Morgunblaðið - 24.09.1986, Side 3

Morgunblaðið - 24.09.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 3 Skreiðarskipið: Horsham bíð- ur enn á ytri hofnmni í Lagos ENN hefur ekki borist greiðsla eða greiðslutrygging fyrir þeim tæplega 61 þúsund pökkum af skreið, sem bíða í leiguskipinu Horsham á ytri höfninni í Lagos í Nígeríu. Tæpar sex vikur eru nú liðnar síðan skreiðin fór um borð í skipið hérlendis og í La- gos hefur hún beðið um borð í rúmar þijár vikur. Yfir 100 íslenskir framleiðendur eiga skreiðina, sem er hátt í 350 mil|j- ón króna virði. Það var íslenska umboðssalan h.f., sem sendi skreiðina suður til Nígeríu. Bjami V. Magnússon, framkvæmdasijóri fyrirtækisins, hefúr verið í Lagos að undanfömu og reynir að ganga frá greiðslu eða bankatryggingum fyrir henni. Ifyrr en það hefur tekist verður farmin- um ekki skipað upp, að sögn Ama Þ. Bjamasonar hjá íslensku um- boðssölunni. „Þetta hefur tekið heldur lengri tíma en við áttum von á en ég held að þetta sé um það bil að ganga saman," sagði Ámi í gær. „Ég held að ekki sé ástæða til að óttast að greiðslan komi ekki á endanum, hlutimir ganga einfaldlega hægar fyrir sig þama suðurfrá en við eig- um að venjast. Ég minni líka á, að fyrirtækið í London, sem hefur milligöngu um þessi viðskipti, hefur þegar fengið greiddan flutnings- kostnaðinn til Nígeríu, rúmar Qórtán milljónir króna.“ Kjarasamningar tollvarða: Urslitin verða ljós í kvöld í KVÖLD munu væntanlega liggja fyrir úrslit í atkvæða- greiðslu Tollvarðafélags íslands um nýgerðan kjarasamning fé- lagsins við fjármálaráðuneytið. Samkvæmt honum fá tollverðir 4-7 launaflokka hækkun, eða sem svarar til 12-21% kauphækkunar, og gefa út yfirlýsingu um að þeir afsali sér verkfaUsrétti í staðinn, að sögn Sveinbjöms Guðmundssonar, formanns ToU- varðafélags íslands.. Atkvæðagreiðslan hófst á sunnu- daginn og lauk á stærstu stöðunum á mánudagskvöld en nokkrir félag- ar greiða atkvæði bréflega utan ai landsbyggðinni. Getur talning þvi ekki hafist fyrr en eftir klukkan 18 í kvöld. Sveinbjörn Guðmundsson sagði að á félagsfundi, sem haldinn var á föstudaginn, hafi ekki komið fram margar gagnrýnisraddir varðandi bókunina um afnám verkfallsréttar. „Það var frekar að menn teldu laun- in enn of lág eftir þennan samning og tiyggingar ekki nógu góðar," sagði hann. „Á fundi, sem ég hélt með tollvörðum í Keflavík á laugar- daginn, virtist mér að menn væru nokkuð sáttir við þessa niðurstöðu. Mín tilfinning er sú, að menn sjái ekki fram á að tollverðir, frekar en aðrar öryggisstéttir, fái óskoraðan verkfallsrétt og telji því, að þessi leið sé skárri en aðrar.“ Alls eiga 100 tollverðir rétt á að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Það fylgir því sérstök fjölskyldustemmning að taka slátur Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur ver- ið helsti lífgjafí íslensku þjóðarinnar í bar- áttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega nær- ingar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. Sláturfélag Suðurlands hefur nú opnað slátursölu í Skútuvogi 4. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til slát- urgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, hafra- mjöl, rúsínur, saumagarn, nálar og frystipokar. Einnig dilkakjöt í hálfum skrokkum og ýmsar kjöt- vinnsluvörur á kynningarverði. Síðast en ekki síst er slátur einstaklega ádýr mat- vara; eitt slátur (sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og Slátursala © Skútuvogi 4 Sími 35106 keppur, 1 kg. mör og 750 gr. blóð), sem ásamt með 1.5 kg. af mjöli gefur af sér 7—8 stóra sláturkeppi, kostar aðeins 200,- kr. A ódýrari fæðu er tæpast kostur. I kaupbæti færð þú svo skilmerkilegan leið- beiningarpésa um sláturgerð. Slátursalan er opin kl. 9—18 máundaga—föstudaga og kl. 9—12 á laugardögum. r Allt til sláturgerðar á einum stað. G0H FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.