Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
Sovéski njósnarínn Zakharov:
Sagði til njósnara
í Bandarí kj unum
U/ noliíti n4 a n AD
Washington, AP.
BANDARÍSKIR embætttismenn
skýrðu frá því í gær að Gennadiy
Zakharov, sem handtekinn var
23. ágúst í Bandaríkjunum vegna
gruns um njósnir í þágu Sovét-
stjórnarinnar, hefði þegar eftir
handtökuna játað að vera njósn-
ari. Sögðu þeir ennfremur að
Zakharov hefði sagt Valery
Savchenko, starfsmann sendi-
nefndar Sovétríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, vera hátt-
settan yfirmann innan sovésku
leyniþjónustunnar (KGB).
Aukinheldur hafði Zakharov sagt
til Vladislav Skvortsov, yfírmanns
sovésku leyniþjónustunnar í New
York. Zahkarov er sagður hafa
nefnt einn sovéskan njósnara til
viðbótar en mennimir þrír eru allir
starfsmenn Sovétstjómarinnar hjá
Sameinuðu þjóðunum.
í fréttum ABC sjónvarpsstöðvar-
innar í gær sagði að Zakharov hefði
játað á sig njósnir eftir fjögurra
klukkstunda yfírheyrslu. Hann var
handtekinn 23. ágúst síðastliðinn í
New York eftir að hafa reynt að
kaupa leynileg skjöl af starfsmanni
bandarísku alríkislögreglunnar.
Viku síðar var bandaríski blaðam-
aðuinn Nicholas Daniloff handtek-
inn fyrir njósnir í Moskvu.
í New York. Svo sem kunnugt er
af fréttum tókst stórveldunum að
ná samkomulagi um lausn þeirrar
deilu skömmu áður en tilkynnt var
um leiðtogafundinn í Reykjavík.
Alnæmi í Bandaríkjaher:
Mótefni finnst í
0,15% hermanna
Washington, AP.
AF einni milljón bandarískra
hermanna, karla og kvenna, sem
athuguð hafa verið, hafa 0,15%
mótefni gegn alnæmi í blóði sínu.
Er þetta sama hlutfall og komið
hefur í ljós við athuganir á nýlið-
um í hernum.
Niðurstaðan var sú, að 1500
menn og konur reyndust hafa al-
næmismótefni í blóði sínu og rúmur
helmingur þeirra var farinn að sýna
„nægileg sjúkdómseinkenni" til að
vera leystur úr hemum af heilsu-
farsástaeðum.
Ráðamenn innan bandaríska
hersins velta því nú fyrir sér hvort
þeir hafí tekið of linlega á þeim
hermönnum, sem vitað er um að
hafa alnæmismótefni f blóði án þess
að sýna nokkur merki sjúkdómsins.
Nú er þeim leyft að gegna sínu
starfí en verða að koma reglulega
í læknisskoðun og eru ekki sendir
í herstöðvar erlendis. Vex nú þeirri
skoðun fylgi, að þessum hermönn-
um skuli veitt sómasamleg lausn
frá herþjónustu.
Flugskeyti skot-
ið á Bagdad
Bagdad, AP.
ÍRANAR skutu á föstudag lang-
drægu flugskeyti á íbúðarhverfi
í Bagdad, höfuðborg íraks. íbúar
hverfisins lögðu á flótta og kváð-
ust þeir óttast að fjöldi fólks
hefði beðið bana þegar skeytið
sprakk.
Stjóm íraks hefur ekki gefíð út
yfírlýsingu um árásina.
íranska fréttastofan IRNA
greindi frá því að skeytinu hefði
verið miðað á fjarskiptamiðstöð
borgarinnar.
Sprengingin var mjög öflug og
kviknaði í húsum og bifreiðum er
skeytið sprakk. Sjúkrabifreiðir og
slökkviliðsbílar óku með vælandi
sírenur inn í hverfíð og skömmu
síðar hófst björgunarstarf með
vömbifreiðum og jarðýtum.
íranska fréttastofan sagði að
árásin hefði verið gerð til að hefna
fyrir loftárásir fraka.
Mæla skalþarft eða þegja
MIKIÐ fjaðrafok hefur orðið f Bretlandi út af ummælum, sem
höfð eru eftir Filipusi drottningarmanni, sem nú er f opinberri
heimsókn Kfna ásamt Elísabetu Englandsdrottningu, eiginkonu
sinni. Segir sagan, að hann hafi látið þau orð falla við breska
námsmenn f Kína, að Pekingborg væri „óhugnanleg" og að
þeir yrðu bara „píreygðir" ef þeir kæmu sér ekki burt. Bresku
blöðin, einkum „gula pressan", gera sér mikinn mat úr þessu
og er málið allt hið vandræðalegasta fyrir bresku konungs-
fjölskylduna.
Það gerðist kraftaverk
— sagði sovéski andófsmaðurinn David Goldfarb
við komuna til Bandaríkjanna
Newark, Bandarflgunum, AP.
„í GÆR gerðist kraftaverk. Ég
var svo hrærður, að mér kom
ekki blundur á brá í alla nótt,“
sagði sovéski andófsmaðurinn
David Goldfarb, vinur banda-
riska blaðamannsins Nicholas
Daniloff, þegar hann kom til
Bandaríkj anna á fimmtudags-
kvöld. Kom hann frá Moskvu
ásamt bandaríska iðnjöfrinum
Armand Hanuner, sem átti mik-
inn þátt í að fá Goldfarb lausan.
