Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 21 Alþýðublaðinu, sem hann sendi heim á seinni hluta námsáranna, staðfesta að þar heldur á penna maður, sem er orðinn fullmótaður sósíaldemókrati af klassískum skóla. Alþýðublaðsgreininni, sem til var vitnað í upphafi, lýkur með þessum spámannlegu viðvörunarorðum: „Nú getur hver og einn skyggnst um í sinni sveit og athugað hvort kíofning verkalýðshreyfingarinnar er giftusamleg." 4. Það var Jón Baldvinsson, for- maður Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins, sem veitti athygli pólitísku raunsæi þessa unga frænda síns, sem birtist í greinum hans frá Berlín. Þeir Héðinn Valdi- marsson beittu sér fyrir því, að FRV yrði ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins árið 1933. Þótt FRV stæði til boða að ganga í þjónustu Þjóðabanda- lagsins sem alþjóðlegur diplómat, afréð hann að taka þessu boði og snúa heim. Og þar með hélt nútím- inn innreið sína í íslenska blaða- mennsku. A ótrúlega skömmum tíma gerði FRV þetta litla útkjálkablað að stór- veldi í íslenskum stjórnmálum, sem ógnaði útbreiðslu Morgunblaðsins og tók því langt fram að efni og áhrifum. Dánartilkynningum og brullaupsfréttum var rutt af forsíð- unni. Brotið var stækkað um helming. Erlendar og innlendar fréttir skipuðu öndvegi undir stór- um fyrirsögnum. Pólitísk greining kom í staðinn fyrir trúboðsmærð og vanmetanöldur. Blaðið kom út á hveijum degi. Um helgar fylgdi Alþýðuhelgin, fyrsta helgarblaðið með menningarlegu og alþýðlegu lesefni þar sem menn á borð við Magnús Ásgeirsson skáld stýrðu penna og Steinn Steinarr orti ljóð fyrir tíkall stykkið. „Ég var soltinn og klæðalaus og orti í Alþýðublaðið og allur heim- urinn fyrirleit blaðið og mig. “ Nú þegar ný alda fjölmiðlabylt- ingarinnar leikur um þjóðfélagið mega menn minnast þess, að ásamt með brautryðjendum íslenska ríkisútvarpsins hlýtur FRV að telj- ast faðir nútíma fjölmiðlunar á íslandi. Menn hafa fyrir satt að FRV hafi helst ekki skrifað stafkrók í blaðið sjálfur. Hann stjórnaði blað- inu. Einhvern tíma sagði hann mér að einu stjórntæki góðs ritstjóra væru skæri og stór ruslafata. Hann gaf fyrirmæli um, hvað ætti að skrifa og hvernig ætti að setja það fram, þannig að það vekti athygli og fengist lesið. Það er engin tilviljun að ári seinna, í kosningunum 1934, vann Alþýðuflokkurinn einhvern mesta kosningasigur, sem hann hefur unnið hingað til. Og átti eftir það í fyrsta sinn aðild að ríkisstjórn. Alþýðublaðið í höndum FRV átti ekki lítinn þátt í þeim mikla kosn- ingasigri. Við það bættist að fyrir þessar kosningar gaf Alþýðuflokk- urinn út kosningastefnuskrá, 4ra ára áætlun um viðreisn atvinnulífs- ins og ráðstafanir gegn kreppunni — sem síðan varð í höfuðatriðum málefnasamningur hinnar nýju ríkisstjómar. Þetta plagg er eiginlega fyrsta sósíaldemókratíska stefnuyfirlýs- ingin sem Alþýðuflokkurinn gaf út. Hún staðfestir að þar með hafi flokkurinn í fyrsta sinn frá því að hann var stofnaður 1916 markað sér afdráttarlausan hugmynda- grundvöll. Höfundar þessarar stefnuskrár voru tveir: Vilmundur Jónsson landlæknir og FRV. Þetta var hin eina sanna vinstri stjóm, sem setið hefur við völd á íslandi. Hún var undir fomstu Hermanns Jónassonar, en Haraldur Guð- mundsson varð atvinnumálaráð- herra fyrir hönd Alþýðuflokksins. Um leið var sett upp sérstök nefnd — skipulagsnefnd atvinnumála — í daglegu tali kölluð „Rauðka", skv. plan-ökónómískum hugmyndum sósíaldemókrata. Frá þessari nefnd streymdu lagafrumvörp í stórum stíl um nýskipan atvinnulífsins. Þar með var lagður grundvöllur að frystiiðnaðinum sem um langan aldur hefur verið burðarás íslensks atvinnulífs. Einnig var brautin rudd fyrir vélvæðingu landbúnaðarins og skipulagningu á markaðsmálum hans til þess að tryggja fátækling- um á mölinni nægilegt framboð matvæla við lágu verði. Allt voru þetta róttækar ráðstafanir miðað við ríkjandi aðstæður heimskreppu, atvinnuleysis og lítillar kaupgetu, þótt seinna hafi snúist upp í and- hverfu sína. Það var á þessum árum sem FRV bast vináttuböndum við þijá menn, sem hann hafði æ síðan náið sam- starf við. Þessir menn voru Vil- mundur Jónsson landlæknir, Jón Blöndal hagfræðingur og Hermann Jónasson, formaður Framsóknar- flokksins. Vinátta þeirra Hermanns hófst þegar íhaldið gerði aðför að honum í svokölluðu „kollumáli". Auðvitað skipti það ekki minnsta máli hvort Hermann skaut þessa landsfrægu kollu eða ekki. Þetta var pólitísk ofsókn í klassískum, íslenskum stíl. FRV tók upp hanskann fyrir Her- mann og snéri vörn í sókn. Al- þýðublaðið afhjúpaði svo vægðar- laust þetta pólitíska samsæri að eina hugsanlega málsvörn andstæð- inganna hlaut að vera meiðyrðamál. En til þess treystu þeir sér ekki því að málflutningur Alþýðublaðsins var allur byggður á staðreyndum upp úr lögregluskýrslum um feril aðalvitnanna í málinu. Hermann var FRV ævilangt þakklátur fyrir þessa málsvörn og reyndist honum síðar haukur í homi þegar Kópavogsjarl- inn þurfti á stuðningi að halda við svipaðar kringumstæður síðar. A sínum tíma höfðu einhveijir þingmenn veist harkalega að Vii- mundi Jónssyni fyrir að hafa hlaðið upp ægilegu skrifstofubákni kring- um yfirstjóm heilbrigðismála í landinu. Þetta ægilega skrifstofu- bákn var Grétar Fells rithöfundur, sem var skrifstofustjóri Vilmundar. Eftir það kallaði hann skrifstofu sína ævinlega „báknið". Það var siður Vilmundar, þegar hann gekk frá heimili sínu í Þingholtunum til vinnu sinnar í „bákninu" að koma við á ritstjómarskrifstofum Al- þýðublaðsins og ræða málefni dagsins jrfir kaffibolla. Það hafa ekki verið leiðinlegir ritstjómar- fundir þar sem þeir lögðu saman í gúkk, FRV, Vilmundur, Magnús Ásgeirsson, Karl ísfeld, VSV og Steinn Steinarr. 5. Undir lok ritstjómarferils FRV lenti Alþýðuflokkurinn í miklum Þessi mynd var tekin þegar bæjarstjórn Kópavogs afhenti Finnboga Rút og Huldu konu hans skjal því til staðfestu, að þau hefðu verið hjörin heiðursborgarar Kópavogs. Saga þeirra hjóna er samofin sögu þessa næststærsta kaupstaðar landsins. Hulda var fyrsta íslenska konan til að gegna starfi bæjarstjóra. Seinna eiga Kópavogsbúar eftir að reisa þeim hjónum minnisvarða á veglegum stað í hjarta bæjarins. sálarháska og beið þess ekki bætur næstu áratugi. Hér er átt við klofn- inginn 1938 þegar Héðni Valdi- marssyni, hinum skapríka og aðsópsmikla varaformanni flokks- ins, varð það á að ijúfa einingu Alþýðuflokksins á örlagastundu og ganga til flokksstofnunar með kommúnistum. Atburðirnir 1938 em, þegar litið er til baka, þung- bærasta áfall sem stjómmálahreyf- ing lýðræðisjafnaðarmanna og verkalýðshreyfingin á Islandi hafa orðið fyrir. Til þessara atburða er að leita skýringa á því, hvers vegna