Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
39
brunna fyrr en fátæklingar skugga-
hverfisins lágu orðið dauðvona
hundruðum saman í Typhus út af
menguðu brunnvatni.
Þetta hreif.
Þar með sannfærðist Kópavogs-
jarlinn um eilífa sæluvist guðfræði-
prófessorsins meðal réttlátra í
guðsríki um næstu eilífð.
Fyrr í þessari samantekt var lát-
ið að því liggja að sennilega væri
Kópavogsjarlinn einhver mesti
kosningasigurvegari sem sögur
færu af í íslenskri pólitík á öldinni.
Pólitíkin í þessu fyrirheitna landi
frumbyggjanna laut nefnilega öðr-
um lögmálum en í afganginum af
landinu. Kópavogsgoðinn hafði
sjálfur mótað leikreglumar með
öðrum hætti. Valdatæki frumbyggj-
anna var Framfarafélagið. Þar
stóðu menn saman án tillits til
flokkakerfísins í landinu.
Margir af nánustu samverka-
mönnum FRV í Kópavogi voru
hreinræktaðir íhaldsmenn; en
mundu þó að þeim hafði verið vísað
frá lóðum og lendum í höfuðborg-
inni sem staðfestulausum öreigalýð.
Við þessi skilyrði komst flokkakerf-
ið ekki upp með moðreyk. Það var
alveg sama hvemig þeir létu. Pólitík
þeirra snérist öll um persónu Kópa-
vogsjarlsins: Bara ef hægt væri að
knésetja hann og helst að flæma
hann burt úr byggðarlaginu, þá
yrði allt gott. Þá gætu flokkamir
endurheimt týnda sauði sína og
deilt og drottnað samkvæmt eigin
leikreglum, í Kópavogi sem annars
staðar.
Þetta var heilagt stríð — Jihað.
Á níu ámm (1946—1955) var alls
sex sinnum lagt til atlögu við meiri-
hluta Framfarafélagsins; þar af
þrennar kosningar á rúmu ári
(1954—1955). En allt kom fyrir
ekki. Jafnvel þótt sameinuðu atfylgi
ríkisvalds og flokkavalds væri beitt,
og ekkert til sparað í herkostnaði,
stóðst meirihluti Framfarafélagsins
allra djöfla áhlaup; öllum atlögum
var hrundið. Kópavogur virtist vera
óvinnandi vígi.
Það verður að teljast óviðjafnan-
legt pólitískt afrek í ört vaxandi
byggðarlagi, sem aðallega byggðist
frá Reykjavík, að halda stærsta
flokki þjóðarinnar, sem réði lögum
og lofum í höfuðborginni, lengst af
innan við 10% markið í fylgi. Og
halda hreinum meirihluta í síendur-
teknum kosningum, þótt við algjört
ofurefli sýndist að etja.
Það var ekki fyrr en Kópavogs-
jarlinn hafði lagt niður vopnin og
horfið til annarra starfa, sem flokk-
amir fengu grið til að sleikja sárin
og jafna sig eftir viðureignina. Þá
var líka öllu hættu- og umsáturs-
ástandi lokið. Landnemabyggðin
hafði breyst í stórborg. Enn í dag
byggir Kópavogur á gömlum merg.
Hann hefur varðveitt þá sérstöðu
sína að vera eins konar Mekka
vinstri aflanna í eyðimörk íhaldsins
allt um kring.
Seinustu fimm árin á valdatíma
þeirra í Kópavogi hafði Hulda létt
byrði bæjarstjórastarfsins af herð-
um bónda síns, enda var hann þá
sestur á Alþingi og tekinn við
bankastjóm Utvegsbankans. Hulda
Jakobsdóttir er fyrsta konan sem
gegndi bæjarstjórastarfi á íslandi.
Hennar hlutur er ósmár í þessari
sögu. Það bíður síns tíma að gera
henni betur skil.
Til er skemmtileg saga, og reynd-
ar dagsönn, af samskiptum bæjar-
stjórans í Kópavogi við hin
borðalögðu yfirvöld staðarins, eftir
að hreppurinn hafði breyst í kaup-
stað. Þá var svo sem lög gera ráð
fyrir stofnað til embættis bæjarfóg-
eta. Þar með fékk kaupstaðurinn
sérstök númer á bílaflota sinn, til
aðgreiningar frá öðrum sveitarfé-
lögum. Nýráðnum bæjarfógeta
þótti við hæfi að embætti hans
bæri einkennisstafina Y-l. Því næst
sendi hann næstu númer til bæjar-
stjórans. Það þótti hæfíleg virðing-
arröð. FRV hafði engar vöflur á:
Hann festi þessi númer á öskubíla
kaupstaðarins. Þessi dæmisaga lýs-
ir manninum betur en mörg orð.
