Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Minning: Friðgeir Guðjóns- son vörubílstjóri Fæddur 31. október 1918. Dáinn 14. september 1986. Friðgeir Guðjónsson fæddist á Viðborði á Mýrum, Austur-Skafta- fellssýslu 31. október 1918. For- eldrar hans voru Pálína Jónsdóttir og Guðjón Gíslason bóndi. Varð þeim sex bama auðið og þau eru: Halldóra, Hjörtur, Hlíf, Inga og Sigurlaug sem nú kveðja bróður sinn. Hún giftist Ólöfu Sigurbjöms- dóttur frá yopnafírði og reistu þau sér hús á Álfhólsvegi 111 í Kópa- vogi. Þau hjónin vora ein af frambyggjendum Kópavogs. Eign- uðust þau níu böm og eru þau: Erla gift Guðmundi Jakobssyni, Þóra gift Rafni Ólafssyni, Sigur- þ)ör& gift Jóni Hermannssyni, Pálína gift Jóni Nordquist, Hulda gift Sigurði Magnússyni, Fríða gift Helga Jónssyni og Guðjón Hreinn iðnnemi ókvæntur. Óskírðan son misstu þau árið 1945 og einnig Guðjón fæddan 24. september 1959 ogdáinn 18. janúar 1963 eftir lang- varandi veikindi. Bamabömin era 20 og bamabamabömin era orðin tvö. Um miðjan desember sl. var hon- um tjáð að hann gengi með sjúk- dóm, sem síðar varð honum að aldurtila. Þrátt fyrir veikindi sín hélt Friðgeir áfram störfum að segja má til síðasta dags. Þetta lýsir best eljumanninum Friðgeiri Guðjónssyni því fáir vora þeir dagar á lífsleið hans að vinnan félli honum úr hendi. Það er mikill söknuður að sjá á bak vini og félaga þeim sem Frið- geir var. Ekki var Friðgeir aðeins vinur og félagi okkar, heldur einnig traust hjálparhella með uppbygg- ingu heimila dætra sinna og bamabama. Hann var ekki langskólagenginn maður, en hlaut í vöggugjöf þá náðargáfu að allt sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann af hendi sem lærður maður væri. Síðustu árin var sumarbústaður- inn við Meðalfellsvatn þeirra hjóna friðarstaður frá amstri hversdags lífsins, þar sem tekið var á móti afkomendum og öðram gestum með opinn traustan faðm. Veiðar við ár og vötn, ganga á fjöll að fanga fugl var hans mesta tómstundagaman. Að leiðarlokum viljum við kveðja ástkæran tengdaföður og þakka honum samfylgdina með ljóði Ein- ars Benediktssonar. Ég fann á þínum dánardegi hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá að allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt æfikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Ben.) Hvíli hann í friði. Tengdasynir 14. þessa mánaðar lést á gjör- gæsludeild Landspítalans Gísli Friðgeir Guðjónsson, vörabifreiðar- stjóri, Álfhólsveg 111, Kópavogi. Hann var Skaftfellingur í báðar ættir, sonur hjónanna Pálínu Jóns- dóttur frá Flatey og Guðjóns Gíslasonar frá Viðborði. Foreldrar Friðgeirs hófu búskap á Viðborði og þar var Friðgeir fædd- ur 31. október 1918, og var næst elstur af bömum þeirra hjóna. Árið 1936 flytja foreldrar hans að Kot- strönd í Ölvusi og hefja þar búskap skömmu síðar andaðist faðir Frið- geirs, en móðirin heldur áfram búi með bömum sínum, og er Friðgeir þá elstur þeirra bama sem heima era og er því bústólpi móður sinnar. Innan fárra ára lést móðir þeirra, skömmu síðar hættu systkinin bú- skap. Á þessum tíma hófust kynni okkar Friðgeirs og hafa staðið óslit- ið síðan og þau era öll á þann veg að hvert sinn er ég heyri góðs mannsgetið, minnist ég Friðgeirs. Nokkra síðar lágu leiðir okkar beggja til Vopnafjarðar um nok- kurra ára skeið, þar kynntist Friðgeir eftirlifandi konu sinni, Ól- öfu Sigurbjömsdóttur, skömmu síðar fluttust þau í Kópavoginn og hófu þar búskap, þau hjón era því ein af frumbyggjum Kópavogs- bæjar. Friðgeir gafst tækifæri á að fylgjast með stækkun og þróun bæjarfélagsins á margvíslegan hátt, hann lét sig velgengni þess miklu skipta. Þau hjón áttu 8 böm, en 7 þeirra era á lífí, það gefur því auga leið að þeim hjónum hefur ekki ávallt verið til setunnar boðið. Friðgeir