Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Kristín Halldórs- dóttir - Minning Fædd 23. mars 1955 Dáin 13. september 1986 < Vegir Guðs eru órannsakanlegir og örlög manna óútreiknanleg. Stundum er dauðinn svo nærri en þó svo fjarri, svo er hann einnig svo óraijarri í hugum okkar þegar hann heggur þar sem síst skyldi. Það var lífið og framtíðin sem blasti við Kristínu, og ekki síst nú á þess- um tímamótum þegar mikil barátta var að baki og stórir sigrar unnir. Sigrar sem einu sinni enn sönnuðu mátt andans yfír efninu. Sigrar sem fengu marga til að líta í eigin barm á ýmsan hátt og jafnvel að skamm- ast sín fyrir að standa sig ekki betur. A yndislegu sólbjörtu sumar- kvöldi hittum við Guðleif hana er hún geislandi af lífsgleði var að koma af fundi. Ýmislegt stóð til og nóg að gera. Stúdentspróf að baki og hún búin að skrá sig í Háskól- ann. Einnig átti hún fyrir höndum að fara utan fyrir hönd skjólstæð- inga sinna í Sjálfsbjörg. Fleiri tímamót voru framundan, hún hafði frétt þetta sama kvöld að henni hefði verið úthlutuð íbúð í Sjálfs- bjargarhúsinu. Hana hlakkaði til að takast á við þessi nýju viðfangs- efni og standa á eigin fótum í lífinu. Með miskunnarlausri sjálfsgagn- rýni og hæfileikum til að gera grín af sjálfri sér á svo skemmtilegan hátt heillaði hún okkur skólasystk- ini og kennara. Um leið var tilvera hennar oft prófsteinn á þroska og viðsýni samferðafólks. Ýmis atriði urðu á vegi hennar sem sönnuðu hve afstætt hugtak fötlun er í raun og veru. Við sem þykjumst búa yfir heilbrigðum likama og sál reyn- umst oft vera haldin fötlun af öðru tagi, sú fötlun er oft mesta hindrun- in i vegi fatlaðra til sjálfsbjargar. Oft mátti Kristín beijast við „vind- myllur" af því tagi og sigramir á þeim vígstöðvum fannst mér mjög lærdómsríkir fyrir okkur sem þykj- umst ófötluð. Hún var seig, uppgjöf var ekki til i hennar orðabók, allra síst þegar slqölstæðingar hennar áttu í hlut. Hún hafði skráð sig í félagsfræði í Háskólanum og menntun sína ætlaði hún að helga skjólstæðing- unum í hópi fatlaðra. En úr því verður ekki. Hún innritast annars staðar og við verðum að reyna að trúa að með því verði einhver til- gangur og að hún fái þar að beita áhrifum sínum til framþróunar fyr- ir þá andlegu hugarfarsbreytingu sem hún sá nauðsyn á fyrir sam- skipti fólks hér á jörð, svo ytri aðstæður skipti fólk ekki eins í deildir og nú er. Það er lærdómsríkt fyrir okkur sem eigum að kallast ófótluð að kynnast og sitja á skólabekk með þeim sem af einhveijum ástæðum verða að lifa við að vera án eins eða annars skilningarvits eða eru hreyfihömluð. Þeir sem annaðhvort ekki heyra, sjá eða geta hreyft sig eins og flestir þurfa óhjákvæmilega að leggja á ýmsan hátt harðar að sér við nám, og því finnst okkur afrekið vera meira. En það er kannski okkar fötlun að sýnast svo. Kristín verður okkur ógleyman- leg sem kynntumst henni þó svo tíminn hafi verið stuttur mældur á nútíma mælikvarða. Sjálfsvorkunn átti hún ekki til, það var eitt það skemmtilega við hana. Og þegar hún vegna fötlunar sinnar þurfti á hjálp að halda sagði hún til dæmis: Hver á eftir að gera góðverk dags- ins? með bros á vör. Svo allir voru boðnir og búnir að ná í kaffið og gera önnur smáviðvik fyrir hana. Þannig munum við hana og hún mun lifa