jafnaðarmannahreyfingin hefur ekki enn orðið ótvírætt forystuafl vinstra megin við miðju íslenskra stjómmála, eins og víðast hvar ann- ars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Mér er fullkunnugt um að FRV bar hlýjan hug til Héðins Valdi- marssonar og kunni vel að meta kosti hans. Hins vegar ofbauð hon- um ótrúlegur bamaskapur hans og fljótfæmi í samskiptum við komm- únista. Fyrir atbeina Jóns Baldvins- sonar tók FRV að sér að þreyta rökræðuna við kommúnista í hinu svokallaða sameiningarmáli 1937-38, sem lauk með klofningn- um. Þrátt fyrir að honum tækist ekki að afstýra óförunum var mál- flutningur Álþýðuflokksins í þess- um rökræðum með slíkum glæsibrag að aðdáun hlýtur að vekja seinni tíma mönnum, sem lýna í þau gögn. Undirritaður hefur áður gert ítarlega grein fyrir sögu þessa máls í greinaflokki í Alþýðu- blaðinu (fimm greinar frá 26. sept.-13. okt. 1981). Þar segir m.a.: „Svar Alþýðuflokksnefndarinnar (en í henni voru auk FRV Kjart- an Ólafsson, faðir Magnúsar Þjóðviljaritstjóra, og séra Ingi- mar Jónsson) við kröfu kommún- ista um skilyrðislausa hlýðni við átrúnað á Ráðstjórnarríkin er stutt og laggott en óhrekjandi. í svari nefndarinnar kristallast sá reginmunur, sem er á grundvall- arafstöðu kommúnista og sósíal- demókrata til stjórnmála: Fyrir kommúnistum eru stjórnmál í reynd trúarbrögð, sem lúta hvorki lögmálum skynsemi né rökhyggju. Sósíaldemókratar hafa alla tíð vísað slíkum for- dæðuskap á bug. Þetta svar Alþýðuflokksnefndarinnar er þess vegna með réttu eitthvert merkilegasta málsvarnarskjal lýðræðislegrar jafnaðarstefnu sem til er á íslensku. Höfundar þess þurfa ekki að bera kinnroða fyrir neitt, sem þeir hafa sagt. Röksemdir þeirra hafa haldið gildi sínu. Þær eru í fullu gildi enn í dag. Röksemdir kommún- ista eru allar á sandi byggðar. Það þurfti e.t.v. mikla framsýni til þess að sjá það fyrir á þessum tímum, árið 1937. Það er ánægjulegt til þess að vita, að forustumenn íslenskra jafnaðar- manna höfðu þá framsýni og þá pólitísku skynsemi til að bera, sem svar Alþýðuflokksnefndar- innar ber vott um. Það staðfestir enn einu sinni, að í hinum sögu- frægu deilum kommúnista og lýðræðisjafnaðarmanna, hafa þeir fyrmefndu haft rangt fyrir sér í öllum meginatriðum. Jafn- aðarmenn á íslandi geta því með réttu verið stoltir af sögulegri erfð sinni." Héðinn Valdimarsson galt mis- taka sinna í samskiptum við kommúnista dýru verði. Ári eftir stofnun Sósíalistaflokksins yfirgaf hann flokkinn við 5ta mann í mót- mælaskyni við skilyrðislausa hlýðni hans við utanríkispólitík Ráðstjóm- arinnar og innrás Rauða hersins inn í Finnland 1939. Þar með var þessi vaski fullhugi dæmdur til einangrunar og áhrifa- leysis í íslenskum stjórnmálum langt um aldur fram. Og þótt vel hafi verið haldið á málum í þessu uppgjöri við kommúnista þá varð eftirleikurinn sár og niðurdrepandi. í reynd hefur Alþýðuflokkurinn enn í dag ekki beðið þess bætur, að það fór sem fór, örlagaárið 1938. 