Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 + Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, fóstursonur og sonur, HALLDÓR SIGURJÓN SVEINSSON skipstjóri, Skógargerðl 9, Reykjavfk, andaðist 21. september. Jarðarförin auglýst síðar. Kristveig Baldursdóttir, Arnþór Halldórsson, Kristfn Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Baldur Öxdal Halldórsson, Kristveig Halldórsdóttir, Sigrfður Árnadóttir, Sveinn Ólafur Jónsson, Eyjólfa Guðmundsdóttir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ELÍN TÓMASDÓTTIR frá Stykkishólmi, andaðist í Landspítalanum þann 17. sept. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 25. sept. kl. 10.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Ingvi Kristjánsson, Haraldur Gfslason, Guðrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför eiginmanns míns, JÓNS JÓNSSONAR, frá Drangsnesi, Nesvegi 52, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. september kl. 15.00. Lovfsa Jónsdóttir. + Útför eiginmanns míns, föður, fósturföður og sonar, INGÓLFS SIGURLAUGSSONAR, Langholtsvegi 14, Reykjavfk, fer fram föstudaginn 26. september kl. 15.00 frá Áskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Ingibjörg AAalsteinsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson, Guðrún Aldfs Jóhannsdóttir, Sigurlaugur Jónsson, Aöalheiður Halldórsdóttir. + Bróðir minn, mágur og frændi, PÉTUR DANÍELSSON frá Þórukoti, sem lést í Landspitalanum 20. september, verður jarösunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 27. september kl. 15.00. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. sept- ember kl. 13.30. Ingibjörg Danfelsdóttir, Baldur Skarphéðinsson, Margrét Ólafsdóttir, og systkinabörn. Útför móður okkar, RAGNHILDAR K. ÞORVARÐSDÓTTUR, Langholtsvegi 20, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. september kl. 13.30. Þorvarður Örnólfsson, Anna Örnólfsdóttir, Valdimar Örnólfsson, Ingólfur Örnólfsson, Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir, Þórunn Örnóifsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Guðrún Úlfhildur Örnólfsdóttir, Sigríður Ásta Örnólfsdóttir, Finnbogi Örnólfsson. Faðir okkar, VALUR EINARSSON, verður jarðsunginn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 27. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Auður, Eirný, Pálfna, Eiríkur, Óli, Valurog Svandís. + Þökkum af heilum hug sýnda samúð, minningargjafir, blóm og skeyti við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS GUÐJÓNSSONAR rafvirkjameistara, Suðurgötu 15-17, Keflavfk. Dagrún Friðfinnsdóttir, Guðlaug Karlsdóttir, Sæmundur Þórðarson, Hörður Karlsson, Anna Sigurðardóttir, Þórdfs Karlsdóttir, Kristinn Ásgrfmsson, Hanna Marfa Karlsdóttir. Magnús Amlin Þingeyri - Minning Fæddur 29. nóvember 1904 Dáinn 13. september 1986 Magnús Amlín, Þingeyri, andað- ist 13. þ.m. 81 árs að aldri. Hann var jaidsettur á Þingeyri sl. laugar- dag. Ég var erlendis þegar mér barst andlátsfregnin. Þess vegna eru þessi minningarorð síðbúin. Það var einmitt í Frakklandi sem mér kom til vitundar að vinur minn Magnús Amlín var allur. Sjálfur bar hann tengsl einmitt við þetta fram- andi land. Hann var skírður Amlín í höfuðið á frönskum skútuskip- stjóra. Slík voru kynni landsmanna við franska sjómenn sem sóttu