Morgunblaðið - 25.09.1986, Side 53

Morgunblaðið - 25.09.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 53 Siegfried Held: íslenska liðið lék mjög vel Ásgeir Sigurvinsson: Mjög góð úrslit „ÞETTA voru mjög góö úrslit fyr- ir okkur. Við áttum þó betri fœri en þeir og hefðum alveg eins átt að geta unnið leikinn," sagði Ás- geir Sigurvinsson sem átti mjög góðan leik í gœr eins og allt íslenska liðið. „Þó aðstæður hafi ekki verið upp á það besta er það engin af- sökun fyrir Sovétmenn. Þeir þekkja þessar aðstæður eins og við. Mér fannst sóknarleikur Sovétmanna ekki góður og komust þeir lítið áleiðis gegn sterkri vörn okkar,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. Stefán varð pabbi í gær STEFÁN Jóhannsson, varamark- vörður íslenska landsliðsins, og unnusta hans, Sólrún Viðars- dóttir, eignuðust son í gær. Af þeim sökum var Stefán ekki vara- markvörður í leiknum gegn Sovétmönnum. Friðrik Friðriks- son tók stöðu hans í hópnum sem varamarkvörður. „Maður verður ekki pabbi í fyrsta sinn nema einu sinni. Tók það framyfir leikinn að vera við- staddur fæðinguna," sagði Stefán sem var í sjöunda himni eins og gefur að skilja. Pétur í leikbann PÉTUR Pétursson verður illa fjarri góðu gamni i nœsta leik íslenska landsliðsins gegn Aust- ur-Þjóðverjum í október. Hann verður þá í leikbanni þar sem hann fékk áminningu í leiknum í gær. Pétur hafði einnig fengið áminningu í leiknum gegn Frökk- um og fær því eins leiks bann. Sævar Jónsson: Lögðum okkur 100 prósent íleikinn „ÞAÐ lögðu sig allir 100 prósent í þennan leik og síðustu 15 mínút- urnar var ótrúleg barátta í liðinu,11 sagði Sævar Jónsson. „Leikaðferð Sovétmanna kom mér nokkuð á óvart. Þeir reyndu mikið háar fyrirgjafir sem báru ekki átangur. Þeir reyndu lítið að spila upp miðjuna eins og þeir eru vanir. Við byggðum á hættulegum skyndisóknum sem heppnuðust oft vel. Þetta var betri leikur að okkar hálfu en gegn Frökkum. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni og þessi ieikaðferð passar okkur greinilega vel,“ sagði Sævar. Gunnar Gíslason: „Völlurinn ekki afsökun fyrir þá“ „ÞESSI leikur var mun erfiðari en Frakkaleikurinn. Það var mun meiri hraði í þessum,“ sagði Gunnar Gíslason. „Það var leiðinlegt að fá þetta mark á okkur á þessum tíma. Bolt- inn fór í mig og breytti þannig um stefnu, Bjarni var kominn í hitt hornið og átti því ekki möguleika á að verja þetta fasta skot. Völlur- inn og aðstæður er ekki afsökun fyrir þá. Við erum líka með atvinnu- menn eins og þeir sem eru vanir að leika á breiðari völlum," sagði Gunnar Gíslason. Gunnar hvaðst ekkert finna til í fætinum, „maður finnur aldrei til eftir svona leik, ég fann aðeins fyrir þessu í byrjun," sagði Gunnar og lét sér fátt um finnast. Atli Eðvaldsson: Sekúndu- brotum frá sigri „ÉG ER mjög ánægður með þessi úrslit. Það var slæmt að fá þetta mark á lokamínútu fyrri hálfleiks. Það má segja að við höfum verið sekúndubrotum frá sigri,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði islenska landsliðsins, eftir leikinn í gær- kvöldi. „Þeir reyndu ekki einu sinni að spila í gegn, sáu að það bar ekki árangur gegn sterkri vörn okkar. Við lékum mjög skynsamlega og fannst mér leikurinn ekki erfiður. Þetta er ánægjuleg byrjun hjá okk- ur í Evrópukeppninni og vonandi að framhald verði á,“ sagði Atli Eðvaldsson sem lék sinn 41. landsleik í