Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 29
e r a r f *) MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 29 Gengi gjaldmiðla Gengi Bandarfkjadollars var óstöðugt gagnvart helstu gjald- miðlum. Gullverð lækkaði um rúma fjóra dollara únsan. Þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í gær kostaði sterlingspundið 1,4320 dollara en kostaði 1,4405 dollara síðdegis á fimmtudag. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 154,15 japönsk jen (154,22), 1,9760 vestur-þýsk mörk (1,9730), 1,6195 svissneska franka (1,6175), 6,4650 franska franka (6,4675/, 2,2305 hollensk gyllini (2,2315), 1.368,50 ítalskar lírur (1.376,50) og 1,3892 kanadíska doilara (1,38605) Mynd af Grace Kelly afhjúpuð AP/Stmamyrd. ANDLITSMYND af Grace heitinni Kelly, furstafrú í Mónakó, var afhjúpuð sl. miðvikudag í ríkis- listasafninu í Washington, þeirri deild þess, sem eingöngu hefur bijóstmyndir og andlitsmyndir. Viðstödd afhjúpunina voru nancy Reagan, forsetafrú, og fjölskylda Grace, Karólina, Stefanía og Rainier fursti. Sprengt í Nevada _ Las Vegas, AP. ÖFLUG kjarnorkusprengja var sprengd í gær neðanjarðar í Nevada-eyðimörkinni i Banda- ríkjunum. Höggbylgjan frá sprengingunni fannst í 165 km fjarlægð og mæld- ist hún 5,4 á Richter-kvarða. Skulfu hús í Las Vegas en ekki er vitað um neitt tjón. Sprengikrafturinn var jafn 150.000 tonnum af TNT- sprengiefni og má ekki vera meiri samkvæmt samningum um kjam- orkusprengingar neðanjarðar. Hugleiðingar um leiðtogafundinn ALLAR götur síðan Salómon konungur hitti drottninguna af Saba og heilagur Antoníus heimsótti Kleópötru á Nílarbökkum hafa leiðtogaftmdir verið snar þáttur í alþjóðlegri stjórnsýslu. Á síðari hluta þessarar aldar hefur þessum fundum aftur á móti fjölgað í slíkum mæli að uggvænlegt er og sumir telja að hafi þveröfug áhrif við þau, sem tilætluð eru. Ég hef sótt marga leið- togafundi undanfarin 20 ár, þar á meðal fyrsta fund Reagans og Gorbachevs í Genf fyrir ellefu mánuðum. Genfarborg er sem sköpuð fýr- ir slíka fundi. Þar er flöldi hótela, glæsilegar fundahallir, óaðfinnan- leg fj arskiptaaðstaða. Aukinheld- ur hafa Genfarbúar mikla reynslu í að halda alþjóðlegar ráðstefnur og þeir höfðu nægan tfma til und- irbúnings áður en fyrri fundur Reagans og Gorbachevs var hald- inn. Reykvíkingar stóðu lakar að vígi á öllum þessum sviðum. Þess vegna veltum ég og starfsbræður mínir því fyrir okkur hvers vænta mætti af leiðtogafundinum með sömu eftirvæntingu og Leifur Eiríksson hlýtur að hafa fundið til þegar hann lagði upp í siglingu sína um ókortlögð höf. Ótti okkar reyndist ástæðulaus. Reyndar hófst ferðin með ósköp- um. Flugleiðir afiýstu aukaflugi frá London án fyrirvara og út- skýringa. Þurftum við því að bíða tíu klukkustundir eftir næstu flugvél. Okkur varð hugsað til þess hvort hlutimir væru skipu- lagðir með þessum hætti á íslandi. Aftur á móti var ljóst frá því að við lentum í Keflavík að sú var ekki raunin. Tollverðir og starfs- menn útlendingaeftirlitsins voru kurteisir og brosmildir. Ég og starfssystir mfn fengum inni hjá yndislegri fjölskyldu, sem af ör- læti hafði opnað fyrir okkur heimili sitt vegna viðburðarins. Ég naut slíkra þæginda á þessu heimili að ég er hér enn, viku eftir að leiðtogafundinum lauk. Sama greiðvikni og eljusemi ein- kenndi alia skipulagningu fyrir erlenda fréttamenn í alþjóðlegu fréttamiðstöðinni, sem komið var á laggimar í Hagaskóla. Skilríki fréttamanna vom veitt fljótt og átakalaust; gnótt upplýsinga lá fyrir með litlum fyrirvara og ör- yggisgæsla var skynsamlega af hendi leyst og lítt áberandi. En heista áhyggjuefni frétta- manns era fjarskipti og á það sérstaklega við um mann í minni stöðu, sem treystir á að geta sent rödd sína. Það er gagnslaust að vera viðstaddur sögulegan við- burð ef símalínur og önnur aðstaða er ekki fyrir hendi. En þetta atriði reyndist ekki heldur vera áhyggjuefni. Póstur og sími og þær yndislegu konur, sem þar starfa, unnu kraftaverk. Hér lang- ar mig einnig að þakka starfsfólki Ríkisútvarpsins við Skúlagötu. Án þeirra hefðum við aldrei getað leyst störf okkar af hendi. Tækni- menn þeirra bragðust okkur Gordon Martin. aldrei, hvorki í fréttatútsendingu mum klukkan fimm á morgnana, né þegar síðasta fréttatíma