Finnbogi Rútur
í ræðustóli
á Alþingi
Fyrir alþingiskosningamar 1949
þótti það tíðindum sæta að Kópa-
vogsjarlinn bauð sig fram til þings
sem óháður frambjóðandi, en í sam-
starfí við þingflokk Sósíalista-
flokksins. Það þarfnast sérstakra
skýringa, hvers vegna sami maður-
inn og hafði kveðið kommúnista svo
eftirminnilega í kútinn í „samein-
ingarmálinu" 1938 taldi allt í einu
við hæfí að gera pólitískt bandalag
við „mennina frá Moskvu", eftir
allan þann óvinafagnað, sem þeir
höfðu valdið verkalýðshreyfingunni
og Alþýðuflokknum. Sá sem hér
stýrir penna kann ekki þær skýring-
ar og getur því aðeins sett fram
nokkrar tilgátur.
Það má vera lýðum Ijóst að FRV
átti aldrei skap saman með forystu-
liði Alþýðuflokksins á tímabili
Stefáns Jóhanns (1938—52). Hann
hafði lengi verið í eins konar „and-
ófshópi" innan Alþýðuflokksins,
sem stundum var kenndur við Jón
Blöndal hagfræðing. Um skeið vom
þeir kallaðir „Útsýnarhópurinn",
eftir tímariti, sem þeir hleyptu af
stokkunum undir stríðslokin, þar
sem þeir vom upp á kant við af-
stöðu flokksforystunnar gagnvart
Keflavíkursamningnum 1946 og í
utanríkismálum almennt.
Þessi hópur er talinn hafa staðið
á bak við það, að tveir nýir menn
komu inn í þingflokk Alþýðuflokks-
ins í kosningunum 1946: Tengda-
sonur Vilmundar, Gylfí Þ. Gíslason,
og bróðir Rúts, Hannibal. Þessir
nýju þingmenn vom fomstumenn
andstöðuhópsins á þingi. Þeir vom
löngum á öndverðum meiði við
flokksfomstuna í utanríkismálum;
og reyndar líka að því er varðaði
samstarf Alþýðuflokksins við íhald-
ið innan verkalýðshreyfíngarinnar.
Þótt FRV hafí alla tíð verið ein-
dreginn andstæðingur kommúnista
þótti honum á stundum sem forysta
Alþýðuflokksins hefði staðnað í
geldum andkommúnisma. Henni
hefði láðst að taka upp stríðshanska
Sósíalistaflokksins og berjast um
hug og hjörtu nýrrar kynslóðar á
forsendum skapandi baráttumála
og með hugmyndafræðilegum
þrótti og metnaði.
Ekki geri ég því skóna að FRV
hafí gert sér neinar gyllivonir um
sinnaskipti gamla Sovéttrúboðsins.
Líklegra er að hann hafí verið svo
fífldjarfur að þykjast geta sigrað
þá innan frá. Vitað var að hann
gat átt gagnlegt samstarf við full-
trúa yngri kynslóðar í Sósíalista-
flokknum, menn eins og t.d. Lúðvík
Jósepsson, í landhelgismálum.
Þetta studdist og við þá stefnu
Hannibals, að vilja draga úr flokka-
dráttum innan verkalýðshreyfíng-
arinnar með samstarfí við sósíalista,
fremur en íhaldið, á þeim vígstöðv-
um.
E.t.v. hefur andstaðan við ör-
lagaríkustu ákvarðanir sem teknar
hafa verið á lýðveldistímanum, um
inngöngu íslands í Atlantshafs-
bandalagið (1949) og komu vamar-
liðsins til landsins (1951) ráðið
úrslitum. Þar við bætist að Kópa-
vogsjarlinum var af ýmsum ástæð-
um eiginlega lífsnauðsyn á þessum
árum að tryggja kaupstaðnum full-
trúa á Alþingi sbr. þau dæmi um
sveitarstjómarlöggjöf, sem þegar
hefur verið getið. Allar leiðir til
þess á vegum Alþýðuflokksins virt-
ust lokaðar.
Þessi pólitík leiddi með rökréttum
hætti til valdatöku Hannibals í Al-
þýðuflokknum 1952, enda þótt það
virðist hafa verið hrein hending, að
Hannibal valdist þá til forystu,
fremur en aðrir sem þar voru til-
nefndir, en runnu af hólminum,
þegar til kastanna kom. Sú kosning.
hefði átt að opna nýjar leiðir til
sátta milli andstæðra sjónarmiða í
Alþýðuflokknum og þar með að
gefa flokknum færi til nýrrar og
löngu tímabærrar sóknar.
