Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 27 Kaupmannahöf n: Hústökufólkið börn menntaðra foreldra Kaupmannahöfn, frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Horgunbiaðsins. í POLITIKEN skýrði kennarinn og rithöfundurinn Curt Lind- stram frá því, hvers konar krakki gangi í hóp hústökufólksins sem nú hefur hætt átökum við borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengist við að kenna krökkum, sem hafa dottið út úr efstu bekkjum grunnskólans og þeirra á meðal hefur hann kynnst hörðum nöglum úr þessum hópi. Hann vinnur nú að bók um hópin í Ryesgade og hefur áður skrifað um svipaðan hóp. Samkvæmt lýsingu hans eru þetta böm vel menntaðs fólks. dæmigerðir forekirar þeirra geti verið uppeldisfræðingar eða fólk úr kvikmyndaheiminum. Foreldr- amir styðja bömin í þessu brölti þeirra og vom sjálfír margir hverj- ir virkir þátttakendur í ’68 umbrotunum, þó þau hafí nú horf- ið inn í borgaralegt samfélag og komið sér vel fyrir þar. Eða eins og ein móðir sagði: Þau læra heilmikið á þessu. Flestir krakkamir em um tvftugt, segir Lindstrom, en þama séu þó krakkar allt niður í 13 ára. Þau halda mjög saman, hafa sterka samkennd. Hópurinn er þeim allt og þau mega ekki heyra minnst á að skipuleggja einhvers- konar stjómkerfí, því allir séu jafnir innan hópsins. Þau klæðast á vissan hátt, tala á vissan hátt og hegða sér á vissan hátt. Sam- kvæmt lýsingu Lindstrems slá þau um sig með pólítískum kennisetn- ingum, sem þau hafa oft fengið í farteskið að heiman og komi vel fyrir sig orði. Vegna þessarar samkenndar, þá megi þau ekki hugsa til þess að missa samveru- stað sinn. Húsið er þeim því svo mikils virði, að þau virðast tilbúin til að ganga býsna langt, til að halda í það. Hópkenndin sé hvat- inn að því að þau vilja búa saman á þennan hátt, ekki skortur á húsnæði. Margir foreldrar þeirra gætu auðveldlega útvegað þeim húsnæði eða þau komist inn { stúdentagarða, því þau séu mörg í námi. Lindstrom undirstrikar, að þessi lýsing á hústökufólkinu eigi við lqama hreyfíngarinnar. Svo dragist alltaf að alls konar annað fólk. Sumt af því leiti eingöngu eftir spennu og hasar og sá hópur sé sá hættulegi. Ef hann nái und- irtökunum sé voðinn vís. Rætt við hús- tökufólkið Ryesgade var lokað með mjmd- arlegu götuvígi. Það var um tveir metrar á hæð, hlaðið úr spýtna- msli, hjólbörðum og timburflek- um. Uppi á því, bak við timburfleka, sátu nokkrir krakk- ar, öll með svörtu lambhúshett- umar, með rauðri eða grænni líningu í kringum gatið fyrir aug- un. Sum höfðu læst öryggisnælum yfír mitt gatið, til að minnka það enn. Þegar ég kom að víginu, kall- aði langur sláni hátt og snjallt að nú skyldi ég ekki koma of ná- lægt. Hvort £ vissi ekki að það stæði í Ekstrablaðinu að þau væm stórhættulegur hópur, sem kast- aði múrsteinum og mólotoff- kokteilum í fólk. Hlátrasköll félaganna glumdu allt í kring. Sláninn sat með rauð- og hvít- röndótta jámstöng, eins og er notuð í landmælingum, sveiflaði henni í kringum sig og mundaði hana stundum eins og byssu. Sláninn með stöngina talaði ekki ríkisdönsku, svo mér gekk ekki sérlega vel að skilja hann. Þá greip annar inn í. Sá sat beint fyrir ofan mig, reykti stóran Castró-vindil eins og fleiri þama og talaði prýðilega skýrt. Hann sagðist vinna á vöggustofu þama í nágrenninu. Þegar ég spurði hann hvað þau vildu eiginlega og hvemig ætti að leysa málið, sagði hann að þau vildu bara fá að hafa húsið áfram og búa þama á nákvæmlega sama hátt og hingað til. Þegar hann var spurður hvem- ig honum litist á tilboð Kim Larsens og hans hóps, yppti hann öxlum og sagði að þau kærðu sig sko ekki um að fá húsið að gjöf, eins og frá éinhveijum ríkum frænda Það fengi enginn að slá sig til riddara á þeim. Þau vildu viðurkenningu frá borgaiyfírvöld- um um að þau mættu ráða húsinu og tryggingu fyrir því, að þau fengju að vera þama í friði. Hug- myndir þessa unga manns vom ekki allar jafnskýrar, en einhvem veginn svona vildi hann hafa þetta, virtist vera. Strákurinn sagðist lítið hafa sofíð. Þau hefðu ekkert allt of mikið af mat og ef ég hefði kaffí á mér, myndi hann gjaman þiggja það. Hópurinn hlustaði á og greip öðm hveiju fram í. Þegar lögregl- an var nefnd, hlógu þau og fóm að svipast um eftir henni. Þau sáu þá, hvar hópur lögreglumanna lá makindalega í grasinu nokkum spöl frá þeim, of langt frá til að heyra að þeim var