Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
Það er óþarfi að fara mörgum orðum um Albert
Guðmundsson. Allt sjálfstæðisfólk þekkir vel kraft
hans og ósérhlífni við að leggja góðum málum hð.
Albert Guðmundsson er samt af ýmsum talinn
rekast illa í Sjálfstæðisflokknum. Þannig er það oft
um sterka, sjálfstæða einstaklinga, ekki bara í okkar
flokki, heldur öllum flokkum - hérlendis sem
erlendis. En þeir styrkja líka flokka og breikka
stórlega, - og enginn efast um stuðning Alberts við
Sjálfstæðisstefnuna.
Allt sjálfstæðisfólk veit að það er stærri, sterkari
og umfram allt sannari Sjálfstæðisflokkur sem býður
fram með Albert Guðmundsson í fylkingarbrjósti í
Reykjavík.
Sjálfstæðisfólk!
Leggjum ekki andstæðingum Alberts
Guðmundssonar lið við tilraunir þeirra til þess að
koma honum á kné og grafa þannig undan mögu-
leikum Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.
Stefnum ótrauð að glæsilegum sigri hans í
prófkjörinu sem fram fer á laugardaginn.
Sjálfstæðisfólk!
Stöndum þétt saman um sterkan lista í
Reykjavík undir styrkri forystu Alberts
Guðmundssonar.
Stöndum þétt saman þann 18. október um
stærrí, sterkarí og sannarí Sjálfstæðisflokk.
Stuðningsmenn
Alberts Guðmundssonar.
Skrifstofa stuðningsmanna er að Nóatúni 17.
Símar 20020,21551 og 23556.