Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
Áttræðisafmæli:
Finnbogi Rútur
Valdimarsson
l.
HINDENBURG verður kosinn —
en HITLER hefur sigrað. Þetta er
fyrirsögn á grein sem birtist í Al-
þýðublaðinu 9. apríl árið 1932.
Tilefnið var forsetakosningar í
Þýskalandi, sem reyndar fóru fram
daginn eftir. Höfundur skrifar frá
Berlín og kallar sig sósíalista.
í greininni eru færð fyrir því
þung rök, að þrátt fýrir sýndarósig-
ur hafí nasisminn sigrað í Þýska-
landi; ný heimsstyijöld sé því
óumflýjanleg — innan sjö ára.
Það kvað við allt annan tón í
umfjöllun vestrænna stórblaða um
þessar sömu sögulegu kosningar í
Þýskalandi. í leiðara New York
Times er lýst yfír ósigri Hitlers og
framtíð lýðræðis í Þýskalandi talin
trygg. Sama glámskyggnin blasti
við á forsíðum The Times í London
og reyndar flestra annarra stór-
blaða álfunnar. Óskhyggjan hefur
reyndar löngum leitt meðalmennsk-
una á asnaeyrunum.
Hver var hann, þessi skarp-
skyggni fréttaskýrandi Alþýðu-
blaðsins í Berlín? Hann heitir
Finnbogi Rútur Vaidimarsson og
situr nú — 54 árum síðar — á fríðar-
stóli að Marbakka. Og telst vera
áttræður í dag. Um það bil ári eft-
ir að FRV skrifaði þessa frægu
grein tók hann við ritstjóm Al-
þýðublaðsins. Þar með hélt nútím-
inn innreið sína í íslenska
blaðamennsku. Alþýðublaðið er því
miður ekki svipur hjá sjón í dag.
En Alþýðuflokkurinn hefur ekki í
annan tíma verið sigurstranglegri.
Þannig skiptast á skin og skúrir á
langri ævi. En formaður Alþýðu-
flokksins vill nota þetta tækifæri
til að færa hinum aldna Alþýðu-
blaðsritstjóra heillaóskir á áttræðis-
afmælinu.
Finnboga Rút hefur verið lýst
sem hinum dularfulla huldumanni
íslenskra stjómmála á þessari öld.
Og satt er það. Persónuleikinn er
margslunginn og torráðinn og
lífshlaup hans fullt af andstæðum.
Hann var annálaður námsgarpur í
skóla; samt vildu fræðaþulir hins
lærða skóla í Reykjavfk tregðast
við að brautskrá hann með láði.
Hann er í ættir fram kominn af
vestfírskum sjósóknurum og út-
kjálkamönnum; samt hefur hann á
sér snið heimsborgara svo sem hann
hefði verið handgenginn evrópskri
hámenningu frá blautu bamsbeini.
Hann er náms síns vegna sérfróður
um alþjóðarétt og alþjóðasamskipti;
samt varð það kórónan á sköpunar-
starfi hans að gerast brautryðjandi
tómthúsmanna sem með þremur
höndum byggðu næststærstu borg
Islands á klöppum og hijóstmgu
berangri Kópavogs.
Þessi hámenntaði vestfirski bó-
hem og lífsnautnamaður sýndist
mörgum innhverfur og einrænn;
samt hlotnaðist honum meiri lýð-
hylli fátæks fólks en flestum þeim
stjómmálamönnum, sem alþýðlegri
þóttu í fasi. Reyndar er Finnbogi
Rútur trúlega mesti kosningasigur-
vegari í stjómmálasögu 20. aldar —
jafnvel að Hannibal bróður hans
ekki undanskildum.
Ólíkt flestum menntamönnum af
hans kynslóð hafði hann aldrei hina
minnstu tilhneigingu til að aðhyllast
Sovéttrúboðið. Var reyndar harðvít-
ugasti andstæðingur kommúnista
þegar þeir klufu Alþýðuflokkinn illu
heilli í annað sinn árið 1938; samt
var hann aldrei bara andkommún-
isti, eins og mörgum krötum hætti
til. Og hikaði ekki við að gera
pólitískt bandalag við Sósíalista-
flokkinn árið 1949 og reyndar aftur
1956, þegar Alþýðubandalagið var
stofnað.
