Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 3 Skreiðarskipið: Horsham bíð- ur enn á ytri hofnmni í Lagos ENN hefur ekki borist greiðsla eða greiðslutrygging fyrir þeim tæplega 61 þúsund pökkum af skreið, sem bíða í leiguskipinu Horsham á ytri höfninni í Lagos í Nígeríu. Tæpar sex vikur eru nú liðnar síðan skreiðin fór um borð í skipið hérlendis og í La- gos hefur hún beðið um borð í rúmar þijár vikur. Yfir 100 íslenskir framleiðendur eiga skreiðina, sem er hátt í 350 mil|j- ón króna virði. Það var íslenska umboðssalan h.f., sem sendi skreiðina suður til Nígeríu. Bjami V. Magnússon, framkvæmdasijóri fyrirtækisins, hefúr verið í Lagos að undanfömu og reynir að ganga frá greiðslu eða bankatryggingum fyrir henni. Ifyrr en það hefur tekist verður farmin- um ekki skipað upp, að sögn Ama Þ. Bjamasonar hjá íslensku um- boðssölunni. „Þetta hefur tekið heldur lengri tíma en við áttum von á en ég held að þetta sé um það bil að ganga saman," sagði Ámi í gær. „Ég held að ekki sé ástæða til að óttast að greiðslan komi ekki á endanum, hlutimir ganga einfaldlega hægar fyrir sig þama suðurfrá en við eig- um að venjast. Ég minni líka á, að fyrirtækið í London, sem hefur milligöngu um þessi viðskipti, hefur þegar fengið greiddan flutnings- kostnaðinn til Nígeríu, rúmar Qórtán milljónir króna.“ Kjarasamningar tollvarða: Urslitin verða ljós í kvöld í KVÖLD munu væntanlega liggja fyrir úrslit í atkvæða- greiðslu Tollvarðafélags íslands um nýgerðan kjarasamning fé- lagsins við fjármálaráðuneytið. Samkvæmt honum fá tollverðir 4-7 launaflokka hækkun, eða sem svarar til 12-21% kauphækkunar, og gefa út yfirlýsingu um að þeir afsali sér verkfaUsrétti í staðinn, að sögn Sveinbjöms Guðmundssonar, formanns ToU- varðafélags íslands.. Atkvæðagreiðslan hófst á sunnu- daginn og lauk á stærstu stöðunum á mánudagskvöld en nokkrir félag- ar greiða atkvæði bréflega utan ai landsbyggðinni. Getur talning þvi ekki hafist fyrr en eftir klukkan 18 í kvöld. Sveinbjörn Guðmundsson sagði að á félagsfundi, sem haldinn var á föstudaginn, hafi ekki komið fram margar gagnrýnisraddir varðandi bókunina um afnám verkfallsréttar. „Það var frekar að menn teldu laun- in enn of lág eftir þennan samning og tiyggingar ekki nógu góðar," sagði hann. „Á fundi, sem ég hélt með tollvörðum í Keflavík á laugar- daginn, virtist mér að menn væru nokkuð sáttir við þessa niðurstöðu. Mín tilfinning er sú, að menn sjái ekki fram á að tollverðir, frekar en aðrar öryggisstéttir, fái óskoraðan verkfallsrétt og telji því, að þessi leið sé skárri en aðrar.“ Alls eiga 100 tollverðir rétt á að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur ver- ið helsti lífgjafí íslensku þjóðarinnar í bar- áttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega nær- ingar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. Sláturfélag Suðurlands hefur nú opnað slátursölu í Skútuvogi 4. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til slát- urgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, hafra- mjöl, rúsínur, saumagarn, nálar og frystipokar. Einnig dilkakjöt í hálfum skrokkum og ýmsar kjöt- vinnsluvörur á kynningarverði. Síðast en ekki síst er slátur einstaklega ádýr mat- vara; eitt slátur (sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og Slátursala © Skútuvogi 4 Sími 35106 keppur, 1 kg. mör og 750 gr. blóð), sem ásamt með 1.5 kg. af mjöli gefur af sér 7—8 stóra sláturkeppi, kostar aðeins 200,- kr. A ódýrari fæðu er tæpast kostur. I kaupbæti færð þú svo skilmerkilegan leið- beiningarpésa um sláturgerð. Slátursalan er opin kl. 9—18 máundaga—föstudaga og kl. 9—12 á laugardögum. r Allt til sláturgerðar á einum stað. G0H FÓLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.