Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 15 >Morgunblaðið/Ami Sœberg Svo mikil aðsókn var að menningarhátiðinni í Gerðubergi á sunnudaginn að margir urðu frá að hverfa. Lesið var úr ljóðum Jóhann- esar úr Kötlum og voru iesarar Bríet Héðinsdóttir, Erlingur Gislason, Jóhann Sigurðsson og María Sigurðardóttir. Húsfyllir er lesin voru ljóð Jóhannesar úr Kötlum HÚSFYLLIR var í menningar- miðstöðinni Gerðubergi á sunnudaginn þar sem lesið var úr Ijóðum Jóahannesar úr Kötl- um og Háskólakórinn flutti hluta úr Sóleyjarkvæði eftir skáldið. Dagskrá þessi var hald- in í tengslum við 50 ára afmæli Þjóðviljans sem verður 31. október. Ámi Bergmann, ritstjóri Þjóð- viljans, sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmislegt yrði á döfinni í tengslum við afmælið. Nú þegar hefði verið haldið brids- mót og um miðjan mánuðinn hefði verið haldin barnahátíð. Þá kvaðst Ami vera með bók í smíðum um Þjóðviljann og sögu hans og heit- ir hún „Blaðið okkar, Þjóðviljinn, í 50 ár“. Eðlisfræðifélag Islands: Fyrirlestur um ástanda- þéttleika tvívíðra rafeindakerfa DR. VIÐAR Guðmundsson eðlisfræðingur flytur al- mennan fyrirlestur um ástandaþéttleika tvívíðra rafeindakerfa í sterku seg- ulsviði í dag, miðvikudaginn 24. september kl. 16:15. Fyr- irlesturinn verður í stofu 157 í VR-2 byggingu Verk- fræðideildar Háskóla ís- lands við Hjarðarhaga. Fyrirlestur Dr. Viðars fjallar um rannsóknir hans og félaga hans á Max Planck stofnuninni í Stuttgart en Dr. Viðar er fræði- legur eðlisfræðingur og starfar í rannsóknahóp, sem prófessor von Klitzing stýrir. Klitzing hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1985 fyrir uppgötvun sína á skömmt- uðum Hall-hrifum. Hópurinn fæst mest við rannsóknir á GaAs hálfleiðurum í segulsviði. (Úr fréttatilkynningu) INNLENT Samningur Grænlandsflugs og Flugleiða: Grænlendingar taka við Kaupmannahafnarflugi Jorn Rosenberg framkvæmdastjóri áætlanadeildar Grænlandsflugs og Sigfús Erlingsson framkvæmda- stjóri áætlanasviðs Flugleiða innsigla samning félaganna með handabandi. UNDIRRITAÐUR var í gær samningur á milli grænlenska flugfélagsins Gronlandsfly og Flugleiða. Samningurinn felur i sér, að Grænlandsflug kaupir ákveðinn fjölda sæta og flutn- ingspláss í flugvél Flugleiða, sem flýgur á milli Narssarssuaq og Kaupmannahafnar. SAS-flugfé- lagið hefir flogið á þessari áætlun í fjölda ára, en nú flýgur Grænlandsflug á þessari leið á sinu nafni; í flugvél Flugleiða. Auk þessa felur samningurinn í sér að Flugleiðir halda uppi áætl- anaflugi á milli Narssarssuaq og Keflavikur, og er það sama flug- vélin sem fer þessar ferðir. Áætlunarflugið hefst 29. október næstkomandi. Grænlandsflug var stofnað 1960 og er það í eigu fjögurra aðila: SAS-flugfélagsins, grænlensku heimastjórnarinnar, danska ríkisins og kríólítnámafélagsins Oresund, og eiga þessir aðilar fjórðung hver. Félagið er samsteypa margra fyrir- tækja: Greenland Air, Greenland Air Charter, Greenair, og bygging- arfyrirtækið Greenlods, auk þess, sem Grænlandsflug tekur þátt í rekstri Arctic gistihúsanna og Ferðaskrifstofu Grænlands Flug- floti Grænlandsflugs hefir á að skipa 23 flugvélum, þar af 15 þyril- vængjum. Starfsmenn fyrirtækisins eru samtals 400. Grænlandsflug flýgur nú á þrem- ur alþjóðlegum leiðum: Nuuk-Frob- isher í Kanada, Nuuk-Reykjavík og Reykjavík-Constible Point á Aust- urströnd Grænlands. Aðalverkefni félagsins er þó innanlandsflug á Grænlandi og hafa þyrlur þar mikil- vægu hlutverki að gegna. Þyrlur af gerðinni Sikorsky 61, 24 sæta eru staðsettar í Jakobshöfn í Diskó- flóa, Syðri-Straumsfirði, Narss- arssuaq og Nuuk, auk þess sem minni þyrlur eru staðsettar í Ang- magssalik og fleiri minni stöðum. Þyrlumar safna saman farþegum úr nærliggjandi byggðum og flytja á næsta flugvöll, þar sem unnt er að fljúga á fjarlægari staði með DeHavilland-vélum félagsins. Vélar þessar eru af gerðinni DASH-7 og eru sérstaklega hannaðar til flugs við erfíðar aðstæður. Flugvélar þessar fljúga á Vesturströndinni á milli Jakobshafnar, Syðri-Straums- fjarðar, Nuuk og Narssarssuaq og á Austurströndinni milli Kulusuk og Constible Point. Einnig er flug á milli Austurstrandarinnar og Vesturstrandarinnar; Kulusuk og Sy ðri- Straumsfj arðar. Ein þyrla félagsins sinnir ein- göngu þjónustu við herstöð Banda- ríkjamanna í Thule, ein þyrla og ein flugvél félagsins sinna einvörð- ungu ískönnunarflugi og ein þyrla er einvörðungu í þjónustu Símafé- lagsins, í viðhaldsstörfum. Verkefni Grænlandsflugs eru margs konar, en ótalið er eitt mikilvægasta verk- efnið, en það er birgða-, sjúkra- og leitarflug. Byggð Grænlands er dreifð yfir geysilega stórt svæði og samsvarar fjarlægðin á milli nyrstu og syðstu byggðarinnar fjarlægðinni á milli Osló og Sahara. Fátt er um vegi á Grænlandi, og þegar hafísinn Iokar siglingaleiðum, er flugið nánast einu samgöngurnar, sem unnt er að halda uppi. „Þjónusta Græn- landsflugs er mikilvægur þáttur í hinu grænlenska samfélagi og gæti það vart þrifíst án þeirra," sagði Jom Rosenberg framkvæmdastjóri áætlanadeildar Grænlandsflugs. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða hafa samskipti Flugleiða og Grænlandsflugs farið vaxandi á undanfömum ámm. Nýlega hófst áætlanaflug á vegum Grænlands- flugs á milli Nuuk og Reykjavíkur í samvinnu við Flugleiðir og nú hafa Flugleiðir tekið upp áætlana- flug á milli Narssarssuaq og Reykjavíkur og er flogið einu sinni í viku á vetuma en fjórum sinnum í viku á sumrin. „Samvinna þessi er af hinu góða enda er fullkomlega að halda uppi samgöngum á milli landanna, sem er forsenda viðskipta- og menning- artengsla landanna," sagði Jom Rosenberg að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.