Þetta segir nokkra sögu um and-
stæðumar í fari Finnboga Rúts.
Maður sem á þetta lífshlaup að
baki er augljóslega enginn venju-
legur maður. En hver er maðurinn
sjálfur? Einn samtímamanna hans
og aðdáenda úr Kópavogi orðaði
það svo, að FRV sparkaði aldrei
nema upp fyrir sig; réðist aldrei á
garðinn nema þar sem hann væri
hæstur. Og einhvem veginn grunar
mig að þessi marglyndi heimsborg-
ari hafí þrátt fyrir allt hvergi unað
betur sínum hag en innan um þá
fátæku tómthúsmenn, sem lögðu
allt sitt traust á hann, þegar Kópa-
vogsjarlinn lét til skarar skríða
gegn sameinuðu ofríki ríkisvalds
og flokkavalds; og stóðst hveija
atlöguna á fætur annarri sem að
honum var gerð eins og klettur sem
gnæfír upp úr ölduróti.
„Margt hef ég heyrt um hann
og misjafnt um dagana," sagði Ól-
afur Thors við annan þingmann
ónefndan og að gefnu tilefni. „En
nú fyrst veit ég hver hann er. Hann
er galdramaður. Því að hún var
sannarlega dauð í gærkvöldi, þetta
óféti, en nú er hún allt í einu aftur-
gengin. Og það er allt honum að
kenna." Ólafur lét þessi orð falla
um FRV á leiðinni upp stiga al-
þingishússins inn í Neðri deild í
maímánuði 1958.
Hún — „þetta óféti“ — var vinstri
stjómin undir forsæti Hermanns
Jónassonar, 1956-58. Að sögn þing-
mannsins var ríkisstjórnin að vísu
talin af kvöldinu áður. Ólafur og
Bjami töldu sig hafa háð bindandi
samningum við ráðherra Alþýðu-
flokksins um að slíta þessari stjóm
út af ágreiningi um útfærslu land-
helginnar í tólf mílur. Ráðherramir
voru famir að tæma skúffumar;
Hermann hafði óskað eftir ríkis-
ráðsfundi til að segja af sér daginn
eftir og var genginn til náða í vissu
þess að hann yrði ekki forsætisráð-
herra með nýjum degi.
En þá fór FRV á stjá. Og honum
reyndust dijúg næturverkin. Hvað
honum og forystumönnum Alþýðu-
flokksins fór í milli veit ég ekki.
Hitt er söguleg staðreynd að þá um
nóttina eða daginn eftir setti Guð-
mundur I. Guðmundsson, þáverandi
utanríkisráðherra, stafína sína und-
ir minnisblað um að útfærsla
landhelginnar skyldi taka gildi 1.
september þá um haustið. Þar með
var ríkisstjóm Hermanns Jónasson-
ar afturgengin.
Það var ekki í fyrsta sinn sem
þeir brugguðu ráð saman, FRV og
Hermann, allt frá kollumáli til
Kópavogs, frá ríkisstjóm hinna
vinnandi stétta 1934 og „Rauðku“
til stjómarmyndana og landhelgis-
málsins síðar meir.
2.
Finnbogi Rútur er löngu orðinn
goðsagnapersóna í lifanda lífí. Mér
eru í minni sögur sem sagðar eru
af námsafrekum hans í skóla, sem
bekkjarbræður hans gamlir hafa
haldið á lofti; og síðar af útistöðum
hans við kennara og skólayfírvöld.
