Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 236. tbl. 72.árg._________________________________LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Páfinn heilsar forseta íslands Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gekk í gær á fund Jóhannesar Páls Q páfa í Páfagarði og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Síðdegis í gær ræddi forseti ís- lands við forseta ítaliu, Francesco Cossiga, í Quirinale-forsetahöllinni í Róm. Ólympíuleikar 1992: Barcelona og Albertville hlutu hnossið Lau&anne, AP. BARCELONA, næststærstu borg Spánar, var falið i gær að halda sumarólympíuleikana 1992 og smábænum Albertville í frönsku Ölpunum að halda vetrarleikana. Gifurlegur fögnuður braust út á báðum stöðum þegar ákvörðun lá fyrir. Borgimar urðu hlutskarpastar í atkvæðagreiðslum á fundi Alþjóða- ólympíunefndarinnar (IOC) í gær. Tók það fundarmenn fímm stundir að skera úr um hvaða borgir skyldu hljóta hnossið. Þurfti þrennar kosn- ingar þar til Barcelona hlaut meirihluta atkvæða og úrslit í sam- keppninni um vetrarleikana lágu ekki fyrir fyrr en eftir fímm um- ferðir atkvæðagreiðslunnar. Samkeppnin um sumarleikana stóð fyrst og fremst milli Barcelona og Parísar, höfuðborgar Frakk- lands. IOC hefur það hins vegar fyrir venju að veita ekki sama landi sumar- og vetrarleikana samtímis. Talið er að það hafí átt sinn þátt í þvi að Albertville hlaut vetrarleik- ana. Sjá ennfremur bls. 30 Harðnandi deilur inn- an OPEC Genf, AP. DEILUR hörðnuðu á fundi OPEC-ríkjanna i Genf í gær, er Ahmed 7-alri Yamani, oliumála- ráðherra Saudi-Arabiu, lýsti þvi yfir, að hann væri andvigur skammtímasamkomulagi um kvótaskiptingu milli aðildarríkj- anna. Á fundi með fréttamönnum sagði Yamani, að OPEC-ríkin yrðu að halda áfram tilraunum sínum til að koma á nýrri kvótaskiptingu og varanlegu eftirliti með framleiðslu aðildarríkjanna, sem taka ætti við, er núverandi samkomulag um kvótaskiptingu rennur út í október- lok. Flest aðildarríkin hafa lýst sig fylgjandi núverandi kvótaskiptingu til áramóta, en tímann þangað til eigi að nota til að finna varanlegri lausn. í gær var haft eftir Belkacem Nabi, olíumálaráðherra Alsír, að þrátt fyrir það að þessi fundur OPEC hefði staðið í 12 daga, þá hefði honum mistekizt að ná sam- komulagi um nýtt hámark á olíu- framleiðslu aðildarríkjanna. Eina leiðin væri því að framlengja núver- andi kvótaskiptingu til áramóta. AP/SImamynd Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, tilkynnir i gær hvar ólympíuleik- arnir 1992 verða haldnir. Reagan Bandaríkjaforseti um geimvamaáætlunina: Samsvarar ratsjánni í sídari heimsstyrjöld IVo.hinnlnn /wv Miuilrv» AP Washington og Moskvu, AP. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti sagði í gær, að það væri svipað þvi og Bretar hefðu hætt við ratsjána i siðari heimsstyij- öldinni, ef Bandaríkjamenn gengju að kröfum Sovétmanna um að hætta við geimvarnaáætl- unina nú. „Án ratsjárinnar hefði brezki flugherinn hugsanlega ekki verið þess megnugur að veijast loftárás- um nazista á England. Ég get ekki varizt því að bera það saman að hætta við geimvamaáætlunina nú og ef Chamberlain, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, hefði hætt Fleurov hjónin fá brottfararleyfi: För mín til Reykjavíkur stuðlaði að frelsi þeirra - sagði hvítblæðisjúklingnrinn Shirman I viðtali við Morgnnblaðið „AIJÐVITAÐ er