Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
j !
1 -------------------------------
best að fella niður alla þessa frá-
dráttarliði en lækka skattprósentur
í staðinn. Einföldun að þessu leyti
tengist einnig annarri hlið skatta-
j mála sem mjög er til umræðu víða
** um Evrópu, þ.e. hvemig skattleggja
eigi tekjur hjóna og sambýlisfólks.
Samsköttun eða sér-
sköttun hjóna og
sambýlisfólks
Sérsköttun hjóna og sambýlis-
fólks hefur verið gerð að megin-
reglu í flestum löndum Evrópu-
bandalagsins en Bretland er þó
undantekning. Jafnvel þótt sér-
sköttun sé regia að nafninu til (sbr.
t.d. sköttun hjóna og sambýlisfólks
á íslandi) er þó enn að finna sér-
ákvæði í skattalögum allra ríkja
Evrópubandalagsins sem taka tillit
til þess að fyrirvinna heimilisins er
oftast ein. Þar sem sérsköttun er
ekki í fullu gildi vinnur skattlagning
að þessu leyti enn gegn jafnrétti
kynjanna. Það hvetur ekki konur
til þess að vinna utan heimilis ef
það verður til þess að hluti af tekj-
um maka þeirra færist í hærra
skattþrep.
Við tekjuöflun ríkisins er ein
helsta reglan að gæta verður hlut-
leysis í hvívetna til að hafa ekki
áhrif á hvata manna til að vinna
og skapa verðmæti. Álagning tekju-
skatts þyrfti því að vera hlutlaus
gagnvart því hvort einstaklingar
eru í hjónabandi (eða sambúð) eða
ekki, hún þyrfti að falla með sama
þunga á báða einstaklinga í hjóna-
bandi eða sambúð, og hún þyrfti
einnig að vera hlutlaus gagnvart
því hvort annar eða báðir aðilar
vinna utan heimilis eða ekki. Það
er hins vegar ljóst að ekki er unnt
að uppfylla þessi þijú skilyrði hlut-
leysis í einu. Til að hjón beri
jafnháan skatt af sameiginlegum
tekjum, hvort þeirra sem aflar
þeirra, verður að skattleggja sam-
eiginlegar tekjur heimilisins. En
hlutleysi að þessu leyti samrýmist
ekki hlutleysi gagnvart því hvort
einstaklingur er f sambúð eða ekki,
og heldur ekki gagnvart því hvort
tekjulægri aðilinn í sambúð haldi
út á vinnumarkaðinn vegna þess
að skattlagning á tekjur heimilisins
veldur hærri jaðarskatti fyrir maka
hans.
Sérsköttun eina
réttláta leiðin
Skattkerfi flestra landa bera þess
merki að sífellt hefur þurft að fara
meðalveginn í tímans rás. Þótt
flestir séu þeirrar skoðunar að sér-
sköttun hjóna og sambýlisfólks sé
það sem koma skal og þótt sameig-
inleg stefna ríkja Evrópubandalags-
ins sé að koma á sérsköttun búa
flest ríki enn við samsköttun í reynd
— eða sérsköttun með tilflutningi
eins og hér á landi. En í deilum um
samsköttun eða sérsköttun, þar sem
jafnréttisbarátta kvenna hefur
fléttast inn í, hefur orsök vanda-
málsins sjaldnast verið nægilega
skýr. Það sem heldur lífinu í sam-
sköttun í flestum eða öllum löndum
Evrópu og gerir hana „nauðsyn-
lega“ af „réttlætis-" eða hlutleys-
isástæðum er einmitt stighækkandi
tekjuskattur og hár einstaklings-
frádráttur eða persónuafsláttur. Ef
tekjuskattur er nokkum veginn
flatur og frádráttarliðir ekki miklir
gildir nokkum veginn einu í skatta-
legum og flárhagslegum skilningi
hvort annað hjóna eða bæði vinna
utan heimilisins.