Pálmi heitinn Hannesson rektor
sagði það Bjarna Guðmundssyni
(bróður Guðna, núverandi rektors),
sem lengi var blaðafulltrúi ríkis-
stjómarinnar, að hann hefði ekki
séð hærri stúdentsprófseinkunnir
en Finnboga Rúts í klöddum lærða
skólans, allt frá aldamótum. Samt
gekk það ekki þrautalaust fyrir
þennan námsgarp að fá það vott-
fest frá skólanum að hann væri
þaðan brautskráður með láði.
Ástæðan var sú að Rútur hafði
lent í útistöðum við íslenskukennara
skólans. Sá hafði frelsast til spírit-
isma og lagði meiri stund á að boða
sálarrannsóknir en að kenna
málvísindi. í mótmælaskyni skrifaði
Rútur ritgerð á stúdentsprófí í
íslensku, sem var svo svæsin árás
á kennara og skólayfirvöld, að
kennarafundur neitaði að afhenda
honum stúdentsprófskírteini, þrátt
fyrir fjórar áttur (hæsta einkunn á
Orsted-skala) í latínu, ensku,
frönsku og þýsku. Það var ekki
fyrr en bekkjarbræður Rúts neituðu
að taka við sínum skírteinum að
rektor og kennarar sættust á mála-
miðlun, hún var í því fólgin að
afhenda stúdentsprófskírteinin um
haustið.
Þetta var árið 1927. Um haustið
gerðist FRV þingskrifari jafnframt
því sem hann lauk „fílunni" við
Háskóla íslands. Sem þingskrifari
komst hann m.a. í kynni við Jón
Þorláksson, frægasta fjármálaráð-
herra íslendinga og leiðtoga íhalds-
manna. Rútur á enn í fórum sínum
meðmælabréf, mjög svo loflegan
vitnisburð, sem fhaldsleiðtoginn
skrifaði til að greiða götu þingskrif-
arans til náms í útlöndum. Er
auðheyrt að FRV ber Jóni Þorláks-
syni ævinlega vel söguna sem þeim
mikla lærdómsmanni og snjalla
verkfræðingi sem hann var.
Rútur var ekki gamall þegar
hugur hans hneigðist að alþjóða-
pólitík. Hann var að taka út þroska
á heimsstyijaldarárunum fyrri, þeg-
ar blómi evrópskar æsku var leiddur
til slátrunar í skotgröfunum við
Verdun og Somne. Eldri bróðir
Rúts sagði mér þá sögu, að karlar
úr Ketildölum komu í heimsókn til
Valdimars bónda að Bakka í Amar-
fírði, þegar þeir spurðu þau tíðindi
að Rússakeisari hefði farið með
stríði á hendur Þýskalandskeisara.
Valdimar bóndi hélt blöðin, eins og
það hét. Þangað þótti þeim því
vísast að spyija tíðinda. „Þið skuluð
eiga um það við drenginn þarna,"
svaraði Valdimar bóndi. Hann var
sérfræðingur heimilisins að Bakka
í stríðsfréttum og stórveldapólitík.
Reyndar bjó ungviðið á Bakka
að því að stórveldi hafði komið við
sögu f atvinnuuppbyggingu Am-
fírðinga, þar sem var Pétur Thor-
steinsson. Bíldudalsútgerð P.
Thorst. var reyndar þvflfkt stór-
veldi, að Kristján Albertsson segir
frá því að hann hafí á göngu um
Mflanó eftir seinna stríð séð blasa
við timburskilverk sem hékk fyrir
ofan fískbúð þar sem stóð snjáðum
stöfum: „Bíldudals-baccalao".
En með Pétri Thorst. barst slang-
ur af dansk-þýskum kúltúr til
Bfldudals. Þar á meðal óvenju góð-
ur bókakostur sem Guðjón bók-
bindari í Austmannsdal gætti
vandlega í lestrarfélagi Ketildæla.
Þar komst hinn ungi sveinn m.a. í
fræðirit Krópótkins fursta um
„strategíu" — eða herstjómarlist.
Áhugi FRV á þeim fræðum hefur
held ég aldrei dofnað síðan. Reynd-
ar hefur mér alla tíð fundist hann
hugsa pólitík eins og herforingi.
