Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 31 Amnesty International: Mannréttíndabrot í meira en 100 löndum London, AP. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International skýrðu svo frá á miðvikudag, að þau hefðu fengið skýrslur um meint mann- réttindabrot í 128 löndum á siðasta ári. Um þetta er fjallað ítarlega í skýrslu samtakanna fyrir sfðasta ár. Náðu þessi mannréttindabrot frá fangelsunum á mönnum í Vestur-Evrópu, sem reynt höfðu að komast hjá herþjónustu, til fjöldamorða á óvopnnuðum borg- urum í Afganistan og Sri Lanka. Samtökin fordæma aftökur, pyntingar, óréttlát réttarhöld og geðþótta handtökur, sam fram eru látnar fara í því skyni að koma í veg fyrir pólitískt andóf. í skýrsl- unni segir m. a., að 1,125 manns að minnsta kosti hafi verið teknir af lífi í 44 löndum í fyrra. Telja megi hins vegar vfst, að þessi tala sé í raun miklu hærri, þar sem margar aftökur fari fram með leynd. Á meðal þeirra brota, sem talin eru upp í skýrslunni, sem er 386 bls. að lengd, eru fjöldamorð Sov- étmanna á þorpsbúum í Afganist- an, hvarf um 200 manns í Kóiumbíu, eftir að þeir voru hand- teknir af hermönnum stjómarinn- ar, fjöldaaftökur í írak, íran og Kína og morð á tugum manna af tyrkneskum uppruna í Búlgaríu. Enda þótt talin séu upp í skýrsl- unni meint mannréttindabrot í 80% af 159 aðildarlöndum Sam- einuðu þjóðanna, þá er það talið mjög uppörvandi í skýrslunni, að komið hafi ffarn 1000 mannrétt- indahópar á undanfömum árum og þeim löndum hefur Qölgað, þar sem löggjöf verið verið sett til að bæta réttindi fanga. Þréttan lönd í Vestur-Evrópu era á listanum yfir mannréttinda- brot. Þeirra á meðal er Spánn vegna meintra pyntinga á fongum úr hópi aðskilnaðarsinna Baska og Bretland vegna ásakana um morð, sem leyniþjónustan þar á að hafa framið. Frakkland, Italía, Noregur og Sviss era á listanum vegna fangelsunar manna, sem neitað hafa að gegna herþjónustu af samvizkuástæðum. Bandaríkin: Hvaða Gorbachev? Fullerton, Kalifomíu, AP. PRÓFESSOR nokkur í Banda- ríkjunum ákvað á dögunum að athuga hve nemendur hans þekktu vel til frægra manna í sögunni, bókmenntum og at- burðum líðandi stundar. Niður- staðan var sú, að þeir þekktu þá yfirleitt ekki en voru hins vegar með stórstjörnur sápuóperanna á hreinu. Bandaríkin: Alríkislögreglan rannsakar LaRouche Washington, AP. Bandariska alríkislögreglan samtökum, sem séu viðriðin sam- (FBI) hefur nú sankað að sér tveimur vagnhlössum af gögnum um hin ýmsu samtök hægri öfga- mannsins Lyndon LaRouche og ætlar að leggja megináherslu á tilraunir samtaka hans til að hindra framgang réttvísinnar þegar reynt verður að fletta ofan af þeim. Henry Hudson saksóknari hefur í tvö ár unnið að rannsókn málsins: „Og það er kominn tími á að fletta ofan af svikum og prettum samtak- anna.“ Ríkisstjórnin lét í síðustu viku ráðast inn í höfuðstöðvar LaRouche í Virginíu-fylki og var fjölda náinna samstarfsmanna hans, fjársöfnunarmanna og ýms- um fyrirtækjum og nefndum stefnt. Ýmis sönnunargögn bendla LaRouche sjálfan við svik en hann hefur ekki verið sóttur til saka. Saksóknarar segja að hann stjómi særi til að hindra framgang réttvís- innar. Samtök LaRouche teygja anga sína um allan heim. Við rannsókn- ina hefur ljósi verið varpað á einhver einkennilegustu samtök heims. Þegar húma tekur Ieggjast félagar LaRouche í símann og hrella pólitíska andstæðinga sína. Að sögn FBI reyndu félagar samtakanna að beita alríkislögregluna mútum til að losna undan rannsókn um svik og undirferli. VESTUR ÞÝSKAR TORPEMA „Ég held, að nemendur nú á dög- um séu jafri vel gefnir og áhuga- samir og þeir vora fyrir 20 árum,“ sagði prófessorinn, Judith Remy Leder, sem kennir ensku við Fuller- ton-háskóla í Kalifomíu. „Þeir fylgjast bara svo illa með því, sem er að gerast nema það snerti þá sjálfa." Þótt 60% nemendanna hefðu heyrt Gorbachevs getið, vissu fæst- ir hver hann er, aðalritari miðstjóm- ar sovéska kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna. Einn hélt helst, að hann væri rithöfundur og þrír, að hann væri ballettdansari. Innan við helmingur kannaðist við Geoffrey Chaucer, enska mið- aldaskáldið og höfund „Sagnanna frá Kantaraborg", Dante og „Víti“ hans og Desmond Tutu, biskup í Suður-Afríku og friðarverðlauna- hafa. Aðeins 10% höfðu heyrt um Alex- ander Hamilton, fyrsta íjármála- ráðherra Bandaríkjanna, og það þótt hann tróni á öllu tíum dollara seðlum. 