Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986
35
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Ákvarðanatöku
um vatnsbúskap
Suðurnesja frestað
SAMÞYKKT var á aðalfundi
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum að taka enga ákvörðun á
fundinum um vatnsbúskap svæð-
isins, aðra en þá að haldinn verði
sérstakur fundur um málið
samkv. samþykktum sambands-
ins í síðasta lagi fyrir árslok.
Á þeim fundi verði reynt að
marka stefnu og taka óhjákvæmi-
legar ákvarðanir um þetta þýðing-
armikla mál. Þá noti sveitarstjóm-
armenn tímann þangað til til að
kynna sér betur þau gögn og upp-
lýsingar, sem hafa verið kynnt á
aðalfundinum og önnur tiltæk gögn,
sem þessi mál varða. Vatnsbú-
skaparmálin em talin ein þýðingar-
mestu og afdrifaríkustu mál, sem
sveitarstjómarmenn á Suðumesjum
hafa fengið til umfjöllunar og úr-
lausnar, enda velti framtíð Suður-
nesja ekki síst á því, að réttar
ákvarðanir verði teknar um fram-
tíðamýtingu þeirrar auðlindar, sem
ferska vatnið er.
Á fundinum vom kynnt drög að
reglugerðum fyrir Vatnsvemdunar-
félag Suðumesja og Vatnsveitu
Suðumesja, sem Benedikt Blöndal
hrl. kynnti. Þá gerði Sverrir Þór-
hallsson, Orkustofnun, grein fyrir
ferskvatnsrannsóknum á Reykja-
nesskaga, Freysteinn Sigurðsson,
.Orkustofnun, gerði grein fyrir
vatnsjarðfræði Reykjanesskaga og
Snorri Páll Kjaran, Verkfræðistof-
unni Vatnaskil, gerði grein fyrir
reiknilíkani til ákvörðunar á áhrif-
um ferskvatnstöku og mengunar.
EG
MorgunblaAið/Eyjólfur Guðmundsson.
Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, ávarpaði aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Breytingar gerðar á sam-
þykktum sambandsins
Vogum.
AÐALFUNDUR Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum var
haldinn í Félagsheimilinu Stapa
í Njarðvík 10. og 11. október.
Auk sveitarstjórnamianna af
Suðurnesjum sóttu fundinn
margir gestir, þar á meðal ut-
anrikisráðherra, alþingismenn,
fulltrúar landshlutasambanda
sveitarfélaga og fleiri.
í upphafí fundarins var Ellert
Eiríksson kjörinn fundarstjóri og
Ályktun um atvinnumál
AÐALFUNDUR Sambands sveit-
arfélaga á Suðumesjum, haldinn
í Félagsheimilinu Stapa í
Njarðvík dagana 10. og 11. okt-
óber 1986, skorar á yfirvöld i
sjvarútvegi að kvóti fiskiskipa á
Suðuraesjum verði aukinn frá
því sem nú er. Togarar fái sama
þorskkvóta eins og annars staðar
gerist og að kvóti annarra fiski-
skipa verði endurskoðaður með
tilliti til þess að viðmiðunarárin
sem lögð voru til grundvallar
voru sérstaklega léleg og engin
sanngirni að miða við þau með
tilliti til aflamagns og sjósóknar
hér á fyrri árum.
Fundurinn fagnar þeirri þróun,
sem á sér stað í ferðamálum á
Suðumesjum. Fundurinn ályktar að
eðlilegt framhald á þessari þróun
sé bygging heilsuhælis og/eða hót-
els í Svartsengi. Leitað verði
samninga um kaup eða leigu á
nauðsynlegu landsvæði, sem síðan
yrði skipulagt með tilliti til slíkrar
starfsemi ásamt með nauðsynlegum
útivistarsvæðum. Síðan yrðu þessir
möguleikar kynntir og leitað eftir
aðilum sem vildu hefla slíkan rekst-
ur.
Fundurinn fagnar framþróun í
málefnum Sjóefnavinnslunnar á
Reykjanesi og hvetur til að lögð
verði aukin áhersla á rannsóknir á
svæðinu. Möguleikar á nýtingu
hinnar miklu orku verði rannsakað-
ir ítarlega. Kannaðir verði mögu-
leikar á að koma á fót lífefnaiðnaði.