3.
Með hliðsjón af þessu undirbún-
ingsnámi í alþjóðapólitík frá lestrar-
félagi Ketildæla er ekki að undra
að þegar Finnbogi Rútur hafði haf-
ið nám í þjóðarrétti og alþjóða-
stjómmálum í París 1928 lét hann
það verða sitt fyrsta verk að heim-
sækja skotgrafir fyrri heimsstyij-
aldar á blóðvellinum við Somne, þar
sem rottufaraldurinn minnti enn á
pólitíska geðveiki aldarfarsins. í
París var hann samtíma höfuðsnill-
ingum og gáfnaljósum eins og
Ásmundi Sveinssyni myndhöggv-
ara, Þórami Bjömssyni, síðar
skólameistara, Símoni Jóhanni
Ágústssyni frænda vomm og sál-
fræðingi og Magnúsi „franska",
sem ásamt Þórami átti eftir að
halda uppi merki hins franska kúlt-
úrs í lærðum skólum á íslandi.
Árið 1927 var sett á laggimar í
Genf í Sviss sérstök rannsóknar-
og kennslustofnun í þjóðarrétti og
alþjóðasamskiptum að fmmkvæði
stjómamefndar Þjóðabandalagsins
gamla og í nánum tengslum við
það. Þama kenndu margir af
fremstu þjóðréttarfræðingum
gamla og nýja heimsins, m.a. marg-
ir helstu sérfræðingar og ráðgjafar
Ieiðtoga bandamanna við gerð frið-
arsamninganna í Versölum, sem
m.a. bám ábyrgð á milliríkjasamn-
ingum um stríðsskaðabætur Þjóð-
veija og stofnun fjölmargra nýrra
ríkja í Evrópu.
Þessi stofnun hét Institut Uni-
versitaire de Hautes Etudes Inter-
nationales. Þangað vistaðist
Finnbogi Rútur seinni hluta árs
1929 og var á hennar vegum við
nám og störf til 1933. Frá Genf fór
hann síðan sérstakar námsferðir,
m.a. til Berlínar (1930-31) og Róm-
ar (1931-32). Á þessum ámm
ferðaðist FRV vítt og breitt um
Evrópu, m.a. tii Spánar á lokadög-
um spænska iýðveldisins. Meðal
verka hans á þessum ámm var að
þýða á frönsku sambandslagasátt-
málann milli ísiands og Danmerkur
1918 og stjómarskrá Danmerkur
og íslands.
Á námsámnum skrifaði FRV
lærða álitsgerð um það, að ísland
væri, miðað við réttarstöðu sína
skv. sambandslagasáttmálanum,
tækt í Þjóðabandalagið. Einn af
kennumm hans var Iögfræðilegur
ráðunautur stjómarráðs Þjóða-
bandalagsins. Hann féllst á niður-
stöður FRV og bauðst til þess að
tala máli íslendinga við stjómarráð
Þjóðabandalagsins. FRV kom þessu
máli áleiðis við Tryggva Þórhalls-
son, sem þá var forsætisráðherra
íslendinga.
Þeir Tryggvi og Jónas vom hins
vegar hraeddir við að móðga Dani,
ef ísland sýndi af sér slíka sjálf-
stæðisviðleitni. Innganga í Þjóða-
bandalagið hefði tvímælalaust verið
skilin sem alþjóðleg viðurkenning á
sjálfstæði íslands. Þetta staðfestir
enn að utanríkisstefna ríkisstjóma
á íslandi á millistríðsámnum virðist
hafa verið fólgin í því að móðga
ekki Dani.
Hins vegar varð þetta til þess
að Tryggvi Þórhallsson bauð FRV
stöðu, sem íslendingar áttu rétt á
skv. sambandsiagasáttmálanum, í
dönsku utanríkisþjónustunni. FRV
afþakkaði gott boð en mælti með
Pétri Benediktssyni í staðinn. Það
var honum líkt að vilja ekki láta
loka sig inni á diplómatískum kont-
ór við að gera ekki neitt.