Goldfarb, sem er erfðafræðingur
að mennt, var fluttur í sjúkrabörum
til Bandaríkjanna en hann er illa
haldinn af sykursýki. Kona hans,
Cecilia, fékk að fara með manni
sínum. Á flugvellinum í Newark í
New Jersey tóku á móti þeim sonur
þeirra, Alexander, systir Goldfarbs,
Nina Shurkovich, Daniloff og eigin-
kona hans. Urðu með þeim miklir
fagnaðarfundir en síðan var farið
með Goldfarb á sjúkrahús.
Alexander Goldfarb hefur skýrt
frá því, að árið 1984 hafí KGB,
sovéska öiyggislögreglan, reynt að
fá föður hans til að svíkja vin sinn,
Daniloff, og leiða hann í gildru en
hann þvemeitaði. KGB tókst það
hins vegar gagnvart öðrum kunn-
ingja Daniloffs eins og frægt er
orðið. Alexander kom til Reykjavík-
ur meðan á leiðtogafundinum stóð
til að vekja athygli á hlutskipti föð-
ur síns en það var bandaríski
iðnjöfurinn Armand Hammer, sem
hefur góð samskipti við Sovétmenn,
sem fékk hann lausan.
Geimvopnatilraunir Sovétmanna:
Hafa þegar gert tilraunir
utan rannsóknarstofnana
Skutu leysigeisla að geimfari árið 1982
FYRR í þessari viku skýrðu bandariskir sérfræðingar frá því að
Sovétmenn hefðu þegar framkvæmt tilraunir með geimvopn. Svo
sem fram hefur komið lagði Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov-
étríkjanna, fram tillögu á Reykjavikufundinum þar sem kveðið
var á um tiu ára bann við tilraunum með geimvopn utan rannsókn-
arstofnana. Tilraunir Sovétmanna voru hins vegar þess eðlis að
þær hefðu talist brot á þessu samkomulagi hefði það náð fram
að ganga.
Að sögn bandarísku sérfræð-
inganna tókst Sovétmönnum
þegar árið 1982 að beina leysi-
geisla að mönnuðu geimfari og
höfðu geimfaramir meðferðis sér-
hönnuð gleraugu til að vemda
augu þeirra fyrir geisluninni. Vit-
að er að Sovétmenn vinna nú að
smíði vopna gegn eldflaugum og
var leysigeislanum skotið frá
rannsóknarstöð einni i Kazakh-
stan.
Sá vopnabúnaður sem Sovét-
menn hyggjast þróa er sagður
mjög frumstæður samanborið við
geimvamaáætlun Bandaríkja-
stjómar. Þetta er sögð vera ein
meginástæða þess að Sovétmenn
leggja nú höfuðáherslu á að hefta
geimvopnatilraunir Bandaríkja-
manna. Margir hafa látið þá
skoðun í ljós að tölvubúnaður
Sovétmanna standi hinum banda-
ríska langt að baki og hið sama
gildir um ýmsan annan hátækni-
búnað.
Dr. Simon Kassel hefur unnið
flölmargar skýrslur um leysivopn
Sovétmanna fyrir Bandaríkja-
stjóm. Að hans sögn voru kröfur
Sovétstjómarinnar um að tilraunir
með geimvopn færu eingöngu
fram innan rannsóknarstofnana
settar fram til þess að Sovétmönn-
um gæfíst tími til að vinna upp
forskot Bandaríkjamanna á sviði
hátæknibúnaðar. „Sovétmenn em
langt á eftir okkur. Ég tel að
menn geri sér almennt ekki grein
fyrir hversu takmörkuð tækni-
þekking þeirra er,“ sagði Dr.
Kessel í síðustu viku.
Þessar upplýsingar stangast á
við fullyrðingar ýmissa talsmanna
bandaríska vamarmálaráðuneyt-
isins sem hafa ítrekað haldið því
fram að Sovétmenn ráði yfír
gagneldflaugakerfum sem ógni
öryggi Vesturlanda. Að sögn Jam-
es E. Oberg, sem er sérfróður um
geimvopnatilraunir Sovétmanna,
var ieysigeisla skotið að mönnuðu
geimfari frá rannsóknarstöð í
Shaiy Shagan í Kazakhstan árið
1982. Oberg segir þetta dæmi
sýna að Sovétmenn hafí nú þegar
náð umtalsverðum árangri á sviði
há-þróaðra leysivopna, Dr. Roy
D. Woodruff, sem starfar við Law-
rence Livermore rannsóknar-
stofnunina í Kalifomíu, kveðst
vera sammála James E. Oberg.
„Sovétmenn hafa nú þegar gert
ljölmargar tilraunir með gagneld-
flaugakerfí og geimvopn utan
Bandarískir sérfræðingar segja Sovétmenn hafa gert árang-
ursríkar tilraunir með gagneldflaugakerfi og leysivopn. Teikning-
in er af Tyuratam geimstöðinni i Sovétríkjunum. Þar eru m.a.
eldflaugar sem geta grandað gervitunglum.
veggja rannsóknastofnana. Við
vitum ekki hversu langt þeir eru
komnir. Þeir verða að láta okkur
í té mun skilmerkilegri upplýsing-
ar um rannsóknir sínar áður en
til greina kemur að undirrita sam-
komulag varðandi tilraunir með
slíkan vopnabúnað," sagði Dr.
Woodruff.
Þýttúr TheNew York Times