Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 55 Spjótkast: Heimsmet UM HELGINA setti Vestur-Þjóð- verjinn Klaus Tafelmeier nýtt glæsilegt heimsmet í spjótkasti á móti á Italíu. Tafelmeier kastaði nýja spjótinu 85,74 metra en fyrra metið átti Tom Petranoff og var það 85,38 metrar. Briegel meiddur ÞÝSKI landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, Hans-Peter Briegel, fór úr axlarlið f síðasta leik með fé- lagi sínu Sampdoria á Ítalíu og verður frá keppni í nær tvo mán- uði. Morgunblaðið/JúlíU8 • Frægasti leikmaður sovéska liðsins, Oleg Blokhin, gefur hér ungum knattspyrnuáhugamönnum eigin- handaráritun eftir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í gær. Oleg Blokhin hefur leikið 103 landsleiki fyrir Sovótrfkin. Sama byrjunarlið Briegel gekk til liðs við Samp- doria fyrr í sumar, en hinn erlendi leikmaðurinn í liðinu er Brasilíu- maðurinn Cerezo. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki, tapaði um helgina 0:2 fyrir Fiorentina. BYRJUNARLIÐ íslands ídag verð- ur skipað sömu leikmönnum og léku gegn Frökkum fyrir hálfum mánuði. Eftir seinni æfinguna í gær var Ijóst að meiðsli Gunnars Gfslasonar og Stefáns Jóhanns- sonar, varamarkvarðar, voru ekki Morgunblaðiö/Þorkell • Einar Vilhjálmsson á æfingu hjá 1. deildariiði KR f handknattleik f gær. Verður Einar leynivopn KR-inga f vetur? Leynivopn KR-inga — Einar Vilhjálmsson æfir handknattleik með KR EINAR Vilhjálmsson, spjótkast- ari, mætti á æfingu hjá 1. deildar- liði KR f handknattleik í gærkvöldi. Einar æfði handknattleik fyrir nokkrum árum og lék þá meðal annars með unglingalandsliðinu 1978 undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar. „Ég geri þetta aðallega til að halda mér í æfingu. Ólafur þjálfari var svo almennilegur að leyfa mér að vera með. Þessar æfingar eru mjög góðar sem grunnþjálfun fyrir spjótkastið og eiga þessar greinar margt sameiginlegt. Þar sem íþróttahúsin eru ekki opin fyrir frjálsar íþróttir er þetta tilvaliö tækifæri fyrir mig," sagöi Einar Vilhjálmsson í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Einar er ekki alveg ókunnur handknattleiknum hjá KR, því hann lék með meistaraflokki félagsins 1978 til 1980. En ætlar Einar að leika með KR-ingum í vetur? „KR- ingar eru það sterkir að ég hef ekki trú á því að þeir þurfi á mér að halda. En ef þeir lenda í meiösl- um og vantar menn þá er ég tilbúinn í slaginn," sagöi Einar. KR-ingar sögðu um Einar að hann væri skotfastasti handknatt- leiksmaður á íslandi, hittnin mætti vera betri en hún kæmi eins og annað með æfingunni. alvarleg og Sigurður Jónsson var nær fullfrískur, en hann hafði verið frá æfingum vegna háls- bólgu. Eftirtaldir leikmenn hefja því leikinn gegn Sovétríkjunum í dag, landsleikjafjöldi í sviga: Bjarni Sigurðsson., Brann, (11) Ágúst Már Jónsson, KR, (6) Gunnar Gíslason, KR, (23) Sævar Jónsson, Brann, (30) Atli Eðvaldsson, Uerd., (40) Ásgeir Sigurvinss., Stuttg., (36) ÓmarTorfason, Luzern, (22) Ragnar Margeirs., W'schei, (21) Sigurður Jónss., Sheff.Wed., (8) Amór Guðjohnsen, Anderl., (21) Pétur Pétursson, ÍA, (29) Byrjunarlið Sovétríkjanna fékkst ekki uppgefið, en uppistaðan í hópnum samanstendur af Evrópu- bikarmeisturum Dynamo Kiev, sem vann Atletico Madrid 3:0 i úrslitaleiknum