Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 49 komu bæði úr stórfjölskyldum. Jón var einn af tólf systkinum og við vorum níu talsins. Sigurlína systir mín lét sér ákaflega annt um sam- heldni fjölskyldunnar, alveg jafnt venslafólks sem ættingja. Stundum voru á Hofi haldnar stórar fjöl- skyldusamkomur. Þó að húsakynni væru allrífleg á mælikvarða síns tíma var mikil furða hvað þau gátu rúmað af næturgestum. En Sig- urlínu var lagið að taka svo á móti gestum að þeim leið vel þó að þröngt væri setinn bekkurinn. Sigurlína annaðist foreldra sína og tengdaforeldra í elli þeirra, og gamla fólkið naut mikillar nær- gætni og hjúkrunar dóttur sinnar og tengdadóttur og hlaut allt hinstu hvfld í hennar húsum. Síðustu æviár Sigurlínu voru friðsæl. Hún naut návista við böm sín og skyldulið, og hjá henni bjó Anna, systir okkar. Alla ævi kapp- kostaði hún að halda nánum tengslum við vini og vandamenn og alltaf var gestkvæmt hjá henni, en það var henni mest að skapi. Sjón og líkamsþróttur þvarr smám saman, en andlegt þrek og hreysti var óbilandi og vakandi áhugi á öllu sem fram fór kringum hana og fótavist hafði hún fram til hins síðasta. Sjúkrahússvist hennar var stutt, aðeins tveir dagar. Síðast hvarflaði hugur hennar til vinafólks sem hún vildi verða að liði. Ég kveð Sigurlínu systur mína með trega og þakklæti sem orð fá ekki lýst. Dagar hennar voru orðnir margir og verkin mikil og góð. Hjá systur minni stóðu mér opnar dyr frá fyrstu bemskuárum og alla tíð, á hverju sem annars gekk á mínum æviferli. Ljúf umhyggja hennar fylgdi mér hvar sem ég fór og síðar konu minni og bömum okkar. Margs er nú að minnast sem ekki verður í letur fært. í hugum okkar mun alltaf verða birta og gleði yfir minningu hennar. Andrés Björnsson í dag er til moldar borin frá Hofskirkju á Höfðaströnd Sigurlína Bjömsdóttir, fyrmrn húsfreyja á Hofi. Sigurlína Bjömsdóttir fæddist 22. maí 1898 á Brekku í Seylu- hreppi í Skagafírði. Foreldrar hennar vom Bjöm Bjamason bóndi þar og seinni kona hans, Stefánía Ólafsdóttir. Böm þeirra vom sex dætur og einn sonur, Andrés Bjömsson, fyrrverandi útvarps- stjóri. Áður hafði Björn eignast Andrés Bjömsson, skáld, og Sigur- björgu síðar húsfreyju í Deildar- tungu. Óll böm Bjöms em kunn af dugnaði sínum og miklum gáfum sem virðast fylgja áfram afkomend- um hans. í Brekku var menningar- heimili þar sem íslenzk tunga og ljóð vom í hávegum höfð. Sigurlína stundaði nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi í 2 vetur. Hún giftist Jóni Jónssyni frá Ey- hildarholti 3. júní 1921 og hófu þau búskap á Hofí á Höfðaströnd, sem Jón hafði þá keypt og þar var hún húsfreyja í hálfa öld. Með þeim fluttu að Hofi foreldrar hennar, Bjöm og Stefanía, með Andrés fjög- urra ára. Jón á Hofi hóf búskap af miklum dugnaði, þó ekki væri efnum fyrir að fara, þar sem þau hjón komu bæði frá bammörgum, fátækum fjölskyldum. Jón hafði starfað í ungmennafélagshreyfingunni, full- ur af áhuga fyrir ræktun lands og lýðs og öllu sem til framfara mátti verða. Gerðist hann fljótt áhrifa- mikill félagsmálamaður. Hofshreppur var á þessum tíma fjölmennasti hreppur Skagaijarðar, áður en Hofsós varð sérstakt hreppsfélag. Um langt skeið var Jón á Hofi oddviti hreppsins og sýslu- nefndarmaður og formaður kaup- félags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi. Þá var hann mjög virkur í samtökum bænda, fulltrúi á Bún- aðarþingi og fundum Stéttarsam- bands bænda, einnig var hann mjög áhugasamur um hrossarækt og var m.a. oft dómari á hestamótum inn- an sýslu og utan. Jón var trúmaður sem vildi efla kristni og kirkju og átti m.a. sæti í Kirkjuráði. Þessi umsvif Jóns að félagsmál- um þýddu fundarhöld á heimilinu og miklar gestakomur