var útvarpað á miðnætti. Hæfni þeirra f starfí var með sömu afbrigðum og óbrigðul hjálpfysi þeirra. Fóm- fysi þeirra og skyldurækni var meiri en hægt er að krefjast. Við gátum hlýtt á allt, sem fram fór. Það var tæknimönnun- um, sem lögðu beinar línur á fréttamannafundi að þakka. Einn- ig fengum við að nota upptökur, sem gerðar vora. Þeir gáfu aldrei til kynna að við væram fyrir þótt þröngt væri setið og þeir þyrftu að vinna hratt. Að auki vora ætíð til birgðir af kaffí og te til að dreypa á þegar færi gafst og átti maður þess þá kost að njóta ógleymanlegrar fegurðar hafnar- innar og fjallanna fyrir handan fjörðinn. Ég var þeirra forréttinda og ánægju aðnjótandi að geta dvalist áfram á íslandi eftir að leiðtoga- fundinum lauk. Ég hef hitt fyrir fjölda frammámanna í viðskipta- heiminum, sérfræðinga í fjölmiðl- un og stjómmálamanna. Hvar sem ég hef komið hefur vingjam- legt og góðlegt viðmót mætt mér, hvort sem er í bönkum, verslun- um, strætisvögnum eða á veit- ingastöðum - sem era reyndar framúrskarandi að minni hyggju. Ég mun sakna þessara ljúffengu fiskrétta þegar ég kem aftur til London! Hvað varðar alþjóðleg sam- skipti fékk ég hér tækifæri til að leiðrétta ýmsar þær ranghug- myndir, sem ég gerði mér um stöðu íslands í Evrópu. Fyrir nokkram áram skrifaði ónefndur maður bók, sem hét „ísland: treg- ur bandamaður" (Iceland, the Reluctant Ally). Ekkert gæti verið jafn flarri sannleikanum. Ég hef komist að því að íslendingar era traustir aðilar að Atlanthafs- bandalaginu. Þeir era staðráðnir í að taka fullan þátt í vamarmál- um NATO og vinna að því af atorku að friður haldist með styrkleika og einingu. Ég komst einnig að því að gildismat er það sama á íslandi og í mínu heima- landi - og að ýmsu leyti næst á íslandi meiri árangur þegar kem- ur að því að gildismat hafí áhrif á gang mála. Eg ég veit að margir hér urðu fyrir vonbrigðum þegar leiðtoga- fundurinn, sem þeir höfðu lagt sig fram um að mætti takast, virtist hafa mistekist á sunnudagskvöld. Von um að nafn höfuðborgar ís- lands yrði tengd jákvæðu og jafnvel sögulegu samkomulagi virtist hafa kviknað. Þegar ég festi þess orð á blað nokkram dögum síðar hafa teikn, sem gefa tilefni til meiri bjartsýni, birst á lofti. Þrátt fyrir allt gæti verið að lagður hafi verið grannur að umfangsmiklu samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar með und- irbúningsvinnunni, sem hér var leyst af hendi. Hættan við leið- togafundi er sú að við geram okkur glæstari vonir um varanleg- an árangur, en efni standa til. Mig langar að ljúka þessum orðum á því að segja ykkur sögu af Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra. Ég ferðaðist með honum til Afríku fyrir þremur mánuðum. Margir muna eflaust hvemig heimsókn hans lauk. Botha for- seti sagði honum ómyrkur í máli að Suður-Afríkustjóm myndi ekki líða afskipti utanaðkomandi aðila. Botha kvaðst ekki einu sinni líða tillögur þær um breytingar, sem Howe hafði reynt að koma á fram- færi fyrir hönd aðildarríkja Evrópubandalagsins. „Hefur þú ekki orðið fyrir vonbrigðum með að för þín var árangurslaus að því er virðist," spurði ég Howe í viðtali fyrir BBC. Hann rifjaði upp úr Biflíunni söguna af því þegar múrar Jerikóborgar hrandu við gjallandi lúðrablástur og sagði: „Ég hef aldrei aðhyllst þá stefnu í utanríkismálum, sem kenna mætti við Jerikó. Til að breytingar eigi sér stað þarf meira en að þeyta lúður nokkram sinnum." Vissulega verða þeir háu veggir, sem reistir hafa verið í samskipt- um austurs og vesturs, ekki brotnir niður á einni nóttu. En það starf, sem unnið var í Reykjavík, gæti auðveldlega reynst upphafið að því að þessi múr verði ijarlægður. Og íslend- ingar eiga þakkir skildar fyrir að hafa átt þar hlut að máli. Höfundur atarfar þjá heimsþjónustu breska ríkisútvarpsins (BBC World Service) og flytur þar fréttir um utanríkismál (Diplomatic Corre- spondent). CHEVROLET MONZA 1987 árgerðirnar eru komnar — Beinskiptir — Sjálfskiptir — Aflstýri — 4ra og 3ja dyra — Framhjóladrifinn — Þægilegur — Öruggur — Sparneytinn 1 V Q Verð: 451.000 beinskiptur 505.000 sjálfskiptur HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Verð: 444.000 beinskiptur 498.000 sjálfskiptur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.