Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 23

Morgunblaðið - 24.09.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 23 Nemendur úr Klúku- og Broddanesskólum saman koinnir. l: |i . |b |p jjfj i ^ * » V*íj I r Í1..I Jf mmi S flSSM 1 Árfoæjarsafn heimsótt. Klúku og Broddanesskólum breytt úr 7 í 8 mánaða skóla: Rétta og gangnafrí eftir námsf erð til Reykjavíkur „VIÐ erum að rejma að sýna fram á að hægt er að eiga jafn- skemmtilega og fjölbreytta skólavist í litlum sveitaskólum úti á landi eins og í stærri skólum í borgum og bæjum. Jafnframt erum við að reyna að gera skól- ana okkar hluta af daglegu lífi i stað þess að binda krakkana í húsi dag eftir dag,“ sagði Sigurð- ur H. Þorsteinsson, skólastjóri Klúkuskóla í Bjarnarfirði á Ströndum, í samtali við Morgun- blaðið, en þar hafa ýmsar nýjungar verið teknar upp í skólastarfi á sl. árum og sama er að segja um Broddanesskóla, sem er í mynni Kollafjarðar i Strandasýslu. Skólamir hafa hingað til verið sjö mánaða skólar, en nú hefur þeim verið breytt yfir í átta mánaða skóla. Skólastjóramir, Sigurður í Klúkuskóla og Sigríður Þórarins- dóttir í Broddanesskóla, komu sér saman um að he§a skólastarfið með sameiginlegu sundnámskeiði beggja skólanna að Laugarhóli í Bjamarfirði. Til þess að ekki þyrfti að aka bömunum alla þessa vega- lengd á hveijum degi, var heima- vistaraðstaðan þar notuð auk þess sem sum barnanna bjuggu á heimil- um skólasystkynanna nýju. Þama var um samþætt námskeið að ræða, þar sem bömin ekki aðeins lærðu að synda heldur einnig heilsufræði, samfélags- og stærðfræði. Höfðu kennarar og skólastjórar undirbúið þetta í sumar, en hugmyndin kom fram á skólastjórafundi sl. vetur þar sem báðir skólamir eru að ganga í gegnum samskonar breyt- ingu. Þá var einnig byijað heldur fyrr en venjan hefur verið en í stað- inn er krökkunum gefið svokallað rétta- og gangnafrí svo þau geti aðstoðað á heimilum við smölun, réttun og heimtekt sláturafurða. Tala nemenda í báðum skóiunum er 26 á aldrinum 7-14 ára. „Að baki heimsóknunum liggur stöðug vinna, ýmist úti eða inni, jafnframt sem þau kynnast nýjum félögum og vinum. Fyrirhuguð er ferð nem- enda Klúkuskóla seinna í vetur í Broddanesskóla og verður þá sami háttur hafður á. Á sl. vetri fóru nemendur Broddanesskóla í námsferð til Reykjavíkur og Klúkuskóli gerði slíkt hið sama nú fyrir réttarfríið. Aðalnámsefnið í ferðinni var „Land- nám íslands" og „200 ára afmæli Reykjavíkurborgar". Skoðað var Árbæjarsafn og Hnitbjörg - safn Einars Jónssonar. Þá bauð Reykjavíkurborg hópnum á Reykjavíkurkynningu að Kjarvals- stöðum og á leikritið „Flensað í Malakoff“. Bessastaðir voru sóttir heim og þar rædd saga þeirra og þýðing i íslensku þjóðlífi. Náttúru- gripasafnið og Þjóðminjasafnið voru skoðuð þar sem verkefni ýmis- konar voru unnin. Þá fór hópurinn í Norræna húsið þar sem rædd var samstaða Norðurlandanna og uppr- uni sögu íslendinga frá Noregi. Loks fengu bömin að kynnast vinnubrögðum á Sjónvarpinu. Kynningarnámskeið í Psykodrama (Leikræn þerapía) Girit Hagman geðlæknir og „psykodrama" þera- pisti ásamt Helga Felixsyni, leiðbeinanda í leikrænni tjáningu og „Psykodrama" þerapista, verður með helgarnámskeið 27.-28. sept. í Miðbæjarskólanum. Námskeiðið er ætlað t.d. kennurum, starfsfólki á sjúkrahúsum ásamt þeim sem hafa dagleg sam- skipti við fólk og vilja kynna sér „psykodrama“ sem vinnuaðferð. Einnig höfðum við til þeirra sem vilja kynnast nýjum leiðum til persónuleikaþroska og andlegrar vellíðunar. Upplýsingar og innritun í síma 91-18325 fyrir kl. 12.00 og eftir kl. 18.00. Ath.: Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Bömin bjuggu ýmist hjá vinum og ættingjum eða heima hjá skóla- stjóra og kennara, í Hafnarfirði í húsi Sigurðar og Torfhildar Steingrímsdóttur, konu hans sem einnig er kennari, þar sem hálfur Klúkuskóli hélt til. Þetta fyrirkomu- lag skólastarfsins hefur verið með góðu samþykki foreldra og fræðslu- yfírvalda enda fá bömin sín laun nú - tæplega tveggja vikna rétta- og gangnafrí - enda þurfa foreldrar á þeim að halda á þessum annasama tíma í sveitunum, að sögn Sigurðar. Unnið að byggingu sundskýla við laugina að Laugarhóli Zetulið Mimis er nafn á nám- skeiðum fyrir þá sem kunna málin þokkalega eða jafnvel prýðilega en skortir tœkifœri til að halda þeim við. Mimir býður uppá möguleika til að viðhalda málakunnáttunni á skemmtileg- an hátt á veitingahúsinu Hrafn- inum i vetur. Umrœðustjórarnir eru erlendir og þú tekur þátt i zetuliðinu einu sinni i viku á mánudögum, hittir sáma fólkið við sama borð á sama tíma, kl. 18.00. Nánari upplýsingar á skrifstofu Mimis. 29. september—15. desember janúar-mars. Innritunn og upplýsingar í síma 10004 og 21655. einu sinni í viku sama fólkið á sama tíma við sama borð Mímir ÁNANAUSTUM 15 EÍIXA ÞÝSKA l l U d A ÍTMSM vSPVFWSICr\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.