Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 fclk í fréttum Claire og Cliff Huxtable ásamt barnastóðinu, Sandra, Rudy, Bill Cosby með hina raunverulegu eig- Denise, Theo og Vanessa. inkonu sína, CamiUe, í fanginu. BILL COSBY Fyrirmyndarfaðir á öllum vígstöðvum Islenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við Cliff Huxtable lækni og fjölskyldu hans úr gamanþættin- um Fyrirmyndarfaðir. Þar leikur hann þannan líka fyrirmyndarföður Qölmennrar Qölskyldu. Hann hefur í mörg hom að líta og alltaf skjóta upp kollinum lítils- háttar vandamál, sem við þekkjum flest úr daglega lífinu. Huxtable leysir yfirleitt úr þeim af Ijúfmennsku og sanngimi og er yflrleitt til sannrar fyrirmyndar. En hvers konar faðir skyldi Bill Cosby vera á heima- slóðum? Nú nýverið var gefln út bók eftir Cosby, sem bar nafnið „Að verða faðir“, eða Fatherhood. í bókinni t segir Cosby frá eigin reynslu sem föður og hvaða ráð hafi gefist sér best, en Cosby er fimm bama faðir. „Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært og vil kenna nýjum feðrum er: Þú ert ekki húsbóndinn á heimilinu, sem þú vilt að krakkamir verði famir út af fyrir þrítugt, og þú hefur ekki leyfi til þess að leyfa einum eða nein- um neitt! Eitt bamanna minna spurði mig hvort það mætti fara út að’ leika. „Auðvitað", sagði ég, en að sjálf- sögðu kom f ljós að konan mín hafði sett það í stofu- fangelsi. Konan ræður. Cosby gefur að sjálfsögðu fleiri ráð, en aðalmálið, segir Cosby, er það að láta bömin aldrei finna að þú sért að missa tökin. Mezzoforte í hlj ómleikaf er ð um Evrópu Fylgir útgáfu á 7. hljómplötu sinni úr hlaði H ljómsveitin Mezzoforte heldur í tónleikaferð um Evr- ópu seinni hluta októbermán- aðar og í nóvember til að fylgja útgáfu á 7. hljómplötu sinni, „No Limits", úr hlaði. Platan er væntanleg á mark- aðinn síðar í mánuðinum. Fyrstu tónleikar Mezzoforte verða haldnir á Broadway 24. október nk., en það verða einu tónleikar hljómsveitar- innar hér á landi. Þá heldur hljómsveitin til Sviss, Þýska- lands, Danmerkur og Nor- egs. Alls mun hljómsveitin leika á 30 hljómleikum í ferð- inni. I byrjun næsta árs er svo frekara tónleikahald áætlað. Frá stofnun Mezzoforte hefur sami kjarni hljómlistar- manna haldist, Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleik- ari, Friðrik Karlsson gítar- leikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari og Jóhann Asmundsson bassaleikari. Þessa dagana njóta fjór- menningamir liðveislu saxó- fónleikarans David O’Higgins, sem nýlega hefur lokið hljómleikaferð með hjónunum Cleo Laine og Jo- hnny Dankworth, og söngv- arans Noel McCalla, sem m.a. söng lagið „This is the Night“, sem Mezzoforte gerði vinsælt fyrir réttu ári síðan. Meðlimir Mezzoforte hafa haft tónlistina að aðal- starfí sl. fjögur ár og hafa þeir haldið hljómleika í Bret- landi, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Spáni, Frakk- landi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Sviss, Austurríki og Japan. Tónleik- amir em nú orðnir hátt á þriðja hundraðið og strákam- ir hafa leikið fyrir rúmlega milljón manns á tónleikum til þessa, segir í frétt frá hljómsveitinni. Hljómplatan „No Limits" kemur út i þesum mánuði í þeim löndum sem Mezzoforte heimsækir á næstunni. Áður en stóra platan kemur á markað verður gefín út tveggja laga plata í þessum löndum. Titillag hennar er „Nothing Lasts Forever" eft- ir Eyþór Gunnarsson við texta Nigel Wright. Þessi plata markar einmitt tíma- mót á ferli Mezzoforte því þetta er í fyrsta sinn sem strákamir hafa unnið gagn- gert að því að hljóðrita sönglög í stað Ieikinna laga fram að þessu. Þijú laganna em sungin af Noel McCalla, en hin lögin fímm em aðeins leikin. Lagið „Nothing Lasts Forever" var gefíð út á 12 tommu plötu í Bandaríkjun- um 13. október sl. Hér á landi kemur þessi sama útgáfa lagsins hinsvegar út í dag, fostudag, og eftir hálfan mánuð er ráðgerð útgáfa stóm plötunnar „No Limits“ hér á landi. Strákarnir í Mezzoforte, þeir Eyþór Gunn- arsson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ás- mundsson og Friðrik Karlsson ásamt Noel McCalla, sem m.a. söng lagið „This is the Night“ og syngur einnig þijú laganna á nýju plötu Mezzoforte „No Limits“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.