Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Konfekt- kassinn Þessa dagana er mikið rætt um ljósvakafjölmiðlana enda standa þeir nú á tímamótum. Ég mun reyna að leggja þessari umræðu lið eftir föngum og vona að lesendur misvirði ekki viðleitnina er óhjákvæmilega ýtir um stundarsakir til hliðar um- fjöllun um einstaka dagskrárliði en ég er nú einu sinni þeirrar skoðunar að dálkahöfundar verði að bera egg stílvopnsins á slagæðina annars stirðni blekið. En hvað er þá nýtt að frétta af fjölmiðlastríðinu? Nýjasta fréttin barst úr óvæntri átt í gær- dagsmorgunþætti Páls Þorsteinsson- ar á Bylgjunni er Páli barst skyndilega í hendur vænn blóm- vöndur frá bílstjórunum á Bæjarleið- um er þökkuðu fyrir næturútvarp Bylgjunnar síðastliðna helgi. Og hér er líka konfektkassi, namm namm smjattaði Páll. Hvað koma blómin og konfekt- kassinn frá Bæjarleiðum fjölmiðla- byltingunni við? I mínum huga er hér um táknræna gjöf að ræða frá óbreyttum verkamönnum í víngarðin- um er fagna því að loksins hefir verið komið til móts við óskina um nætur- útvarp sem léttir svo sannarlega vaktavinnufólki lífíð. Hversu oft hef- ur næturvaktafólkið ekki óskað eftir því við Ríkisútvarpið að það útvarp- aði léttri tónlist næturlanjjt? í áratugi hafa yfirmenn ríkisfjölmiðilsins þumbast við en svo hefla nokkrir áhugasamir menn útvarpsrekstur í húsi Osta- og smjörsölunnar við Snorrabraut og fyrr en varir er næt- urútvarp orðið að bláköldum veru- Ieika. Njótið blómanna og konfektsins Páll og félagar, þið eigið þau svo sannarlega skilið. Hlustendakönnunin Ég hef að undanfómu vitnað hér í dálki ótæpilega í blessað Morgun- blaðið; ástæðan er sú að ég fínn hér á síðum ótal greinar þar sem glöggir menn takast á um ljósvakafjölmiðl- ana. Þannig var til dæmis í blaðinu í gær að fínna athyglisverða grein fyrir Þórólf Þórlindsson prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands þar sem prófessor Þórólfur færir að því rök að könnun sú á útvarpshlust- un á Akranesi, Selfossi og í Reylqavík er Hagvangur viðhafði fyrir skömmu að beiðni Sambands íslenskra auglýs- ingastofa hafí verið ákaflega ófag- mannleg og lítt marktæk. Grein prófessors Þórólfs Þórlindssonar er mikilsvert framlag til fjölmiðlaum- ræðunnar því þar er á hógværan hátt vegið að hlustendakönnun sem hefír verið notuð sem vopn í flölmiðl- astríðinu. Mikils er um vert að hlustendakannanir séu marktækar þvi niðurstöður þeirra geta ráðið miklu um auglýsingastreymið á fjöl- miðlamarkaði framtíðar. Víkverji í Víkveija í gær er viðruð sú at- hyglisverða hugmynd hvort ekki mætti breyta rás 2 í klassíska stöð? Ég er hrifinn af þessari hugmynd Víkveija þótt ég álíti persónulega að réttara væri fyrir Ríkisútvarpið að opna þriðju rásina er sinnti einvörð- ungu klassiskri músík. Þannig mætti hugsanlega létta klassískri tónlist af rás 1 og breyta þar algerlega um tónlistarstefnu. Rás 2 hefir þegar unnið sér sess sem boðberi þess nýj- asta í poppinu. En ein helsta ástæðan fyrir þvi að ég vil að Ríkisútvarpið fjölgi rásum og bjóði fram fjölbreytt- ara dagskrárefni er sú að við erum nú einu sinni ein þjóð sem að mínu mati á að sitja við eitt og sama fjöl- miðlaveisluborð og ég efast um að einkaútvarpsstöðvamar sjái sér hag i að kaupa eða leigja dreifíkerfí rásar 2. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP UTVARP MIÐVIKUDAGUR 24. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Bæn. 7.1 B Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Rósalind dettur ýmislegt i hug" eftir Christ- ine Nöstlinger. Guðrún Hrefna Guömundsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir þýddu. Þórunn Hjartardóttir byrjar lesturinn. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úríorustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guðmundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. , 10.30 Áður fyrr á árunum. Umsjón: Ágústa Björnsdótt- ir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn — Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýð- ingu sína (20). 14.30 Segðu mér aö sunnan. Ellý Vilhjálmsdóttir velur og kynnir lög af suörænum slóðum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Á Vest- fjarðahringnum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. „( ríki náttúrunnar", for- leikur op. 91 eftir Antonín Dvorák. Tékkneska fílharm- oniusveitin leikur; Karel Ancerl stjórnar. b. Gítarkonsert í D-dúr op. 99 eftir Castelnouvo- Tedesco. John Williams leikur með Fíladelfíuhljóm- sveitinni. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö Umsjón. Vernharður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.46 Torgið. — Bjarni Sig- tryggsson og Adolf H.E. Petersen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sonur elds og ísa" eftir Johannes Hegg- land. Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson les (12). 