Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 Nýja sjónvarpið: Unnur og Þórir til Páls UNNUR Steinsson og Þórir Guð- mundsson hafa verið ráðin sem fréttamenn á nýju sjónvarpsstöð- ina, Stöð 2, sem tekur til starfa i næsta mánuði. Þórir Guðmundsson starfar nú hjá ríkisútvarpinu og sagði Páll Magnússon, fréttastjóri nýju sjón- varpsstöðvarinnar , að hann myndi fyrst og fremst starfa við erlendar fréttir. Unnur Steinsson hefur ekki starfað við fréttamennsku áður, en mun fást við innlendar fréttir. Páll sagði að nú væri búið að ráða þá fréttamenn sem nýja stöðin teldi sig þurfa á að halda í upp- hafí. Auk Unnar og Þóris hafa verið ráðin þau Ólafur E. Friðriksson, Mikil ásókn í „afréttarana“: Ómar Valdimarsson og Sigurveig Jónsdóttir. Ekið á mann: Hlaut mikla höfuðáverka EKIÐ var á mann á Hafnarfjarð- arvegi skammt sunnai: við brúna yfir Kársnesbraut í Kópavogi á mánudag. Hlaut maðurinn alvar- lega höfuðáverka. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn ætlaði austur yfír Hafn- arfjarðarveg. Varð hann fyrir bifreið sem var ekið suður veginn. Að sögn lögreglunnar f Kópavogi er maðurinn vistmaður á Kópavogs- hæli og á erfítt með að átta sig á umferðarhraða. Hann lenti í ámóta slysi á sama stað í febrúar í ár. visa Jóhann W visa Karl Karl Þorsteins og Jóhann Hjartarson tefia í Grundarfirði. Ljósmynd/Bœring Cecilsson. !fei! sas Margeir heldur efsta sætinu MARGEIR Pétursson er enn í efsta sæti þegar tefldar hafa verið átta umferðir á Skákþingi ís- lands. Hann hefur nú 5 og hálfan vinning, en skák hans og Jóns L. Ámasonar í gær fór i bið. Ónnur úrslit í áttundu umferð vom þau að Karl Þorsteins vann Björgvin Jónsson, Davíð Ólafsson vann Þröst Ámason og Hannes Hlífar Stefánsson vann Dan Hanson. Guðmundur Siguijónsson og Jóhann Hjartarson gerðu jafntefli og skák Þrastar Þórhallssonar og Sævars Bjaraasonar fór í bið. 100 „afréttarar“ Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um hámarksafla 1987: pantaðir daglega „YTÐ gemm okkur vonir um að geta verið búnir að afgreiða þá rúmlega 2000 afréttara, sem búið er að panta hjá okkur, um miðjan næsta mánuð, þegar farið verður að tmfla útsendingar Stöðvar 2,“ sagði Birgir Öm Birgis, verslunarstjóri hjá Heim- ilistækjum h.f. Birgir kvað um 100 pantanir á dag. „Afréttarinn" kostar tæpar 12 þúsund krónur, væntanlega á bilinu 11.500-11.800 krónur, og hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða fólki greiðslukjör, til dæmis 2000-2500 króna útborgun og eftirstöðvamar á 10-12 mánuðum. Lagt til að þorskaflinn verði 300 þúsund tonn Borgarráð: Gjöftil líftæknihúss BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær að leggja fram 7,5 milljónir króna til byggingar líftæknihúss i Keidnaholti. Það er Byggingarsjóður rann- sóknarstofnunnar atvinnuveganna og Reykjavíkurborg, sem standa að byggingu hússins. Háskóli íslands verður eigandi þess og er þetta framlag borgarinnar til styrktar liftækniiðnaði í landinu, gefíð í til- efni 200 ára afmælis borgarínnar og 75 ára afmælis Háskóla íslands á þessu ári. HAFRANNSÓKNARSTOFNUN hefur sent frá sér tUlögur um aflamark fyrir næsta ár. Þar er gert ráð fyrir svipuðum há- marksafla á flestum nytjafiskum og á þessu ári að þvi undanskildu að lagt er til að hámarksafli þorsks verði 300 þúsund tonn, sem er 50 þúsund tonnum minna en á þessu ári. í skýrslu Hafrannsóknarstofnun- ar er lagt til að ýsuafli verði 50 þúsund tonn, 65 þúsund tonn verði veidd af ufsa, karfaafli verði 75 þúsund tonn og afli grálúðu 5000 tonnum minni en á þessu ári, eða 25 þúsund tonn. í skýrslu Hafrannsóknarstofnun- ar er nokkuð fjallað um afleiðingar þess að veiða sama magn af þorski og í ár og ef leyfður yrði 400.000 tonna hámarksafli. Þar segir að ef veidd verði 400.000 tonn af þorski muni það verða til þess að veiði- stofninn muni standa í stað, en hryggningarstofninn hins vegar minnka. Sé reiknað með 350.000 tonna afla þessi tvö ár er tálið að veiðistofhinn fari hægt