Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 SJÁLFSTÆÐISMENN. KJÓSUM VILHJÁLM EGILSSON I ORUGGT SÆTI. PVl OFAR, PVÍ BETRA. Kosningaskrifstofan er í Haga við Hofsvallagötu, sími 27866 og 28437. Áskriftarsíminn er 83033 Cleese á í höggi við umhverfi sitt i Stundvisi, m.a. símaklefa hennar hátignar. Ævintýri á ökuferð Kvlkmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Stundvisi — Clockwise ★ ★ ★ Leikstjóri Christopher Mora- han. Handrit Michael Frayn. Tónlist George Fenton. Fram- leiðandi Michael Codron. Aðalleikendur John Cleese, Penelope Wilton, Alison Stead- man, Stephen Moore, Sharon Maiden. Bresk. Thorn-EMI 1985. John Cleese er skólastjóri í lítt kunnum framhaldsskóla, má ekki vamm sitt vita, óþolandi í flesta staði. Lifir eftir klukkunni og hegnir kennurum sem nemendum fyrir smásmugulegustu yfirsjónir. Stærsti dagurinn í lífi þessa óbærilega merkikertis er runninn upp; honum hefur verið sýndur sá heiður að vera kjörinn formað- ur skólastjórafélagsins og hann heldur árla dags til Norwich til að sitja aðalfund þess og halda setningarræðuna. Ég ætla ekki að ræna væntan- lega áhorfendur ánægjunni yfir þeim óteljandi og ólíklegu skakka- föllum sem hellast yfir mannfigúr- una á leiðinni til Norwich. Ferðasagan er ein allsheijar hrak- saga þar sem takmarkalítið skopskyn Cleese nýtur sín hið besta. Maðurinn fer á kostum og minnir ekki svo lítið á gömlu meistarana, ekki síst Tati á góð- um degi. Ég er illa svikinn ef hinn uppskafningslegi hrakfallabálkur, skólastjórinn, sem reynir að halda andlitinu fram í rauðan dauðann, verður ekki einn af hans þekktari persónum. Til sögunnar kemur flöldi auka- persóna sem krydda hana heldur betur. Ungur nemandi stjóra og ævareiðir foreldrar hans, þeysandi á mótorhjóli, gömul æskukærasta, munkar, fávís sölumaður, þynn- kulegir lögreglumenn og þijár kalkaðar og kolruglaðar kerling- arálkur af elliheimili í grenndinni, aldeilis óborganlegar. Og þá eru aðeins nokkrar nefndar. Stundvísi verður einfaldlega ekki með orðum lýst, hún er einn samfelldur brandari fyrir auga og eyra. Þær heita Halldóra, Anetta og Anna þessar ungu dömur en þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins og söfnuðu rúmlega 870 krónum. Sjálfstæðismenn PRÓFKJÖRIÐ ER íDAG Við minnum á: RÚNAR GUÐBJARTSSON ffugstjóra STUÐNINGSMENN SKRIFSTOFA KLAPPARSTÍG 26, EFSTU HÆÐ, SÍMI 28843
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.