ég hamingju- samur yfir þvi að systir mín skuli nú getað farið frá Sovétríkjunum án þess að leggja fjölskyldu sína í rúst,“ sagði sovéski gyðingur- inn Mikhail Shirman í viðtali við Morgunblaðið eftir að fréttist að Inessa Fleurov og maður hennar Viktor hefðu fengið brottfarar- Ieyfi frá Sovétríkjunum. Viktor Fleurov greindi frá því í síma I gær að hann hefði fengið vottorð um að hann mætti fara úr landi. Fleurov hjónin fara líkast til frá Sovétríkjunum eftir hálfan mán- uð. „Ég er þess fullviss að koma mfn til Reykjavíkur stuðlaði að því að systir mín og maður hennar geta nú flust úr landi,“ sagði Shirman, sem er haldinn hvítblæði og á skammt ólifað ef hann fær ekki beinmerg úr systur sinni. Shirman hefur verið f lyQameð- ferð og þarf á beinmergsaðgerð að halda sem fyrst ef meðferðin á að bera árangur. Hann er nú staddur í Bandarfkjunum og leitar þar að- stoðar sérfræðinga. „Ég er uppgefínn og get ekki lýst tilfínningum mfnum með orð- um,“ sagði Viktor Fleurov. „Þeir lofuðu mér á föstudag að ég fengi að fara og nú hefur það loforð ve- rið efnt.“ Sovéski andófsmaðurinn David Goldfarb fékk f gær leyfi sovéskra yfírvalda til að fara og flaug til Bandarfkjanna með bandarfska iðn- jöfrinum Aramand Hammer. Sjá einnig bls. 28. við ratsjána." sagði forsetinn. Lagði hann áherzlu á, að geim- vamaáætlunin fæli eingöngu í sér vamartækni í friðarskyni með svip- uðum hætti og ratsjáin. Viktor Karpov, aðal samninga- maður Sovétríkjanna í afvopunar- viðræðunum í Genf, sagði í gær, að hann og samningamenn Banda- ríkjanna myndu halda áfram viðræðum um afvopnun, en engir nema leiðtogar þeirra gætu ákveð- ið, hvenær unnt yrði að undirrita slfka samninga. Karpov kvaðst fara til Genfar í næstu viku og ræða þar við Max Kampelman, aðalsamningamann Bandaríkjanna um, með hvaða hætti þoka megi afvopnunarviðræð- unum áleiðis. Karpov gaf í skyn, að Sovétmenn héldu nú fast við það, að gerðir yrðu heildarsamning- ar, eins og Mikhail Gorbachev hefði gert grein fyrir á Reykjavíkurfund- inum og að þeir myndu ekki undirrita neina samninga um af- vopnun, fyrr en deilan um geim- vopnaáætlun Bandaríkjastjómar væri leyst. Staðhæfíng hans um, að leið- togamir yrðu að ákveða, hvenær unnt verði að undirrita samninga um afvopnun, er þó talin gefa til kynna, að hægt yrði að gera samn- inga um einstaka þætti afvopnunar, ef Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbachev kæmust að samkomu- lagi um það. „Við erum reiðubúnir til samningaviðræðna og tilbúnir til að byggja á þeim árangri, sem náð- ist í Reykjavík," sagði Karpov. Hann lagði einnig áherzlu á, að geimvamaáætlun Bandaríkja- manna væri fremur stjómmálaleg en hemaðarleg hindmn í vegi fyrir afvopnunarsamningum. Belgía: * Aframhald- andi óvissa Brussel, AP. Ríkisstjóm Wilfried Martens náði í gær samkomulagi um nýj- an bæjarstjóra i bænum Voeren og virtist fjögurra daga stjómar- kreppa þar með leyst. Málið tók hins vegar óvænta stefnu. Flæmskumælandi ráðherrar hafa hótað stjómarslitum vegna fyrri bæjarstjóra, Jose Happart, sem er frönskumælandi. Til að leysa málið komu stjómarflokkamir sér saman um nýjan bæjarstjóra, Roger Wyn- ants, sem er flugmæltur á frönsku og flæmsku. Hann tók sér hinsvegar um- hugsunarfrest, og skipaði bæjarráð- ið þá Happart bæjarstjóra á ný og hleypti öllu aftur í bál og brand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.