Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Guði sé lof fyrir Gutenberg’ Nú er liðinn um það bil mánuður frá því einka- útvarpið Bylgjan hóf útsend- ingar á Suðvesturlandi. Þar með var endi bundinn á ára- tuga einokun Ríkisútvarps- ins á hljóðvarpi. Innan skamms tekur ný íslensk sjónvarpsstöð til starfa og skapar ríkissjónvarpinu, sem verið hefur eitt um hituna í tvo áratugi, á sama hátt al- veg nýjar aðstæður. Og framfarir eru nú svo örar á þessu sviði tækninnar, að við megum eiga von á enn rót- tækari nýmælum á næstu árum. Tvær samhangandi ástæður voru fyrir því, að einokun Ríkisútvarpsins var aflétt. Annars vegar var um viðhorfsbreytingu að ræða, einkum meðal stjómmála- manna, og hins vegar tæknilega framvindu, sem gerði útvarpsrekstur ein- staklinga í senn ódýran og auðveldan. Ekki er ólíklegt, að sams konar þróun muni innan fárra ára aflétta einok- unarstöðu Pósts og síma hér á landi, svo aðeins eitt dæmi um æskilega breytingu sé nefnt. Það er í rauninni næsta ótrúlegt til þess að hugsa, að það skuli ekki vera nema um tvö ár frá því að hatramar deilur geisuðu hér á landi um réttmæti einkaút- varps og einkasjónvarps og málaferli vegna reksturs fijálsra útvarpsstöðva eru enn fyrir dómstólunum. Því var haldið fram af andstæð- ingum einkarekstrar á þessu sviði, að hinar nýju aðstæður myndu skapa fjársterkum aðilum óeðlileg áhrif og frelsi og lýðræði yrði stefnt í voða. Raunin er öll önnur, bæði hér á landi, svo sem dagskrá Bylgjunnar sýnir, og í ná- grannalöndunum, þar sem einkastöðvar hafa verið reknar um árabil. Hinar miklu vinsældir Bylgjunnar og þátttaka hlustenda í út- sendingum hennar sýna, að þar er á ferð raunverulegt almenningsútvarp. Menn geta haft ólíkar skoðanir á dagskránni og eflaust finnst mörgum símhringingar of fyrirferðarmiklar, en um hitt verður ekki deilt að þetta er útvarp sem stór hópur hlust- enda kann að meta. Það er merkilegt um- hugsunarefni, að það er söguleg tilviljun að deilumar um einkarétt ríkisvaldsins til útvarps- og sjónvarpsrekstr- ar skuli ekki hafa snúist um dagblöð eða tímarit. Ef hinir fyrmefndu miðlar hefðu ver- ið fundnir upp á fímmtándu öld, en ekki prentlistin, hefð- um við kannski búið við margar sjálfstæðar útvarps- og sjónvarpsstöðvar í margar aldir, en ekki öðlast prent- frelsið fyrr en í lok tuttug- ustu aldar. Þá væri ríkisvald- ið á Islandi væntanlega að verja stórfé um þessar mund- ir til að efla Stjómarblaðið eða Ríkisblaðið, fjölga síðum og útgáfum, til að mæta samkeppni frá Morgunblöð- um og Bylgjublöðum! Stað- reyndin er nefnilega sú, að þegar ríkið kemst í vamar- stöðu og þarf að verja sínar heilögu kýr fínnast alltaf nægir fjármunir. Og ríkið er í þeirri þægilegu aðstöðu, að geta gefíð markaðnum langt nef, því það em skattpening- ar almennings, sem settir em í hítina. Guði sé lof fyrir Guten- berg. Guði sé lof fyrir að við þurfum ekki að berjast fyrir prentfrelsi og rétti til blaða- útgáfu á íslandi á ofanverðri tuttugustu öld. En réttur ein- staklinga til að reka útvarp og sjónvarp er í rauninni af nákvæmlega sama tagi og rökin fyrir prentfrelsi gilda um tjáningarfrelsi almennt. Innan