Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 51 VELVAKAND! SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iur )/s*nt UfrW'Ull Rökfræðilegir kollhnísar „framhaldsskólanema“ útvarpshlustandi skrifar: „Framhaldsskólanemi" nokkur svarar bréfstúfi þeim, sem undirrit- aður lét frá sér fara um að selja bæri rás 2, í dálkum Velvakanda síðastliðinn sunnudag. Það gleður mig að mig að nemi þessi hafði gaman af lestrinum og er sammála mér í vissum atriðum. Ég kemst þó ekki hjá því að leiðrétta nokkra rökfræðilega kollhnísa sem hann gerist sekur um. Framhaldsskólaneminn telur mig hafa gleymt þeirri staðreynd að auglýsingatekjur standi undir rekstrarkostnaði rásar 2 og þar með sé ekki „réttmæt gagnrýni sem kemur fram síðar í grein „útvarps- hlustanda" að ríkið geti alveg eins rekið pulsuvagna, skemmtistaði, pöbba eða tískuverslanir og rás 2“. Það verður nú að segjast eins og er að þetta er ekki „réttmæt gagnrýni", svo notað sé orðalag framhaldsskólanema. Að auglýs- ingatekjur af rás 2 eigi að standa undir rekstrarkostnaði er mér vel kunnugt um en það kemur bara málinu ekki við. Málið snýst um hlutverk ríkisins og hvort við teljum það vera í verkahring þess að reka útvarpsstöð, sem byggir dagskrá sína að öllu leyti á léttmeti. Ef við teljum að það sé í besta lagi, á meðan hún stendur undir sér getum við með sömu rökum mælt því bót að ríkið reki pulsuvagna, skemmti- staði, pöbba eða tískuverslanir og rás 2. Auðvitað með því skilyrði að tekjumar af þessari starfsemi standi undir rekstrarkostnaði. Ekki satt? Hinn kollhnísinn hjá nemanum er sú röksemdarfærsla að „það væri allsendis óréttlætanlegt að hinn almenni skattgreiðandi, sem nú getur stillt inn á eina einkastöð (væntanlega fleiri í framtíðinni) borgi rekstur stöðvar sem ekki stendur undir sér“. Athyglisvert er að færa þessa röksemd upp á ríkisútvarpið og dettur manni þá fyrst í hug sjónvarpið og rás 1. Samkvæmt þessu væru stofnanir þessar betur komnar í höndum einkaaðila, sem gætu tryggt rekstur þeirra eða þá ætti einfaldlega að leggja þær niður. En það er nú einu sinni svo, að þessar stöðvar þjóna öðrum „menningarlegum" tilgangi og því að vissu marki hægt að sætta sig við taprekstur þeirra. Þetta gildir aftur á móti ekki um rás 2 og erum við þar með komin að kjama málsins. Hægt er að samþykkja að ríkið reki stofnun sem þjónar tilgangi áþekkum þeim og rás 1 og er ekki í beinni samkeppni við einkaaðila. Aftur á móti getum við ekki sam- þykkt að ríki reki fyrirtæki á borð við rás 2, nema að samtímis opna dymar fyrir því að ríkisvaldið reki pulsuvagna, pöbba eða tískuversl- anir. Og hvar værum við nú stödd þá? Heilsurækt og hljóðmengun Lesandi sem lætur sér annt um útlit sitt skrifar: Fólk er farið að leggja nokkuð upp úr heilsurækt og sækir heilsu- ræktarstöðvar, syndir og skokkar og vandar mataræði sitt. Árangrin- um er samt spillt með hljóðmengun á heimilum, á vinnustöðum, í stræt- isvögnum og áætlunarbflum - alls staðar smjúga hljóð úr útvarpi í gegnum merg og bein, misvond að vísu, en sum nemur eyrað ekki, þótt þau dynji á líkamanum. í versl- unum er misjafnt hvað varpað er að fólki og þar er auðveldast að forðast hljóðin með því að snið- ganga verslanir þar sem ekki er friður. Ég les í morgunblaðinu um niður- stöður erlendra rannsókna þess efnis að þessi síbylja útvarps og sjónvarps sé eins og mara á fólki, enda sé almenningur heldur daufur í dálkinn yfirleitt eftir áratuga álag. Þótt nú sé í tísku að bera sig vel og slá um sig með hressilegum ákvæðisorðum eins og „hæ“ og „ertu ekki hress", tekst ekki að breiða yfir deyfðina sem undir býr. Sá sem fylgist grannt með líðan sinni skynjar þá vanlíðan sem þess- ar hljóðbygljur valda. Þessir hringdu . . . Glataði kvenúri Hrefna hringdi: Ég