Morgunblaðið - 24.09.1986, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986
Konfekt-
kassinn
Þessa dagana er mikið rætt um
ljósvakafjölmiðlana enda standa
þeir nú á tímamótum. Ég mun reyna
að leggja þessari umræðu lið eftir
föngum og vona að lesendur misvirði
ekki viðleitnina er óhjákvæmilega
ýtir um stundarsakir til hliðar um-
fjöllun um einstaka dagskrárliði en
ég er nú einu sinni þeirrar skoðunar
að dálkahöfundar verði að bera egg
stílvopnsins á slagæðina annars
stirðni blekið. En hvað er þá nýtt að
frétta af fjölmiðlastríðinu? Nýjasta
fréttin barst úr óvæntri átt í gær-
dagsmorgunþætti Páls Þorsteinsson-
ar á Bylgjunni er Páli barst
skyndilega í hendur vænn blóm-
vöndur frá bílstjórunum á Bæjarleið-
um er þökkuðu fyrir næturútvarp
Bylgjunnar síðastliðna helgi. Og hér
er líka konfektkassi, namm namm
smjattaði Páll.
Hvað koma blómin og konfekt-
kassinn frá Bæjarleiðum fjölmiðla-
byltingunni við? I mínum huga er hér
um táknræna gjöf að ræða frá
óbreyttum verkamönnum í víngarðin-
um er fagna því að loksins hefir verið
komið til móts við óskina um nætur-
útvarp sem léttir svo sannarlega
vaktavinnufólki lífíð. Hversu oft hef-
ur næturvaktafólkið ekki óskað eftir
því við Ríkisútvarpið að það útvarp-
aði léttri tónlist næturlanjjt? í áratugi
hafa yfirmenn ríkisfjölmiðilsins
þumbast við en svo hefla nokkrir
áhugasamir menn útvarpsrekstur í
húsi Osta- og smjörsölunnar við
Snorrabraut og fyrr en varir er næt-
urútvarp orðið að bláköldum veru-
Ieika. Njótið blómanna og konfektsins
Páll og félagar, þið eigið þau svo
sannarlega skilið.
Hlustendakönnunin
Ég hef að undanfómu vitnað hér
í dálki ótæpilega í blessað Morgun-
blaðið; ástæðan er sú að ég fínn hér
á síðum ótal greinar þar sem glöggir
menn takast á um ljósvakafjölmiðl-
ana. Þannig var til dæmis í blaðinu
í gær að fínna athyglisverða grein
fyrir Þórólf Þórlindsson prófessor við
félagsvísindadeild Háskóla íslands
þar sem prófessor Þórólfur færir að
því rök að könnun sú á útvarpshlust-
un á Akranesi, Selfossi og í Reylqavík
er Hagvangur viðhafði fyrir skömmu
að beiðni Sambands íslenskra auglýs-
ingastofa hafí verið ákaflega ófag-
mannleg og lítt marktæk. Grein
prófessors Þórólfs Þórlindssonar er
mikilsvert framlag til fjölmiðlaum-
ræðunnar því þar er á hógværan
hátt vegið að hlustendakönnun sem
hefír verið notuð sem vopn í flölmiðl-
astríðinu. Mikils er um vert að
hlustendakannanir séu marktækar
þvi niðurstöður þeirra geta ráðið
miklu um auglýsingastreymið á fjöl-
miðlamarkaði framtíðar.
Víkverji
í Víkveija í gær er viðruð sú at-
hyglisverða hugmynd hvort ekki
mætti breyta rás 2 í klassíska stöð?
Ég er hrifinn af þessari hugmynd
Víkveija þótt ég álíti persónulega að
réttara væri fyrir Ríkisútvarpið að
opna þriðju rásina er sinnti einvörð-
ungu klassiskri músík. Þannig mætti
hugsanlega létta klassískri tónlist af
rás 1 og breyta þar algerlega um
tónlistarstefnu. Rás 2 hefir þegar
unnið sér sess sem boðberi þess nýj-
asta í poppinu. En ein helsta ástæðan
fyrir þvi að ég vil að Ríkisútvarpið
fjölgi rásum og bjóði fram fjölbreytt-
ara dagskrárefni er sú að við erum
nú einu sinni ein þjóð sem að mínu
mati á að sitja við eitt og sama fjöl-
miðlaveisluborð og ég efast um að
einkaútvarpsstöðvamar sjái sér hag
i að kaupa eða leigja dreifíkerfí rásar
2.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
24. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.1 B Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veðurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Rósalind dettur
ýmislegt i hug" eftir Christ-
ine Nöstlinger. Guðrún
Hrefna Guömundsdóttir og
Jóhanna Einarsdóttir þýddu.
