Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Kúba: Látinn laus fyrir atbeina Kennedys Washington, AP. RAMON Conte Hernandez, sem talinn er vera síðasti fanginn í haldi á Kúbu frá innrásinni á Svínaflóa, verður vœntanlega látinn laus á næstunni. Skýrði Edward Kennedy öldungadeild- arþingmaður frá þessu á sunnu- dag. Filippseyjar; Aquino fund- ar með komm- únistum rioilo, AP. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, átti í gær fund með foringjum andspymuhreyfingar kommúnista. Fundur þeirra fór fram í borginni Iloilo og er þetta í fyrsta skipti sem Aquino á viðj ræður við leiðtoga skæruliða. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem birt var að viðræðunum loknum, sagði að báðir aðilar væru hlynntir þeirri hugmynd að boða vopnahlé á eyjunni Panay, sem er 320 kilómeta suðaustur af höfuðborginni Manila. AÐ sögn talsmanns stjómarinnar munu báðir aðilar nú skipa nefndir sem ræða munu einstök atriði varð- ansdi vopnahléið og önnur deilumál. Talsmaðuinn vildi hins vegar ekkert segja um hvort fundurinn í gær myndi hafa áhrif á samningavið- ræður stjómvalda og kommúnista í M anila, sem nú em sigldar í strand. Corazon Aquino ávarpaði í gær hermenn í Iloilo sem er stæsta borg Panay-eyju. Hún fjallaði aðalllega um stefnu stjómar sinnar gagnvart skæuliðum og sagði m.a. „Ég mun leitast við að ná samkomulagi við skæuliða vegna þess að ég vil hlífa þjóðinni við frekari blóðsúthelling- um. Við megum ekki við því að missa okkar bestu syni , þeirra er þörf við uppbyggingu þjóðfélags- ins.“ Talið er að 370 manns hafí fallið í átökum stjónarhersins og skæm- liða á Panay-eyju frá því í janúar. „Ákvörðunin um að láta þennan kjarkmikla hermann lausan táknar endalokin á þessum langa og sorg- lega kafla í samskiptum Banda- ríkjanna og Kúbu,“ sagði í yfírlýsingu, _sem Kennedy gaf út fyrir viku. „Ég er því mjög þakklát- ur, að sijóm Kúbu skuli ætla að láta verða af þessu." Haft var eftir aðstoðarmönnum Kennedys á laugardag, að svo geti farið, að Conte, sem er 55 ára að aldri, verði látinn laus þegar í þess- ari viku. í júní sl. létu stjómvöld á Kúbu lausan annan mann, Ricardo Montero Duque, sem einnig hafði verið tekinn til fanga af Kúbumönn- um í innrásinni á Svínaflóa. Hafði Kennedy þá unnið að því mánuðum saman að fá Montero lausan með því m. a. að skrifa bréf til Fidels Castro Kúbuleiðtoga. Um 1400 kúbanskir útlagar, sem bandaríska leyniþjónustan CIA, hafði þjálfað, hlutu skelfileg örlög, er þeir gerðu innrás á Svínaflóa á Kúbu 17. apríl 1961, nokkmm mánuðum eftir að John F. Kennedy, bróðir Edwards, varð forseti Banda- ríkjanna. Kúbumenn tóku um 1200 þeirra til fanga, en flestir þeirra vom þó látnir lausir 1963 í skiptum fyrir matvæli og lyf að verðmæti 53 millj. dollara. Farþegar bíða eftir að fá að fara inn í Bretland. • • AP/Símamynd Ortröð á Heathrow vegna vegabréfareglna Tollverðir á Heathrow-flugvelli í London urðu að vinna sleitu- laust á miðvikudag til að hleypa mörgþúsund Asíubúum, sem vildu komast inni landið áður en nýjar reglur um vegabréfsáritanir tóku gildi á miðnætti. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra hans í Ástralíu stóð að ákvörðun Indlands, sagði meðan á heimsókn Breta um að krefja Indveija um Norskur leiðangur í fótspor Amundsen vegabréfsáritun fyrsta sinni bæri auknu kynþáttahatri í stefnu stjóm- ar Thatcher vitni. Rúmlega þijú þúsund manns fiá Indlandi, Pakistan og Bangladesh fóm með flugvélum á síðustu stundu í því skjmi að komast til Bretlands áður en reglumar tækju gildi. Tollverðir þurftu einnig að vinna baki brotnu á fímmtdag til þess að hleypa fólki inn landið. Osló, 16. október. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgimblaðsins: MONICA Kristensen, 36 ára norsk kona, Iagði á fimmtudag af stað ásamt meðreiðarsveinum sinum í leiðangur til Suðurpólsins. Hyggst hún ná á pólinn og draga norska fánann að hún 14. desember, eða sama dag og Roald Amundsen kom á pólinn fyrir 75 árum. í leiðangri Monicu era tveir danskir menn, sem stjóma tveimur hundasleðum leiðangursins, og brezkur vísindamaður. Jafnframt fylgja þeim blaðamaður og ljós- myndari norska blaðsins Verdens Gang. Búist er við að leiðangurs- menn komi til Noregs í marz nk. Leiðangursmenn héldu á fímmtu- dag flugleiðis frá London til Nýja Sjálands þar sem þeir stíga um borð í skútuna „Aurora", sem flutti vistir og búnað leiðangursins til Suðurskautslandsins fyrr f haust. Leiðangursmenn