Á Parísarámnum kom FRV með
óvæntum hætti við ein mikilvæg-
ustu milliríkjaviðskipti íslendinga á
þessum ámm. Jón Þorláksson gerði
honum orð til Parísar og bað hann
að greiða fyrir Guðbrandi Magnús-
syni, þá nýorðnum forstjóra
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins. Þótt Tryggvi veitti ekki vín í
veislum komst hann ekki hjá því
að hafa kampavín á boðstólum
vegna þúsund ára afmælis Alþing-
is. Þetta varð til þess að FRV aflaði
viðskiptasambanda við ýmsa önd-
vegishölda franskrar vínmer.ningar.
Það var óvenjulegt við þessi við-
skipti, að FRV gekk hratt fram í
því, að ekki skyldu greidd umboðs-
laun til neinna milliliða. Mætti það
vera seinni tíma fjármálaráðhermm
til fyrirmjmdar, sem þiggja umboðs-
laun af slíku góssi ótæpilega og
skýra undarlegar greiðslur til sín
frá fallít skipafélögum með því að
um sé að ræða afslátt fyrir guð
veit hvað. Það hefði Jónasi Sam-
vinnuskólastjóra þótt undarlegt
siðferði í den tíð.
í Berlín var samtíma FRV gam-
all vinur og skólabróðir frá mennta-
skólaámm, Bjami Benediktsson,
síðar leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
og forsætisráðherra með meira. í
Berlín hafði FRV kynnst hámennt-
uðum lögfræðingi í þjónustu nas-
ista; sá náði seinna status
aðstoðarráðherra og hlaut sinn dóm
eftir stríð í Numberg. Þessi maður
bauð þeim Bjama á múgsamkomur
Hitlers, þegar sá síðamefndi loksins
Iagði til atlögu við seinasta vígi
sósíaldemókrata í Berlín.
Þar fengu þeir félagar sýni-
kennslu í pólitískri terrortaktíkk
þessa þýska bófafélags. Einkennis-
klæddir og vopnaðir ofbeldisseggir
stóðu vörð við hveija bekkjarröð í
hinni fimastóm SPORT PALAST.
Dirfðist einhver að hreyfa andmæl-
um eða láta í ljósi andúð var hann
hremmdur af górillum og barinn til
óbóta í augsýn allra. Andstætt
gróusögum hefur FRV margsinnis
áréttað við undirritaðan, að Bjami
Benediktsson var gersneiddur öllum
tilhneigingum til nasistadekurs,
bæði þá og síðar.
Á þessum ámm sökkti FRV sér
niður í stúdíu á stjómmálakenning-
um og hræringum samtímans.
Öfugt við marga samlanda hans frá
þessum tímum hafði hann aldrei
minnstu tilhneigingu til að slást í
hópinn með Sovéttrúboði Weimar-
róttæklinga. Greining hans á eðli
þýska nasismans, sem birtist með
skýrum hætti í blaðagreininni, sem
vitnað var til í upphafi, sýnir ber-
lega að hann hafði ekki meiri
skömm á öðmm mönnum en agent-
um Komintem, . jafnt í þýskum
stjómmálum sem Islenskum. Hann
vissi allt of mikið um vemleika evr-
ópskra stjómmála og sögu til þess
að vera ginkeyptur fyrir draumóra-
mgli hinna fáfróðu forsöngvara
Stalíns-trúboðsins meðal evrópskra
menntamanna.
Vissulega var hann gagnrýninn
á blauða og deiga forystu þýska
sósíaldemókratísins. En honum var
fullljóst að útsendarar Stalíns vom
óvinafagnaður innan evrópskrar
verkalýðshreyfíngar. Með blindum
hatursáróðri sínum gegn sósíal-
demókrötum lömuðu þeir baráttu-
þrek verkalýðshreyfíngarinnar
gegn svartstökkum Hitlers og
mddu glæpahyski nasismans þann-
ig leiðina til valda. Greinar hans í