Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Þaraa einhversstaðar eru tveir snúðar! Tveg'gja snúða Wan- kel-vélin kemur ekki beint kunnuglega fyrir sjónir. Þótt slagrúmmálið sé ekki nema 1308 cm8, rúmast þar þó 150 hest- VEGAI ________Bílar Þórhallur Jósepsson Mazda RX7 hefur lengi verið talin til draumabíla þeirra sem meta snarleika og vegfími til æðstu kosta og gefa lítið fyrir rými og dúnmjúka fjöðrun. 1986- módelið er allmikið breytt frá fyrri gerðum að útliti og búnaði, hið síðara óumdeilanlega til bóta, en hitt greinir menn á um hvort batn- að hafi, enda hreint smekksatriði. Utlitið hefur færst nær Porsche og eru línumar mýkri en áður og ekki laust við að útlitið gefí hug- mynd um traustari bíl en áður, e.t.v. vegna hinna þýsku áhrifa, a.m.k. virkar Mazdan mjög stælt að sjá. Fimleikabíll Þessi nýja Mazda RX7 er kom- in hingað til lands og um daginn reyndi ég hvemig er að skjótast um á þessu flugskeyti. Hún ber það nefnilega ótvírætt með sér að vera til hraða og snarleika ætluð. Svo byijað sé á byijuninni: Það er svipað og að klæðast þröngum sokkabuxum að setjast inn í bílinn! Sætin grípa utan um mann og em stinn, lágt er til lofts og með sætisbakið í uppréttri stellingu hefði ég þurft að hafa sóllúguna opna til að komast fyrir. Það vandamál var auðleyst með því að halla bakinu og var þá engu að síður hæfílega langt að seilast eftir stýrinu og gírstönginni. Þeg- ar tekist hafði að smeygja löngum löppunum undir mælaborðið höfðu þær gott athafnapláss og vel fór um mig. Mazda RX7 er ekki bíll sem maður bara sest inn í og setur svo í gang, ónei — eins og sönnum sportbíl sæmir krefst hún að töluverðri athygli sé beint að þeirri athöfn. Næst var að setja í gang. Wan- kel-vélin þarf nokkuð meiri snúning til að taka við sér en hefðbundnir strokkmótorar, síðan malar hún hljóðlega og titrings- laust í hægaganginum. Við inngjöf breytist malið í urr, en áfram er hún jafn þýðgeng og stafar það af því að ekki em nein- ir stimplar eða stengur hoppandi upp og niður, snúðamir snúast bara um sjálfa sig og maður held- ur að ekkert gangi á. Vél þessi er 150 hestöfl og mun skila bflnum í 100 km hraða á 8 sekúndum. Það er þokkaleg frammistaða þegar þess er gætt, að bfllinn er liðlega 1200 kg þungur. Það vom þó einu vonbrigðin varðandi þessa Mözdu, hvað vélin gaf lítið spark af stað. Einhvem veginn krefst maður þess af svo sportlegum bfl, að hann þrýsti manni þéttings- fast aftur í sætið og helst að ijúki úr dekki þegar maður vill sýna snöfurleik og fínna fyrir öllum hestunum í húddinu. Hægt er að fá RX7 með turbo og ætti það að bæta úr þessu atriði. Þegar komið er á skrið má maður gæta sín að muna eftir að skipta um gír! Aflsvið vélarinnar er með afbrigðum víðfeðmt og þar sem hún er þýðgeng og hljóðlát eins og fyrr sagði, geta gíramir annað ótrúlega miklum hraða- sveiflum án þess að maður veiti því sérstaka athygli. Ekki er þó hætta á að missa vélina upp fyrir rauða strikið, því áður en til þess kemur vælir aðvömnarflauta og ef ekki er slegið af við hljóðin, rofnar straumurinn frá kveikjunni og er þá sjálfhætt. Það er vegfími sem er aðals- merki Mözdu RX7. Um leið og komið er upp fyrir gönguhraða og kemur að því að stjóma bflnum, kemur einstök tilfinning fram; að hafa stjóm á þessum bfl er jafn auðvelt og væri hann leik- fangabfll í lófa manns! Stýrið er hámákvæmt og nett, ekki nóg með það, heldur beygir Mazdan líka svolítið að aftan. Fyrst gagn- stætt framhjólunum á litlum hraða, síðan með þeim á meiri hraða. Þetta gerir bflinn liprari í smásnúningum og vemlega stöð- ugri á miklum hraða, þá er eins og hann hliðri sér í gegnum beygj- umar, afturhjólastýringin hindrar afturhlutann í því að leita út úr beygjunni. Fjöðmnin er síðan annar hluti þess sem gerir RX7 svo vakra. Hún er stíf og stinn, verður líka að vera það til að bfllinn hagi sér Vestur í Utah-fylki Banda- ríkjanna em miklar saltsléttur og kallast Bonneville. Þar fara fram miklar keppnir um að ná sem mestum hraða og er keppt á alls- kyns farartækjum, allt frá reið- hjólum _ upp í. eldflaugaknúna „bfla". Árangurinn er skráður og metinn, keppikefíið er að setja vel á miklum hraða. Ég átti þess ekki kost að reyna neinn hrað- akstur að þessu sinni, enda ekki aðstæður til slíks hér á landi. Engu að síður er hægt að reyna hvað í fjöðmnum býr og til þess var valinn einn öndvegisgóður, krókóttur og mishæðóttur