Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Glámur Síðastliðið fimmtudagskveld voru á kvölddagskrá ríkissjón- varps og rásar 1 hjá ríkisútvarpinu svokallaðar umræður frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Fyrir nokkrum árum hefði þessi dagskrá ljósvakafjölmiðlanna þótt fullboðleg en nú eru breyttir tímar. Þannig áttu landsmenn þess kost síðastliðið fímmtudagkveld að hlýða á dagskrá rásar 2 og íbúar suðvest- urhomsins gátu hlýtt á Bylgjuna eða horft á dagskrá Stöðvar 2. Allt horfir þetta nú til bóta en ekki eru allir sáttir við breytingamar eins og gengur. Grettir í símatíma Páls Þorsteinssonar í gærdagsmorgunþætti Bylgunnar var helsta umræðuefnið hann „Grettir" blessaður. En hér er átt við hinn nafntogaða afruglara. Kvörtuðu menn ákaflega yfír Gretti og kváðust jafnvel hafa gefíst upp á að hringja í Heimilistæki og ekki tók betra við hjá einum ágætum manni er fékk tæknimenn í heim- sókn að stilla Gretti. Fóru svo leikar að Glámur sigraði. Voru menn að vonum óánægðir með að hafa greitt afnotagjaldið af Stöð 2, það er hann Gretti blessaðan, og svo ríkti Glám- ur á skjánum. Get ég tekið undir með viðmælendum Páls að það er sjálfsögð krafa þeirra er hafa greitt afnotagjaldið af Stöð 2 að myndin sé send út óbrengluð þar til Glámur hefir verið hrakinn út úr hverju húsi. Ég held líka að það sé mjög við hæfí að kynna dagskrá Stöðvar 2 betur fýrir væntanlegum áskrif- endum. Rosenblatt í „íslandsblaði" Time sem kom nýlega hér í bókabúðir kennir margra grasa. í ritstjórnargrein lýsir Richard B. Thomas, útgefandi Time, tækniundrinu er gerði „ís- landsheftið" að veruleika. Hér er ekki pláss til að rekja þá sögu en þess má þó geta að tækjavagninn frá hinu breska fyrirtæki Crossfíeld Electronics, er hér vakti athygli manna, sendi litmyndir frá Reykjavíkurfundinum loftleiðis til tæknimiðstöðvar Time í New York, síðan voru fullbúnar síðumar sendar út um víða veröld eftir sfma- þráðum til prentsmiðja Time. Og svo sannarlega er Islands- hefti Time glæsilegt. Þar er ekki aðeins rakinn gangur viðræðna þeirra Reagans og Gorbachevs heldur er einnig ritað um land og þjóð og er einkar athyglisverð rit- gerð Rogers Rosenblatt þar sem sögusviðið er Þingvellir og fomsög- umar. Rosenblatt er greinilega yfír sig hrifínn af fomsögunum og þeim boðskap Njáls sögu að ... með lögum skai land byggja. Telur Ros- enblatt að leiðtogar stórveldanna geti ýmislegt lært af honum Njáli blessuðum er vildi ætíð leysa deilur með samningum. Það er svolítið önnur mjmd er blaðamenn Time gefa af Reyk- víkingum á dögum leiðtogafundar- ins. Þar er okkur lýst sem hreinræktuðum ftjálshyggjumönn- um og jafnvel gefíð í skyn að það hafí í raun verið íslendingar er eftidu til leiðtogafundarins í Reykjavík í því skyni að komast í sviðsljósið. í þessari grein er hvergi getið þeirra slæmu viðskipta er nokkrir íslendingar áttu við eina af risasjónvarpsstöðvum Banda- ríkjanna, nei, _ í augum heimsins líkjumst við íslendingar Hawaii- búum sem vinna það helst sér til frægðar að hengja blómakransa á túrhesta. Er ekki mikið verk fram- undan hjá okkur íslendingum að breyta þessari ímynd með því til dæmis að fílma fomsögumar og birta þær öllum heimi, en í guðanna bænum, veljum ekki bara krafta- karla og fegurðardísir í aðalhlut- verkin. Ólafur M. Jóhannesson ÚT V ARP / S JÓN V ARP Rás 1: Næstá dagskrá... Við upphaf vetr- 91 30 ardagskrár ^ A ““ útvarpsins var tekin upp nýstárleg dag- skrárkynning í útvarpinu. Nú verður dagskrá vikunn- ar, á báðum rásum Ríkisút- varpsins, kynnt á laugardagsmorgnum. Leikin verða sýnishom úr þáttum, rætt við