Með flötum, lágum tekjuskatti
og fáum frádráttarliðum koma hins
vegar fram vandamál vegna lág-
tekjufólks og vilji báðir foreldrar
vinna utan heimilis koma upp
vandamál vegna bamanna. Vanda
beggja þessara hópa mætti minnka
mikið með því að hækka bamabæt-
ur vemlega. Ef bamabætur duga
nokkum veginn til að greiða fyrir
gæslu bama á daginn gætu báðir
foreldrar unnið utan heimilisins ef
þeir vilja. Bamabætur era að líkind-
um skilvirkasta leiðin til að jafna
kjör bamafjölskyldna með lág laun.
Auðvitað hafa fleiri lág laun en
bamafjölskyldur en þeim er minni
vorkunn að hugsa um sig sjálfir ef
þeir era á annað borð heilir heilsu.
Stighækkandi tekjuskattur og
persónuafsláttur eða einstaklings-
bundnir frádráttarliðir valda því að
flestar þjóðir hafa talið sig þurfa
að halda í samsköttun hjóna þótt
hún bijóti í bága við meginreglur
í hlutleysi skattkerfisins og jafnrétt-
iskennd. Þegar tekið verður upp
staðgreiðslukerfi tekjuskatts hér á
landi gefst færi á því að sníða þessa
galla af skattheimtunni. Við þá
breytingu myndi skattkerfið ein-
faldast til muna, en flókið skattkerfí
með stighækkandi tekjuskatti og
allveralegum frádráttarmöguleik-
um (bæði persónufrádrætti og
öðram) veldur því að menn skilja
ekki skattinn sinn og reyna að
sleppa undan því að borga hann. í
skattkerfi með flötum tekjuskatti
(eða nokkum veginn flötum) og til-
tölulega litlum frádráttarliðum
verður unnt að fella niður samskött-
un hjóna og sambýlisfólks og taka
upp sérsköttun. Þannig verður unnt
að gæta hlutleysis í skattheimtu
gagnvart því hvort einstaklingur
er í sambúð eða ekki og einnig
gagnvart því hvort annar aðili í
sambúð eða báðir vinna utan heimil-
is.
Höfundur er ritstjóri og
ábyrgðarmaður Visbendingar.
baráttumál
Jón Magnússon hefur sett fjögur
baráttumál á oddinn í pólitísku starfi
sínu á undanförnum árum:
0 Lægra vöruverð.
0 Réttlátt skattakerfi.
0 Jafn kosningaréttur.
0 Ný atvinnustefna.
Af þessum ástæðum er í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins kosið um fleira
en menn - barátta Jóns Magnússon-
arsnýstummálefni.
ástæður
Það eru einkum fjórar ástæður fyrir
framboði Jóns Magnússonar í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins, -og um ieið
fjögur góð tilefni til stuðnings við hann I
0 Öflugt pólitískt starf innan Sjálf-
stæðisflokksins í langan tíma.
® Ákveðnar skoðanir, og marg-
sannaður vilji til þess að berjast
fyrirþeimafstaðfestu.
0 Krefjandi rödd nýs tíma sem eflir
þingflokkinn og styrkir Sjálf-
stæðisflokkinn.
0 Brýn mál sem varaþingmaðurinn
Jón Magnússon hefur þegar
hreyft við á þingi, - en eru öll
óafgreidd.
starfssvið
Jón Magnússon byggir framboð sitt í
prófkjörinu á víðtækri reynslu og fjöl-
þættu starfi á liðnum árum.
Fjögurdæmi:
0 Ótal félags- og trúnaðarstörf fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
£ Formaður Neytendasamtak-
annaílangantíma.
0 Formaður stjórnar Iðnlánasjóðs.
0 Sjálfstæður rekstur lögmanns-
stofu í Reykjavík.
áráþingi
í prófkjörinu getum við haft áhrif á starf
þingflokks Sjálfstæðisflokksins og
störf Alþingis næstu fjögur árin. Með
því að velja Jón Magnússon í 4. sætið
tryggjum við honum öruggan sess á
þingi - og frísklegri fjögur ár en ella.
STYRKJUM
SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
i
styðium Jón Magnússon í ■. sætið
Stuðningsmenn
Kosningaskrifstofa Jóns Magnússonar er á horni Vitastígs og Skúlagötu. Opiö kl. 13-21 daglega.