malbik- aður vegarspotti í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar sannaðist svo að ekki verður um villst að Mazda RX7 er hreinlega límd við veginn! Það virtist engu skipta hvað reynt var að misbjóða akst- urseiginleikunum, allt gekk upp, litla krílið gerði einfaldlega nám- kvæmlega það sem hún átti að gera! Ekkert of. Ekkert van. Það sem meira er: þetta er allt áreynslulaust. Sætin halda manni kyrfilega í skorðum og ekkert handapat þarf á stýrinu, síðan em hemlamir þannig að þegar manni dettur i hug að stoppa eða hægja ferðina og stígur til þess á pedal- ann, þá gerist það bara! Bfllinn stöðvast — eða hægir ferðina, al- veg eins og maður hugsar sér það. Þó er einn veikur blettur á hemlunum. Við nauðhemlun dreg- ur hann framhjólin. Þar vantar heimsmet. Hjóldrifnir bflar em hvað fyrirferðarmestir í þessum kappleikjum og er þeim skipt nið- ur í margvíslega fíokka eftir gerð og búnaði. Einn þessara flokka heitir C/Grand Touring em þar bflar sem að búnaði em lítt breytt- ir, en með vel endurbættum vélum. öfl. ABS-læsingarvöm, ekki síst í hálkunni hér. Vel búinn bíll Mazda RX7 er vel búin þægind- um og búnaði. Klæðningin er vönduð og smekkleg. Sætin góð og reyndar em sæti afturí, en þau þjóna nú varla nema í neyð, gætu þó dugað bömum og hundum! Nokkuð gott rými er fyrir farang- ur í skottinu og fyrir ökumann í ágústmánuði síðastliðnum fóm Mazda-menn á staðinn með RX7 til þess að hnekkja gildandi meti í þessum flokki, 322,343 km á klst! Vel var búið að hita upp Wankelinn gamla: hann innihélt nú heil 500 hestöfl, m.a. með hjálp túrbínu. Ökumaður var Don Sherman og er ekki að orðlengja með það, að hann hnekkti metinu og gott betur en það: hann náði heilum 383,724 km/klst hraða! Setti hann þar keppinautum sínum verðugt verkefni að glíma við, að vinna upp rúmlega 60 km/klst forskot og ef að líkum lætur mun svo mikill munur reynast þeim all erf- iður Ijár í þúfu. Slíkar keppnir sem þessar hafa að sjálfsögðu mikið auglýsinga- gildi fyrir framleiðendur og aðra aðstandendur bílanna. En — ekki er einungis um slíkan tilgang að ræða. Þarna gefst gullið tækifæri til að reyna ýmsan búnað bílanna við hámarksálag, t.d. fjöðrun, hemla, stýri og ekki síst, vélamar. Síðan, þegar tímar líða, skilar árangurinn sér til okkar á venju- legu bflunum með öruggari og traustari bflum. er pláss fyrir báða olnbogana. Útsýni er í knappasta lagi, en speglar eru góðir og þeir sem að utanverðu eru, rafstýrðir. Stjóm- tæki em öll aðgengileg og einskis þar vant. Þurrkur með sprautum em þar sem þeirra er þörf: á fram- og afturrúðum og á ökuljósum. Sjálfvirkur hraðastillir er við höndina og miðstöðin hitar eða kælir, þarf aðeins að þrýsta á einn hnapp til að velja þar á milli. Mælamir em einkar skýrir, en stýrið skyggir að nokkm á þá, a.m.k. þegar ökumaður er í hærra lagi. Snúningshraðamælirinn skipar öndvegissess í mælaborð- inu eins og vera ber í slíkum bfl. Mazda RX7 er nútímabfll og eins og við er að búast er tölvu- tæknin með í spilinu. Örtölva “ hefur stjóm á gangi vélarinnar auk þess sem hún hefur hönd í bagga með að vara við ýmsu því sem aflaga getur farið og gefur það til kynna á miklu ljósaborði á miðjum hvalbaknum. Svo er auðvitað klukka og útvarp með segulbandi. Að lokum Mazda RX7 er um margt ein- stakur bfll. Hún hefur afburða- góða aksturseiginleika og er vel útilátin með búnað. Þá er vélin ekki síst til að gera þennan bfl sérstakan. Wankel-vél (snúðmót- or?) af þýskum uppruna, sérlega þýð, en hefúr þótt eyðslusöm og er mikil vandasmíð, líklega af þessum sökum sem hún er ekki algengari en raunin er. Mazda- menn halda þó ótrauðir áfram að þróa þessa vél og boða fleiri bfla búna henni í framtíðinni, þannig að trúlega hefur þeim orðið nokk- uð ágengt að sníða af henni vankantana. Pjöðrunin og stýrið em höfuð- kostir RX7 og gera hana að sönnum vegagammi, aðrir stórir kostir eru útlitið (að mínum dómi) og verðið. Hún kostar frá rúmri milljón króna án aukabúnaðar og er ekki mikið miðað við aðra bfla sem hafa sambærilega hæfni. Helstu ókostir eru ónóg snerpa úr kyrrstöðu og að ekki eru ABS- hemlar. Mazda RX7: glæsilegur bfll sem gefur sanna sportaksturstilfínn- ingu. Og hér er hún í mesta ham: á 383,724 km/klst hraða, nýtt heimsmet i höfn. Þannig er heimsmethafinn í hvíldarstöðu, að búa sig undir átökin. RX7 setur hraðamet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.