var ekki einn af þeim sem sótti eitt eða neitt til annarra, en var sjálfur boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd, hans stolt var að standa á eigin fótum sem honum tókst með sóma, hann undi sér lítillar hvíldar hin fyrstu ár, enda marga munna að fæða. Friðgeir hóf vörabílaakstur frá vörabílastöðinni Þrótti árið 1947 og þá vinnu stundaði hann til hinsta dags, að undanskildum nokkram áram sem hann ók strætisvögnum Kópavogs. Friðgeir lét málefni Þróttar sig miklu skipta og þá sér- staklega atvinnumál, hann sinnti ýmsum trúnaðarmálum fyrir félag- ið, var meðal annars varaformaður félagsins um tíma. Það var gott að starfa með Friðgeir, hann hafði sínar föstu skoðanir á ýmsum mál- um, var fylginn sér ef því var að skipta, en sanngjam og alltaf tilbú- inn að koma málum til betri vegar, hann var góðum gáfum gæddur, sérstakt prúðmenni í allri umgengni við hvem sem var, kunni vel að fagna gestum og var höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp. Fyrir nokkram áram keypti Frið- geir sumarbústað sem er skammt frá Meðalfellsvatni, og þar áttum við hjónin bústað og fleiri af okkar skyldfólki, þau nutu þess hjónin að vera þar hvenær sem stund gafst. Friðgeir hafði gaman af ræktun hverskonar, það var gaman að fylgjast með hvað hann fór mjúkum höndum um allan gróður og skildi þarfír hans, þau hjónin vora venju- lega komin uppí bústað flest föstudagskvöld og vora þar yfír flestar helgar sumarsins, á milli bústaða okkar er hæð, en við sjáum samt á reykrörið á þeirra bústað, þegar fór að líða á föstudagana þá var okkur hjónum oft litið þangað, hvort ekki væri farið að ijúka hjá Friðgeiri. Það var fleira en gróður- inn og kyrrðin sem hann hafði áhuga á, það var vatnið og veiðin og að komast út á bát. Við byggðum okkur nokkrir bátaskýli, Friðgeir kom sér upp aðstöðu með bryggju og öðra til- heyrandi sem allt er snyrtilegt og vel af hendi leyst, enda naut hann þess að dunda sér við bátaskýlið og vatnið. Ég sem þessar línur rita er búin að þekkja Friðgeir um 50 ára bil og megintímann af þessum áram hafa leiðir okkar legið saman, við höfum verið samstarfsmenn, félag- ar og vinir, það er skarð fyrir skildi, þegar mætur maður er frá okkur horfínn, en allir eiga sitt skapadæg- ur og við því verður ekki gert, en minningamar hrannast upp frá liðnum áram, við sem þekktum Friðgeir munum rifja upp margar gleði- og ánægjustundir sem gott getur verið að ylja sér við. Við hjónin og okkar fjölskyldur þökkum samfylgdina í gegnum árin og biðjum góðan guð að milda sökn- uð eiginkonu og bama. Sigurður Bjarnason Minning: Þór Erling Jóns- son verktaki Fæddur 17. janúar 1939 Dáinn 16. september 1986 í dag, 24. september, verður jarð- settur frá Kópavogskirkju kl. 15 Þór Erling Jónsson, verktaki. Hann var fæddur í Reykjavík, sonur Ingu K. Þorsteinsdóttur og Jóns H. Kristjánssonar en faðir hans lést þegar Mikki var 3ja ára. Síðar giftist Inga Jóni Kr. Þor- steinssyni, sem reyndist honum sem besti faðir alla tíð á meðan hann lifði. Þegar Mikki var 12 ára, þá fluttist hann í Kópavog en það var einmitt skömmu síðar sem við kynntumst því hann kom fljótlega í götuna okkar, Skjólbrautina, að- eins nokkur hús á milli. Árið 1964, 12. desember giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Sverrisdóttur úr Kópavogi og eignuðust þau saman 6 mann- vænleg börn en Guðný átti eitt fyrir, sem er Hildur, síðan er Inga, Sverrir, Jón, Ingibjörg, Selma 3ja ára og það yngsta sem er 5 mán- aða gamall drengur, sem er óskírð- ur. Bömin 7 búa öll í Funafoldinni en Inga gifti sig þann 13. þessa mánaðar, Þorsteini Sigtryggssyni og eiga þau eitt barn, Steinþór. Mikki vann lengst af sem verk- taki á Stór-Reykjvíkursvæðinu en síðustu árin hjá Hreiðar Svavars- syni veitingamanni í