Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 JURTALITUN Garða-marfustakkur, 7 mismunandi litbrigði á bandi. Jurtalitun er ævafom aðferð við að brejrta lit á voð eða bandi. Látklæði voru áður fyrr í miklum metum, enda bæði dýrari og tor- fengnari en ólituð. Landnámsmennimir íslensku kunnu skil á jurtalitun, en ekki hafa þeir geta safnað hérlendis öllum þeim litunaijurtum, sem uxu í þeirra heimahögum. I fom- sögum er búnaði manna oft lýst. Þar kemur glöggt fram hve skrautleg klæði vom í miklum metum og þóttu jafnvel við hæfí sem höfðingjagjafir. Ein íslendingasagna — Svarf- dælasaga — Qallar um deilur og vígaferli, sem risu af jurtasöfnun- arferð, en þá var jurtunum safnað án lejrfis landeiganda. í Ferðabók Eggerts og Bjama er fjallað um helstu litunaijurtir og jafnvel lýst notkun þeirra. Ai- gengasta litunaijurtin var Sortu- ljmgið. Það var haft til að gera blek og lita skinn og vefnað. Með því fékkst mósvartur litur, en til að skýra hann og dekkja var not- uð sorta, leðja sem fékkst djúpt í mómýmm. Vfða var gengið svo nærri Sortuljmginu, að sækja varð það í aðrar sveitir. Eins vom Lit- unarjafni og Litunarmosi mikið notaðir. Nú á dögum er jurtalitun gleði- gjafi en ekki nauðsjm. Mun BLÓM VIKUNNAR Umsjón: Ágústa Björnsdóttir þægilegra er að kaupa gam úr búð og einfalt að velja nákvæm- lega réttan lit. En mörgum em tengsl við fortíð og náttúm mikils virði. Jurtalitun er tímafrek og vandmeðfarin og eins er birtuþol litanna oft takmarkað. Jurtunum er oftast safnað meðan þær em í sem mestum vexti, en litarstyrk- urinn sem fæst er bæði háður vaxtarskiljrrðum og árferði. Oft er erfitt að fá nákvæmlega sama litblæ frá einni litun til annarrar. Brejrtilegt er hversu mikið þarf að nota af jurtum en algengt er að nota þrefaldan þunga ferskrar jurtar móti ullarbandi en jafnt af hvom séu jurtimar þurrkaðar. Mismunandi litarstyrk má svo fá með því að breyta magni jurt- anna. Ýmis efnasambönd em notuð við jurtalitun til að festa litinn, gera hann ljósþolinn, skýra eða brejda á ýmsa vegu. Algeng- ast er að nota álún (aluminium- kalium-súlfat), jámsúlfat, koparsúlfat, kalfumkrómat og tin- klóríð. Auk þess em edik, ammoníak, vínsýra og matarsódi oft notuð. Skiptir þá máli hvort þessi efni komast f snertingu við ullina áður eða eftir að hún fer í sjálft litarbaðið. Með þvf að vfxla saman notkun þessara efnasam- banda má fá tugi litbrigða með sama styrk jurtalitarins. Islenskar litunaxjurtir em margar en þó er erfitt að fá sterk- rauða og bláa liti. Áður fyrr var kúahland notað til að lita rautt og sagt er að blátt hafi fengist úr Blágresi. Nú er indigo notað til að lita blátt en Krapprót og Kaktuslús til að lita rautt og þessi efni öll kejrpt í ljfyabúð. Sem dæmi um litunaijurtir má nefna Beitiljmg, Blábeijalyng, Sortulyng, Fjalldrapa, Fjallagrös, Litunaijafna, Litunarmosa, Hvönn og Gulmöðm- og Kross- möðmrót. En nú er hætt við að mörgum finnist nóg upp talið og svona listi eigi síst allra heima í Blómi vikunnar. Gróðurkápa ís- lands er svo gisin að ekki má skerða hana með neinu móti og jurtasöfnunarferðir geta verið lífshættulegar a.m.k. í Svarfað- ardal. En hér kemur garðrækt- andinn til sögunnar. Áhugi á jurtalitun og garðrækt fer ágæt- lega saman. Ymsar jurtir vaxa í garði eða túni sem vel falla til lit- unar. Nota má Smárakolla og Túnsúm, blóm Brennisóleyjarinn- ar gefa gula litartóna og Snarrót- arpunturinn — faxið — græna. Úr grænmetisgarðinum fæst gul- rótargrasið, sem gefur rauðgula liti, og við grisjun Rabarbara þarf alltaf að höggva sundur töluvert af rótum en úr þeim má fá falleg- an rauðleitan lit. Meira að segja njólinn og haugarfinn gera sitt gagn við litun. Og ekki má gleyma skrúðgarðinum. Þar má rækta mjaðurt og skógarkerfil. Með garða-Maríustakki má laða fram ljósdrapp-gula-græna-brúna eða grásvarta liti. Regnfangið gefur gula og græna tóna. Mikið fellur til af birkilaufí við klippingu sem vel má nota og með birkiberki má fá bleika, lilla eða brúna liti. Eins er elri- og lerkibörkur góður til litunar. Sölnað gulvíðis- og gljávíðislauf gefur mjög skemmti- leg litbrigði af gulu, grænu og brúnu. Svo lesandi góður, þú get- ur safnað þínum litunaijurtum allt árið. Fjrrsti fræðslufundur vetrarins verður haldinn á Hótel Hofi þríðjudaginn 21. október kl. 20.30. Ölafur Njálsson segir frá söfnunarferð sinni haustið 1985. ÞÝSKU KOSTAGRIPIRNIR 1987 ERU KOMNIR Betur búnir en nokkru sinni íynr V.W. Golf — mest seldi bíll í Evrópu V.W. Jetta — írábœr íjölskyldubíll |h|HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 695500 Tvö prestaköll laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst tvö prestaköll laus tíl umsóknar, Heydali i Austfjarðarprófasts- dæmi og Víkurprestakall í Skaftafellsprófastsdæmi. Sr. Kristinn Hóseasson prófastur hefúr þjónað í Heydölum í nær 40 ár, en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Séra Gísli Jónsson hefur þjónað í Víkurprestakalli en hefur verið skipaður sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 16. nóv- ember. GOTT VERÐ Borð og fjórir stólar á sértilboðsverði kr. 9.900 Opið til kl. 4. í dag. Smiðjuveqi 6, Kópavogi simar 45670 - 44544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.