og oft miklar flarvistir vegna ferðalaga, sem í þá daga voru oft erfið og löng sjóferða- lög. í þessu félagsstarfi studdi Sigurlína mann sinn af heilum hug með ráðum og dáð, þó það gerði það að verkum að stjóm heimilisins hvfldi meira og minna á hennar herðum tímum saman. Hof á Höfða- strönd er kirkjustaður, gamalt höfuðból og höfðingjasetur, sem lengi var í eign Hofsósverzlunar. Sigurlína reyndist dugmikil og far- sæl búkona. Hún var sívinnandi og kunni mjög vel til allra verka og vann þau af mikilli vandvirkni og kyrrlátri festu. Hún átti auðvelt með að umgangast fólk og laða það til samstarfs í heimilisstjórn sinni. Smátt og smátt fjölgaði fólki á Hofí. Sigurlína og Jón eignuðust þijú böm: dóttur sem andaðist á fyrsta ári og tvíburana Sólveigu, gifta Ásberg Sigurðssyni, og Pálma, stofnanda og eiganda Hag- kaups, kvæntan Jónínu Gísladóttur. Síðar kom í fóstur Friðrik Péturs- son, fulltrúi, bróðursonur Jóns, og loks var sonur Friðriks, Sigurður Jón, lögreglumaður í Keflavík, alinn upp á heimilinu. Auk vinnufólksins komu til lang- dvalar tengdaforeldrar Sigurlínu, þau Sólveig Eggertsdóttir og Jón Pétursson, sem bæði önduðust þar í hárri elli. Þau Sólveig og Jón áttu tólf böm, sem komust til fullorðins ára. Sýndu þau öll foreldrum sínum mikla ræktarsemi í ellinni og heim- sóttu þau eins oft og kostur var á. Það var því oft gestkvæmt á Hofi og margir næturgestir. Má nærri geta að starf húsfreyjunnar hafí stundum verið ærið erilsamt, en aldrei var um það fengist. Auk þess vom á hveiju sumri fleiri og færri sumarböm, lengri og skemmri tíma. Að ekki sé minnst á oln- bogaböm lífsins sem dvöldu á heimilinu ámm saman og hlynnt var að af sérstakri nærgætni. Þrátt fyrir mikið vinnuálag á þessu stóra og fjölmenna heimili, sem var allt í senn bamaheimili, hótel og elliheimili, gaf Sigurlína sér alltaf tíma til lesturs góðra bóka, ekki sízt ljóðabóka, en af lausavísum og ljóðum kunni hún óhemju mikið. Var hún sem lifandi ljóðabanki, sem hún hafði mikið yndi af til hinsta dags, ekki sízt fyrir þá sök hin síðari árin gat hún hvorki notið blaða né bóka vegna alvarlegrar sjóndepm. Þó Sigurlína á Hofí væri mikil dugnaðarkona sem húsmóðir í sveit hefði hugur hennar sennilega stefnt í aðra átt ef hún hefði fæðst síðar og efnahagur og aðstæður leyft. Gáfur hennar og gjörvileiki hefðu skapað henni möguleika til að hasla sér völl á íjölmörgum sviðum nútíma þjóðlífs. Vafalítið hefði hún lagt fyrir sig háskólanám, t.d. nor- ræn fræði, kennaramenntun, hjúkmnarmenntun eða jafnvel menntað sig í og stundað kaup- sýslu, sem í raun var henni eðlislæg. Eftir að Sigurlína varð ekkja fluttist hún til Reykjavíkur ásamt móður sinni, Stefaníu. Til þeirra fluttist síðar systir hennar, Anna Bjömsdóttir, og hafa þær síðan haldið heimilið saman af mikilli rausn og einstakri gestrisni. Sig- urlína átti því láni að fagna að halda það góðri heilsu að geta búið á eigin heimili og vera veitandi allt til dauðadags, sem hafði ætíð verið svo stór þáttur í lífi hennar. Jón á Hofi og Sigurlína vom vormenn íslands í bezta skilningi þeirra orða. Ein af kvenhetjum hins íslenzka vors hefur kvatt. Eg þakka ómetanlega samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Ásberg Sigurðsson Það er óhjákvæmilegur lífsins gangur að fulltrúar hins gamla tíma hverfa hver af öðmm á vit forfeðr- anna. Gagnmerkur fulltrúi er hér kvaddur, Sigurlína Bjömsdóttir, Sigurlína frá Hofi. Persónuleiki hvers og eins mótast af innri þroska. Sumir samferða- menn týnast í minningunni eða í fjöldanum, aðrir fylgja okkur út lífsgönguna. Marka okkar eigin þroska, hafa áhrif á hug okkar, framkvæmdir, hugsunarhátt og at- hafnir. Sigurlína frá Hofi var slíkur per- sónuleiki, sem