glataði PUMA-kvenúri föstudaginn fyrir viku síðan, líklega fyrir utan Hótel Borg. Finnandi vinsamlegast hafíð sam- band í síma 42224. Sorptunnusóðar Kona hringdi: Ég vildi bara koma því á fram- færi til fólks að það skilji ekki eftir hálfkláraðar femur og mat- arleifar langtímum saman í Enn magnast ófriðurinn. Ég sat um daginn á hársnyrtistofu þar sem fólk kann vel til verka. Þegar ég var þar áður, það var síðdegis, var hvolft yfír fólk hljóðum, sem ég hélt að væru úr útvarpinu en voru raunar af segulbandi. Nú var ég þama að morgni og svei mér þá ef ekki Keflavíkurútvarpið var ekki sett á af krafti. Ég kom ekki upp orði af undrun og gremju.þótt mér hefði fallið vel að skrafa við viðkom- sorptunnum. Af þessu leggur hina mestu stybbu og veldur nágrönn- um óþægindum. Sorptunnur em hitt mesta þarfaþing en betur væmm við laus við sorptunnusóð- ana. Þarf ég að borga afnotagjald? Skattpíndur hringdi: Nú er mér spum. Eftir að Bylgjan tók til starfa hef ég al- gjörlega hætt að hlusta á blessað ríkisútvarpið. En samt sem áður verð ég víst að greiða áfram af- notagjald af þessari stöð, sem ég hlusta ekki á og vil ekki hlusta á. Hvaða siðferðilegu rök færa menn fyrir þessari dæmalausu vitleysu? Eflaust að ríkisútvarpið gegni einhveijum æðri tilgangi sem okkur beri öllum að styrkja. Hvaða menn hafa rétt á því að ákveða sem svo, að mér beri að styrkja þessa starfsemi þó að þeim andi starfsmann. Á útleið sá ég að hljóðin komu ekki úr Keflavíkurút- varpinu. Frammi við dyr var sjónvarp og komu hljóðin þaðan, en sendingin var úr gervihnetti. Það bætir enginn útlit sitt með því að sækja snyrtistofur þar sem slíkum hljóðum er hvolft yfír, hversu vel sem fólk kann til verka. Slík hljóð eiga jafnlítið heima á snjrrtistofu og reykingar á biðstofu lækna. sé í mun að hún haldi áfram? Ekki það að ég vilji ríkisútvarpið feigt, síður en svo. En ég bara get ekki skilið afhverju ég eigi að borga fyrir það, að áhugamenn um ríkisútvarp geti fengið skammtinn sinn. Ekki ætlast ég til þess að af þessum mönnum að þeir borgi fyrir mín tómstunda- gömun. Vantar gangstétt við Einholt Húscigandi við Einholt hringdi: Ég vil kvarta yfir þeim fram- kvæmdum sem hafa staðið yfír hér í götunni í á þriðja ár. Þama er óuppfylltur gröftur og vantar gangstétt öðrum megin. Við erum orðin langþreytt á þessu. Húsið sem verið var að byggja er fyrir löngu tilbúið en þetta stendur eft- ir. Héma er oft keyrt nokkuð greitt í götunni og því miður að það vanti gangstétt. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. (nafn) (heimilisíang) (póstnúmer og póstdreiíingarstöð) (símanúmer) Byrjendanámskeið hefjast hjá Karatedeild Breiðabliks í íþróttahúsi Digranesskóla laugar- daginn 27. september kl. 12.00. Nýir og gamlir félagar velkomnir. Innritun og upplýsingarí síma 44246 og 641158. mánuðum og mun bera heitið FRÁ HALAMIÐUM ÁHAGATORG Velunnurum Einars Ólaíssonar er gefinn kostur á að senda honum kveðju í aímœlis- ritinu, og skrá sig á heillaóskalista (tabula gratulatoria), sem birtist íremst í bókinni. Þeir sem senda skriílega pöntun á miðanum hér aö neðan eða á annan hátt til Bókaútgáfu Arnar og Örlygs, Síðumúla 11,108 Reykjavík, sími 84866, fyrir 1. október n.k., verða skráðir á heillaóskalistann og fá ritið jaíníramt sent i póstkröfu fyrir 1.185,00 krónur (burðargjald og póstkröíukostnaður inniíalin). Bókin mun kosta 1.600 krónur á almennum markaði. Shotokan karate Framleiðsluráð landbúnaðarins og Bókaútgáían Öm og Örlygur standa sameiginlega að útgáíu á ÆVISÖGU EINARS ÓLAFSSONAR í LÆKJARHVAMMI sem Þórunn Valdimarsdóttir höíundur bókarinnar Sveitin við Sundin heíur samið í tilefni þess að Einar varð nírœður á þessu ári. Bókin kemur út á haust-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.