Smiðjukaffi og Y. Mikki var einnig mjög félags- lyndur og var formaður í íjölmörg- um félögum, t.d. í Félagi ungra sjálfstæðismanna, Félagi sjálfstæð- ismanna, JC, stofnfélagi og formað- ur í Lionsklúbbnum Muninn. Hann vann mikið fyrir öll þessi félög enda var hann einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur svo af bar. Það verða erfiðir dagar framund- an hjá þessari stóra fjölskyldu eftir að verða að sjá á bak ástkæram eiginmanni, foður, tengdaföður og afa, en við vonum að Guð hjálpi þeim í raunum þeirra og styrki þau á allan hátt. Við hjónin eram þakklát fyrir að hafa átt Mikka að vini öll þessi ár. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Guðnýjar og fjöl- skyldu. Vippa og Siggi. Kveðja frá félögum í Lions- klúbbnum Muninn, Kópa- vogi Fæddur 17.janúar 1939 Dáinn 16. september 1986 Síðastliðið vor er við félagamir héldum upp á fímmtán ára afmæli klúbbsins okkar gátum við stoltir heiðrað 6 starfandi stofnfélaga. Þór Erling Jónsson var einn þeirra. En nú er skarð fyrir skildi í Lions- klúbbnum okkar. Þór Erling, eins og hann jafnan var nefndur, var sonur Ingu Ket- ilríðar Þorsteinsdóttur og Jóns Hákons Kristjánssonar en hann fórst með Heklunni er Þór Erling var aðeins 3ja ára gamall. Seinni maður Ingu, Jón Þorsteinsson trésmíðameistari, gekk honum í föður stað og saman stóðu þeir m.a. að stofnun Lionsklúbbsins Munins í Kópavogi. Tólf ára gamall flutti Þór Erling í Kópavog og þar bjó hann og starf- aði lengst af sem verktaki. Þór Erling var áhugasamur um félags- mál í bæjarfélaginu og lét þau til sín taka. Þannig var hann einnig einn af stofnendum JC Kópavogur og var formaður þess klúbbs 1971—1972. Stjórnmál vora og hans áhugaefni og starfaði hann bæði í félagi ungra sjálfstæðis- manna, og var þar formaður um skeið, sem og í flokksfélagi Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi. Mér er til efs að önnur þau félög sem Þór Erling gekk í og starfaði með hafi notið starfskrafta hans sem Lionsklúbburinn Muninn. Hann var eins og áður segir einn af stofn- endum hans og gegndi þar flestum þeim störfum sem þar til falla og var alla tíð verkdrjúgur félagi. Hann var m.a. formaður klúbbsins 1975-1976. Einn er þó sá þáttur í starfí klúbbsins sem tengt er nafni hans það var moldarsala klúbbsins. Öflun fjár til líknarmála er eitt af tíma- frekustu störfum Lionsklúbba og góðrar fjáröflunarleiðir era ekki á hveiju strái. Því vakti það nokkra eftirtekt innan hreyfíngarinnar er þessi háttur var tekinn upp. Og þannig var það um langt árabil í lífi okkar Lionsfélaganna að vorið, moldarsala Munis og Þór Erling vora fastir fylgifískar. Árið 1964 giftist Þór Erling Guðnýju Sverrisdóttur. Eignuðust þau 6 mannvænleg böm en ólu auk þess up dóttur Guðnýjar, Hildi. Börb þeirra era Inga, Sverrir, Jón Kristinn, Ingibjörg, Selma og óskírður 5 mánaða sonur. Þór Erl- ing var börnum sínum umhyggju- samur faðir og jafnan voru þau ásamt honum í fjölskylduferðum klúbbsins. Eiginkonu og börnum hans send- um við Lionsfélagarnir í Muninn innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja þau og blessa í sorg þeirra. Blessuð veri minning Þórs Erl- ings Jónssonar. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar kennsla bílar Einkakennsla í píanóleik Tek að mér nemendur á öllum stigum. Hef að baki einleikarapróf úr Tónlistarskóla Reykjavíkur og fjögurra ára framhaldsnám í París. Upplýsingar hjá Jónasi Sen í síma 15687. Blússandi bílasala - næg bílastæði m BÍLAKAUP Borgartúni 1—105 Reykjavik ■ Símar 686010 - 686030 Útgerðarmenn suðvestanlands Vegna hagstæðra sölusamninga getum við greitt vel fyrir línufisk á komandi haustvertíð. Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: „Fiskur - 5573“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.