Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Skattkerfisbreyting1 Banda- ríkjamanna og tekjuöfl- unarkerfi íslenska ríkisins eftir Sigurð B. Stefánsson Grein sú, sem hér fer á eftir birt- ist i síðasta tölublaði Vísbending’- ar, vikurits um erlend viðskipti og efnahagsmál, sem gefið er út af Kaupþingi hf. Morgun- blaðið hefur fengið leyfi höfund- ar til þess að birta grein þessa og fer hún hér á eftir: Einfalt, skilvirkt og skiljanlegt skattkerfi Skattkerfisbreytingar Banda- ríkjamanna, sem eru hinar róttæk- ustu í fjóra til fimm áratugi, hafa orðið til þess að skattlagning og umsvif hins opinbera eru nú efst á baugi víða í Evrópulöndum. Bretar, Vestur- Þjóðvetjar og Frakkar, auk fjölmargra annarra þjóða, hafa ver- ið að vinna að breytingum á skatt- kerfínu í ríkjum sínum. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að endurskipulagning á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs hér á landi standi yfír, en meðal þeirra breytinga sem nefndar hafa verið eru álagning virðisaukaskatts í stað söluskatts og hugsanleg samtíma- greiðsla á tekjuskatti einstaklinga. Vegna þess hve breytingamar á skattkerfi Bandaríkjamanna eru viðamiklar hafa þær orðið til þess að koma af stað umræðu um skatta- mál á alþjóðlegum vettvangi sem ristir mun dýpra en oft áður. Banda- ríkjamenn hafa sjálfir bent á að mikil lækkun jaðarskatta í Banda- ríkjunum kunni að gera Evrópu- þjóðum erfitt um vik að leggja allt að 70—90% skatt á hæstu tekjur. Jafnframt hefur skattkerfísbreyt- ing Bandaríkjamanna verið vatn á myllu þeirra sem lengi hafa barist fyrir því að skattheimta í Evrópu- löndum sé færð í einfaldara og sanngjamara form. Hér á eftir og í annarri grein síðar verður fjallað um skattheimtu og tekjuöflun ríkisins út frá þeim skattkerfísbreytingum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum en þó með íslenska skattkerfið sérstak- lega í huga. Eitt af meginverkefn- um stjómvalda á næsta kjörtímabili hlýtur að vera að halda áfram starfi núverandi ráðamanna og færa tekjuöflun ríkisins í nútímalegra horf. Skattlagning hefur áhrif á alla starfsemi þjóðarbúsins og getur ráðið úrslitum um þróunina á fjöl- mörgum sviðum efnahagsmála. í uppstokkun á skattkerfinu þarf að taka afstöðu til skiptingarinnar á milli beinna og óbeinna skatta og á milli skattlagningar einstaklinga og fyrirtækja. Þá vakna einnig spumingar um skattlagningu hjóna eða sambýlisfólks og einstaklinga, um skiptingu skattheimtu og verk- efna á milli ríkis og sveitarfélaga, um áhrif skattlagningar á skiptingu tekna á milli spamaðar og eyðslu, um skattlagningu eigna, flármagns og fjármagnstekna, um fymingar- reglur í rekstri sem ráða því hvort hagnaður af flárfestingu í tæki er skattaður seint eða snemma á notk- unarskeiðinu, ogþannigmætti lengi telja. Þessi upptalning, þótt hún sé engan veginn tæmandi, kann að virðast vera frumskógur af vanda- málum. Lykiilinn að svari við mörgum spuminganna felst þó í því að skattkerfíð verður að vera sem einfaldast, í senn bæði skilvirkt og auðskiljanlegt. Öðruvísi verður ekki