umsjónar- menn þeirra og gestkom- andi. Reynt verður að kynna það helsta í dag- skránni og er miðað við að sérstaklega verði helgar- dagskránni gerð góð skil. Umsjónarmaður þáttarins verður Trausti Þór Sverris- son. Yfirmenn skipsins: Julie McCoy, farstýra, Merrill Stubbing, kapteinn, læknirinn Adam Bricker, sem aldrei er kallaður annað en „Doc“, og Burl „Gopher" Smith, bryti. RÚV Sjónvarp: Rokkhátíð í Montreux ■I í sjónvarpinu í 35 kvöld verður sýndur þriðji þátturinn frá Montreux- tónlistarhátíðinn í Sviss síðastliðinn maí, en þetta er í þriðja skipti sem hún er haldin. í kvöld koma margir flytjendur fram og má nefna Chris Rea, Mari- lyn Martin, Billy Ocean, Simply Red, INXS og Frankie Goes to Hollywo- od. Stöð tvö: Alltí grænum sjó ■i í dag sýnir Stöð 55 tvö annan þátt bandaríska gamanmyndaflokksins Allt í grænum sjó, eða The Love Boat. Þáttur þessi fjallar Marilyn Martin. um áhöfn skemmtiferða- skips og gesti þeirra. Kemur margt skrýtið og skemmtilegt fyrir, eins og gjarnan hendir til sjós. Aðallega eru það einstigi ástarlífsins, sem rejmast farþegunum vandrötuð, en áhöfn skipsins reynir að greiða úr öllum flækjum eins fljótt og auðveldlega og unnt er. Með aðalhlutverk í þátt- unum fara þau Lauren Tewes, Gavin McLeod, Bemie Kopell og Fred Grandy, sem sjá má á með- fylgjandi mjmd. ÚTVARP LAUGARDAGUR 18. október 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.20 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. (Frá Akureyri.) Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar a. Tónlist úr „Rósamundu" eftir Franz Schubert. Sin- fóníuhljómsveitin í Chicago leikur; James Levine stjórn- ar. b. Vals úr óperunni „Eugen Onegin" eftir Pjotr Tsjaikovskí. Sinfóníuhljóm- sveit Berlinarútvarpsins leikur; Ferenc Fricsay stjórnar. c. Dansatriði úr „Hnotu- brjótnum", ballett eftir Pjotr Tsjaíkovskí. Fílharmoníu- sveitin í Vinarborg leikur; Herbert von Karajan stjórn- ar. 11.00 Vísindaþátturinn. Um- sjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur i vikulokin í um- sjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 13.00 Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á liðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olaf- ur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Július sterki" eftir Stefán Jónsson. Þriðji þáttur: „Uppreisnar- maður". Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikendur: Bryndís Pétursdóttir, Borgar Garðarsson, Rúrik Haralds- son, Inga Þórðardóttir, Þorsteinn ö. Stephensen, Þóra Friðriksdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Jón Gunnarsson, Jón Júlíusson, Þórhallur Sigurðsson og Lára Jónsdóttir. Sögumað- ur: Gísli Halldórsson. 17.00 Að hlusta á tónlist. Þriðji þáttur: Um tónblæ. Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 Islenskt mál. Gunnlaug- ur Ingólfsson flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Hundamúllinn", gam- ansaga eftir Heinrich Spoerl. Guðmundur Ólafs- son les þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur (5). 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 „Bréf úr myrkri". Baldur Pálmason les úr ritum Skúla Guðjónssonar á Ljótunnar- stöðum og flytur formáls- orð. (Áður útvarpað 15. ágúst i sumar). SJÚNVARP LAUGARDAGUR 18. október 16.55 Fréttaágrip á táknmáli. 17.00 Hildur — Endursýning. Annar þáttur. Dönskunám- skeið i tíu þáttum. Saga Islenskrar stúlku á danskri grund. Stuðst er við sam- nefnda kennslubók. 17.25 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.55 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Ævintýri frá ýmsum löndum. (Storybook International). 