gær. Assenmacher dómari: „Ekki hendi" „LÍNUVÖRÐURINN var í mjög góðri aðstöðu. Hann sagði, að knötturinn hefði farið í brjóst- kassa leikmannsins og þvi var þetta löglega skorað mark,“ sagði Karl-Josef Assenmach- er, dómari, við Morgunblaðið eftir leikinn. „Annars var þetta erfiður leikur, mikil barátta og harka, og það var ekki fyrr en ég hafði sýnt þremur leikmönnum gula spjaldið að leikurinn róaðist. Leikurinn var opinn, en úrsiitin voru sanngjörn,“ sagði dómar- inn. „ÍSLENSKA liðið lék mjög vel í þessum leik. Allir leikmenn gáfu sig í leikinn að fullu. Ég er ánægð- ur með leikinn að frádreginni einni mínútu í fyrri hálfleik, þegar við fengum á okkur markið," sagði Siegfried Held, landsliðs- Eiður sannspár EINUM vegfaranda sem blaða- maður Morgunblaðisns talaði við daginn fyrir leikinn tókst að spá rétt til um úrslit leiksins í gær- kvöldi. Það var enginn annar en faðir Arnórs Guðjohnsen, Eiður, sem spáði jafntefli, 1:1. Eiður Guðjohnsen er getspakur maður því hann hefur margsinnis unnið í íslenskum getraunum og fékk meðal annars einn hæsta vinninginn á síðasta ári. „ÞAÐ ER stórkostlegt að skora í svona leik," sagði Arnór Guð- johnsen sem skoraði mark ís- lands í gærkvöldi. „Það er ekki hægt annað en var ánægður með leikinn. Þetta eru góð úrslit á móti svona sterkri knattspyrnuþjóð. Kannski að völl- urinn hafi eitthvað haft að segja en það er engin afsökun fyrir þá," sagði Arnór. þjálfari, eftir leikinn f gærkvöldi. „Seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri af okkar hálfu. Það er varla hægt að segja að Sovétmenn hafi fengið meira en tvö hættuleg marktækifæri i leiknum, það sem þeir skoruðu úr með heppni og svo þegar Bjarni varði glæsilega. En það er alltaf erfitt að skora gegn svona liði. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan árangur í kvöld, allir léku eins vel og þeir gera best," sagði Held. — Nú er næsti leikur gegn Austur-Þjóðverjum í október. Verður sama liðið þá og hefur þú séð til austur-þýska iiðsins? „Ég reikna með að það verði sami kjarninn þá. En því miður er Pétur Pétursson í leikbanni og ég þarf að finna leikmann í hans stað og er erfitt að fylla það skarð. Ég hef ekki séð Austur-Þjóðverja leika nýlega en ég mun fá leik Áustur- Þjóðverja og Noregs á myndbandi og fæ góðan tíma til að skoða hann fyrir leikinn," sagði Siegfried Held. — Sovétmenn vildu meina að þú hafir notað hendina til að laga knöttinn fyrir þig áður en þú skor- aðir, er það rétt? „Við skulum segja að hönd guðs hafi lítillega komið við sögu. Ég var ákveðinn að skora þegar ég komst þarna í gegn og mér brást ekki bogalistin, sem betur fer," sagði Amór. Arnór Guðjohnsen: „Hönd guðs kom við sögu“ f - m Strada (leður) Denmark (leður) Leisure 2000 (leður) Singapore (nælon-rússkinn) # Canvas (strigi) ' VIÐ BJÓÐUM NÚ FIMM VANDAÐAR SKÓTEGUNDIR FRÁ HUMMEL. I Erobikk-skór. Stærðir: 36-41. Verð: 2.473. Litir: Svart/hvítt / Handboltaskórinn i ár. ' Stærðir: 36-47. Verð: 2.390. Litur: Hvitt I Skokk- og gönguskór. Stærðir: 36-46. Verð: 2.499.- Litir: svart/dökkgrár/beige. / Leikfimisskör. / Stærðir: 30-39. Verð: 845. Stærðir: 40-46. Verð: 94S. Litur: Hvítt / Alhliða iþrottaskor. 'Stærðir: 34-47. Verð: 1.330. Litur: Hvitt »hummePif SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40 REYKJAVÍK S:835 55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.