ís- landsmið fyrrum. Og óvíða mun traust og vinátta mátt sín meir milli sjómanna af báðum þjóðemum en einmitt við Dýrafjörð. Man ég vei, er ég leit Magnús Amlín fyrst augum. Það var sól- bjartur hásumardagur á Flateyri. Utiskemmtun skyldi haldin á staðn- um að þeirra tíma sið. Það var kominn bátur frá Þingeyri með margt fólk á skemmtunina. Hópur- inn gekk frá skipi upp þorpsgötuna. Drengstauli horfði forvitinn á. Einn í hópnum var glaðværastur. Það var Magnús Amlín. Hann átti fal- legu konuna, sem gekk honum við hlið. En það liðu mörg ár þar til ég kynntist Magnúsi. Það var ekki fyrr en ég var kominn í stjórn- málabaráttuna í Vestur-ísafjarðar- sýslu. En þá kynntist ég honum heldur betúr. Frá fyrstu stund var hann mér til trausts og halds. Það reyndi líka á einmitt á Þingeyri. Þar var sterkasta vígið sem sótt var að. Þingeyri var mér á vissan hátt sem nýr heimur, þó að ég væri úr næsta firði. Og það var Magnús sem innleiddi mig í tilvist fólksins þar. Ég missti að vísu af mörgu sem lifði í minningu manna í þessu geð- þekka samfélagi. Sexarinn var enn í metum hjá þeim sem reynt höfðu og enn stóðu uppi. Miklir og sterk- ir persónuleikar voru fluttir af staðnum eða horfnir yfír móðuna miklu, konur og karlar. En ég náði samt að hitta gamlar kempur, sem um langan aldur höfðu sett mark sitt á staðinn. Og mest var um vert ógieymanleg kynni við lífsreynda forvígismenn byggðarlagsins sem létu verkin tala. Það er svo ótal margt, sem skýtur upp kolli um fólkið á Þingeyri, þegar minnst er Magnúsar Amlín. Og ekki máttu sveitimar gleym- ast. Alltaf var Magnús reiðubúinn í ökuferð á í-7 og ferðimar þær em mér ekki sízt minnisstæðar. Það var margs að gæta. Á þess- um ámm var Magnús lífið og sálin í baráttunni fyrir framgangi Sjálf- stæðisflokksins á staðnum. Hann hlífði sér hvergi og hélt við sannfær- ingu sína á hveiju sem gekk og hætti þá hagsmunum sínum meir en títt er. En það er svo margs að minnast. Heimili og gestrisni þeirra hjóna var viðbmgðið. Það áttu þau hjón sammerkt. En þar var heimur hús- móðurinnar. Ung var Ingunn Magnúsi gefin. Og hún bjó manni sínum heimili sem er einstakt í huga hinna mörgu sem nutu gisti- vináttu þeirra. Þar fór allt saman, myndugleiki og rausn, hugljúf framkoma og listrænn fegurðar- smekkur. Kemur manni þá helzt í + HÓLMFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis f Breiðagerði B, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. september. Fyrir hönd aöstandenda, Magnús Júliusson. Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför GUÐJÓNS FRIÐGEIRSSONAR, Víkurbakka 40, Reykjavfk. Ásdis Magnúsdóttir, Friðgeir Þorsteinsson, Gottskálk Ágúst Guðjónsson, Elsa Guðjónsdóttir, Svanhvft Guðjónsdóttir, Magnús Guðjónsson, Friðgeir Guðjónsson, Katrín Guðjónsdóttir, Guðdfs Guðjónsdóttir Margrót Sigurðardóttir, Jóhannes Vignisson, Einar Ingi Einarsson, Helga Halldórsdóttir, Hrefna M. Guðmundsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JÓHANNS STEFÁNSSONAR skipstjóra. Jón K. Jóhannsson, Ólaffa Sigurðardóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson. + Þökkum af alhug öllum þeim sem auösýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður og afa, INGVARS KRISTINSSONAR, Grænuhlfð 15. Ása Þ. Ásgeirsdóttir, Unnur V. Kristjánsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Guðmundur