enginn gekk fram hjá. Hún hafði geislandi persónu- leika. Þroski hennar, vitsmunir, dómgrind og viðmót mótaði sífellt umhverfi hennar, hvar sem hún var. Að vera húsmóðir á stóra óðals- heimili var mikið krefjandi verk, sérlega á þeim tímum, þegar hús- mæður vom húsmæður. Það var ekki minni ábyrgð að vinna úr að- föngum en afla þeirra. Þar stóð Sigurlína jafnfætis Jóni bónda sínum og var hann þó óðalsbóndi og höfðingi sinnar sveitar og þó lengra væri litið. Á Hofí dvaldi að jafnaði fjöldi manna. Fyrri kynslóðir áttu sína fulltrúa, vinnufólk, uppeldisböm, þeirra eigin böm og svo sumarfólk. Sá sem þetta skrifar eignaðist það lífslán að fá að vera sumarpiltur nokkmm sinnum hjá þessum merk- ishjónum, Sigurlínu og Jóni frá Hofí. Þaðan fór enginn samur. Sá þroski fylgir manni. Að hafa eign- ast Sigurlínu sem sína aðra móður em verðmæti, sem ekki verða met- in. Með nokkmm hægum en vel hugsuðum orðum gat hún vísað okkur í gagnstæðar áttir, opnað nýjan sjóndeildarhring. Með rökum sínum og einlægni byggði hún böm- in sín upp og þroskaði. Hún kunni vísur við hvert tækifæri og var mjög vel lesin. Hún ræddi við okkur unglingana sem fullorðnir væmm. Við dáðum hana, virtum og hún var móðir okkar allra, ævilangt. Á íslensk menning sér betri gmnn? Ný kynslóð elur nú upp börnin sín. Báðir foreldrar vinna úti, lykill hengdur um bamsháls, vandamál þeirra afgreidd með þjósti og þreytustunu. Kynslóðimar eiga ekki lengur samleið, þeir elstu settir í einangmn eða í biðsali. Reynsla fyrri tíma lokuð inni, sérhver ein- staklingur verður að bjarga sér, félagamir á skólalóðum og húsa- sundum sjá um uppeldið. Þessir nýju siðir marka greinilega kyn- slóðabil. Nú á kveðjustund Sigurlínu frá Hofi er hugur okkar hljóður, ekki myrkur, skynsemi hennar kenndi okkur að hugsa raunhæft. Ég er þakklátur þeirrar gæfu að hafa kynnst henni, átt með henni sam- eiginlegar stundir, reyndar alltof fáar, og er stoltur af áhrifum henn- ar. Öllum aðstandendum og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð. Reynir Þorgrímsson Það sem gerir fráfall hans svo þungbært, er sú staðreynd, að við dáðum hann og okkur þótti svo inni- lega vænt um hann. í augum Qölskyldunnar var hann einna líkastur björtu leiftri í lífí okkar, ljós, sem núna er slokknað. Sölvi er bróðir okkar og við elsk- um hann. Við tökum okkur í munn orð séra Matthíasar Jochumssonar: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! Við biðjum góðan Guð fyrir hann og biðjum að honum líði vel og megi hvfla í friði. Við vottum ólöfu, Binnu Möggu, Hafdísi og litlu óskírðu dótturinni svo og móður okkar elskulegu, ein- læga samúð. Þær hafa misst mest, en þær eiga minningasjóð sem mölur og ryð fá ekki grandað, fölskvalausar minningar um ástúðlegan eigin- mann, föður og son. Anton, Margrét, Gunnlaugur, María, Egill, Guðfinna og Ragna. Stundum er dauðinn svo nálægur þó að í hugum okkar sé hann svo órafjarri. Þegar sú harmafregn barst okk- ur að Sölvi mágur okkar og frændi hefði fallið útbyrðis við vinnu sína á sjónum og dmkknað, setti okkur hljóð. Það er svo erfitt að trúa því að hann, sem átti svo margt ógert í lífinu, skyldi svo skjótt í burtu kall- aður frá fjölskyldu og vinum. Það var svo margt gott í fari Sölva, hann var tryggur vinur, ein- staklega hjálpsamur og bamgóður. Hann tók vel á móti öllum, sem til hans komu og það var gott að leita til hans. Hann vildi öllum vel. Systk- inabömin minnast hans sem örláts frænda, sem var jafn tilbúinn að gantast við þau sem aðstoða þau, eða eins og eitt þeirra sagði: „Hann var skemmtilegur og tilbúinn að gera allt fyrir alla.