60% nemendanna vora hins vegar ekki í neinum vafa um Eriku Kane, einn leikarann í sápuóperanni „Allir krakkamir mínir". Þú svalar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans! Fulltrúadeildin afgreiðir fjárlög Washington, AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings afgreiddi fjárlög ríkisins á miðvikudagskvöld eftir áskorun Ronalds Reagan, forseta, en áður hafði sameiginieg nefnd beggja þingdeilda lagt blessun sína yfir frumvarpið, sem nú er komið til Öldungadeildarinnar. Fulltrúadeildin samþykkti fram- varpið með 235 atkvæðum gegn 172. Hljóðar það upp á 576 millj- arða dollara, en af þeirri upphæð er varið 290 milljörðum til vamar- mála og 13,3 milljörðum til aðstoðar við önnur ríki. Er það 1,1 milljarði dollara lægri upphæð en í fyrra og 2,1 miljarði lægri en Reagan for- seti óskaði eftir. Samkvæmt framvarpinu hljóta ísraelar 3ja milljarða dollara hemaðar- og efna- hagsaðstoð og Egyptar 2,3 millj- arða. Niðurstöðutölumar era þær mestu, sem um getur. Deilur hafa staðið um frumvarpið síðustu vik- umar fjóram sinnum stefnt í greiðsluþrot ríkissjóðs af þeim sök- um. í fyrradag tókst hins. vegar samkomulag í sameiginlegri nefnd beggja þingdeilda um málamiðlun. Samkvæmt henni verður lítið sem ekkert úr víðtækum niðurskurði til ýmissa innlendra málaflokka, sem Hvíta húsið hafði gert tillögur um. @nlinenlal® Betri barðar allt árið Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar Ægissíðu, sími 23470. T3ílLamcitt:cu)utLnn. %^-ia.ttisgötu 12-18 M. Benz 230 CE '82 Gullsans. 2ja dyra. beinskiptur, centrallæs- ing, o.m.fl. Subaru 1800 4x4 1984 Rauður (Hi Roof), aflstýri, rafmagn i rúðum, ekinn 80 þ. km. Verð aöeins 400 þ. Escort 1100 3ja dyra '86 Ekinn 4 þ. km. V. 380 þ. BMW 525i '83 Glæsilegur bíll. V. 670 þ. Mazda 929 ST. ’81 Aflstýri o.fl. V. 250 þ. Toyota Tercel 4x4 '83 Ekinn 69 þ. Gott eintak. V. 380 þ. BMW 520 *79 Beinsk. V. 260 þ. (skipti). Citroén GSA Pallas '82 Ágætt eintak, 18 mán. gr.kjör. Subaru 4x4 Sedan '80 Ekinn 64 þ. V. 230 þ. Góð kjör. Toyota Corolla GL '82 Vínrauður, ekinn 45 þ. V. 260 þ. Honda Accord EX '85 Beinsk., m/öllu. V. 580 þ. Subara Hatchback 4x4 '83 Ekinn 33 þ. km. 2 dekkjagangar. V. 380 þ. Toyota Hi Lux 4x4 '80 Hvítur, fíberhús. V. 380 þ. Subaru 4x4 '83 Rauður. Ekinn 28 þ. V. 510 þ. Fiat Regata 100S '85 Ekinn 8 þ. Sólluga o.fl. V. 410 þ. Toyota Corolla DX '86 Ekinn 6 þ. km. V. 410 þ. SAAB 900 Gl 5 dyra '82 Blásans., góður bíll. V. 335 þ. Kaupendur ath! Willy’s JC5 Renegade 1977 Svartur, 8 cyl. með 4ra hólfa blönd- ungi. Krómfelgur o.m.fl. senv prýöir bílinn. Verö 395 þ. Höfum talsvert úrval góðra bíla á 12—18 mán. greiðslu- kjörum. Skákmeistari kvenna: Sigraði í fjórða sinn Moskvu, AP. MAYA Chiburdanidze varð í gær heimsmeistari kvenna i skák í fjórða sinn þegar jafntefli varð í 13. skákinni í einvíginu við löndu hennar, Yelenu Akhmylov- skaya. Allar 16 skákirnar verða tefldar en Maya hefur nú átta vinninga gegn finun Yelenu. Reglum samkvæmt þarf heims- meistarinn aðeins að halda jöfnu til að tapa ekki titiinum en þær skák- konumar ætla að ljúka við allar skákimar. Chiburdanidze er frá Grúsíu en skákkonur þaðan hafa borið ægishjálm yfir aðrar í hálfan annan áratug. Hún varð fyrst heimsmeistari 17 ára gömul þeg-ar hún sigraði Nonu Gaprindashvili, sem einnig er frá Grúsíu. LOFT PRESSUR HAGSTCTT VERD GREiDSLUKJÖR o MARKAÐSÞJÓNUSTAN SKIPHOLTI 19-105-REYKJAVÍK-S.26911 ÚTVEGUM VEL MEÐ FARNA þýska, enska og japanska bíla á mjög góðu staðgreiðsluverði frá Þýskalandi. Ath.: Árs- ábyrgð á öllum bílum frá okkur. Einnig bíla frá Ameríku á frábæru verði. Ath.: Dollarinn er alltaf að lækka. Frúin hlær í betri bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.