Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Talsmenn stj órnarflokka: Sýndum ábyrgð - náðum árangri Stjórnarandstaðan: Góðærið til fólksins Stefnuræðu Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, var útvarpað og sjónvarpað í fyrrakvöld, sem og umræðum um hana. Ræðan var birt í heild í Morgunblaðinu í gær. Hér á eftir verða lauslega raktir örfáir efn- ispunktar úr ræðum einstakra þingmanna. Góðæríð til fólksins Svavar Gestsson , formaður Alþýðubandalagsins, sagði efnis- lega, að hér væri góðæri, þrátt fyrir ríkisstjómina en ekki vegna henn- ar. Hinsvegar hafi þessu góðæri ekki veríð skilað til fólksins. Kaup- máttur kauptaxta hefði lækkað í tíð stjómarinnar. Kaidur vetur peningahyggjunnar hefur ráðið ríkjum í þijú ár. Félags- legir þættir setið á hakanum. Aiþýðubandlagið, stærsti andstæð- ingur fhaldsins, leitaði stuðnings við það markmið, að skila góðærínu til fólksins f landinu. Landsbyggðin svikin Hjörleifur Guttormsson (Abl. Al.) sagði forsætisráðherra sýna - á stundum - vinstri vangann, en væri þó stafnbúi í römmustu íhalds- stjóm í sögu lýðveldisins. Stjómarstefnan hafi leitt til fólksflótta úr stijálbýli til þéttbýlis. Hún væri undirrót byggðaröskunar. Olfugjaldið, sem nú er fyrirhugað, er landsbyggðarskattur, bitnar á útgerð, loðnubræðslum og vöm- flutningum. Landbúnaður væri á vonarvöl. Draga eigi úr niður- greiðslum á rafhitun. Menntamála- ráðherra viðhafí hótanir um skerðingu skólahalds á landsbyggð- inni, skólaaksturs, heimavista og mötuneyta, að ógleymdri meðferð hans á lánasjóði námsmanna. Hjörleifur sagði að Alþýðubanda- lagið styðji heilbrigða byggða- stefnu. íjóðin þurfi að létta af sér oki þessarar dæmalausu ríkisstjóm- ar. Horfir til betri áttar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksin, sagði öðra vísi umhorfs nú í þjóðarbúskapnum en þegar ríkisstjómin tók við. Baráttan gegn verbólgunni hafí borið árang- ur. Framleiðsla og verðmætasköpun fari vaxandi. Kaupmáttur hafí aukizt sl. tvö ár. Peningaspamaður sömuleiðis. Fyrirtæki rétti úr kútn- um. Hrikalegur viðskiptahalli hafi náðst nokkuð niður. Líkur standi til jafnaðar í viðskiptum við önnur lönd 1987. Gjörbreytt stjómarstefna hefur leitt til árangurs, ásamt hagstæðum ytri skilyrðum. Það var grandvallar- breyting þegar horfið var frá daglegum gengislækkunum til stöð- ugleika. Ekki síður aukið frjálsræði í peningamálum sem leitt hefur til stóraukins innlends spamaðar. Og ekki sízt þjóðarsáttin sem leitt hef- ur til jafnvægis í atvinnu- og efnahagslífi. Án þessara grandvall- arbreytinga væram við enn að tala um vaxandi verðbólgu og rýmandi kaupmátt. Þorsteinn minnti á lækkun tolla af ýmsum helztu neyzlu- og §ár- festingarvöram heimilanna, lækkun skatta á atvinnufyrirtækjum (launaskattur og verðjöfnunargjald á raforku), hóflegri skattaákvæða vegna kaupa á hlutabréfum og Qár- festingar í atvinnurekstri. Hann gerði og grein fyrir hugmyndum sínum varðandi lækkun tekjuskatts 1987 (sjá frétt á baksíðu Mbl. í gær). Margir ávinningar Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði flest hafa snúizt til betri vegar í samfélaginu í tíð ríkisstjómarinnar. Hjöðnun verðbólgunnar, helztu meinsemdar atvinnu- og efnhagslífs okkar í hálfan annan áratug, bæri þar hæst. Nu ríkti gróska í þjóðlíf- inu. Ástæður gróskunnar væra fyrst og fremst femskonar: 1) Hag- stæð ytri skilyrði, 2) Samræmd efnahagsstefna, 3) Kjarasáttin, sem það prófsteinn á Þorstein, hvem veg hafí tekist að skipta góðærinu milli landsfólksins. í þeirri skiptingu hefðu' of margir fengið steina fyrir brauð. Ræðurmaður taldi flokk sinn, Alþýðuflokkinn, vaxandi. Hann berðist fyrir nýju, réttlátu skatta- kerfi, styrkara húsnæðiskerfí, einum lífeyrissjóði fyrir landsmenn Þorsteinn Steingrímur Matthías Jón Baldvin Jóhanna Stefán gerð var í febrúar sl. og 4) stórauk- ið fijálsræði í flestum sviðum, m.a. í viðskiptum og fjölmiðlun. Ólafur