í maí. Þeirra fræg- astur er Oleg Blokhin, sem hefur leikið 103 landsleiki. Rinat Dasaev, markvörður, á 64 landsleiki að baki og Anatolii Demianenko 49 landsleiki. „Við vitum að þeir eru sterkir, en það erum við líka. Við hræð- umst þá ekki, enda er ekkert að óttast, ef okkar menn gera sem best þeir geta," sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands í knatt- spyrnu, i samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Flest- ir strákanna höfðu brugðið sér í kvikmyndahús, en Held var heima með þeim, sem eftir sátu. „Sem betur fer voru meiösli Gunnars og Stefáns ekki alvarleg og ég geri fastlega ráð fyrir að Siggi verði fullfrískur," sagði Sigi Held að- spurður um meiðsli og veikindi þessara leikmanna. Því verður sterkasta liðinu teflt fram í dag, sama liði og gerði jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakka á dögun- um. Enski deildarbikarinn: Liverpool vann 10:0 Frá Bob Hennessy, frétlarltara Morgunblaðsins á Englandl. FYRRI leikirnir í 2. umferð enska deildarbikarsins f knattspyrnu fóru fram í gærkvöldi. Liverpool vann sinn stærsta sigur er þeir unnu Fulham, 10:0. Celtic sigraði Motherwell eftir vrtaspyrnu- keppni i undanúrslitum skosku bikarkeppninnar f gærkvöldi og komst þar með f úrslit og mætir annað hvort Dundee eða Ran- gers, en þau leika á morgun. Steve McMahon skoraði fjögur mörk fyrir Liverpool gegn Fulham. John Wark og lan Ruch gerðu tvö hver og þeir Ronnie Whelan og Steve Nicol eitt. Bruce Grobbelaar lék á ný með Liverpool og hafði lítið að gera í markinu. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Middlesbrough—Birmlngham 2:2 Oldham—Leeds 3:2 Preston—West Ham 1:1 QPR—Blackbum 2:1 Scanthorpe—Ipswich 1:2 Sheffleld Wed.-Stockport 3:0 (Stiriand, Shott og Marwood) Shrewsbury—Stoke 2:1 Southampton—Man. Clty 0:0 Swansea—Leicester 0:2 Arsenal—Huddersfield 2:0 Bamsley—Tottenham 2:3 Bradford—Newcastle 2:0 Bristol Clty—Sheffield Utd. 2:2 Cambridge—Wimbledon 1:1 Coventry—Rotherham 3:2 Charhon—Uncoln City 3:1 Hull—Grimsby 1:0 Watford—Rochdale 1:1 York—Chelsea 1:0 Handknattleikur: Markmannsleysi hjá KR-ingum NU standa KR-ingar frammi fyrir þvf að vera markmannslausir f úrslitaleik Reykjavfkurmótsins í handknattleik á morgun, fimmtu- dag. Gísli Felix Bjarnason hefur átt við meiðsli að stríða að undan- förnu og verður ekki tilbúinn fyrr en eftir mánuð. Hinn markvörður- inn, Árni Haröarson, varð fyrir því óhappi að lærbrotna í bílslysi fyrir nokkru. KR-ingar standa því frammi fyrir því að eiga ekki mark- vörð í úrslitaleiknum gegn Val á morgun. Pétur Hjálmarsson mætti á æfingu hjá KR í gær en að sögn Ólafs Jónssonar, þjálfara, er óvíst hvort hann standi í markinu gegn Val. ísland—Sovétríkin: Hvernig fer leikurinn? Guðmundur Garðarsson: Þetta verður erfiðara en gegn Frökkum. Sovétmenn vinna, 4:0. Elður Guðjohnsen: Það verður jafntefli, 1:1. Is- lensku strákarnir eiga ekki að vera verri en þeir. Eg veit aö Sovétmenn skora mark og þaö gerum við Ifka. Hjalti Karlsson: Sovétmenn verða mun erfiðari en Frakkar og við töpum, 1:3. Bjami Grétarsson: Sovétmenn vinna 6:1. Þeir eru miklu betri en Frakkar og erfið- ari við að eiga. Jónas Ólafsson: Vona það besta og spái því aö ísland vinni 2:1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.