sendur tóninn frá götuvíginu. Að lokum spurði ég þau hvort ég mætti taka mynd af þeim. Það leist þeim afspymu illa á, jafnvel þó myndin ætti að fara til ís- lands. „Þeir“ myndu nefnilega ná af mér filmunni, „þeir“ myndu vilja komast yfír myndina. Og svo sendi ég hana kannski bara í Ekstrablaðið. Þessir „þeir“ virtust vera lögreglan. Eftir nokkurt þóf, féllust þau á mjmdatöku, ef ég gengi svolítið frá víginu. Uppi á þaki rétt hjá, stóð þeirra eigin ljós- myndari og tók myndir á meðan á samtalinu stóð. Þegar ég kvaddi þau og óskaði þeim að allt færi á hinn besta veg, spurðu þau hvort ég væri ekki með blaðamanna- kort, ég gæti þá komið inn fyrir og skoðað hjá þeim. Ég var nú ekki meiri hetja en svo að ég þakkaði gott boð. Fannst satt að segja ekki notaleg tilhugsun að pranga um innan víggirðingar, innan um bensínbirgðir, ef rétt er, í fylgd vindlareykjandi, ósof- inna og vígreifra unglinga. Á leiðinni heim gaf sig ung Moryunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Frá götuvíginu f Ryesgade, sem er næsta gata við Blegdamvej, þar sem Rigshospitalet stendur. stúlka á tal við mig. Hún hafði bara komið þama til að sjá, fannst ástandið jaftióhugnanlegt og mér. Þó hún hefði ekki samúð með krökkunum, jafnöldum sínum, þá fannst henni að eina vitið væri að lögreglan færi í burtu. Sá vægir sem vitið hefur meira. Spöl- kom frá stóðu tveir litlir og feitir verkamenn í bláum samfestingum og drukku bjór. Þeir hnussuðu yfír krökkunum. Þeir væra kol- raglaðir. Hvað um það. Alténd var það dapurleg og ógnvekjandi sjón, að sjá krakkana steyta hnefa af virkjum sínum framan í lögregl- una, sem var að vísu ekki biyn- klædd, en plastkædd og vígaleg. Þegar leið á daginn slaknaði á spennunni og um kvöldið auglýstu krakkamir eftir fleiram í sinn hóp, þau vantaði fólk, mat og músík. 20 milljóna tjón Kaupmannahöfn. Frá Ib Bjornbak, fréttaritara Morgunblaðsins. HÚSTÖKUMENN í Kaupmannahöfn hafa lagt upp laupana og yfirgefið húsið við Ryesgade 58. Eftir óeirðaseggina liggja götuvigi og götusteinar, sem þeir rifu upp úr fjölda gatna á Austurbrú. Talið er að það muni kosta fjórar milljónir danskra króna (um 20 milljónir ísl. kr.) að koma svæðinu í samt lag. Aðfaranótt þriðjudags slaknaði skjmdilega á spennunni í hverfínu án þess að að því yrði mikill að- dragandi: hústökumennimir tóku af sér hettumar, sem hulið höfðu andlit þeirra, jrfírgáfu húsið um- deilda og hurfu frá götuvígjunum út í náttmyrkrið. Lögreglan komst ekki að því fyrr en þremur klukku- stundum síðar að hústökumenn- imir hefðu gefíst upp. Talið er að þeir hafí ákveðið að yfírgefa húsið vegna óeiningar um það hvort taka ætti væntan- legu tilboði borgarstjómar Kaupmannahafnað um að stofna sjóð og veita hústökumönnum yfírráðarétt jrfír byggingunni. Borgarstjómin ætlaði að fjalla um tilboðið í gær en nú era engir hústökumenn eftir til að semja við. „Við voram orðnir að peði í valdatafli stjómmálamanna," sögðu hústökumennimir í frétta- tilkynningu. „Nú finnum við upp á einhveiju nýju. Baráttunni er ekki lokið." Ákvörðunin um að jrfírgefa húsið hefur verið tekin í skynd- ingu vegna þess að pottur með rétti dagsins - kartöflum og græn- meti - stóð á hlóðum óhreyfður þegar lögregla kom að. Danmörk: Hundur skýtur mann Horsholm, AP. í DANMÖRKU bar það tíl tíðinda að hundur hleyptí óvart af haglabyssu eiganda sins, með þeim afleiðingum að engu munaði að veiðimað- urinn yrði allur. Dönsk dagblöð skýrðu frá þessu í gær og sögðu að hinn 52 ára gamli veiðimaður væri á batavegi eftir aðgerð, sem hann þurfti að ganga undir vegna skotsárannna. Maðurinn, sem var á dúfnaveið- um ásamt hópi manna skammt norður af Kaupmannahöfn, lagði haglabyssu sína á jörðina, á með- an hann og félagar hans tóku sér stutta hvíld, en veiðihundunum var sleppt lausum. Skipti þá eng- um togum að hundur hins særða steig á gikk byssunnar og hljóp skot úr henni og særðist eigandinn alvarlega. Maðurinn sagðist ekki muna hvort hann hefði sett öryggið á byssuna eður ei. GARÐHÚS Framleiðum sérhönnuð garðhýsi úr plastprófílum eftir þínum smekk. VIPHAl£. ~7i i TAFSE^jl— ‘S’rfS «■•>»1 KOMIÐ OG SKOÐIÐ GÆÐAFRAMLEIÐSLU í SÝNINGARSAL OKKAR AÐ SMIÐSBÚÐ 8 GARÐABÆ. f » GARÐHUS — GLUGGAR — HURÐIR PLASTGLUGGAR Framleiðandi: íbúðaval hf., Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ. Sími: 91-44300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.