rakti ýmsar stjómvaldsað- gerðir, sem horfi til fijálsræðis í þjóðfélaginu: fijálsrar verðmyndun- ar, fijálsari gjaldeyrisviðskipta, endurskipulagningu sjóðakerfa sjávarútvegs og iðnaðar, endur- skipulagningu ríkisfyrirtækja og sölu sumra þeirra. Ólafur sagði að tekjutrygging bótaþega væri nú um það bil tvö- faldur lífeyrir. Með breyttum lögum nái tekjutrygging til veralegra fleiri nú en fyrir daga þessarar stjómar. Hækkun ellilífeyris og annarra bóta hafi komið til framkvæmda jafn- skjótt og launataxtar hafa hækkað, og að jafnaði verið meiri en hækkun taxtanna. Aldrei áður hafi hærra hlutfall þjóðartekna farið til al- mannatrygginga. Sjálfstæðisflokk- urinn hafí haft forystu um þessar úrbætur. Ræðumaður vék að vinstristjóm- ar-og verðbólguáranum og spurði: hefur þegar verið samið um nýja vintri stjóm? Skoraði hann á lands- menn að efla Sjálfstæðisflokkinn svo, að hér yrði ekki mynduð ríkis- stjóm f næstu framtíð án forystu hans. Það væri forsenda frelsins og framfara. Framsóknarfj ötrar Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, gagmýndi m.a. það sem hann kallaði „fram- sóknarfjötra" á fiskveiðum og landbúnaði. Forsætisráðerra hafi orðið að flýja stefnu sjávarútvegs- ráðherra úr kjördæim sínu, Vest- fjörðum. Jón Baldvin vék einnig að viðtali Helgarpóstsins við Einar Karl Har- aldsson, fyrrum ritstjóra Þjóðvilj- ans, sem færi heim sanninn um, að Alþýðubandalagið gangi ekki heilt til skógar. Þaðan sé ekki for- ystu að vænta. Ræðumaður viðurkenndi að góð- æri væri í landinu. Það ætti rætur í hagstæðum ytri skilyrðum, ekki stjómarstefnunni. Hinsvegar væri alla, valddreifingu til sveitarstjóma og landsbyggðar, nýrri atvinnu- stefnu og samræmdri launastefnu. Vegið að félag’smálum. Jóhanna Sigurðardóttir (A.- Rvk.) sagði hlut ríkisstjómarinnar í efnahagsbatanum skrautlegar umbúðir utan um ekki neitt. Kostn- aður ríkissjóðs við kjarasáttina verði sendur næstu ríkisstjóm í rfkissjóðshalla. Fólki hafi verið gert að skila kjarabótum til baka, m.a. í skattheimtu. Ræðumaður vék að flótta úr ýmsum starfsstéttum, s.s. heil- briðgisstéttum. Harkan gagnvart láglaunastéttum bitni ekki sízt á konum, sem þar séu fjölmennar. Stjómarstefnan vegi og að félags- málum hverskonar. Alþýðuflokkur- inn vilji snúa þessu við. Flokkurinn hafi m.a. lagt fram þingmál um endurmat á láglaunastörfum og lífeyrisréttindi fyrir heimavinnandi húsmæður. Hagfræðingar og reiknistokkar Kristín Halldórsdóttir (Kl.Rn.) talaði m.a. um þá gjá, sem væri milli valdsherra og almennings. Valdsherrar tali ekki við fólkið í landinu, heldur hagfræðinga og reiknistofnanir. Nauðsynlegt væri að þeir, sem stýrðu málum þjóðar- innar, hefðu betri innsýn í daglegt líf og kjör fólksinsu. Þeir megi ekki rofna úr tengslum við veraleika lág- launafólksins. Stefna stjómarflokkanna kemur ekki fram í faguryrðum talsmanna þeirra, heldur í stjómvaldsákvörð- unum og stefnumótun, t.d. fjárlaga- framvarpinu. Fjárlagaframvarpið vísar ekki veg til kjarabóta . Það styrkir ekki félagslega og mannlega þætti í þjóðfélaginu. Frumframieiðslan Málmfríður Sigurðardóttir (Kl.Ne) sagði stjómarstefnuna halla mjög á landsbyggðina, sem berðist fyrir tilvera sinni. í tíð þess- arar ríkisstjómar hafi ný störf fyrst og fremst orðið til á höfuðborgar- svæðinu en ekki í stijálbýli. Málfríður sagði stærstan hluta útflutningsverðmæta, sem færðu gjaldeyri í þjóðarbúið, verða til utan höfuðborgarsvæðisins. Hún taldi stjómarstefnuna halla á framfram- leiðslu, bæði sjávarútveg og land- búnað, og hafi það bitnað á landsbyggðinni. Málfríður lagði áherzlu á gildi ferðamannaþjónustu, ekki sízt í stijálbýli. Hún sagði menntun og þekkingu aðgöngumiða þjóðarinnar að betri framtíð. Þjóðin og fjárveitingavald- ið megi ekki skorast undan því að greiða þennan nauðsynlega að- göngumiða til betri tíðar. Viðreisn & nýsköpun Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.) taldi Alþýðuflokk og Alþýðubanda- lag horfa um öxl, varðandi stjómar- myndun eftir kosningar. Einkum væri horft til tveggja fyrirmynda: nýsköpunarstjómar [samstjómar beggja A-flokka og Sjálfstæðis- flokks] og viðreisnar [samstjómar íslenzk sendiráð. Hann sagði að ný skrifstofa yrði opnuð í Brassel á næstunni, er fylgjast myndi með málefnum Evrópubandalagsins og gæta hagsmuna íslendinga gang- vart því. Kerfissjónarmið Stefán Benediktsson (A.