komist að rótum skattsvika og öðruvísi er ekki unnt að hafa hemil á óskráðri starfsemi, en bæði þessi atriði em vandamál víða um heim ekki síður en hér á landi. Stighækkandi eða flatur tekjuskattur? Með stighækkandi tekjuskatti er átt við að hlutfallslega hærri skatt- ur er lagður á háar tekjur en lágar. Sem dæmi má taka að við álagn- ingu 1986 hér á landi vegna ársins 1985 var lagður 19,5% tekjuskattur á tekjur allt að kr. 272 þús., 30,5% skattur á tekjur á bilinu frá kr. 272 þús. til kr. 544 þús. og 43,5% tekju- skattur á tekjur þar fyrir ofan (sjá nánar töflu). Að auki greiðist út- svar til sveitarfélaga, oftast á bilinu 10,5—11%, en útsvarið er flatur skattur. Fýrir skattalagabreyting- una í Bandarílrjunum var lagður á tekjuskattur í 14 þrepum á bilinu frá 11% til 50%. Efstu þrep banda- ríska skattstigans tóku að lækka snemma á sjöunda áratugnum er John F. Kennedy lagði niður 91% þrep skattstigans. Fljótlega eftir að Reagan forseti kom til valda fór hann að dæmi Kennedys og lækk- aði efsta þrep bandaríska skattstig- ans úr 70% í 50%. í hinu nýja skattkerfí Bandaríkjamanna er efra þrepið 28% en þó greiðist 33% skatt- ur af allra hæstu tekjum vegna sérstakra ákvæða. Stighækkandi tekjuskattur tók að breiðast út á ámnum eftir heims- styijöldina síðari og var hugmyndin að beita tekjuöflunarkerfi ríkisins til að flytja tekjur frá þeim er hafa háar tekjur til hinna tekjuminni. Með þeirri breytingu sem gerð hef- ur verið á bandaríska skattkerfínu nú hefur verið bundinn endi á þessa tilraun og er mikill meirihluti þeirra, sem um skattalagabreytinguna hafa fjallað, sammála um að stig- hækkandi tekjuskattur hafi aldrei náð tilgangi sínum. Þeir tekjuhærri hafa jafnan fundið leiðir til að greiða hlutfallslega lægri skatt en þann sem skattstiginn segir til um, t.d. með frádráttarliðum og öðmm löglegum aðferðum, með því að flytja lögheimili sitt þangað sem skattheimta er sanngjamari, eða með óskráðri starfsemi. Nákvæm- lega það sama á við hér á landi og hefur tekjuskattur af þeim sökum verið uppnefndur óréttlátasti skatt- urinn, skattur á launafólk, o.s.frv. íslenskir stjómmálamenn hafa ver- ið sammála um að fella ætti tekju- skatt niður af „almennum launatekjum". Vemlegt umhugsun- arefni er hvort röng greining hafi hér ekki leitt til rangrar niðurstöðu. Tekjuskattur er víðast hvar í nálæg- um löndum miklu hærra hlutfall af Sigurður B. Stefánsson tekjum ríkisins en hér á landi, þ.e. óbeinir skattar vega minna í tekju- öflun ríkisins en hér á landi. Þar sem málum er þannig háttað er óhjákvæmilegt að lagður sé nokkur tekjuskattur á meðallaun, einfald- lega vegna þess að skattur á hátekjumenn skilar víðast hvar hverfandi tekjum í ríkissjóð. Stafar það bæði af því að hópur þeirra er óvíða stór og af því að hinum efna- meiri tekst yfirleitt að nýta frá- dráttarheimildir skattkerfisins til hins ýtrasta. „Lóðrétt“ jafnræði eða „lárétt“? Á íslandi er hlutfallslega minni munur á hæstu og lægstu tekjum en víða annars staðar. „Hrikalegt misrétti" í skattamálum hér felst þvi að miklu leyti í því að