Hvað hefði verið eðlilegra en að
tengdasonur Vilmundar og bróðir
FRV hefðu í sameiningu leyst innri
ágreiningsmál flokksins og hvatt
nýja kynslóð til sóknar undir merkj-
um jafnaðarstefnunnar á íslandi?
Þetta mistókst herfilega. Þar
brást þeim bræðmm bogalistin með
afdrifaríkum hætti. Það harma ég
alla daga að þeim skyldi ekki hafa
auðnast að treysta sitt pólitíska
fóstbræðralag og þar með einingu
Alþýðuflokksins á þessum tímamót-
um. Með tvíeykið Hannibal og Gylfa
í forystu næstu árin, og Sovéttrú-
boðið andlega hugsjúkt á næsta bæ,
hefði Alþýðuflokknum alveg áreið-
anlega tekist að rækja hlutverk sitt
sem sameiningar- og forystuafl
vinstra megin við miðju íslenskra
stjómmála. Þá hefði gangur stjórn-
málasögunnar orðið allur annar og
farsælli en hann varð.
Þá stæði undirritaður ekki í þeim
sporum að reyna enn til þrautar við
sama ætlunarverkið áratugum
síðar, þótt með bærilegri von um
árangur sé. Ef þarna hefði tekist
giftusamlegar til væri Alþýðuflokk-
urinn nefnilega fyrir löngu orðinn
það stórveldi í íslenskri pólitík sem
honum ber að vera samkvæmt póli-
tískum frumburðarrétti sínum.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Eftir á sýnist manni að flokksfor-
usta Alþýðuflokksins hafi gert
alvarlega skyssu í því að vísa
Hannibal úr flokknum 1954. Sömu-
leiðis sýnist hræðslubandalag
Eysteins og Gylfa ekki hafa verið
mikið gæfuspor. Það neyddi þá
bræður, Hannibal og Rút, til við-
bragða með stofnun Alþýðubanda-
lagsins og þar með til þeirrar
niðurstöðu, sem síst skyldi: Að rétta
Sovéttrúboðinu bjarghringinn, ein-
mitt á sama tíma og uppreisnin í
Ungverjalandi opnaði augu alþjóðar
og reyndar heimsins alls fyrir hug-
myndalegu gjaldþroti þessa giftu-
snauða safnaðar.
Á Alþingi lét FRV utanríkismál
mikið til sín taka. Hann var eindreg-
inn andstæðingur inngöngu Islands
í Atlantshafsbandalagið og komu
vamarliðsins. Sama máli gegndi
með Gylfa og Hannibal að því er
Atlantshafsbandalagið varðaði,
enda þótt þeir hafi endurmetið stöð-
una síðar. Þeim sem hér stýrir
penna þykir einsýnt að dómur sög-
unnar sé fallinn á þá lund, að
fomvinur FRV frá námsámm og
Berlínardögum, Bjarni Benedikts-
son, hafi reynst hafa réttara fyrir
sér í þessum deilum.
Hinu verður ekki neitað, að mál-
flutningur FRV í utanríkismálum
átti ekkert skylt við hugmynda-
fræðilega samstöðu með Sovétkerf-
inu. Hann lýsti miklu fremur
áhyggjum yfír örlögum smáþjóðar
í of nánum tengslum við hið vold-
uga stórveldi í vestri. Reyndar hefur
málstaður hlutleysis í utanríkismál-
um ekki átt annan málsvara snjall-
ari í ræðu og riti en FRV.
Málflutningur hans hefur alla tíð
einkennst af vægðarlausri rök-
hyggju og yfirburðaþekkingu. Hitt
er svo annað mál, að hann er ekki
fremur en aðrir dauðlegir menn,
undanþeginn því lögmáli, að skýzt
þó skýrir séu.
Klofningnum í Alþýðuflokknum
sem varð á árunum 1954—56 verð-
ur þó ekki líkt við það áfall, sem
klofningurinn 1938 reyndist vera.
Öfugt við Héðinn reyndust þeir
bræður miklu raunsærri í mati sínu
á því við hvetja var að eiga. Þeir
áttu alla tíð í fullu tré við forystu
Sósíalistaflokksins, þannig að hún
reið aldrei feitum hesti frá þeirra
viðskiptum. Og þegar sýnt var að
þessi herstjómarlist gekk ekki upp
skirrðust þeir bræður ekki við að
efna til uppgjörs við kommafor-
ustuna og segja skilið við Alþýðu-
bandalagið 1967.
Örðugar kringumstæður ollu því
að það uppgjör gat ekki leitt tafar-
laust til sameiningar allra jafnaðar-
manna innan raða Alþýðuflokksins.
