Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 36
(V'Cl AKUREYRI Endurbætur á hluta Dalvíkurhafnar: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Mikil aukning skipa- umferðar á árinu Dalvík. ENDURBÆTUR eru nú hafnar á trébryggju á suðurgarði Dalvíkurhafnar. Brygjan er um 25 ára gömul og orðin afar lúin sökum maðkátu svo að flestir máttarstólpar hennar eru að hruni komnir Umferð var takmörkuð um bryggju þessa og þrengdi það mjög alla aðstöðu í Dalvíkurhöfn í sam- bandi við athafnasemi á þessum hluta hafnargarðsins. Vegna þessa varð að vísa bátum frá er óskuðu eftir viðlegu í höfninni. Endubætur þessar munu standa yfir í mánað- artíma en verkstjóri er Aðalsteinn Aðalsteinsson kunnur bryggjusmið- ur frá Hvallátrum. Að sögn Garðars Bjömssonar hafnarstjóra hefur skipaumferð um höfnina aukist verulega nú í ár og var óvenjumikil á þessu sumri og það sem af er hausti. Fréttaritarar. Aukinn útflutning- ur á gámafiski á Bretlandsmarkað Dalvfk. TOGARARNIR Björgúlfur og Dalborg komu inn til löndunar á Dalvík á mlðvikudaginn. Hluti af afla þeirra, um 70 tonn, er settur í gáma og fluttur til Eng- lands á markað þar. Dalborg var með um 80 lestir en Björgúlfur með um 95 lestir af kola og þorski. Um helgina er togar- inn Björgvin væntanlegur inn til Mikil atvinna á Dalvík Dalvík. NÚ í sumar og haust hefur verið mikil atvinna á Dalvík í öllum greinum atvinnulífsins. Um tíma var svo að mikil vöntun var á fólki á vinnumarkaðinn. Erfið- lega gekk að manna sláturhúsið og er stærsti hluti starfsmanna úr nágrannabyggðarlögunum. Þrátt fyrir lægð í íbúðarhúsa- byggingum er mikil vinna hjá trésmiðum. Þrjú fyrirtæki standa í stórbyggingum. Víkurbakarí byggir yfir sína starfssemi, Útgerðarfélag- ið Bliki er að reisa fiskverkunarhús og Sæplast reisir 800 fermetra verksmiðjuhús, en mikill uppgangur hefur verið hjá því fyrirtæki. Það er fyrirtækið Hfbýli á Akureyri sem byggir fyrir Víkurbakarí og Sæ- plast, en Tréverk á Dalvík reisir húsnæði Blika. Trésmiðir á Dalvík hafa engan veginn getið tekið að sér öll þessi stóru verkefni. Um þessar mundir er verið að bjóða út annan hluta dagheimilsbyggingar, um 125 fermetra hús. Ráðgert er að heija framkvæmdir nú á þessu hausti og að ljúka þeim um mitt næsta ár. Fréttantarar. löndunar með góðan kolaafla og verður einnig landað í gáma úr honum. Nokkrar lfkur benda til að fiskur veri í auknum mæli fluttur í gámum á Bretlandsmarkað frá Dalvíkur- höfn en Eimskipafélagið hyggur nú á vikulega viðkomu skips á Dalvík til að taka gámafisk. Þá mun skip flutningafyrirtækisins Austfar hafa viðkomu á Dalvík í svipuðum til- gangi. Togskipið Bliki landaði á mið- vikudag 14 lestum af rækju og rækjubáturinn Stefán Rögnvalds- son fékk 5-6 lestir á tveimur sólarhringum. Afli þessara báta er unnin hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. Fréttaritarar. Föngulegur hópur busa úr Menntaskólanum á Akureyri, en lyktin ekki eins góð og útlitið að sögn heimildarmanns. Busar vígðir í MA BUSAR voru teknir “formlega" inn I Menntaskólann á Akureyri með tilheyrandi látum í gær- morgun. Fengu nýnemarnir að kenna á eldri nemendum svo um rnunaði. Eftir að hringt var á sal um kl. 10.00 voru það eldri nemendur sem tóku