Þórunn Hjartardóttir byrjar
lesturinn.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesið úríorustugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Guðmundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veðurfregnir. ,
10.30 Áður fyrr á árunum.
Umsjón: Ágústa Björnsdótt-
ir.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 f dagsins önn — Börn
og umhverfi þeirra. Umsjón:
Anna G. Magnúsdóttir.
14.00 Miödegissagan: „Ma-
hatma Gandhi og lærisvein-
ar hans" eftir Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les þýð-
ingu sína (20).
14.30 Segðu mér aö sunnan.
Ellý Vilhjálmsdóttir velur og
kynnir lög af suörænum
slóðum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Á Vest-
fjarðahringnum. Umsjón:
Finnbogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
a. „( ríki náttúrunnar", for-
leikur op. 91 eftir Antonín
Dvorák. Tékkneska fílharm-
oniusveitin leikur; Karel
Ancerl stjórnar.
b. Gítarkonsert í D-dúr op.
99 eftir Castelnouvo-
Tedesco. John Williams
leikur með Fíladelfíuhljóm-
sveitinni.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö
Umsjón. Vernharður Linnet
og Sigurlaug M. Jónasdóttir.
17.46 Torgið. — Bjarni Sig-
tryggsson og Adolf H.E.
Petersen. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Að utan. Fréttaþáttur
um erlend málefni.
20.00 Sagan: „Sonur elds og
ísa" eftir Johannes Hegg-
land. Gréta Sigfúsdóttir
þýddi. Baldvin Halldórsson
les (12).
20.30 Ýmsar hliðar. Þáttur í
umsjá Bernharðs Guð-
mundssonar.
21.00 íslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
21.30 Fjögur rússnesk Ijóð-
skáld. Annar þáttur: Boris
Pasternak. Umsjón: Áslaug
Agnarsdóttir. Lesari með
henni: Berglind Gunnars-
dóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Hljóö-varp. Ævar Kjart-
ansson sér um þátt i
samvinnu við hlustendur.
23.10 Djassþáttur. — Tómas
R. Einarsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
SJÓNVARP
19.00 Úr myndabókinni — 20.
þáttur
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni: Ofur-
bangsi, nýr teiknimynda-
flokkur, Snúlli snigill og Alli
álfur, Alí bongó, Villi bra-bra,
í Klettagjá, Hænan Pippa,
Við Klara systir, Sögur pró-
fessorsins og Bleiki pardus-
inn. Umsjón: Agnes
Johansen.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingarog dagskrá
20.40 Smellir
Bruce Springsteen I
Umsjón: Skúli Helgason og
Snorri Már Skúlason.
MIÐVIKUDAGUR
24. september
21.10 Sjúkrahúsiö í Svarta-
skógi
(Die Schwarzwaldklinik)
3. Heimshornaflakkarinn
Þýskur mydaflokkur i tólf
þáttum sem gerast meöal
lækna og sjúklinga í sjúkra-
húsi í fögru fjallahéraði.
Aðalhlutverk: Klausjurgen
Wussow, Gaby Dohm,
Sascha Henn, Karin Hardt
og Heidelinde Weis. Þýð-
andi Jóhanna Þráinsdóttir.
22.00 Hvar ertu, félagi?
(Ou es-tu, camarade?)
Ný frönsk heimildamynd um
aðbúnað fatlaðra og mann-
réttindamál í Sovétrikjunum.
Árið 1980 tóku engir heima-
menn þátt i Ólympiuleikjum
fatlaðra í Moskvu og báru
sovésk stjórnvöld þvi við að
fatlaö fólk fyrirfyndist ekki
þar i landi. Franskir sjón-
varpsmenn fóru á vettvang
til að kanna hvað hæft væri
í þeirri fullyröingu og komust
að ýmsu nöturlegu um
mannréttindi i Sovétrikjun-
um. Þýðendur: Árni Berg-
mann og Ólöf Pétursdóttir.