fjölskyld- ur sem hafa svipaðar tekjur greiða afar misháa skatta vegna „aðstöðu- munar". í skattkerfisbreytingum sínum hafa Bandaríkjamenn ráðist með oddi og eggju gegn þessu mis- rétti. Með nýja kerfinu er stefnt að því að auka það sem þeir kalla „lá- rétt“ jafnrétti (jafiirétti í skatt- greiðslum á milli þeirra sem hafa svipaðar tekjur) en hafa viðurkennt í verki að „lóðrétt" jöfnun með skattkerfinu, þ.e. telg'uflutningur milli hátekjufólks og lágtekjufólks með stighækkandi tekjuskatti, sé gagnlaus. Stighækkandi tekju- skattur hefur aldrei skilað tilætluð- um árangri og í reynd hefur hann aðeins aukið á misrétti í skatt- heimtu. Skattsvik á íslandi verða seint upprætt með því að herða eftirlit og viðurlög. Fyrsta skilyrðið til eðlilegrar skattheimtu er að skattborgarar skilji hvað þeir eiga að greiða í skatt, hvers vegna og hvert fjármunir þeirra renna — rétt eins og þegar fólk ráðstafar sjálft fjármunum sínum í verslunum. Þessu marki verður ekki náð fyrr en komið hefur verið á staðgreiðslu tekjuskatts, þannig að verðbólga, tekjusveiflur og breytingar á skattareglum milli ára hætti að rugla fólk. Jaftiframt þarf þetta nýja kerfí að vera einfalt í inn- heimtu með aðeins einu eða tveimur skattþrepum og sem fæstum frá- dráttarliðum. Jaðarskattur, meðal- skattur, persónu- afsláttur og sam- nýting skattþrepa Þrátt fyrir að athygli manna beinist oft aðallega að jaðarskatti, þ.e. að því skatthlutfalli sem greið- ist af hæstu tekjum, skiptir þó meðalskatturinn mestu máli. Með- alskatthlutfallið segir til um það hve skattgreiðslur alls eru hátt hlut- fall af tekjum alls. Þrátt fyrir að skattþrepum í bandaríska skatt- kerfínu hafi verið fækkað úr 14 í tvö og jaðarskattur lækkaður úr 50% í 28% er reiknað með að meðal- skattur, þ.e. hinar raunverulegu skattgreiðslur, verði álíka stig- hækkandi með hækkandi tekjum og áður. Þetta stafar af þvf að hin- ir og þessir frádráttarliðir, sem áður voru leyfðir og einkum nýttust fólki með háiar tekjur, hafa nú verið felld- ir niður. í nýja kerfinu er því gert ráð fyrir því að hinir tekjuháu þurfi ekki að greiða nema lítið eitt hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt en fólk með meðallaun. Á hinn bóginn hefur „undankomuleiðunum" verið lokað, þ.e. flestir frádráttarliðir felldir niður. í nýja kerfinu er því lagður sanngjam skattur á fólk og ekki gert ráð fyrir því að það kom- ist hjá því að greiða hann. Hér á landi hafa stjómvöld ekki gert mikið af því að gera fólki grein fyrir því hver raunveruleg skatt- byrði þess sé, t.d. sem meðalhlutfall af tekjum, hvorki í samanburði við fyrri ár né í samanburði við aðra tekjuhópa. Það er ef til vill ekki furða vegna þess hve íslenska skatt- kerfið er í reynd flókið. Áður hefur verið nefnt að verðbólga, breytingar á skattareglum og tekjubreytingar mgla samanburð á milli ára. Per- sónuafsláttur, ónýttur persónuaf- sláttur, persónuafsláttur til greiðslu útsvars og samnýting skattþrepa em engan veginn til að einfalda málið og gera venjulegu fólki í reynd ómögulegt að átta sig á því hvemig skattur er