þannig með okkur sem ein af ógleymanlegu hversdagshetjun- um sem gefa lífinu lit og baráttunni tilgang. A sinn hátt var hún braut- ryðjandi fyrir auknum þroska og skilningi á eðli fötlunar. Það and- lega heilbrigði sem bjó í fötluðum líkama hennar er ljós á vegi fram- tíðarinnar fyrir baráttu fatlaðra á leið til sjálfshjálpar og von um auk- inn skilning hinna „ófötluðu". Það andlega heilbrigði var áreið- anlega samansett sem tillegg skaparans til þessa einstaklings og hefur hlotið drjúgan stuðning og næringu frá ástríkum foreldrum sem studdu hana í því sem hún tók sér fyrir hendur. Einhvem veginn finnst mér að þeim muni meiri sem baráttan með og fyrir bömunum sé meiri að þeim mun meira verði tómarúmið þegar slíkur einstaklingur hverfur af sjón- arsviðinu, með fullri virðingu fyrir öllum öðmm. Þess vegna veit ég að þeim hefur verið farið eins og fleimm við að fá þessa hörmulegu frétt. Að vilja ekki trúa þessu, sitja sem frosin, lömuð. Hin undarlegu atvik em svo fljót að gerast, og geta í einu snarhasti kippt öllum okkar framtíðarvonum í burtu á einu andartaki. Enginn veit hvað morgundagur- inn hefur í skauti sínu, en lífið heldur áfram. Sorgin verður að hafa sinn gang og gleðin sinn. Þeim mun dýpri sorg sem við kynnumst þeim mun hæfari eigum við að vera til að meðtaka hina dýpstu gleði. En til að ganga í gegn um slíka sorg veit ég ekki um neitt betra en Guðs hjálp, og vona að hún geti með tímanum sefað sársaukann af svo miklum missi sem fráfall Kristínar er fjölskyldu, vinum, ætt- ingjum og skjólstæðingum. Matthíldur Björnsdóttir Það kom yfir mig eins og reiðar- slag að hún Stína Haildórs væri dáin. Þegar hún kom í heimsókn til mín í júlílok blasti framtíðin björt við henni. í vor lauk hún stúdents- prófi frá öldungadeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð, og talaði um það hvað allt væri loksins farið að ganga sér í hag. Nú væri hún kom- in með „gáfnamerkið" á höfuðið, sem veitti henni aðgang að sál- fræðinámi í Háskólanum. Það hugðist hún he§a nú í haust. Þá var það ekki síður merkur áfangi og tilhlökkunarefni, að hún ætlaði að fara að búa ein út af fyrir sig. Þegar við Stína hittumst síðast var hún stödd í Osló. Þar hafði hún setið norræna ráðstefnu um tján- ingarmöguleika fólks sem átti við svipaða fötlun að stríða og hún sjálf. Fyrir íjórtán árum, þegar Stína var sautján ára, vorum við herberg- isfélagar á Reykjalundi í nokkrar vikur. Síðan höfum við haldið sam- bandi. Ég hef alltaf dáðst að því hvað hún hefur verið dugleg að sigr- ast á þeim erfiðleikum sem fylgja svo mikilli fötlun. Stína var sterkur persónuleiki og góðum gáfum gædd, þótt við fyrstu sýn hafi fólk kannski ekki alltaf áttað sig á hvað inni fyrir bjó. Þrátt fyrir málhömlun var hún gædd ríkum frásagnar- hæfíleikum, hafði gott vald á íslensku máli og sagði skemmtilega frá. Þar kom líka til greind hennar og næmi á fólk og umhverfi, gott skopskyn og hæfíleiki til að lifa við þær aðstæður sem forlögin höfðu búið henni, án þess að láta hugfall- ast eða gefast upp við að þroska andann. Stína var félagslynd og tók virk- an þátt í starfi Sjálfsbjargar, æfði borðtennis hjá Iþróttafélagi fatl- aðra, og náði bærilegum árangri í þeirri íþrótt. Hún hafði gaman af að vera í góðum hópi, þar sem kunn- ingjar komu