Þulur Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
22.50 Fréttir i dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
24. september
9.00 Morgunþáttur
i umsjá Kolbrúnar Halldórs-
dóttur, Kristjáns Sigurjóns-
sonar og Sigurðar Þórs
Salvarssonar. Elísabet Brekk-
an sér um barnaefni kl. 10.05.
12.00 Hlé
14.00 Kliöur
Þáttur I umsjá Gunnars Svan-
bergssonar.
15.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög aö
hætti hússins. Umsjón: Gunn-
ar Salvarsson.
16.00 Taktar
Stjórnandi: Heiöbjört Jó-
hannsdóttir.
17.00 Tekið á rás.
Ingólfur Hannesson og Samú-
el Örn Erlingsson lýsa lands-
leik islendinga og Sovét-
manna í knattspyrnu sem
háður er á Laugardalsvelli
Reykjavik.
20.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar klukkan
9.00, 10.00, 11.00, 15.00
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA
VIKUNNAR FRÁ MÁNU-
DEGI TIL FÖSTUDAGS.
17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr
ir Reykjavík og nágrenni — FM
90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr
ir Akureyri og nágrenni — FM
96,5 MHz.
.JlOaBEEI
MIÐVIKUDAGUR
24. september
6.00—7.00 Tónlist í morg-
unsárið
Fréttir kl. 7.00.
7.00—9.00 Á fætur meö Sig-
urði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður litur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til há-
degis.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Harðar-
dóttur. Jóhanna leikur létta
tónlist, spjallar um neyt-
endamál og stýrir flóamark-
aði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengcj- Péturspil-
ar og spjallar við hlustendur
og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00—19.00 Hallgrimur
Thorsteinsson í Reykjavik
siðdegis. Hallgrimur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og
spjallar viö fólk sem kemur
við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00—21.00 Þorsteinn Vil
hjálmsson i kvöld. Þorsteinn
leikur létta tónlist og kannar
hvað er á boðstólum i næt
urlifinu.
21.00 Vilborg Halldórsdóttir
spilar og spjallar. Vilborg
sniður dagskrána við hæfi
unglinga á öllum aldri. Tón-
listin er i góðu lagi og
gestirnir líka.
23.00—24.00 Vökulok. Frétta
menn Bylgjunnar Ijúka
dagskránni með frétta-
tengdu efni og Ijúfri tónlist
Ofurbangsi - ný
teiknimyndahetja
■■■■ í þættinum „Úr
1 Q00 myndabókinni",
-l U” hefur í dag
göngu sína bamaþáttur
þar sem við kynnumst nýrri
teiknimyndahetju - Ofur-
bangsanum og vinum hans
Snúlla snigli, Alla álfí, Alí
Bongó og Villa bra-bra. í
þættinum verða einnig
Sögur prófessorsins, I
Klettagjá, Hænan Pippa,
Við Klara systir og Bleiki
Pardusinn.
Umsjónarmaður þáttar-
ins er Agnes Johansen.
Barnaútvarpið:
Hvernig á
að forð-
ast lús?
í Bamaútvarpinu í dag
verður fjallað um lýs og
allt sem viðkemur þeim.
Meðal annars verður það
rætt hvemig forðast eigi
lýs eða þá að losa sig við
þær ef það tekst ekki. í
þættinum verður talað við
krakka sem hafa lent í því
að fá lús.
Stjómendur verða þær
Kristín Helgadóttir og Sig-
urlaug M. Jónasdóttir.
Rás 2:
Bein
útsending
Bein útsending verður á
leik íslendinga og Sovét-
manna í knattspyrnu á
rás 2 í dag.
Það verða þeir Ingólfur
Hannesson og Samúel Om
Erlingsson, íþróttafrétta-
menn sem lýsa gangi
leiksins. Útsending hefst
klukkan 17.00. Þátturinn
„Erill og ferill" fellur því
niður að þessu sinni.
By^gjan:
Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd
Pétur Steinn verður á réttri
bylgjulengd á Bylgjunni í
dag milli klukkan 14.00-
17.00. Að venju mun hann
spjalla við hlustendur og
tónlistarmenn auk þess
sem leikin verður létt tón-
list.