20.30 Ýmsar hliðar. Þáttur í umsjá Bernharðs Guð- mundssonar. 21.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Fjögur rússnesk Ijóð- skáld. Annar þáttur: Boris Pasternak. Umsjón: Áslaug Agnarsdóttir. Lesari með henni: Berglind Gunnars- dóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljóö-varp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt i samvinnu við hlustendur. 23.10 Djassþáttur. — Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.00 Úr myndabókinni — 20. þáttur Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Ofur- bangsi, nýr teiknimynda- flokkur, Snúlli snigill og Alli álfur, Alí bongó, Villi bra-bra, í Klettagjá, Hænan Pippa, Við Klara systir, Sögur pró- fessorsins og Bleiki pardus- inn. Umsjón: Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarog dagskrá 20.40 Smellir Bruce Springsteen I Umsjón: Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason. MIÐVIKUDAGUR 24. september 21.10 Sjúkrahúsiö í Svarta- skógi (Die Schwarzwaldklinik) 3. Heimshornaflakkarinn Þýskur mydaflokkur i tólf þáttum sem gerast meöal lækna og sjúklinga í sjúkra- húsi í fögru fjallahéraði. Aðalhlutverk: Klausjurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Henn, Karin Hardt og Heidelinde Weis. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.00 Hvar ertu, félagi? (Ou es-tu, camarade?) Ný frönsk heimildamynd um aðbúnað fatlaðra og mann- réttindamál í Sovétrikjunum. Árið 1980 tóku engir heima- menn þátt i Ólympiuleikjum fatlaðra í Moskvu og báru sovésk stjórnvöld þvi við að fatlaö fólk fyrirfyndist ekki þar i landi. Franskir sjón- varpsmenn fóru á vettvang til að kanna hvað hæft væri í þeirri fullyröingu og komust að ýmsu nöturlegu um mannréttindi i Sovétrikjun- um. Þýðendur: Árni Berg- mann og Ólöf Pétursdóttir. Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson. 22.50 Fréttir i dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 24. september 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns Sigurjóns- sonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Elísabet Brekk- an sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé 14.00 Kliöur Þáttur I umsjá Gunnars Svan- bergssonar. 15.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Umsjón: Gunn- ar Salvarsson. 16.00 Taktar Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Tekið á rás. Ingólfur Hannesson og Samú- el Örn Erlingsson lýsa lands- leik islendinga og Sovét- manna í knattspyrnu sem háður er á Laugardalsvelli Reykjavik. 20.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00, 11.00, 15.00 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR FRÁ MÁNU- DEGI TIL FÖSTUDAGS. 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. .JlOaBEEI MIÐVIKUDAGUR 24. september 6.00—7.00 Tónlist í morg- unsárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur meö Sig- urði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark- aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengcj- Péturspil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavik siðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—21.00 Þorsteinn Vil hjálmsson i kvöld. Þorsteinn leikur létta tónlist og kannar hvað er á boðstólum i næt urlifinu. 21.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar og spjallar. Vilborg sniður dagskrána við hæfi unglinga á öllum aldri. Tón- listin er i góðu lagi og gestirnir líka. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni með frétta- tengdu efni og Ijúfri tónlist Ofurbangsi - ný teiknimyndahetja ■■■■ í þættinum „Úr 1 Q00 myndabókinni", -l U” hefur í dag göngu sína bamaþáttur þar sem við kynnumst nýrri teiknimyndahetju - Ofur- bangsanum og vinum hans Snúlla snigli, Alla álfí, Alí Bongó og Villa bra-bra. í þættinum verða einnig Sögur prófessorsins, I Klettagjá, Hænan Pippa, Við Klara systir og Bleiki Pardusinn. Umsjónarmaður þáttar- ins er Agnes Johansen. Barnaútvarpið: Hvernig á að forð- ast lús? í Bamaútvarpinu í dag verður fjallað um lýs og allt sem viðkemur þeim. Meðal annars verður það rætt hvemig forðast eigi lýs eða þá að losa sig við þær ef það tekst ekki. í þættinum verður talað við krakka sem hafa lent í því að fá lús. Stjómendur verða þær Kristín Helgadóttir og Sig- urlaug M. Jónasdóttir. Rás 2: Bein útsending Bein útsending verður á leik íslendinga og Sovét- manna í knattspyrnu á rás 2 í dag. Það verða þeir Ingólfur Hannesson og Samúel Om Erlingsson, íþróttafrétta- menn sem lýsa gangi leiksins. Útsending hefst klukkan 17.00. Þátturinn „Erill og ferill" fellur því niður að þessu sinni. By^gjan: Pétur Steinn á réttri bylgjulengd Pétur Steinn verður á réttri bylgjulengd á Bylgjunni í dag milli klukkan 14.00- 17.00. Að venju mun hann spjalla við hlustendur og tónlistarmenn auk þess sem leikin verður létt tón- list.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.