fárra ára verða einka- útvörp, einkasjónvörp og ef til vill einhverjir nýir miðlar af svipuðu tagi orðnir þáttur í daglegu lífi okkar. Þá eiga menn væntanlega erfítt með að ímynda sér, hvers vegna í dauðanum einokuninni var ekki aflétt löngu fyrr. En það er ástæðulaust að gera veður út af því eins og málum er komið, þótt það sé nauðsyn- legt ábendingarefni í rök- ræðum gegn öðmm formum ríkiseinokunar. Nú skiptir mestu, að nota frelsið og réttinn til gagns og gamans og til þess að rækta og efla menningu okkar á þeim við- sjárverðu tímum, sem við Iifum. Þjóðirnar sýni hv< annarri umburðai Ræða Matthíasar Á. Mathiesen, utanrík við upphaf 41. allsherjarþing's Sameinui Hér fer á eftir i heild ræða sú, s herjarþingi Sameinuðu þjóðanna Ég vil hefja mál mitt með ámað- aróskum í tilefni kjörs yðar sem forseta þessa 41. allshetjarþings hinna Sameinuðu þjóða. Jafnframt fullvissa ég yður um fulltingi íslensku sendinefndarinnar við framkvæmd vandasamra verkefna í þessu virðulega embætti. I nóvember í haust verða 40 ár liðin frá inngöngu íslands í SÞ. Á þessum tíma hefur tala aðildarríkja þrefaldast en umfang starfsins hef- ur aukist jafnvel enn meira. Ýmislegt hefur tekist síður en skyldi í störfum samtakanna. Samt sem áður hafa þau fyrir löngu sannað gildi sitt. Hér er vettvangur um- ræðu og skoðanaskipta og hér verða smám saman til reglur um sam- skipti ríkja. Fjórir áratugir eru ekki langur tími og það getur tekið mun lengri tíma að fínna og móta þær reglur sem best henta. Til samanburðar má nefna það, að hugmyndir og hugsjónir réttarríkisins urðu til á mörgum mannsöldrum og það hefur ekki gengið átakalaust að skipa þeim sess við hæfí. Að sumu leyti má segja að reglur alþjóðaréttar séu enn í frumbemsku. Réttarsögu ein- stakra ríkja má því að nokkru hafa til hliðsjónar á þeim þroskaferli al- þjóðlegra samskipta, sem framund- an er. í einu af meistaraverkum fom- grískra bókmennta, IlHonskviðu Hómers, er að fínna frásögn, sem varpar ljósi á þýðingu fastra reglna í samskiptum valdhafa við þá, sem eiga undir vald þeirra að sækja. em utanríkisráðherra flutti á alls- mánudaginn 22. september. Sarpedon, sonur Seifs og dauðlegr- ar konu, atti kappi við Patróklus, vin Akkillesar. Seifur fylgdist með bardaga þeirra tveggja og fylltist sorg við þá tilhugsun, að sonur hans biði lægri hlut. Hann freistað- ist þvi til að skakka leikinn. „Leikur nú hugur minn á tveim áttum," sagði hann við Heru systur sína, „hvort ég á að svipta honum burt lifanda úr hinum hörmulega bar- daga ... eða skal ég láta hann hníga ..." Hera svaraði með þeim orðum að kæmi hann syni sínum til bjargar myndi það hleypa megnri heift í guðina. Slíkt hefði ófyrirsjá- anlegar afleiðingar..