Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 64
STERKTKDRT LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. ÉlmmSKmm Tengivagninn lagðist á hliðina þegar verið var að losa úr honum sand. Morgunbiaðií/ingvar GuðmundBaon Tengivagn valt ogskemmdi fólksbifreið STÓR tengivagn valt þegar verið var að losa sand úr honum við Skildinganes í gær. Vagninn lagðist á hliðina þegar byrjað var að sturta úr honum. Hann skall á lítilli fólks- bifreið sem stóð við bflskúr og kastaðist fólksbifireiðin áfram, skall á bflskúrshurðina og skemmdi hana. Ekki er vitað hvað olli óhapp- inu en mesta mildi er að enginn slasaðist þar sem böm voru í námunda við tengivagninn. Þegar tengivagninn valt skall hann á lítilli fólks- bifreið og skemmdi hana töluvert. Síldarbátarnir gætu fengið 9200 lestir af þorski FRESTUR útgerðarmanna til að skipta sfldarkvóta sínum fyrir botnfiskkvóta rann út 5. október sl. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, hafa 45 bátar skipt um kvóta á þennan hátt, en eftir standa 94 bátar með veiðileyfi á sfld. Hann sagði að strax eftir helgina yrði að taka ákvörðun um hvort þessum bátum verði veittur botnfiskvóti, slitni endan- lega upp úr sildarsölusamning- um. Sé miðað við þœr úthlutunar- reglur sem farið var eftir í vor yrði hér um að ræða tæplega 9200 tonn af þremur tegundum, þorski, ýsu og ufsa. Upprunalega var gert ráð fyrir 600 tonna sfldarkvóta á bát, miðað við 65.000 tonna heildarveiði. Þar sem bátunum hefur fækkað nálgast kvótinn 700 lestir á bát. Þórður sagði að ráðuneytið hefði fundið fyrir því að útgerðarmenn væru orðnir uggandi um sinn hag, eftir að samningar við Rússa sigldu í strand. Hefði þó aftrað mörgum frá því að skipta um kvóta, að þar með væru þeir að afsala sér sfldveiðum endaníega. „Menn hafa af þessum sökum verið tvístígandi, því sfldveiðin hefur verið mjög happa- dijúg útgerð víðsvegar um landið“ sagði Þórður. Ekki er ljóst hvaða úthlutunar- reglur muni gilda, verði öllum sfldarbátunum úthlutað öðrum Þórður Ásgeirsson forstjóri OLÍS: „Engín vandkvæði á olíu- kaupum á fijálsum markaði“ „ÞAÐ er engum vandkvæðum bundið að fá alla þá olíu sem við þurfum á að halda annars staðar en í Sovétríkjunum og ég met það þannig að kjörin ættu að geta orðið svipuð," sagði Þórður Asgeirsson forstjóri Olíuverslun- ar íslands hf. þegar hann var spurður um möguleikana á olíu- kaupum ef ekki semdist við Sovétmenn. Viðræður um olíu- kaup hefjast í Moskvu á mánu- dag. Þórður sagði að kjör á hinum frjálsa markaði væru mismundandi. Ýmist væri hægt að semja um verð sem tæki mið af verðskráningu f Rotterdam á lestunardegi eins og í viðskiptunum við Sovétríkin, eða kaupa olíuna á föstu verði. Taldi Þórður að kjörin á hinum fijálsa markaði yrðu hvorki betri né verri í heildina tekið en næst með samn- ingum um mikið magn við Sovétrík- in. Hann sagði að stundum gæti verið vandkvæðum bundið að fá jafii góða gasolfu og Sovétmenn bjóða fyrir sama verð, en á móti kæmi að Sovétmenn væru heldur óáreiðanlegir í afgreiðslum á olíunni og ef olfan væri keypt annarsstaðar yrði hægt að skipuleggja innkaupin betur sem þýddi einhvem spamað. A síðasta ári keyptu íslendingar 304 þúsund tonn af olíuvörum af Sovétmönnum og var það 50,9% af öllum olíuinnkaupum okkar. Olíuvörur eru um 90% af öllum inn- flutningi okkar frá Sovétríkjunum. Vegna lækkunar á olíu á heims- markaðsverði stefndi f það að vöruskiptajöfnuður Íslands og Sov- étríkjanna yrði hagstæður á þessu ári í fyrsta skipti í mörg ár. Verði hins vegar ekkert af síldarkaupum Sovétmanna og olíuverð helst óbreytt stefnir í halla á viðskiptun- um að nýju strax á næsta ári. Sjá nánar á bls. 10: „Stefnir í halla á vöruskiptum.