Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Slátur Sláturtíðin í hámarki. Þú færð 5 slátur í kassaáaðeins Rúgmjöl 3 kg. af rúgmjöli í sláturgerðina á frábæru verði 5850 Austurlenskur pottréttun Sjóðandi heiturtilbúinn á borðið. »150.- Salatbarinn stórkostlegi. Þú velur úr völdu grænmeti. Tilbúið á borðið. Heitar stórsteikur. Fyrirföstudagskvöld og laugardag. Frönsk smábrauð frá Myllunni. Ljúffengu smábrauðin sem eru ómissandi með hverri máftíð fös.kl. 15-20, lau. kl. 10-16 Ferskirávextir hollir og góðir. I Veislukjúklingurfráísfugli. f Nú verður kjúklingaveisla 1 fös.M. 13-20, lau.kl. 11-16, Lága verðið í algleymingi: FLAKE komflögur............kr. 158.00 TOWN HOUSE rúsínur, 425 gr.kr. 74.00 PRIÞPS bjór, 1/2 lítri.....kr. 37.75 SPAR bleiur, 36 stk. í pakka.. kr. 498.00 FERN eldhúsrúllur, 2 í pakka . kr. 59.90 FERN w.c. rúllur, 2 í pakka ... kr. 29.90 VEXþvottaefni, 3kg. ípakka . kr. 235.00 TUSTELLOS morgunmatur frá SAFEWAY................kr. 118.00 S KAUSTAÐUR / MJÓDD Gódandaginn! Sigurlína Björns- dóttir - Minning Vordagurinn 22. maí 1898 finnst mér alltaf hljóti að hafa verið fagur og sólríkur. Þá fæddist foreldrum mínum lítil dóttir, önnur í röð al- systkina. Hún átti fyrir höndum langa og gifturíka ævi og varð for- eldrum sínum, systkinum, vensla- mönnum og flölmörgum öðrum mikil heillastoð. Litla stúlkan var skírð Sigurlína. Hún ólst upp í stórum og glaðvær- um systrahópi í Brekku og Reykjar- hóli í Seyluhreppi í Skagafirði. Æskuáranna heima hjá foreldr- um okkar, Bimi Bjamasyni og Stefaníu Ólafsdóttur, minntist hún ávallt með gleði og unni æskuslóð- um sínum og því fólki sem hún hafði alist upp með í þeirri sveit og hafði margt fallegt um það að segja. En tímamir kölluðu ungt fólk út í lífsbaráttuna ekki síður þá en nú. Námstíminn var ekki langur en þeim mun betur nýttur. Ung fór Sigurlina í Kvennaskól- ann á Blönduósi og gat sér þar mikið orð fyrir skarpar gáfur og ágætan námsárangur. Var hún vel undir námið búin á mælikvarða þess tíma, því að þekking og lær- dómur var í miklum metum á heimili foreldra okkar sem bæði vom bók- hneigð og fróðleiksfús. Sigurlína talaði og ritaði móðurmálið með miklum ágætum, var þaulkunnug íslenskum skáldum og kunni ógrynni af kvæðum og vísum. Minnið var óbilandi, og ætíð fann hún tíma til lestrar nýrra bóka. Húm var líka gædd notalegri kímnigáfu og átti létt með að koma auga á spaugilegri hliðar lífsins. Vorið 1921 giftist Sigurlína ung- um og glæsilegum bóndasyni, Jóni Jónssyni frá Nautabúi í Skagafírði. Fluttust þau þá þegar að Hofi á Höfðaströnd, fomu stórbýli sem Jón hafði fest kaup á. Með þeim að Hofi fluttust foreldrar Sigurlínu, og var ég þeirra fylgifé, þá fjögurra ára. A Hofi áttu þau Jón og Sig- urlína langa og merka búskapar- sögu sem ekki verða gerð skil í stuttu máli. Hjónaband þeirra var einstaklega fagurt og ástúðlegt og verður vart um þau rætt án þess beggja sé minnst, svo innilegt og náið var samband þeirra. Jón unni mjög konu sinni og mat ráð hennar mikils. Aldrei varð þeim sundurorða og komu jafnan fram sem einn maður, þó að þau væm að ýmsu leyti ólíkir einstaklingar. Jón á Hofí var mikill merkismað- ur á alla grein, kappsfullur, tilfinn- ingarikur, en málafylgjumaður mikill, glöggskyggn og rökfastur og lítt gefinn fyrir að láta sinn hlut, alvörugefinn og ákaflega áreiðan- legur í öllum viðskiptum svo að mönnum þóttu orð hans betri en handsöl annarra. Varð hann snemma mikill frömuður félags- mála í sveit sinni og héraði og valdist til forystu á mörgum sviðum. Siguriína kona hans var að eðlis- fari