því margir synir ódauðlegra guða beijast nú í kring um hina miklu Príamsborg". Seifur fór að ráðum Heru, en lét blóð dijúpa til jarðar í minningu sonar síns. Venjan sem gilti um samskipti manna og guða var svo sterk, að hún batt jafnvel hendur hins voldugasta meðal guðanna. Réttlætið krafðist þess, að farið væri eftir settum reglum. Þetta gilti um guði og þá einnig um menn. Guðir höfðu vissulega mikið vald, en því voru skorður settar af skyld- um þeirra. Forðumst heiftina í samskiptum ríkja Því fer víðs fjarri að rétt sé að jafna ríkjum nútímans við gríska guði að fomu. Hvorki guðimir né ríkin ættu skilið slíkan samanburð. Eigi að síður leyfí ég mér að vitna til þessarar frásagnar til stuðnings þeirri skoðun minni, að í samskipt- um ríkja verði að halda í heiðri reglur og siði til að forðast heift- ina, sem getur orðið siðmenning- unni að falli. Einnig til stuðnings þeirri sannfæringu, að í samskipt- um sínum verði þjóðir heims að halda aftur af sér og láta stjómast af skynsemi og rökyggju fremur en tilfínningum. Minni hagsmunir verða að vfkja fyrir hinu mikla hagsmunamáli allrar heimsbyggð- arinnar, sem er að tryggja frið og öryggi. Þetta krefst þolinmæði og á stundum tilslökunar frá ýtmstu kröfúm. Þjóðimar verða að um- gangast hver aðra af umburðar- lyndi og með virðingu fyrir ólíkum viðhorfum. Umfram allt verða þjóð- imar þó að virða fullrétti annarra og gæta þess að hleypa ekki heift eða illu blóði í samskiptin. Slíkt getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Hvergi er nauðsyn rökhyggju og skynsemi brýnni en í samskiptum austurs og vesturs. Á síðasta ári vakti fundur þeirra Ronalds Reag- an, forseta Bandaríkjanna, og Mikhails S. Gorbachev, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, nýja von um slökun spennu. Slíkt funda- hald leiðtoga tveggja voldugustu ríkja heims hafði þá legið niðri í sex ár. Óskandi væri að slíkir fund- ir yrðu framvegis árviss viðburður og að árangur ykist að sama skapi. Á síðasta ári vom ýmis önnur teikn á lofti, sem gefa fyrirheit um að nokkurs árangurs megi vænta í afvopnunarmálum. Vopnabirgðir og hemaðarumsvif risaveldanna hafa 140 bömum boðið í flugferð á flugdegi Vestmaimaeyju FLUGKLUBBUR Vestmanna- eyja, sem stofnaður var í ágúst í fyrra, efndi til sérstaks flug- dags í Eyjum um helgina. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem slíkur flugdagur er haldinn í Eyjum, Fram kom mikill áhugi bæjarbúa fyrir fluginu og var fjölmennt á flugvellinum á laug- ardaginn. 140 börnum var boðið í útsýnisflug í Utlum flugvélum klúbbfélaga. „Við emm mjög ánægðir með hvað vel tókst til á þessum fyrsta flugdegi okkar og undirtektimar verða áreiðanlega til þess að slíkur flugdagur verður árlegur viðburður í okkar starfí. Þetta er þó full seint á sumrinu en við vomm samt lán- samir með veðrið", sagði Guðmund- ur Alfreðsson formaður Flugklúbbs Vestmannaeyja í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins. Guðmundur sagði að mjög margt fólk hefði komið á flugvöllinn og um 140 böm- um var boðið að bregða sér í flugferð yfír Heimaey og næsta nágrenni. Flugmenn á um 20 flug- vélum frá öðmm flugklúbbum víða að af landinu heimsóttu Eyjamenn á laugardaginn. Lisflug Þorgeirs, formanns Svifflugfélags íslands, á TF-UFO vakti gífúrlega athygli og hrifningu hjá þeim sem fylgdust með flugdeginum og einnig tók Bjöm Thoroddsen nokkrar rispur á Fyrsti flugdagurinn var haldinn í Eyjum um helgina, áhugi var mikill og urðu margir til að leggja leið sína á flugvöllin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.