Morgunblaðið - 24.09.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 24.09.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 15 >Morgunblaðið/Ami Sœberg Svo mikil aðsókn var að menningarhátiðinni í Gerðubergi á sunnudaginn að margir urðu frá að hverfa. Lesið var úr ljóðum Jóhann- esar úr Kötlum og voru iesarar Bríet Héðinsdóttir, Erlingur Gislason, Jóhann Sigurðsson og María Sigurðardóttir. Húsfyllir er lesin voru ljóð Jóhannesar úr Kötlum HÚSFYLLIR var í menningar- miðstöðinni Gerðubergi á sunnudaginn þar sem lesið var úr Ijóðum Jóahannesar úr Kötl- um og Háskólakórinn flutti hluta úr Sóleyjarkvæði eftir skáldið. Dagskrá þessi var hald- in í tengslum við 50 ára afmæli Þjóðviljans sem verður 31. október. Ámi Bergmann, ritstjóri Þjóð- viljans, sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmislegt yrði á döfinni í tengslum við afmælið. Nú þegar hefði verið haldið brids- mót og um miðjan mánuðinn hefði verið haldin barnahátíð. Þá kvaðst Ami vera með bók í smíðum um Þjóðviljann og sögu hans og heit- ir hún „Blaðið okkar, Þjóðviljinn, í 50 ár“. Eðlisfræðifélag Islands: Fyrirlestur um ástanda- þéttleika tvívíðra rafeindakerfa DR. VIÐAR Guðmundsson eðlisfræðingur flytur al- mennan fyrirlestur um ástandaþéttleika tvívíðra rafeindakerfa í sterku seg- ulsviði í dag, miðvikudaginn 24. september kl. 16:15. Fyr- irlesturinn verður í stofu 157 í VR-2 byggingu Verk- fræðideildar Háskóla ís- lands við Hjarðarhaga. Fyrirlestur Dr. Viðars fjallar um rannsóknir hans og félaga hans á Max Planck stofnuninni í Stuttgart en Dr. Viðar er fræði- legur eðlisfræðingur og starfar í rannsóknahóp, sem prófessor von Klitzing stýrir. Klitzing hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1985 fyrir uppgötvun sína á skömmt- uðum Hall-hrifum. Hópurinn fæst mest við rannsóknir á GaAs hálfleiðurum í segulsviði. (Úr fréttatilkynningu) INNLENT Samningur Grænlandsflugs og Flugleiða: Grænlendingar taka við Kaupmannahafnarflugi Jorn Rosenberg framkvæmdastjóri áætlanadeildar Grænlandsflugs og Sigfús Erlingsson framkvæmda- stjóri áætlanasviðs Flugleiða innsigla samning félaganna með handabandi. UNDIRRITAÐUR var í gær samningur á milli grænlenska flugfélagsins Gronlandsfly og Flugleiða. Samningurinn felur i sér, að Grænlandsflug kaupir ákveðinn fjölda sæta og flutn- ingspláss í flugvél Flugleiða, sem flýgur á milli Narssarssuaq og Kaupmannahafnar. SAS-flugfé- lagið hefir flogið á þessari áætlun í fjölda ára, en nú flýgur Grænlandsflug á þessari leið á sinu nafni; í flugvél Flugleiða. Auk þessa felur samningurinn í sér að Flugleiðir halda uppi áætl- anaflugi á milli Narssarssuaq og Keflavikur, og er það sama flug- vélin sem fer þessar ferðir. Áætlunarflugið hefst 29. október næstkomandi. Grænlandsflug var stofnað 1960 og er það í eigu fjögurra aðila: SAS-flugfélagsins, grænlensku heimastjórnarinnar, danska ríkisins og kríólítnámafélagsins Oresund, og eiga þessir aðilar fjórðung hver. Félagið er samsteypa margra fyrir- tækja: Greenland Air, Greenland Air Charter, Greenair, og bygging- arfyrirtækið Greenlods, auk þess, sem Grænlandsflug tekur þátt í rekstri Arctic gistihúsanna og Ferðaskrifstofu Grænlands Flug- floti Grænlandsflugs hefir á að skipa 23 flugvélum, þar af 15 þyril- vængjum. Starfsmenn fyrirtækisins eru samtals 400. Grænlandsflug flýgur nú á þrem- ur alþjóðlegum leiðum: Nuuk-Frob- isher í Kanada, Nuuk-Reykjavík og Reykjavík-Constible Point á Aust- urströnd Grænlands. Aðalverkefni félagsins er þó innanlandsflug á Grænlandi og hafa þyrlur þar mikil- vægu hlutverki að gegna. Þyrlur af gerðinni Sikorsky 61, 24 sæta eru staðsettar í Jakobshöfn í Diskó- flóa, Syðri-Straumsfirði, Narss- arssuaq og Nuuk, auk þess sem minni þyrlur eru staðsettar í Ang- magssalik og fleiri minni stöðum. Þyrlumar safna saman farþegum úr nærliggjandi byggðum og flytja á næsta flugvöll, þar sem unnt er að fljúga á fjarlægari staði með DeHavilland-vélum félagsins. Vélar þessar eru af gerðinni DASH-7 og eru sérstaklega hannaðar til flugs við erfíðar aðstæður. Flugvélar þessar fljúga á Vesturströndinni á milli Jakobshafnar, Syðri-Straums- fjarðar, Nuuk og Narssarssuaq og á Austurströndinni milli Kulusuk og Constible Point. Einnig er flug á milli Austurstrandarinnar og Vesturstrandarinnar; Kulusuk og Sy ðri- Straumsfj arðar. Ein þyrla félagsins sinnir ein- göngu þjónustu við herstöð Banda- ríkjamanna í Thule, ein þyrla og ein flugvél félagsins sinna einvörð- ungu ískönnunarflugi og ein þyrla er einvörðungu í þjónustu Símafé- lagsins, í viðhaldsstörfum. Verkefni Grænlandsflugs eru margs konar, en ótalið er eitt mikilvægasta verk- efnið, en það er birgða-, sjúkra- og leitarflug. Byggð Grænlands er dreifð yfir geysilega stórt svæði og samsvarar fjarlægðin á milli nyrstu og syðstu byggðarinnar fjarlægðinni á milli Osló og Sahara. Fátt er um vegi á Grænlandi, og þegar hafísinn Iokar siglingaleiðum, er flugið nánast einu samgöngurnar, sem unnt er að halda uppi. „Þjónusta Græn- landsflugs er mikilvægur þáttur í hinu grænlenska samfélagi og gæti það vart þrifíst án þeirra," sagði Jom Rosenberg framkvæmdastjóri áætlanadeildar Grænlandsflugs. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða hafa samskipti Flugleiða og Grænlandsflugs farið vaxandi á undanfömum ámm. Nýlega hófst áætlanaflug á vegum Grænlands- flugs á milli Nuuk og Reykjavíkur í samvinnu við Flugleiðir og nú hafa Flugleiðir tekið upp áætlana- flug á milli Narssarssuaq og Reykjavíkur og er flogið einu sinni í viku á vetuma en fjórum sinnum í viku á sumrin. „Samvinna þessi er af hinu góða enda er fullkomlega að halda uppi samgöngum á milli landanna, sem er forsenda viðskipta- og menning- artengsla landanna," sagði Jom Rosenberg að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.