saman; alltaf hafði hún eitthvað jákvætt til mála að leggja. Hún var fordómalaus gagnvart lífsháttum sem annað fólk tamdi sér, þótt lífstíll hennar og reglusemi væri alla tíð í samræmi við heil- brigðan hugsunarhátt hennar sjálfrar. Kjör og hagsmunir fatlaðs fólks á Islandi voru hennar hjartans mál, og hún hafði mikinn hug á að afla sér menntunar sem gæti komið að gagni til að bæta hag fatlaðra og auka skilning á kjörum þeirra. Það var í ágústlok að ég hitti þær Stínu og Auði systu hennar í Osló. Þar áttum við Ingibjörg með þeim yndislega kvöldstund. Okkur óraði ekki fyrir að tíminn væri að renna út; að þær áætlanir sem Stína gerði um framtíðina gætu aldrei orðið að veruleika. Ævi hennar varð að sönnu ekki löng, en allir sem kynntust henni hafa í hjarta sínu orðið ríkari en ella. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem henni voru lagðar á herðar hafði hún meira að miðla öðrum en margur ófatlað- ur, sem ekki hefur hugmynd um í hveiju hinar sönnu gjafir lífsins eru fólgnar. Foreldrum Stínu, Auði systur hennar og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur, þótt fátækleg orð segi lítið um þann mikla missi sem þau hafa orðið fyrir. Brynja Arthúrsdóttir Kristín er dáin. Við eigum erfítt með að trúa því að hún, þessi þraut- seiga og kjarkmikla kona sé fallin í valinn á svo sviplegan hátt. Við kynntumst Kristínu, þegar hún gerðist nemandi okkar fyrir nokkrum árum. Við dáðumst af dugnaði hennar og þrótti. Hún hafði sett sér takmark, sem var stúdents- próf. Að þessu takmarki vann hún þangað til því var náð, þrátt fyrir líkamlega fötlun sem háði raun- verulegri getu hennar. Kristín sá oft hlutina frá öðrum hliðum en maður á að venjast. Þess vegna var mjög gaman og þrosk- andi að spjalia við hana. Kímni- gafan var aldrei langt undan. Með þessum fáu línum viljum við kveðja Kristínu. Hún hefur sýnt okkur, sem eftir lifum, hversu langt mannsandinn nær, þegar kjarkur, þrautsegja og jákvætt hugarfar ráða ferðinni. Við viljum votta fjölskyldu Kristínar okkar dýpstu samúð í þeirra miklu sorg. Minningin um Kristínu lifir hjá okkur öllum sem kynntumst henni. Dóra Páls og Svanhvít, kenn- arar við Heyrnleysingjaskól- ann. „Leyfðu Guði að græða sárin glæða von í þinni sál. Orva löngun auka viljann, auðga hjartans trúarbál. (Höf. óþekktur) Okkur setti hljóð er við heyrðum að æskuvinkona okkar Kristín væri dáin. Við viljum í örfáum orðum minnast hinnar látnu. Kristín Hall- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1955. Hún var dóttir hjónanna Halldórs Geirs Halldórssonar og Guðrúnar Thorlacius. Okkar fyrstu kynni af Kristínu voru á sumardvalarheimilinu Reykjad. er við vorum þar í sumar- dvöl hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Hún var vinur vina sinna og ekki gat hún skilið neinn útund- an. Lífsgleði fylgdi henni hvert sem hún fór og ætíð var hún reiðubúin að hjálpa ef á þurfti að halda. Kristín var mjög vel gefin og nýtti sér hæfileika sína til hins ýtrasta, þrátt fyrir fötlun sína. Eina systir átti Kristín, Auði, er bar hag systur sinnar mjög fyrir bijósti, studdi hana og hvatti með ráðum og dáð, ásamt ástríkum foreldrum. Kristín lauk stúdentsprófi nú í vor með miklum sóma og þar sýndi hún hvað í henni bjó, bæði sér og öðrum til fyrirmyndar. Elsku Auður, Jenni, Halldór og Guðrún, við viljum með þessum orðum kveðja kæra vinkonu og biðj- um algóðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við þökk- um af alhug allan þann skilning, vináttu og hlýju sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3.16 Guðbjörg Halla Björns- dóttir, Marteinn Jónsson, Ingveldur Einarsdóttir, Þórhalla Guðmundsdóttir, Sigurður Ó. Guðmundsson og Kristinn Guðmundsson. Hún Kristín er dáin! Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið er ég heyrði þessa fregn. Hún Kristín? Áttuð þið von á þessu? Hvað kom fyrir? Það var erfitt að meðtaka þetta. Hún var rétt að byija lífið. Leiðir okkar lágu saman fyrir um 5 árum. Hún var nemandi. Ég var kennari. Þess síðustu daga hafa minning- ar fyllt hugann. Það eru ótal myndir 'sem birtast í hugskotinu. Allt frá fyrsta verklega tímanum þar sem Kristín sat úti í homi. Hún átti erfitt með að tjá sig. Aðrir nemend- ur voru byijaðir að vinna. Hún var ekki viss um að hún gæti verið með. „Ég get ekki ýtt á takka...“, „Ég get ekki...“. Ég var heldur ekki viss. En hún gat. Ekki aðeins verið með. Ekki aðeins horft á. Hún lagði sitt að mörkum. Ekki síður en aðr- ir nemendur. Árin í öldungadeildinni voru lær- dómsrík. Þeir voru margir þröskuld- amir á leiðinni. Hún þurfti að sigrast á ýmsu. Ekki síst sjálfri sér. Fötlun sinni. Hún var oft í vafa. „Ætti ég?“ „Er þessi áfangi eitthvað fyrir mig?“ „Heldurðu að ég geti... ?“ Hún gatl! Hún var ólík þessari Kristínu sú sem brautskráðist sem stúdent í vor. Hún hafði náð mikilvægum áfanga. Hún gat!! Hún var ánægð. Hún var hrærð. Hún var spennt. „Hvað á ég að gera næst? ... ? Það vom fleiri ánægðir og hrærð- ir í vor. Við sem höfðum fylgst með. Nemendur og kennarar. Hún hafði unnið kraftaverk. Nú var lífíð rétt að byija. Fram- tíðin óráðin. Breyttar forsendur. Ný vandamál sem þurfti að leysa. Nýir þröskuldar í augsýn. Jafnvel enn hærri en fyrr. Hún var bjart- sýn. Hún var áræðin. Hún hafði þor. Lífið var rétt að byija. Hún Kristín var ekki aðeins frá- bær námsmaður, hún er eftirminni- leg persóna. Hún hafði góða kímnigáfu. Hún var þijósk og kapp- söm. Hún var . .. ! Það var gaman að kynnast henni. Ég þakka af al- hug. Guðrún, Halldór, Auður, Jens. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Jón Friðrik Sigurðsson Síminn hringir, það berast sorg- arfréttir, hún Kristín Halldórsdóttir er dáin. Ég þagna, hugsa ekki neitt, síðan koma minningamar upp í hugann. Kristín var ein af þeim manneskj- um sem ég hef kynnst á lífsleiðinni sem ég gleymi ekki. Þess vegna langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Kristín ólst upp í Fossvoginum hjá foreldrum sínum þeim Guðrúnu Önnu Thorlacius og Halldóri Geir Halldórssyni og systur sinni Auði Friðgerði. Ég kynntist Kristínu fyrst fyrir ellefu árum. Ég fór sem hjálpar- maður hennar á Rauða kross-mót, sem haldið var í Svíþjóð, fyrir fötluð og ófötluð ungmenni. Á þessu móti voru 70 þátttakendur frá sjö lönd- um. Við vomm fjögur frá íslandi. Kynni okkar Kristínar urðu náin þennan tíma því að hluta af tímabil- inu bjuggum við tvær saman á einkaheimili. Þar kynntist ég glað- værð hennar og þessu hressilega viðmóti sem fylgdi henni ávallt. Eftir þetta hafa leiðir okkar Kristínar legið meira og minna sam- an. Kristín var