hyggjast m.a. bora í hina fjögurra kflómetra þykku fshellu á Suðurskautinu og verða borkjamamir notaðir til að rannsaka veðurfarsbreytingar þar um slóðir. Ólympíuleikunum 1992 úthlutað: Sumarleikirnír á Spáni og _ vetrarleikirnir í Frakklandi Lausanne, Barcelona, Albertsvilie, AP. BARCELONA á Spáni og Alb- ertville í Frakklandi voru valdar í gær til að halda sum- ar- og vetrarólympiuleikana árið 1992. Alls kepptu 13 borg- ir um leikana og vörðu samtals 100 milljónum dollara, eða jafn- virði fjögurra milljarða ísl. króna, til þess að kynna málstað sinn sem bezt fyrir Alþjóða- ólympíunefndinni (IOC). Það tók nefndina fímm stundir að greiða atkvæði um hvaða borg- ir skyldu hljóta hnossið. Hlaut Barcelona sumarleikina f þriðju atkvæðagreiðslu en Albertville vetrarleikina í fímmtu. Var Barc- elona atkvæðamest í öllum umferðum en hlaut tilskilinn meirihluta í þeirri þriðju. f atkvæðagreiðslu um vetrar- leikina hlaut Sóffa flest atkvæði í fyrstu umferð, eða 25 á móti 19 atkvæðum Álbertville. í ann- arri umferð hlaut franska borgin 26 atkvæði en sú búlgarska aftur 25. Enn munaði aðeins einu at- kvæði, 29-28, milli borganna tveggja í þriðju umferð og var Albertville ofan á. í fjórðu umferð munaði hins vegar litlu að Albert- ville næði meirihluta atkvæða, hlaut 42 gegn 24 atkvæðum Sófíu. í fimmtu'umferð fóm leikar hins vegar svo að franska borgin hlaut 51 atkvæði og Sófía 25 og málið því afgreitt. í kosningunum um vetrarleik- ina féll þýzka borgin Berchtes- gaden út í fyretu umferð með sex atkvæði. Anchorage í Alaska féll út í annarri með fímm og ítalski bærinn Cortina D’Ampezza í þriðju með sjö. í fjórðu umferð fengu Lillehammer í Noregi og Falun í Svíþjóð jafnmörg atkvæði í neðsta sæti, eða 9, og varð því að kjósa 3érstaklega um hvor þeirra félli úr leik. I þeirri kosn- ingu hlaut Falun 41 atkvæði en Lillehammer 40. í fímmtu umferð, þegar kosið var milli Albertville, Sófíu og Falun, hlaut sænska borgin aftur 9 atkvæði, eða jafti- mörg og í fjórðu umferð. Gífurlegur fognuður braust út f Barcelona og Albertville þegar úrslitin lágu fyrir um hádegisbilið í gær. Barcelona hafði þrisvar áður sóttst eftir leikunum, en þeir hafa aldrei verið haldnir á Spáni. Albertville er hins vegar þriðja franska borgin, sem hlýtur vetrar- leikana. Áður hafa þeir verið haldnir í Chamonix og Grenoble. Um eittþúsund blaðamenn fylgdust með í höfuðstöðvum IOC í Lausanne þegar Juan Antonio Samaranch, foreeti nefndarinnar, tilkynnti hvar leikamir 1992 yrðu haldnir. Alls sendu 40 sjónvaips- stöðvar athöfnina út í beinni útsendingu og henni var lýst beint í 41 útvarpsstöð. Talið er að 500 milljónir manna hafí fylgst með henni í beinni útsendingu. Samaranch er frá Barcelona en hélt sig fjarri kapphlaupinu um sumarleikana og sagðist ekki mundu taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Alls eiga 89 menn sæti í nefndinni, flestir þeirra aldnir. Atkvæði greiddu 85. Þrír nefndarmenn vom flarverandi; Kólumbíumaðurinn Julio Gerlein Comelin, sem er 84 ára, fékk hjartaslag skömmu fyrir at- kvæðagreiðsluna í gærmorgun, Hollendingurinn Comelis Karldel var einnig of sjúkur til að kjósa og Súdaninn Zein Abdel Gadir, sem er herehöfðingi og stuðnings- maður Gafaar Nimeiri fyrram foreeta, komst ekki til fundarins þar sem hann situr í fangelsi. Mohamed Mzali, sem hrakinn var úr stóli forsætisráðherra Túnis, birtist óvænt á fundinum og tók þátt í atkvæðagreiðslunni, en hann hefur átt sæti í IOC í 21 ár. Hann flýði til Sviss er hann hrökklaðist úr starfí í júlí sl. og hefur lítið farið þar fyrir honum. Stjóm Habibs Bourguiba, forseta, hefur síðan reynt árangurelaust að neyða IOC til að svipta hann sæti í nefndinni. Framkvæmdanefnd sumarleik- anna telur að framkvæmd þeirra muni kosta 796 milljónir dollara. Reiknað er með halla á fram- kvæmdinni en borgaretjóm Barcelona hefur ábyrgst allt það tap, sem kann að verða á fram- kvæmdinni. Áætlaður kostnaður Albertville við leikanna er 451 milljón dollara og ætla Fransarar að tekjur af mótshaldinu hrökkvi fyrir öllum kostnaði. AP/Símamynd Vortískan 1987 Vor- og sumartískan fyrir árið 1987 er nú að líta dagsins ljós hjá tískuhönnuðum heimsins. í síðustu viku sýndi Chanel tísku- húsið fatnað, stutt, þröngt hvítt pils og svartan jakka er nær niður á mjaðmir. Svartur og hvítur hattur, hálfháir svatrir I hanskar og stórir eymalokkar fylgja með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.