völdin og gáfu busum ýmis sýnishom úr Mjólkursamlagi KEA, svo sem mysu, skyr og súr- mjólk blandaða saman við hveiti. Ekki fengu busagreyin að smakka á þessum lanbúnaðarafurðum á hefðbundin hátt heldur voru sýn- ishomin gefin þeim útvortis. Þar að auki fengu þeir að kynnast “náið“ úrgangi frá Krossanes- verksmiðjunni sem var slett á þá og hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að lyktin sem því fylgdi Það gengur ekki þrautalaust fyrir nýnemana að komast í hóp fé ekki uppáhaldslykt margra útvalinna. Dusa a emr' „Margar hugmyndir að bijótast um í okkur“ — spjallað við Níls Gíslason hönn- uð hjá rafeindafyrirtækinu DNG Málfreyjur funduðu í Reynihlíð RÁÐSFUNDUR II Ráðs Nál- freyja á íslandi var haldinn að hótel Reynihlíð dagana 11. og 12. október síðastliðinn. Gestir fundarins voru Ingveldur Ingólfsdóttir, forseti landssamtak- anna, og Ema Indriðadóttur, deild- arstjóri Rúvak. Forseti II Ráðs er Halla Gísladóttir. Deildir innan Ráðsins em 8 talsins víðs vegar af landinu. Fundurinn var vel sóttur. Gest- gjafadeildin var Fluga í Mývatns- -»!.veit sem jafnframt hélt stoftiskrár- fund þessa helgi. í lok fundarins á sunnudag héldu málfreyjur friðar- stund og buðu öllum hótelgestum að vera með. Kveiktu allir á friðar- ljósi. Var þetta vel við hæfi þar sm friðarumræður Reagans og Gorbac- hev stóðu yfir í Reykjavík sama dag. Fréttatilkynning. NÍLS Gíslason er annar hönnuða rafeindafyrirtækisins DNG á Akureyri - hinn er Davíð bróðir hans. Þeir bræður hönnuðu á sínum tíma færavinduna sem DNG hefur framleitt við góðan orðsti en síðastliðið ár hefur Níls unnið að því að endurbæta hana og gera einfaldari i meðförum. Morgunblaðið ræddi við Níls af þvi tilefni. Það var um 1978 sem þeir bræð- ur fóm af stað að hanna vinduna, „en ætli það hafi ekki orðið úr því vinda um 1980,“ sagði Nfls. Hann var spurður um breytingamar sem verið er að gera á vindunni: „í grundvallaratriðum er hún al- veg sú sama en stjómun hefur breyst úr rafeindastýringu í örtölvu- r Níls Gíslason stýringu. í rafeindastýringu em ýmsar rásir tengdar hver við aðra til að framkvæmda nokkum veginn fyrirfram ákveðin verk og ef á að breyta því vemlega þarf að útbúa nýja rafeindastýringu. En með ört- ölvustýringunni kemur svokallað forrit, sem er röð skipana um að- gerðir, sem stjómað geta öllum hreyfingum vindunnar, til dæmis mælt dýpi og svo framvegis og til að breyta því breytir maður bara forritinu - talnaröðinni." Eins og áður sagði hefur Níls unnið við breytingar á vindunni í eitt ár og nú er hún tilbúin í fram- leiðslu endurbætt. „Áframhaldandi þróunarbreytingar em svo bara for- ritabreytingar sem em ekkert mál. Það þarf bara að skrúfa nokkrar skrúfiir, taka af henni glerið og skipta um örtölvukubb," sagði hann. -Hvernig kom það til á sínum tíma að þið fóruð út í að hanna vindu? „Það var hrein tiiviljun. Það kom upp hugmynd um að gera hálfsjálf- virka vindu sem er á markaðnum sjálfvirka en svo kom í ljós að betra var að byrja alveg frá gmnni. Þetta er eiginlega allt Davíð bróður mínum að þakka. Hann hafði notað svona vindu úti á sjó og það var hann sem byijaði - ég hafði þekk- ingu á þessu en hann kannski meiri atorkusemi. Við unnum þetta svo jöfnum