækkun landsins, „sem stafaði af framkvæmdum bæjarfélagsins sjálfs“. Þarna er komin á lögbók ein helsta grundvallarregla jafnað- armanna um að koma í veg fyrir skyndigróða jarðabraskara, sem reyna að mata krókinn á vexti og viðgangi borgarsamfélagsins. Al- þýðuflokkurinn hefur reyndar beitt sér fyrir því að fá þessa grundvall- arreglu tekna inn í stjórnarskrá lýðveldisins. Tillögugerð hans á Álþingi um þjóðareign á landi og sameiginlegum náttúruauðlindum er í sama anda. Af hálfu Kópavogs var sýnt fram á að þetta þýddi að verð landsins bæri að miða við þann höfuðstól, sem ríkið sjálft hafði ákveðið sem landverð, þegar það lét löndin á erfðaleigu og ákvað leiguna. Höfuð- stóllinn væri því samanlögð afgjöld- in að viðbættum vöxtum. Þó að þetta væri framreiknað í 99 ár, var það innan við 250 þúsundir króna. Síðar hafa önnur sveitarfélög notið þessarar framsýni Kópavogs- jarlsins. Má þar til nefna Vest- mannaeyjakaupstað, sem fékk allar Vestmannaeyjar, sem höfðu um aldir verið eign Skálholtsstóls og síðan konungs, keyptar af ríkinu á u.þ.b. eina milljóna króna; sem auð- vitað er gjafverð fyrir svo blómlega verstöð og völundarsmíð skaparans. 8. Það sem einkenndi vöxt og við- gang Kópavogskaupstaðar var fyrst og fremst, hversu undrahratt byggðin óx. Meirihluti frumbyggj- anna sótti vinnu í öðrum sveitarfé- lögum. Þá voru lög í landi að útsvarstekjur ættu að renna til þess sveitarfélags þar sem teknanna var aflað. Þessi ólög fengust ekki úr gildi numin.fyrr en 1951. Það er því ljóst að þarna þurfti að stjórna af mikilli framsýni í skipulagsmál- um og fyrirhyggju í fjármálum; framkvæmdaþörfin var risavaxin en tekjustofnar sveitarfélagsins í grennsta lagi. Fyrstu stórvirkin sem vinna þurfti voru augljóslega lagning vatnsveitu, gatnagerð og skóla- byggingar, því að fjölskyldur frumbyggja eru stórar og bam- margar. Fjármögnun vatnsveitunn- ar í Kópavogi var nýjung í fjármálastjóm sveitarfélaga hér á landi. FRV þótti ósanngjarnt að jafna þeim fjárhagsbyrðum á frum- byggjana eina saman með því að kosta vatnsveituframkvæmdir, sem áttu að standa undir langa framtíð, af útsvarstekjum nokkurra ára. Hann efndi því til skuldabréfa- útboðs, sem tryggði að peninga- stofnanir lögðu fram nauðsynlegt fé og bæjarfélagið gat jafnað greiðslubyrðinni til margra ára. Þetta hefði Ludvig Erhardt þótt bærilegur Volkskapitalismus í þýska efnahagsundrinu; gott ef Eykon vill ekki láta kenna þessa hagfræði við sig. Berlínarstúdent- inn og höfundur 4ra ára áætlunar- innar mundi hins vegar trúlega kenna þessa hagfræði við Plan- ökónómíu. En hvað sem kenningin heitir skilaði hún árangri í praksís. Og það er sá dómur reynslunnar, sem kveður upp úr um hald eða haldleysi hagfræðikenninga, hveiju nafni sem þær nefnast. Það voru einmitt stórfram- kvæmdir af þessu tagi, sem tóku mið af þörfum 15 þúsund manna stórbæjar og hlutu að kosta tugi milljóna, sem höfðu skotið hinum ráðsettu íhaldsmönnum á Seltjarn- amesi skelk í bringu. Þeim sýndist ósennilegt að blásnauðir bamakarl- ar og fmmbyggjar, sem leitað höfðu hælis undir vemdarvæng Kópa- vogsjarlsins sem pólitískir flótta- menn borgarstjómaríhaldsins, gætu risið undir þvflíkum