“ Elsku Sölva þökkum við fyrir að fá að kynnast honum og eiga með honum ánægjulegar samverastund- ir. Hann vann sér stóran sess í hugum og hjörtum okkar allra. Elsku Ólöf, við sendum þér og dætmm ykkar svo og móður hans, tengdamóður og systkinum, inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng verða okkur öllum til huggunar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.“ (Vald.Briem.) Anna, Auda, Dóra, Ámi, Konni, Snælaugur, Guðmund- ur og systkinabörn hins látna. Þvílík harmafregn að heyra að Sölvi hafi lent í slysi er skip hans var að loðnuveiðum. Það er ótrúlega erfitt að trúa því að Sölvi Sölvason skuli ekki vera meðal okkar lengur. Sölvi sem allt- af var svo hress og glaður og í blóma lífsins, nýbúinn að eignast þriðju dótturina. Sölvi var giftur systur minni og mágkonu Ólöfu Ananíasdóttur og eiga þau þijár dætur, Brynhildi Margréti 11 ára, Hafdísi 7 ára og litlu dótturina sem fæddist 3. sept- ember sl. Sölvi var sonur hjónanna Sölva Antonssonar og Baldvinu Gunn- laugsdóttur, föður sinn missti hann þegar hann var aðeins 10 ára gam- all. Það var alltaf gaman að hitta Sölva og gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna enda er oft þröngt við eldhúsborðið. Við þökkum fyrir að hafa kynnst honum og allar endurminningamar. Ekki ætlum við að telja upp persónueinkenni Sölva í smáatriðum en við vitum að allir sem hann þekktu vissu að hér var á ferðinni mikill persónuleiki. Að leiðarlokum emm við þakklát fyrir þessi kynni og skiljum að mikill er missir eiginkonu og dætra, og eiga þær um sárt að binda að horfa á eftir eiginmanni og föður. Biðjum við guð um styrk þeim til handa. Ásta og Palii Þú ljós, sem ávallt vildir lýsa mér þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fdgru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (S. Egilsson) Á fögmm haustmorgni þann 18. september, lauf tijánna tekin að gulna og falla og haustlitimir í sínum fegursta skrúða. Þennan morgun barst sú sorgarfregn að góður vinur hefði farist á hafi úti. Einmitt á stundum sem þessum verður manni á að hugsa af hvetju það séu ekki bara lauf tijánna sem falla í valinn, en ekki ungir menn í blóma lífsins. Af hveiju var hann kallaður á brott svo snögglega. Af hveiju hann, sem átti hér svo miklu hlutverki að gegna. Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. En það er trúin á Jesúm Krist sem veitir styrk og vitund um að hans bíði annað hlutverk handan móðunnar miklu. Þó að við vinir hans stöndum vanmáttugir frammi fyrir þessari sorg, þá lifír í hjörtum okkar minn- ing um góðan dreng og hvetur okkur til að gera allt það, er við vildum að gert væri fyrir okkar ástvini undir sömu kringumstæð- um. Þannig varðveitum við minn- ingu hans. Sölvi var giftur Ólöfu Ananíasdóttur, dætur þeirra urðu þijár, Brynhildur Margrét, Hafdís og Bryndís. Á heimili þeirra ólafar og Sölva ríkti samheldni, glaðværð og gest- risni enda er þar oft margt um manninn og vel þeginn kaffisopinn. Sölvi var góður drengur og hvers manns hugljúfi, hann var vinur vina sinna. Ég kynntist honum fyrst er ég gerðist skipsfélagi hans á Þórði Jónassyni. Sölvi var eins og ég kynt- ist honum fyrsta daginn — sjómaður af lífi og sál, kátur og hress og ósérhlífinn við vinnu. Létt andrúms- loft fylgdi Sölva og hafði hann gaman af að vera með góðlátleg skot á okkur skipsfélagana. Það var gott að eiga hann að vinj, sú vin- átta hefur haldist óslitin. I dag fer fram minningarathöfn frá Akur- eyrarkirkju þar sem hann verður kvaddur hinstu kveðju. Á kveðju- stund sem þessari rennur það ljós upp fyrir okkur, sem eftir stöndum, hvers virði lífíð er. Elsku Ólöf, við biðjum guð að gefa þér og dætmm þínum styrk á erfiðri stund. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (Valdimar Briem) Ingimundur og Guðrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.