14. Níkorema. Myndaflokk- ur fyrir börn. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Edda Þórarins- dóttir. 19.30 Fréttir og veður. 19.55 Auglýsingar. 20.05 Fyrirmyndarfaöir. (The Cosby Show). 22. þátt- ur. Bandarískur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 20.35 Rokkhátiö I Montreux — þriöji hluti. (Festival Rock de la Rose d'or Montreux). Tónlistar- þáttur frá alþjóölegri rokk- hátíð I Sviss. Eftirtaldir söngvarar og hljómsveitir koma fram: Chris Rea, Blow Monkeys, Double, Billy Ocean, Animotion, Simply Red, Ready for the World, Sandra, INXS, Belouis Some, Cock Robin, Sam Harris, Marilyn Martin og Frankie Goes to Hollywood. 21.55 Dagur sjakalans. (The Day of the Jackal). Bresk-frönsk bíómynd frá 1973 gerð eftir samnefndri sögu eftir Frederick For- syth. Leikstjóri Fred Zinne- mann. Aðalhlutverk: Edward Fox, Michel Lons- dale, Alan Badel, Eric Porter og Cyril Cusack. Árið 1963 kaupa hryðjuverkasamtök breskan vigamann til að ráða De Gaulle Frakklands- forseta af dögum. Hann tekur sér dulnefnið Sjakal- inn og undirbýr tilræðið rækilega. Af tilviljun fær breska lögreglan veður af þessum fyrirætlunum og biður franska starfsbræöur að vera á verði. Atriði í myndinni geta vakið ótta barna. Þýðandi Veturliði Guðnason. 00.20 Dagskrárlok. STÖD TVÖ LAUGARDAGUR 18. október 16.30 Hitchcock 17.30 Myndrokk 17.55 Undrabörnin (Whiz Kids) 18.55 Allt I grænum sjó (The Love Boat) Gamanþáttur 20.00 Dynasty — framhalds- þáttur 22.15 Spéspegill (Spitting Image) Breskur grínþáttur. 22.45 Maðurinn sem vissi of mikiö (The Man Who Knew Too Much) 00.15 Götuvig (Streets of Fire) Bandarísk spennumynd. 01.46 Myndrokk 05.00 Dagskrárlok. 21.00 Islensk einsöngslög. Anna Júliana Sveinsdóttir syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfs- son og Árna Thorsteinsson. Lára Rafnsdóttir leikur með á píanó. 21.20 Guöaö á glugga. Um- sjón: Pálmi Matthiasson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka. Þáttur I umsjá Sigmars B. Hauks- sonar. 23.30 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 18. október 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Morgunþáttur I umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar. 12.00 Létt tónlist 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarsson- ar. 15.00 Við rásmarkið, Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig- 18. október 08.00—12.00 Pétur Steinn Guðmundsson og helgin framundan. Pétur stýrir tón- listarflutningi til hádegis, litur yfir viðburði helgarinnar og spjallar við gesti. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00—15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel fer á kostum i stúdíói með uppáhaldslögin. Fréttir kl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 30 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. urður Sverrisson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma Svavar Gests rekur sögu íslenskra popphljómsveita í talí og tónum. 18.00 Hlé 20.00 Kvöldvaktin Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómassyni. 03.00 Dagskrárlok. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skóla- fólk um hvaöeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- son. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi. Vilborg leikur notalega helg- artónlist og les kveðjur frá hlustendum. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 ( fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg- vins og Rándver Þorláks bregða á leik. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir litur yfir atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.