“ kvóta. Þórður sagði að það yrði á valdi ríkisstjómarinnar, sjávarút- vegsráðherra væri nú í útlöndum en kæmi heim um helgina. Þeim sem skipt hefðu í botnfiskkvóta í vor hefði verið úthlutað 60 tonna afla af þorski, 15 tonnum af ýsu og 10 tonnum af ufsa í stað 600 tonna af sfld. Ef miðað er við sömu úhlutunarreglur myndu sfldarbát- amir 94 skipta á milli sín tæplega 6500 tonna þorskkvóta, eða 69 tonn á bát, um 1600 tonnum af ýsu, 17 tonn á bát og tæplega 1100 tonnum af ufsa, 11,5 tonn á bát. Hér er gert ráð fyrir að miðað yrði við 700 tonna sfldarkvóta, og ekki tekið til- lit til mismunandi veiðarfæra sem hafa verið tekin til greina við úthlut- un botnfiskkvótans. Glæfraleg ökuferð um Óshlíðina fufirði Ungur sjómaður af aðkomubáti stal bfl og olli verulegum skaða með ógætilegum akstri frá mið- bæ ísafjarðar út i Bolungarvfk í gær. Pilturinn, sem var i vörslu lögreglunnar á ísafirði í gær- kvöldi, er grunaður um ölvun við akstur. Pilturinn tók stóran amerískan fóiksbfl traustataki í miðbæ ísa- fjarðar síðdegis og ók á miklum hraða áleiðis til Bolungarvíkur. Á Leiti innanvert við Hnífsdal ók hann á Trabant-bfl sem hann mætti og var ökumaður Trabantsins fluttur á sjúkrahús en reyndist lítið slasað- ur. Þá ók pilturinn margsinnis utan í grindverk sem er á ytri kanti veg- arins, þama á Leitinu. Á Óshlíð ók hann fram úr öðrum bíl, og var nærri búinn að þvinga hann út af veginum. Á Aðalstræti í Bolungarvík ók hann svo utan í bfl áður en hann stöðvaði við versi- unarhús Jóns Fr. Einarssonar og tók til fótanna. Trabantinn er talinn ónýtur og stolni bflinn mikið skemmdur. Úlfar Úrskurður Kjaradóms: Laun þingmanna hækka um 10% Forseti Islands fær 167.095 krónur í mánaðarlaun LAUN alþingismanna hækka um 10% frá og með 1. október sam- kvæmt úrskurði Kjaradóms á fimmtudag. Laun æðstu embættis- manna ríkisins hækka um 7,5% frá sama tíma, nema laun forseta íslands og ráðherra, en laun þeirra hækka um rúmlega 9%. Hús- næðiskostnaður, dvalarkostnaður og kostnaður við ferðalög þingmanna í kjördæmi helst að mestu óbreyttur. Laun þessi munu hækka 1. desember næstkomandi um 2,5%, eins og laun samkvæmt kjarasamningum rfkisins og BSRB. Laun þessi hækk- uðu um 6% f júlf síðastliðnum. Þingfararkaup alþingismanna verður nú 88.963 krónur, nema forseta Sameinaðs alþingis, sem fær greiddar 97.859 krónur. Það er breyting frá því sem áður var er allir alþingismenn voru á sömu launum. Húsnæðiskostnaður al- þingismanna verður 13.800 krónur á mánuði og dvalarkostn- aður um þingtímann 550 krónur á dag. Þá verður dvaiarkostnaður í kjördæmi 90.900 krónur á ári og kostnaður við ferðalög í kjör- dæmi verður eins og hér segir: f Reykjavíkurkjördæmi, 4.500 krónur á mánuði; í Reykjaneskjör- dæmi 8.300 krónur á mánuði og í öðrum kjördæmum 13.400 krón- ur á mánuði. Laun forseta íslands verða 167.095 krónur á mánuði frá 1. október, forsætisráðherra 161.489 og annarra ráðherra 146.808 krónur, en hluti launa ráðherra er þingfararkaupið. For- seti Hæstaréttar fær 138.978 krónur í laun og aðrir hæstarétt- ardómarar 126.344, sem eru þau sömu og laun ríkissaksóknara og ríkissáttasemjara. Biskup íslands fær 110.307 krónur, ráðuneytis- stjórar 108.475 og sendiherrar 102.976. Laun borgardómara, borgarfóg- eta, héraðsdómara og sakadóm- ara hækka um 11-15%, en laun fyrir þessi embætti voru sett sam- an í einn flokk. Áður voru launin greidd samkvæmt þremur starfs- aldursflokkum. Úrskurð Kjaradóms kváðu upp eftirtaldir: Benedikt Blöndal, Jón Finnsson, Ólafur Nilsson, Jón G. Tómasson og Stefán Ólafsson. Sjá ennfremur: „Úrskurður Kjaradóms um laun alþingis- manna og æðstu embættis- manna ríkisins" á bls. 32-33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.