-Rvk.) sagði stefnuræðu forsætisráðherra hafa speglað kerfisdekur, miðstýr- ingu og áætlunarbúskap. Stjómar- flokkamir hafni því að gera Útvegsbankann upp; þeir vilji hafa þijá stóra ríkisbanka. Þeir hafni fijálsri verðmyndun búvöra og ftjálsu fiskverði. Þeir haldi fast í fjötra kvótans. Þeir hafni fijálsri gjaldeyrisverzlun. Þeir hafni í raun því blandaða hagkerfi, sem hér er sagt til staðar, kjósi fremur áætlun- arbúskap að rússneskri fyrirmynd. ísland gengur lengst ríkja, héma megin jámtjalds, í því, að stjóma lífi einstaklingsins ofan frá. Stefán sagði hættuna ekki stafa fyrst og fremst af ftjálshyggjunni Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks]. Hverskonar stjómir vóra þetta, spurði ræðumaður. Og svaraði efn- islega: Nýsköpunarstjómin eyddi gjald- eyristekjum stríðsáranna, gerði útgerðina að styrkþega ríkissjóðs og færði landið í hóp þeirra ríkja er þáðu efnahagsaðstoð frá velmeg- unarrflgum. Viðreisnarstjómin lék lands- byggðina illa, rústaði hana nánast, og olli alvarlegri byggðaröskun. Djúpstæður ágreiningur var og er á milli núverandi stjómarflokka. Það var hinsvegar ótvíræð skylda þeirra að takast sameigjnlega á við vandamálin, eins og horfði í þjóðar- búskapnum vorið 1983. Aðrir skutu sér undan þeirri ábyrgð. Árangur- inn hefur verið góður um flest. Blekking Svavar Gestsson sagði það grófa blekkingu að tala um hærri kaupmátt nú en nokkra sinni fyrr. Þeir, sem það gerðu, reiknuðu vinn- þrælkun flölskyldunnar, umfram eðlilegan vinnudag, sem og launa- skrið, inn í dæmið. Kaupmáttur kauptaxta væri hinsvegar 20% lægri nú en 1982. • • Oryggis- og varnarmál Matthias A Mathiesen, utanrík- isráðherra, ræddi einkum utanríkis- mál, öryggis- og vamarmál, samskipti okkar við Bandaríkin og viðskipti okkar við umheiminn. Hann rakti ágreiningsefni okkar við Bandaríkin, vöraflutninga á sjó til vamarliðsins og hvalveiðar í vísindaskyni. Flestir fagni því að þessi deilumál hafi verið leidd til lykta, utan Alþýðubandalagið, sem sett hafi upp hundshaus yfir lausn- inni. Það vildi viðhalda ósættinni. Þess ær og kýr era að setja fleyg milli íslands og annarra Vestur- landa varðandi varnarsamstarf. Utanríkisráðherra ræddi og að- stoð og fyrirgreiðslu við útflutn- ingsatvinnuvegi þjóðarinnar, bæði með tilkomu Útflutningsráðs Is- lands og viðskiptafulltrúa við heldur ráðandi miðstýringarsjónar- miðum í báðum stjómarflokkunum. Fólkið skiptir höfuðmáli Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) sagði fólkið skipta höfuðmáli, ekki boðskapur talna- meistara, er lúti lögmálum reikni- stokksins. Það era oftast til fleiri leiðir en ein að sama marki. Það mátti ná sama árangri og nú hefur náðst í hjöðnun verðbólgu, án þess að kostnaðurinn væri alfarið sóttur til launafólks. Kvennalistinn hafí lagt fram tillögur um slíka leið. Sigriður minnti á frumvarp Kvennalistans, þessefnis, að óheim- ilt yrði að greiða lægri laun hér á landi en 30.000 á mánuði, fyrir fulla dagvinnu. Skoraði hún á for- sætisráðherra að beita afli sínu til þess, að það megi ná fram að ganga. Hún sagði að það hafí vantað hinn mannlega þátt í stefnuræðu forsætisráðherra. Þar hafi ekki ver- ið eitt orð um málefni bama né kvenna. Störf kvenna era allsstaðar van- metin, sagði hún, bæði á vinnu- markaði og innan veggja heimilis- ins. Þessvegna er áframhaldani þörf fyrir Kvennalistann. Konur verða að snúa vöm í sókn í þjóð- félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.