kostnaði. Án vatnsveitunnar hefði hins vegar öll aukning á þéttbýli verið óhugs- andi. íhaldið boðaði bmnna við hvert hús og vildi láta byggja bragga í staðinn fyrir skóla. Að öðm leyti lýstu þeir Kópavogsjarlinn bijálað- an, vitandi sem var, að ef ekki hefði verið lagt út í vatnsveitu, vegagerð og skólabyggingar snarlega, hefðu landnemamir orðið að leita á náðir Reykjavíkur aftur upp úr stríði. En alþýðukapítalisminn bjargaði mál- unum. Á árinu 1948 var byijað á lagningu vatnsveitunnar og í októ- ber 1949 var hleypt vatni á fyrsta hluta hennar. Enn var haldið stans- laust áfram, uns henni var að mestu lokið á árinu 1951. Þá vom allir vegir sem til vom á skipujagsuppdrætti orðnir öku- færir. Árið 1952 komst Höfn í Kópavogi á hafnarlög, strætisvagn- ar vom keyptir og skipulegum strætisvagnaferðum komið á 1957. Þá vom tveir nýir bamaskólar risn- ir af gmnni og nýtt og glæsilegt félagsheimili vígt 1959. Hrakspárn- ar höfðu orðið til skammar. Það er ekki ónýtt fyrir fram- kvæmdaglaða landstjómarmenn að vera vel að sér í fornri sögu. Þegar Rómveijar hinir fomu höfðu lagt undir sig Evrópu og Litlu Asíu hófst mikil nýbýlaalda í grennd við borg- ina eilífú á bökkum Tíber. Nýbýlin vom fyrir hermenn sem komu heim, útjaskaðir eftir dygga þjónustu við föðurlandið. Þeim var úthlutað ræktunarblettum með nákvæmlega sama hætti og Strandagoðinn og Kópavogsjarlinn fóm að í Kópavogi 2000 ámm síðar. Reglan í Róm var sú að menn strikuðu fyrir lóðunum í sandinn; þegar búið var að rissa fyrir hverfi ívemhúsa og gangstíg- um gátu menn áttað sig á, hvar vatnsveitan ætti að vera. Herinn reisti síðan vatnsveituna, enda var slík mannvirkjagerð ekki á færi einkaframtaksins. Rómveijar höfðu það líka eins og Framfarafé- lagið: Ekkert byggt án teikninga og engin lóð án aðgangs að vatns- veitu. Það sem var ekki nógu gott fyrir rómverska herinn var ekki nógu gott fyrir landnema Kópa- vogsjarlsins. Og svo gerist það 2000 ámm eftir Krists burð að íhalds- menn uppi á íslandi boðuðu bmnn við hvem húskofa. Svona menn hafa ekki vit á „strategíu“, að sögn herforingjans á Marbakka. Á sama tíma og Kópavogsjarlinn stóð í þessum stórræðum upp fyrir haus, vélvæddur amerískri tækni frá félögunum Ford og Caterpillar, vom það lög í landi að ekki mætti kaupa sementspoka eða leysa út timbur og saum, nema með sérstak- lega útgefnu leyfi frá háttvirtu fjárhagsráði. Oddvitinn í Kópavogi átti jafnan fjallháa eyðublaðabunka á borðum fjárhagsráðs með um- sóknum um meira sement, meira timbur og meiri saum. Þegar tregðulögmál skrifræðis- ins ætlaði að stöðva framkvæmda- gleðina með öllu var gripið til örþrifaráða. Oddvitinn settist þá að Magnúsi dósent, formanni íjár- hagsráðs og guðfræðiprófessor, við drykkju næturlangt. Brýndi hann það fyrir samvisku guðfræðipró- fessorsins, að í þann mund sem fmmbyggjar í Kópavogi fæm að stráfalla sem flugur í taugaveiki út af óhæfu drykkjarvatni, myndi oddvitinn skrifa eftirmæli þeirra skilmerkilega á reikning guðfræði- prófessorsins og samvisku hans — þessa heims og annars. Minnti hann á að Reykjavíkuríhaldið hafði ekki farið að huga að virkjun Gvendar- mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.