Kr. Ingvarsson, Björgvin Ingvarsson, Unnur V. Ingvarsdóttir og barnabörn. Lokað Tilraunastöðin á Keldum verður lokuð eftir hádegi fimmtudaginn 25. þ.m. vegna minningarathafnar um PÉTUR DANÍELSSON. hug að hjá Ingunni hafi leynst það listablóð er rekja má til afans, sem Kristján Eldjám forseti hefír svo vel minnst í bók sinni um Amgrím málara. Ég minnist bezt þessa elskulega heimilis þegar það var í Hallaran- um. Og hugljúfar em endurminn- ingamar þaðan, þegar gömlu hjónin Elín og Angantýr, foreldrar Ing- unnar vom enn á lífi. Magnús Amlín lagði gjörva hönd á margt. Á unglingsámm kynntist hann skútulífinu, er hann var til sjós með föður sínum dugnaðar skútuskipstjóra og sjósóknara. En lífsstarf hans átti ekki eftir að vera til sjós. Hugurinn stefndi í aðrar áttir. Hann gekk í Verzlunarskól- ann og lauk þaðan verzlunarprófi. Hóf hann síðan störf við verzlun Sigmundar Jónsonar og var þar um langt árabil. Tók hann þá við störf- um hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga og var þar verkstjóri í nokkur ár. Þegar hér var komið verða viss þáttaskil í lífi Magnúsar. Tekur hann þá upp alfarið sjálfstæðan atvinnurekstur í útgerð og fisk- vinnslu sem hann veitir forstöðu meðan heilsa entist. Kom þá í ljós að honum var ekki síðra að vinna sjálfstætt en vera undir annarra stjóm. Hann var umfram allt traustur og ábyggilegur í öllum við- skiptum og mat meir að standa tveim fótum á jörðu niðri en smíða sér loftkastala. Mikilvægur þáttur í lífsstarfi Magnúsar var Sparisjóður Þingeyr- ar. Hann var fjölda ára í stjóm Sparisjóðsins og mörg síðari árin sparisjóðsstjóri. í þessu starfi nutu sín vel kostir Magnúsar. Verzlunar- menntunin kom honum í góðar þarfir. Honum var sýnt um að vinna skrifstofustörf af kostgæfni. Og ekki sízt var hann glöggur og traustur stjómandi við hvers konar fjárreiður. Hann skilaði sparisjóðn- um sem velstæðri og, traustri peningastofnun. Maður eins og Magnús Amlín kom víða við. Margskonar trúnaðar- störf hlóðust á hann. Hann átti sæti í hreppsnefnd og framfaramál byggðarlagsins vom honum hug- leikin. Hann var félagslyndur maður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var til staðar. Hann var ekki viðhlæjandi allra og gat stund- um virst hijúfur á ytra borðinu en hjartað var hlýtt. Hann var raun- góður maður sem vildi hvers manns vanda leysa. Magnús Amh'n átti lífsláni að fagna. Hann átti til góðra að telja. Foreldarar hans vom Ingibjartur Sigurðsson skipstjóri sem lézt á góðum aldri og Sesselja Magnús- dóttir sem lifði til hárrar elli. Magnús lifði í hamingjusömu hjóna- bandi. Þau hjón áttu miklu bama- láni að fagna. Þeim varð tveggja bama auðið, dætranna Nönnu sem gift er Jónasi Ólafssyni sveitar- stjóra og Halldóm, sem gift er Kristjáni Hraldssyni Orkubússtjóra. Og bamabömin og bamabama- bömin fylla hópinn. Þá ólu þau Magnús og Ingunn upp Hauk Gunn- arsson af umhyggju og ástúð. Síðustu árin átti Magnús við van- heilsu að stríða og gekk ekki heill til skógar. En hann var samur við sig. Það sem ég heyrði síðast af honum fárveikum var að hann ætl- aði að styðja við bakið á mér. Þannig var Magnús Amlín. Hann brást aldrei. Slíkum manni er mikið að þakka. Slíks manns er gott að minnast. Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.