Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 23 Nemendur úr Klúku- og Broddanesskólum saman koinnir. l: |i . |b |p jjfj i ^ * » V*íj I r Í1..I Jf mmi S flSSM 1 Árfoæjarsafn heimsótt. Klúku og Broddanesskólum breytt úr 7 í 8 mánaða skóla: Rétta og gangnafrí eftir námsf erð til Reykjavíkur „VIÐ erum að rejma að sýna fram á að hægt er að eiga jafn- skemmtilega og fjölbreytta skólavist í litlum sveitaskólum úti á landi eins og í stærri skólum í borgum og bæjum. Jafnframt erum við að reyna að gera skól- ana okkar hluta af daglegu lífi i stað þess að binda krakkana í húsi dag eftir dag,“ sagði Sigurð- ur H. Þorsteinsson, skólastjóri Klúkuskóla í Bjarnarfirði á Ströndum, í samtali við Morgun- blaðið, en þar hafa ýmsar nýjungar verið teknar upp í skólastarfi á sl. árum og sama er að segja um Broddanesskóla, sem er í mynni Kollafjarðar i Strandasýslu. Skólamir hafa hingað til verið sjö mánaða skólar, en nú hefur þeim verið breytt yfir í átta mánaða skóla. Skólastjóramir, Sigurður í Klúkuskóla og Sigríður Þórarins- dóttir í Broddanesskóla, komu sér saman um að he§a skólastarfið með sameiginlegu sundnámskeiði beggja skólanna að Laugarhóli í Bjamarfirði. Til þess að ekki þyrfti að aka bömunum alla þessa vega- lengd á hveijum degi, var heima- vistaraðstaðan þar notuð auk þess sem sum barnanna bjuggu á heimil- um skólasystkynanna nýju. Þama var um samþætt námskeið að ræða, þar sem bömin ekki aðeins lærðu að synda heldur einnig heilsufræði, samfélags- og stærðfræði. Höfðu kennarar og skólastjórar undirbúið þetta í sumar, en hugmyndin kom fram á skólastjórafundi sl. vetur þar sem báðir skólamir eru að ganga í gegnum samskonar breyt- ingu. Þá var einnig byijað heldur fyrr en venjan hefur verið en í stað- inn er krökkunum gefið svokallað rétta- og gangnafrí svo þau geti aðstoðað á heimilum við smölun, réttun og heimtekt sláturafurða. Tala nemenda í báðum skóiunum er 26 á aldrinum 7-14 ára. „Að baki heimsóknunum liggur stöðug vinna, ýmist úti eða inni, jafnframt sem þau kynnast nýjum félögum og vinum. Fyrirhuguð er ferð nem- enda Klúkuskóla seinna í vetur í Broddanesskóla og verður þá sami háttur hafður á. Á sl. vetri fóru nemendur Broddanesskóla í námsferð til Reykjavíkur og Klúkuskóli gerði slíkt hið sama nú fyrir réttarfríið. Aðalnámsefnið í ferðinni var „Land- nám íslands" og „200 ára afmæli Reykjavíkurborgar". Skoðað var Árbæjarsafn og Hnitbjörg - safn Einars Jónssonar. Þá bauð Reykjavíkurborg hópnum á Reykjavíkurkynningu að Kjarvals- stöðum og á leikritið „Flensað í Malakoff“. Bessastaðir voru sóttir heim og þar rædd saga þeirra og þýðing i íslensku þjóðlífi. Náttúru- gripasafnið og Þjóðminjasafnið voru skoðuð þar sem verkefni ýmis- konar voru unnin. Þá fór hópurinn í Norræna húsið þar sem rædd var samstaða Norðurlandanna og uppr- uni sögu íslendinga frá Noregi. Loks fengu bömin að kynnast vinnubrögðum á Sjónvarpinu. Kynningarnámskeið í Psykodrama (Leikræn þerapía) Girit Hagman geðlæknir og „psykodrama" þera- pisti ásamt Helga Felixsyni, leiðbeinanda í leikrænni tjáningu og „Psykodrama" þerapista, verður með helgarnámskeið 27.-28. sept. í Miðbæjarskólanum. Námskeiðið er ætlað t.d. kennurum, starfsfólki á sjúkrahúsum ásamt þeim sem hafa dagleg sam- skipti við fólk og vilja kynna sér „psykodrama“ sem vinnuaðferð. Einnig höfðum við til þeirra sem vilja kynnast nýjum leiðum til persónuleikaþroska og andlegrar vellíðunar. Upplýsingar og innritun í síma 91-18325 fyrir kl. 12.00 og eftir kl. 18.00. Ath.: Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Bömin bjuggu ýmist hjá vinum og ættingjum eða heima hjá skóla- stjóra og kennara, í Hafnarfirði í húsi Sigurðar og Torfhildar Steingrímsdóttur, konu hans sem einnig er kennari, þar sem hálfur Klúkuskóli hélt til. Þetta fyrirkomu- lag skólastarfsins hefur verið með góðu samþykki foreldra og fræðslu- yfírvalda enda fá bömin sín laun nú - tæplega tveggja vikna rétta- og gangnafrí - enda þurfa foreldrar á þeim að halda á þessum annasama tíma í sveitunum, að sögn Sigurðar. Unnið að byggingu sundskýla við laugina að Laugarhóli Zetulið Mimis er nafn á nám- skeiðum fyrir þá sem kunna málin þokkalega eða jafnvel prýðilega en skortir tœkifœri til að halda þeim við. Mimir býður uppá möguleika til að viðhalda málakunnáttunni á skemmtileg- an hátt á veitingahúsinu Hrafn- inum i vetur. Umrœðustjórarnir eru erlendir og þú tekur þátt i zetuliðinu einu sinni i viku á mánudögum, hittir sáma fólkið við sama borð á sama tíma, kl. 18.00. Nánari upplýsingar á skrifstofu Mimis. 29. september—15. desember janúar-mars. Innritunn og upplýsingar í síma 10004 og 21655. einu sinni í viku sama fólkið á sama tíma við sama borð Mímir ÁNANAUSTUM 15 EÍIXA ÞÝSKA l l U d A ÍTMSM vSPVFWSICr\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.