Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 5 Fyrirlestur um notkun senditækja við lífeðlis- fræði legar rannsóknir Dr. G. Edgar Folk, prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur annað kvöld, finuntudag, á vegum Rann- sóknarstofu Háskóla íslands í lífeðlisfræði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefn- ist „Notkun senditækja við lífeðlisfræðilegar rannsóknir". Fyrirlesturinn verður fluttur að Grensásvegi 12, 2. hæð og er öllum opinn. I fyrirlestrinum mun verða fjallað um þá tækni, sem gerir það kleift að fá lífeðlisfræðilegar upplýsing- ar frá dýrum, sem lifa frjáls í nátt- úrunni. Litlum sendum er annað hvort komið fýrir inni í dýrinu eða utan á því. Þetta gefur meiri upplýsingar en hægt hefur verið að fá með sendum, sem ein- ungis rekja slóð dýranna. Dr. G. Edgar Folk Prófessor Folk mun í fyrirlestr- inum sýna og segja frá notkun sendis, sem hann kallar „Iowa sendi". Hann mælir hjartsláttar- tíðni og líkamshitastig og tekur hjartalínurit. Tækni sem þessa er einnig hægt að nota til að taka heilalínurit og mæla blóðþrýsting og blóðflæði. Þó aðeins sé mæld hjartsláttartíðni, er hægt að fá með því mikilvægar upplýsingar um virkni dýra og efnaskipta- hraða vegna þess að slagmagn hjartans breytist lítið við eðlilega virkni heilbrigðra dýra. Prófessor Folk mun sýna notkun á „Iowa sendi“ og segja frá mælingum sínum á líkamshitastigi stórra dýra í dvala. Aðalfundur alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar: Þurfum að leggja meiri fjármuni til fræðslu gegn alnæmi - segir Ólafur Ólafsson landlæknir. ALNÆMI, útbreiðsla og vamir gegn sjúkdómnum, var með- al þess sem rætt var á árlegum aðalfundi Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar sem nýlega var haldinn. Olafur Ólafsson landlæknir sótti fundinn og sagði hann ljóst að brýnt væri að auka enn frekar fræðslu hér á landi um smitleiðir og hvernig bregðast beri við sýkingu. „Við höfum gert það sem aðrar þjóðir hafa gert, reynt að halda uppi fræðslu um alnæmi," sagði Ólafur. „Og ég held að við stöndum nokkuð vel að vígi, en það er erfitt að segja til um framtíðina. Við munum herða allt eftirlit en það sem best dugar er fræðsla um alnæmi því við vitum að menn geta gengið með veiruna í sér í 2 til 8 ár áður en einkennin koma fram.“ Hann sagði að nauðsynlegt væri að þeir sem væru með smit og hefðu vitn- eskju um það, gerðu ráðstafanir til að smita ekki aðra. Góður árangur hefur náðst með upplýsingaþjón- ustu Borgarspítalans og Landspítal- ans um sjúkdóminn. Margir hafa snúið sér til síns heimilislæknis, sem síðan hefur sent sýni í rannsókn. „Menn óttast að enn vanti mikið á að þeir sem eru með smit komi til rannsóknar á sérstökum alnæmis- deildum vegna fordóma annarra, sem af því gætu frétt,“ sagði Ólaf- ur. Ólafur benti á í ræðu sinni á fundinum að ekki væri hægt að einskorða áhættuhópinn við homma, eiturlyfjaneytendur eða blæðara. Allir sem hafa kynmök taka mismikla áhættu. Fulltrúar Evrópuþjóða á fundinum voru margir þeirrar skoðunar að alnæmi breiddist hægar út í Evrópu en raun varð á í Bandaríkjunum. Þar hafði sjúkdómurinn náð þó nokkurri út- breiðslu áður en gripið var til gagnráðstafana. Mikið framboð á flugmönnum: Tæplega 100 sóttu um flugmannsstöður hjá Flugleiðum „ÞAÐ LIGGUR ekki ljóst fyrir hvað verður ráðið í margar stöð- ur,“ sagði Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, en umsóknarfrestur um lausar stöð- ur flugmanna hjá félaginu rann út um helgina og að sögn Más, voru umsækjendur 98 að tölu. Már sagði að þar sem enn væri verið að ræða aukin umsvif Flug- leiða á næsta ári, væri ekki ljóst hve margir flugmenn yrðu ráðnir. Akvörðun þess efnis myndi hins vegar liggja fyrir eftir fáeina daga. Már vildi ekki giska á hvað stöðum- ar gætu orðið margar, en sagði þó að ljóst væri að nokkuð margir umsækjendur væru um hveija stöðu. „Við erum nú ekki farnir að vinna úr öllum umsóknunum, en í fljótu bragði sýnist mér þetta vera bæði reynslulitlir flugmenn, sem nýlega hafa lokið prófi, og menn sem hafa starfað við flug annars staðar,“ sagði Már. Hann sagði að svo virtist sem atvinnutækifæri væra ónóg, miðað við fjölda flugmanna og væri því framboð á flugmönnum hérlendis meira en eftirspum. Dæmi væra um að íslenskir flugmenn sæktust eftir störfum erlendis, en það reynd- ist sumum erfitt, sökum strangra krafna um flugreynslu. Skýrsla Umferðarráðs: Flest slys urðu FLEST slys sem orðið hafa í umferðinni á þessu ári urðu í ágústmánuði. Þá urðu 69 slys með meiðslum og 2 dauðaslys. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Umferðarráðs. Töluverð fjölgun varð á slysum í ágústmán- uði miðað við júlímánuð, en þá urðu 51 slys með meiðslum og 2 dauða- slys. í ágúst í fyrra urðu 51 slys með meiðslum, en ekkert dauða- slys. Umferðarslysum hefur fækkað frá því í fyrra, vora þá 397 á tíma- bilinu frá janúar til ágúst, en era í ágúst nú 327. Dauðaslysum hefur hins vegar fjölgað úr 13 í 17 á þessu ári. Enn stendur yfir átak lögregl- unnar og Umferðarráðs gegn of hröðum akstri og ölvunarakstri, sem hófst í sumar. SPLUNKUNY OG SPRELLFJÖRUG ER KOMIN í BÆINN OG SKEMMTIR NK. SUNNUDAGSKVÖLD 28. SEPTEMBER í BKCADWAT FJÓRTÁN FJÖRKÁLFAR FRUMSÝNA í REYKJAVÍK. Ath: nú er kjörið tæki- færi fyrir þá sem vinna á föstu- dags- og laugar- dagskvöldum að bregða sér á góða skemmtun á sunnudags- kvöldi. Miðasala og miðapantan- ir í sfma 77500 kl. 11.00-19.00. Matseðill: Koniaks- löguð sjávarrétta- súpa Gljáður hamborgar- hryggur Triffleis Ný, stærri, fjölbreyttari, frískari og fjör- ugri. Stórstjarnan Diddú, Raggi, Maggi, Bessi, Hemmi, íslandsmeistar- arnir í frjálsum dansi, Svörtu ekkjurnar og hljómsveitin hressa fara á kostum og nú verður tjúttað og trallað af öllum lífs og sálarkröftum. HITTUMST HRESS W&ínW/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.