reiknaður og hvers vegna hann breytist á milli tímabila. Ef staðgreiðsla tekju- skatts verður tekin upp hér væri íslenska skattkerfiö og þaö bandaríska, fyrir og eftir breytingu ísland Bandaríkin Skatllagning einstaklinga Eftir breytingu Fyrir breytingu Skattstigi: Þrjuþrep. Irá 0 til 272 þús 19.57» Irá 272 til 544 þús : 30.57» ylir 544 þús.: 43.5% Tvö þrep. 157» og 287». Hjá Fjórtán þrep Irá hjónum tekur 287» þrep viö 117» til 50% um 29.750 dollara lekjur Tilfl. á milli hjóna: alll aö kr. 136.000 í lægsta þrepi Frádráttur: 10% af lekjum. lágmark kr. 47.600 hjá einstakl., kr. 83.300 hjá eins. for. 3.000 dollarar hjá ein- 2.480 dollarar hjá einstakl., stakl., 5.000 hjá hjónum 3.670 hjá hjónum Vaxtafrádráttur: Vegna Ijárf. i húsnæöi. hámark kr 433 514 á hjón Persónualsláltur: kr. 47.200 Vegna fjárfestingar i aðal- Til kaupa á fasteignum til heimili og einu ööru. eigin búsetu, auk 10.000 annars aðeins al Ijárm 1 dollara auk Irádr. afljár- magnstekjum Barnabætur: Fjöltlib.: krónur: krónur: 1 hj.: 10.200. ei.: 20.400 2 hj.. 25.500. ei.: 40.800 3 hj.: 40.000. ei : 61.200 Iteiri p/b. hj.: 15.300. ei.: 20.400 Vngri en 7 ára: kr. 10 200 aö auki p/b. i lok tekjuárs Auk þess barnabótaauki Skattur á vaxta- tekjur: Enginn Eins og á aðrar tekjur Eins og á aörar tekjur Skattur á aðrar fjármagnstekjur: Eins og á aðrar tekjur Eins og á aðrar tekjur Eins og á aðrar tekjur Eignaskattur: 0.957o auk 0.257», fríeignamörk kr. 2.496.000 f. hjón. V. hlutabr. og slolnlj.sj.: kr. 850.000 f. hjón. Bankainnisl. og sþarisk. undanskilin Söluhagnaður: Skattl. eins og aörar tekjur Eins og aðrar tekjur. hæst 60% af söluhagnaði ekki 28% skattsk., 20% skattur af 40% Sjúkratryggingagj.: . 27o al úlsvarsstolni yfir kr. 402 560 Til sveitarfél.: útsvar: um 10.57» a( tekjum. gr. til sv.lél. fasteignagjöld: 0,4 7» al fasteignamati Frádráttarbærir nema sölusk. Frádráttarbærir án undan- tekninga Sérstakir frádr.liðir: Fjórf. i atvr.: einstakl. kr. 34.000, hjón kr. 68.000 Arðsfr.dr.: einstakl. kr. 42.500. hjón kr. 85.000 Sjómannafr.dr.: kr. 245 pr. lögskr.dag Námsfr.dr. (yfir 16): kr. 43.357, erl. kr. 86 714 Giftingarfr.dr.: kr 26.520 Iðgjaldaf lifsáb.: kr. 5.726 Sparnaður lagður i eigin eftirl.sj. Sérstakur sparnaður (401 K) Enn 2.000 dollarar en 2 000 dollarar á ári minnkandi fyrir hát. fólk Allt aö 7.000 dollurum á ári Allt aö 30.000 dollurum á ári Skattlagning fyrirtækja Tekjuskattur: 51% af tekjuskattsstofni Frádráttur v. fjár- festingar eða f jár- festingarsj.tiilag 40% af skattsk. tekjum samkv. sérstökum skilyröum Hæsta hlutfall 347», lægra Hæsta hlutlall 467o. lægra el ef tekjur innan viö $75.000 tekjur innan viö $100.000 Enginn 6-107» vegna tækjakaupa Fyrningar Verksmiöjuvélar og iönaöarvélar 157o, ýmsar aörar vélar og læki 207» Átta eignaflokkar, frá Fimm eignaflokkar, 3% til 19% 3% til 31,5% á ári á ári. Flýtifyrning heimiluð Lágmarksskattgr. Enginn Hækkaðirstórlega. Ekkimjögháir Hádegisverðiro.þ.h. Frádráitarbærl 807o frádráttarbært Frádráttarbært 15. október 1966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.