vaxandi á timabilinu 1987-1989 og hryggn- ingarstofn muni haldast nær óbreyttur. Því er það að lagt er til að hámarksafli þorsks verði ekki meiri en 300.000 tonn vegna þess að þá muni veiðistofninn vaxa veru- lega á næstu árum og hryggningar- stofn verða rúmlega 500.000 tonn eftir þijú ár. Þá leggur Hafrannsóknarstofnun til í skýrslu sinni að síldarafli á haustvertíðinni í ár fari ekki fram úr 65 þúsund tonnum og ef forsend- ur reynast réttar er gert ráð fyrir 70 þúsund tonna heildarafla á næsta ári. Humarafli er áætlaður svipaður og verið hefur undanfarin sjö ár, eða 2.700 tonn, en það er sem næst kjörsókn í stofninn. Þá er lagt til að leyfílegur afli hörpu- disks verði alls 14.550 tonn, og skiptist hann niður á sérstök svæði eins og verið hefur, nema hvað hörpudiskveiðar hafa verið bannað- ar á næsta ári í Skagafirði, en svo virðist sem þar hafi of nærri stofn- inum verið gengið. Á bls 32 er fjallað nánar um skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. VMS á móti vinnustaðasamningum: Nýir samningar ættu að vera frágengnir fyrir áramótin - segir framkvæmdastj óri Vinnumálasambands samvinnufélaganna „VIÐ TELJUM afar mikilvægt að samningagerðin verði ekki dregin og helst eiga nýir kjara- samningar að vera frágengnir fyrir áramótin,“ sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, í samtali við Morgun- blaðið um horfur i samningamál- um. Gildandi kjarasamningar í landinu renna almennt út um áramótin. Hjörtur sagði það sitt álit og annarra forystumanna Vinnumála- sambandsins, að strax þegar menn væru búnir að átta sig á niðurstöð- um launakönnunarinnar, sem gerð er á vegum Kjararannsóknanefnd- ar, væri rétt að setjast niður við „Flest myndbandakerfi fjölbýlishús- anna ekki byggð fyrir tvær rásir“ - segir Jón Þóroddur Jónsson, yfirverkfræðingtlr hjá Pósti og síma „ÞAÐ hefur aldrei komið til tals að loka myndbandakerfun- um í fjölbýÚshúsunum. Það eina sem við viljum gera er að lagfæra þau,“ sagði Jón Þór- oddur Jónsson, yfirverkfræð- ingur i sambandadeild Pósts og síma, í samtali við Morgun- biaðið. „Við viljum leiðbeina fólki, sem er með þessi svoköll- uðu Ioftnetskerfi í fjölbýlis- húsunum og eins því fólki sem vill byggja upp kapalkerfi í framtíðinni, inn á réttar braut- ir þannig að það lendi ekki í vandræðum með truflanir vegna nálægðar rásanna." Unnið er nú að reglugerðum á vegum Pósts og síma, sem sam- gönguráðuneytið kemur til með að gefa út, og eiga þær að upp- fylla ýmis gæðaskilyrði loftnets- kerfana, sem er mjög ábótavant, að sögn Jóns. „Notendur mynd- bandakerfa eiga heimtingu á því að tryggt sé að truflanir eigi sér ekki stað á milli rása, sem fluttar verða á sama kapalkerfínu, en með tilkomu annarra sjónvarps- rása, t.d. Stöðvar 2 nú, er viss hætta á að truflanir munu eiga sér stað í þeim húsum sem þegar eru með myndbandakerfi vegna nálægðar tíðnanna. Loftnetskerf- in hafa hingað til verið byggð á það einfaldan máta að þau ráða ekki við að taka inn fleiri rásir samtímis og í sumum tilvikum eru þau einungis byggð fyrir eina rás. Sérstaklega er hætta á truflunum ef tíðnir rásanna eru nálægar hvor annarri. Vatnsendastöðin er t.d. á rás 10 en Stöð 2 verður á rás 12,“ sagði Jón Þóroddur. samningaborðið. Gert er ráð fyrir að þær niðurstöður liggi fyrir nú um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri VMS kvaðst ekki telja grundvöll fyrir því nú að gera sérstaka samninga á vinnu- stöðum eða milli einstakra verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda, eins og talsvert hefur verið rætt að und- anfömu. „Ég óttast að. því fyrir- komulagi myndi fylgja of mikil ringulreið," sagði hann. „Það gæti dregist mjög mikið að ná friði á vinnumarkaði ef gera á samninga vítt og breitt um landið. Þá er hætta á að það markmið, sem nán- ast allir hafa sett sér, það er að ná verðbólgunni enn meira niður, færi fyrir lítið ef horfið verður frá samflotinu." o INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.