Þar á ekki bara annar aðilinn sök.
Hins vegar er niðurstaðan nú sú,
að flestir þeir, sem af ýmsum
ástæðum fylgdu þeim bræðrum í
pólitíska glæfraför, sem samstarfið
innan Alþýðubandalagsins vissu-
lega var, hafa nú snúið heim til
föðurhúsanna aftur. Aðrir eru á
leiðinni. Á því er líka reginmunur,
ef borið er saman við atburðarásina
1938.
Á hinu langa viðreisnartímabili
(1959-71) áttu fornvinimir FRV
og Bjarni Benediktsson eftir að ná
samkomulagi um þjóðþrifamál, sem
vert er að halda til haga. Þar er
átt við júnísamkomulagið 1964 og
í framhaldi af því hina miklu bygg-
ingaáætlun um 1200 íbúðir í
verkamannabústöðum í Breiðholti.
Þar með var lagður gmndvöllur að
nýrri borg, á landamærum Kópa-
vogs og Reykjavíkur, sem senn
hýsir 40 þúsund manns. Þetta sam-
komulag var mótað í stofunni á
Marbakka, þótt eignað hafi verið
öðmm mönnum, eins og gengur og
gerist í íslenskri pólitík.
Einn er sá kafli í stjórnmálasögu
FRV sem gera þarf nánari skil og
væri þjóðþrifaverk, ef kunnáttu-
samur sagnfræðingur tæki það
verkefni að sér. Það er að rannsaka
hlut Marbakkabóndans í landhelgis-
málinu mikla, þ.e. í útfærslu
landhelginnar frá 4 mílum í 12
(1958) og síðar meir í 50 mílur og
loks 200 mílur. í þeim fræðum er
margt missagt eins og t.d. í bækl-
ingi Magnúsar Kjartanssonar um
það mál, þar sem rangt er farið
með staðreyndir í gmndvallaratrið-
um og ýmist ofmælt eða vansagt
um atburðarás og samhengi mála.
Sú saga bíður betri tíma.
10.
Þegar litið er yfir fjölskrúðugan
og litríkan feril Finnboga Rúts í
íslenskum stjómmálum, nú þegar
hann stendur á áttræðu, em það
þijú kennileiti sem gnæfa upp úr.
Þau em byltingin á Alþýðubanda-
laginu, hin vanrækta saga um
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu og síðast en ekki síst: Sköpun
Kópavogs úr kotbýli í stórborg.
Hlutur hans í landhelgismálinu —
stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar
á lýðveldistímanum — á einnig eftir
að reynast stór, þegar öll kurl koma
til grafar.
Samstarfið við kommana reynd-
ist hins vegar pólitísk glæfraför,
þótt þeir bræður hafí að vísu kom-
ist heilir frá þeim hildarleik, af því
að þeir vom flestum öðmm mönn-
um betur íþróttum búnir. En slíka
háskaför ætti enginn að reyna að
leika eftir þeim framvegis. Nægir
í því efni að vitna enn til orða FRV
í hinni spámannlegu Alþýðublaðs-
grein frá árinu 1932, sem getið var
um í upphafí:
„Nú getur hver og einn
skyggnst um í sinni sveit og
athugað, hvort klofning verka-
lýðshreyfingarinnar er giftu-
samleg."
Einu sinni spurði ég FRV á góðri
stundu hreint út: „Hvers vegna
tókst ykkur ekki að afstýra klofn-
ingnum ’38? Koma vitinu fyrir
Héðin og halda hreyfmgunni sam-
an?“ Mér er enn í minni svar FRV
því það var stutt og laggott:
„Ástæðan er einföld: Hún er sú að
Jón Baldvinsson og Héðinn Valdi-
marsson vom ekki vinir." Þetta er
lexía sem forystumenn íslenskra
jafnaðarmanna, nú og framvegis,
þurfa að leggja sér á hjarta.
Finnbogi Rútur og Hulda verða
að heiman í dag. Þau gera sér daga-
mun í hópi sinna nánustu á Hótel
Örk í Hveragerði. Hálfum mánuði
síðar mun Alþýðuflokkurinn efna
þar til fjölmenpasta flokksþings í
70 ára sögu sirinn Við þingsetning-
una munu þeir koma fram saman,
bróðir FRV og tengdasonur Vil-
mundar, og takast þétt í hendur
um leið og þingfulltrúar munu rísa
úr sætum og hylla þá. Vonandi
verður það táknræna handtak fyrir-
heit um farsæla sögu, óskráða í
, framtíðinni.
Jón Baldvin Hannibalsson
-r