ljúflynd, gædd miklum mann- skilningi og einstakri hugarrósemi. Þegar ég lít til baka minnist ég þess ekki að hún skipti nokkumtíma skapi svo að séð yrði. Ekki var henni þó skaps vant, en sjálfsögun hennar var einstök, og hún lét aldr- ei vanhugsuð orð hrjóta sér af munni ef mikið lá við. Henni var einkar lagið að laða að sér fólk, lægja öldur geðshræringa hjá öðr- um og afla sér vina. Hún var mikill mannasættir. Bæði vora þau hjón gestrisin í besta lagi og margir áttu við þau erindi. Varð Hof mikið rausnarsetur í þeirra tíð. Þau Sigurlína og Jón áttu tvö böm sem lifðu, tvíburana Sólveigu og Pálma sem fædd vora 1923. Jón mann sinn missti Sigurlína árið 1966 eftir fjöratíu og fimm ára sambúð. Skömmu síðar fluttist hún með móður okkar til Reylqavíkur þar sem þær mæðgur bjuggu síðan. Þegar ég hugsa til Sigurlínu syst- ur minnar koma meí jafnan í hug orð sem munu vera heiti á fomu kvæði „Verk og dagar“. Verk henn- ar vora mikil og gæfurík, lífdagam- ir margir. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir hvert afrek það var að stjóma stóra og mannmörgu búi fyrr á áram með slíkri rausn sem Sigurlína gerði, taka að sér uppeldi margra bama, skyldra og vanda- lausra um lengri eða skemmri tíma, — auk þess var húsið á Hofi ein- lægt fullt af gestum. Þau Hofshjón Sölvi Sölvason, Akureyri- Minning Kveðja frá systkinum Fæddur 10. júní 1957 Dáinn 18. september 1986 Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn, Drottinn, heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína Ég vona á Drottinn, sál mín vonar, og hans orðs bíð ég. Því að hjá Drottni er miskunn og hjá honum er gnægð lausnar. (Sálm. 130) Einhver segir: Kalla þú og ég svara: Hvað skal ég kalla? Allt hold er gras og alhir yndisleikur þess sem blóm vallarins. Grasið visnar,blóminfólna,þegarI)rottinnandaráþau. Sannlega, mennimir eru gras. Grasið visnar, blóminfólna,enorðGuðsvorsstendureiliflega. (Jes. 40, 6-8.) Hinn ástkæri bróðir okkar, Sölvi Sölvason, lést fimmtudaginn 18. september sl. þegar hann féll út- byrðis af loðnuskipinu Þórði Jónas- syni EA 350 og drakknaði. Við játum i hreinskilni að við eigum erfitt með að bera þá miklu sorg sem fylgir því að þurfa að sjá á eftir jafn ástríkum og kærleiksrík- um drengskaparmanni sem bróðir okkar var. Hann var ávallt styrk stoð í okk- ar hópi og deildi með okkur hamingjunni. Hann mun alltaf verða við hlið okkar. Ástin er tilfinning, sem ekki er auðvelt að færa í búning orða. Hún er ekki tryggð, trúnaðartraust eða gleði. En hann var allt þetta. Hann elskaði lífið fullkomlega og lifði því vel. Þær tilfinningar sem við báram í bijósti til bróður okkar má í raun og vera segja í einu orði, ást. Ekki ást eins og henni er svo auðveldlega lýst í almennum tíma- ritum, heldur sú ást, sem er ástúð, virðing, uppörvun og stuðningur. Vitund okkar um þetta var ómetan- legur styrkgjafi. Og- vegna þess að raunveraleg ást er óeigingjörn og hefur í för með sér fórnir og gjaf- ir, hlaut hún að verða okkur til góðs. Sölvi bróðir hafði ávallt sérlega góð áhrif á umhverfi sitt og það var eins og hann hafi valið sét ákveðin kjörorð í lífinu: Get ég að- stoðað þig og hjálpað? Hann var svo einstaklega hjálpsamur, góð- gjam og bamgóður að eftir var tekið langt út fyrir raðir Qölskyld- unnar. En við þökkum fyrir að hafa fengið að deila með honum hinu stutta lífsskeiði og fá að njóta þeirr- ar ánægju og hamingju sem hann færði okkur. Sölvi Sölvason heyrir ekki ennþá sögunni til, því hann lifír ennþá í vonum okkar og hiörtum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.