höndum." Eftir breytinguna verður hægt að stjóma vindunni alfarið með einu handfangi, sem einnig er notað sem bremsa. „Vindan hefur verið í próf- un og gengið ágætlega. Áður var eitt handfang og eitt svokallað seg- ulskaft sem stjómaði stillingum á vindunni." Eitthvað fleira hafa þeir DNG- menn fengist við en vinduna. Nfls var beðinn að segja frá því: „Við höfum framleitt og selt svolí- tið af svokallaðri „hitavakt" - sem er hönnuð fyrst og fremst til notk- unar fyrir bændur til að mæla hita í heyi í hlöðu. Við “vaktina" em tengdir allt að 15 hitanemar og hún mælir svo hitann hjá þeim öllum hverjum á eftir öðmm. Ef hitastig- ið fer yfir ákveðið mark sem stillt er á gefur tækið viðvömm - hljóð- merki. Þessu fylgir einnig lítið tæki sem getur numið boð frá hitavakt- inni sem er send eftir rafkerfi húsa. Og þó hitavaktin sé úti í fjósi getur viðvömnin verið inni í íbúðarhúsi ef tækin era á sama rafkerfinu. Ég get nefnt eitt í viðbót, við höfum smíðað aflstýri sem getur haft stjóm á raforkunotkun þeirra sem hana kaupa eftir svokölluðum marktaxta eða toppmælingu. Afl- stýrið getur stjómað rafhitun og dregið úr orkunotkun hennar með- an hennar er þörf annars taðar, til dæmis við eldamennsku. Marktaxti er aðallega notaður í sveitum en mörg stórfyrirtæki nota toppmæl- ingu - en fari notkun yfir ákveðið mark verður hún mun dýrari." Nfls sagði að DNG hefði selt nokkuð af þessum aflstýmm en „við höfum bara ekki haft nógan tíma frá fram- leiðslu og þróun vindunnar til að fylgja þessu eftir," sagði hann. Þeir bræður hafa löngum fengist við alls kyns uppfinningar - „við höfum verið að þessu frá upphafi vegar!" sagði Níls. Og hann hélt áfram: „Það em margar hugmyndir að bijótast um í okkur. Aðallega þá eitthvað sem hægt er að beita tölvunni við. Þetta em afskaplega spennandi tímar og skemmtilegt svið.“ Nfls sagði þá að mestu sjálf- menntaða, „þó fór ég svolítið í tækniskóla. Og þegar maður er sjálfmenntaður er skólagangan mjög virk - hún fyllir upp í, setur gmnn undir þau þekkingarbrot sem maður hafði aflað sér. Þegar þú veist eitthvað og þér er sagt nánar til af einhveijum öðmm getur þú lært hlutina á örskammri stundu." Við sneram okkur aðeins aftur að vindunni. Þeir bræður era að hanna línuspil til að setja við hana. „Það er tilbúin af því pmfugerð," sagði Nfls. „Þegar þetta verður til geta þeir sem eiga svona vindu líka farið á línuveiðar án þess að setja upp vökvakerfí, en flest línuspil em vökvaknúin." Nfls nefndi atriði sem hann sagði mjög gaman að: „Framleiðslan á vindunni er athyglisverð að því leyti að hún er smíðuð að öllu leyti hér. Hlutimir em steyptir úr áli og mótorinn er að öll leyti smíðaður hér. Það er varla keypt neitt nema skrúfur, legur og málning af tilbún- um hlutum!" Eins og áður sagði em þeir bræð- ur Davíð og NIs tveir við hönnun en Nfls segir þá vera að svipast um eftir mönnum með reynslu og þekk- ingu í hönnunina og meiningin væri að fjölga um einn. „Nú er spursmálið að finna upp á að fram- leiða einhveija vöm sem er nytsam- leg - sem hægt er að selja og lifa afi. Vindan hefur gengið lang best í því tilliti, við eram famir að lifa af henni núorðið,“ sagði Nfls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.