virkur baráttufélagi í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra. Þar áttum við sem sameiginlegt áhuga- mál bættan hag fatlaðra í þessu samfélagi. Kristín vann ötullega að æsku- lýðsmálum. Hún var í æskulýðs- nefnd Sjálfsbjargar og vann meðal annars að námstefnu um atvinnu- mál ungs fatlaðs fólks. Námstefnan bar yfirskriftina Atvinnu — ekki forsjá. Mér finnst að yfírskriftin hafi verið í anda Kristínar. Hún lærði að lifa með fötlun sinni. Hún gerði það besta sem hún gat gert til þess að draga úr áhrifum hennar á dag- legt líf sitt, með því einmitt að mennta sig. Hún gerði sér fulla grein fyrir því, að til þess að fatlað- ir geti barist á jafnréttisgrundvelli við ófatlaða í harðri samkeppni á vinnumarkaðinum yrði þeir að hafa menntun. Hún sagi eitt sinn við mig þegar við ræddum þessi mál: „Ég fæ aldr- ei vinnu nema ég mennti mig.“ Hún sýndi mikið áræði er hún hóf nám í öldungadeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Með mikilli elju lauk hún stúdentsprófi þaðan nú síðastliðið vor. Kristín heimsótti mig skömmu eftir útskriftina. Við töluðum lengi saman, um reynslu hennar sem fatl- aðrar manneskju í skólakerfinu. Þetta var hörð barátta en endaði vel. Kristín var alsæl að vera búin að ná þessum mikla áfanga. Við töluðum einnig um framtíð- ina, hún virtist björt. Kristín átti sér þann framtíðardraum að hefja nám í sálarfræði við Háskóla Is- lands nú í haust. Við ætluðum að leggja okkar af mörkum til að efla áhuga ungs fatlaðs fólks á að mennta sig eins og kostur er. Einn- ig að vinna saman að jafnréttismál- um fatlaðra almennt. En það fer margt öðruvísi en ætlað er. Það er undarleg tilfínning að eiga þess ekki lengur kost að hitta þessa glaðværu baráttukonu, sem fór allt sem hún ætlaði sér. Enda sagði hún eitt sinn: „Vilji er allt sem þarf.“ Nú haustar á heiðum og húmar í skóg. Hver söngfúgl í dalnum til sóllanda fló. En ein sit ég eftir um andvökunótt og harma það að sumarið er horfið svona fljótt. (Tómas Guðmundsson) Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Kristínu og þakka henni þær góðu stundir sem við áttum saman. Megi guð styrkja foreldra hennar og aðra ættingja og vini. Blessuð sé minning hennar. Kristín Jónsdóttir Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur; því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. Af eilífðar ljösi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri Ieiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Ljóð Einar Ben.) Fyrir röskum þremur árum kynntist ég Kristínu, glaðri og kátri fatlaðri stúlku, sem stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Okkar kynni voru til að byija með bundin við skólann, þar sem við sátum á milli tíma og töluðum sam- an. En tæpu ári síðar flutti ég svo í nágrenni við hana við Fossvogsveg þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Á skömmum tíma varð okk- ur vel til vina og þakka ég það nú að hafa verið þess aðnjótandi að kynnast henni, stúlku sem geislaði af lífskrafti og áhuga fyrir öllu sem umhverfís hana var. Kraftur og þrautseigja var það sem einkenndi hana og hennar skemmtilega við- horf til lífsins, sem átti sinn stóra þátt í lífsgleði hennar. Aldrei man ég eftir að hafa séð hana niður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.