6. Þegar forystu Jóns Baldvinsson- ar naut ekki lengur við átti FRV ekki skap saman við eftirmenn hans í forystu flokks og hreyfingar. Hann yfirgaf því ritstjórastólinn og hvarf sjónum manna um hríð. Mér er sagt að brottför FRV úr ritstjóra- stóli Alþýðublaðsins hafi þótt gleðifréttir á ritstjóm Morgunblaðs- ins í Aðalstræti. Þegar FRV skildi við Alþýðublaðið var það orðið jafn- oki Mbl. að útbreiðslu. Það má því vissulega muna sinn fífil fegri._ En FRV fór ekki langt. Árið 1938 flutti hann sig um set upp á efstu hæð Alþýðuhússins. Þar vom settar upp aðalbækistöðvar fyrir nýstofnað Menningar- og fræðslu- samband alþýðu. Jafnframt var þar stofnað Alþýðubókasafn og ráðinn sérlegur bókavörður og prófarka- lesari í senn. Þessi virðulegi embættismaður hét Aðalsteinn Kristmundsson, alías Steinn Stein- arr skáld. Það mun vera eina launaða embættið, sem skáldið hef- ur gegnt um dagana. ASI-þing höfðu ályktað nokkmm sinnum um nauðsyn þess að koma á fót menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu, líkt og tíðkaðist með jafnaðarmannahreyfingum grann- landanna. Það var hugsað sem hvort tveggja í senn, forlag og skóli. En sambandsstjóm ASI virt- ist engan skilning hafa á nauðsyn þessa í verki. Hún hafðist ekki að. Svo að FRV ákvað að gera þetta bara sjálfur. Reyndar hafði hann áður og þá í samstarfi við Sigfús Sigurhjartar- son átt hlut að stofnun alþýðuskóla í Reykjavík. Hann var til húsa í húsi Jóns Þorlákssonar í Austur- stræti. Ekki er vitað að það sögu- lega stræti í hjarta Reykjavíkur hafi hýst annan skóla — fyrir utan prestaskólann. Þessi skóli tók til starfa 29. 'október 1932 við góða aðsókn og undirtektir. FRV fékk Símon Jóhann Ágústsson, vin sinn frá Parísarámnum, til að taka við þessum skóla þegar hann kom heim frá námi og stýra honum allt fram í stríðslok. Það hefur verið undarlega hljótt um þetta merkilega brautryðjenda- starf við MFA frá árinu 1938 allt fram í stríðslok. Hversu margir vita að þetta forlag gaf út 30-35 bækur og dreifði í stóm upplagi um land allt? Stefnan var sú að gefa út 4-5 bækur á ári og selja allar í einu fyrir tíkall. Upplagið var haft stórt. Og það var ekki skrifstofubákn- inu fyrir að fara. Dreifingarkerfið var vinur FRV, Þórarinn Sigurðsson háseti á Esjunni. Esjan sigldi með- fram allri strandlengjunni og kom við í hvetju plássi. Þórarinn sá um að koma bókabögglunum í hendurn- ar á trúnaðarmönnum verkalýðs- félagsins á staðnum. Auk þess átti fyrirtækið víða hauka í homi þar sem vom hugsjónamenn aldir upp í skóla Jónasar frá Hriflu. Þetta var „stríðsgróðabrask" þeirra FRV og Vilmundar. Nánasti starfsmaður þeirra var Ármann Halldórsson, hámenntaður sálfræð- ingur, bróðir Halldórs Halldórsson- ar prófessors og frændi dr. Bjöms frá Viðfirði. Guðni Jónsson prófess- or, Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjala- vörður, og Kristján Eldjám lögðu hönd á plóginn fyrir utan snillinginn Magnús Ásgeirsson, sem þarna var meðal annarra lífið og sálin. Vilmundur hafði auðvitað vit á bisness eins og öllu öðm. Hann fann það út að það var markaður fyrir létta skáldsögu. Dag nokkurn kom hann upp á MFA og dró undan frakkanum handritsbunka, fleygir því á borðið og segir: „Líttu á þetta." Það var Borgarvirki eftir Cronin, sem var algjör rnetsölubók og skilaði stórgróða. „Ég þurfti ekkert að líta á þetta,“ sagði FRV seinna. „Það var ekki til betri mað- ur. Maður varð bara að passa sig að móðga hann ekki með því að spyija, hvað hann vildi fá borgað fyrir handritið!" Ég vildi mikið gefa til að hafa sótt morgunráðstefnu hjá stjórninni í þessu fína forlagi. Vilmundur land- læknir, FRV, Magnús Ásgeirsson, SJÁ BLAÐSÍÐU 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.