Fundurinn samþykkir að leitað
verði eftir því að skipulagt verði
svæði í námunda við Keflavíkur-
flugvöll þar sem tollfíjálsum iðnaði
verði gert kleift að starfa. Nauðsyn-
legt er að tryggja að land sé
fáanlegt, svo hægt sé að fá niður-
stöður varðandi þessa möguleika.
Fundurinn leggur áherslu á að
verktakafyrirtæki á Suðumesjum
fái sem mest af verkefnum sem til
falla á hveijum tíma á Keflavíkur-
flugvelli og vamarsvæðinu. Allir
sjóflutningar fyrir vamarliðið fari í
gegnum Landshöfn Keflavík —
- Njarðvík framvegis. Fundurinn
þakkar hæstvirtum utanríkisráð-
herra frumkvæði hans í þessu máli.
Fundurinn samþykkir að fara
þess á Ieit við yfírvöld að verktaka-
fyrirtæki, sem starfa á Keflavíkur-
flugvelli, leggi fram Qármagn til
atvinnuuppbyggingar á Suðumesj-
um með stuðningi við Iðnþróunarfé-
lag Suðumesja og með þátttöku f
Iðnþróunarsjóði fyrir Suðumes.
Fundurinn óskar eftir stuðningi
alþingismanna kjördæmisins í þessu
máli sem og öðrum málum varð-
andi atvinnuuppbyggingu svæðisins
og þakkar jaftifram áður veittan
stuðning.
EG
Helga Margrét Guðmundsdóttir og
Magnús Haraldsson kjörin fundar-
ritarar.
Á fundinum vom samþykktar
breytingar á samþykktum fyrir
sambandið. Þær fela það m.a. í sér
að framvegis annast sambandið
samræmingu á fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlunum sameiginlega
rekinna fyrirtækja og stofnana,
þeirra sem ekki starfa samkv. sér-
stökum lögum frá Alþingi. Fjár-
hagsnefnd, skipuð öllum bæjar- og
sveitarstjómm á svæðinu, skal yfír-
fara fjárhags- og framkvæmda-
áætlanir viðkomandi fyrirtækja og
stofnana og gera tillögur til stjóm-
ar sambandsins. Þá skal sambandið
annast samræmingu á röðun í
launaflokka og framkvæmd starfs-
mats hjá sveitarfélögunum og
sameiginlega reknum fyrirtækjum-
og stofnunum. Aðalfundur SSS kýs
3 manna launanefnd til eins árs í
senn, og skal nefndin annast launa-
málin.
Á fundinum fóm fram umræður
um framtíðarsýn f ferðamálum,
endurskoðun á starfsháttum og
samþykktum SSS og samstarfsmál
sveitarfélaganna, iðnþróunarmál,
vatnsbúskap og skipulagsmál.
Matthfas Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra ávarpaði fundinn.
í lok fundarins vom eftirtaldir
tilnefndir f stjóm: Guðfínnur Sigur-
vinsson frá Keflavík, Eðvald
Bóasson frá Njarðvík, Bjami Andr-
ésson frá Grindavík, Björgvin
Lútersson frá Haftiahreppi, Stefán
Jón Bjamason frá Miðneshreppi,
Ellert Eiríksson frá Gerðahreppi og
Vilhjálmur Grímsson frá Vatns-
leysustrandarhreppi. Stjómin skipt-
ir sjálf verkum, en næsti formaður
er fulltrúi Keflavíkur, Guðfínnur
Sigurvinsson.
EG
Nefndarstörf á aðalfundi S.S.S.: Eðvald Bóasson, Vilhjálmur Grímsson, Jón Júlfusson, Hannes Einars-
son og Finnbogi Björasson að störfum í skipulagsnefnd.
Með nýjum mönn-
um koma ný viðhorf
f UPPHAFI aðalfundar SSS
flutti Áki Gr&ns formaður sam-
bandsins skýrslu um störf
sambandsins síðasta starfsárið.
Hann sagði m.a.: „Góðir fundar-
menn. Því er ekki að neita að
síðasta starfsár hefur mótast af
þeirri spennu, sem jafnan fylgir
kosningaári. Eðlileg umfjöllun
um menn og málefni Iitast
pólitískum skoðunum, þannig að
ekki næst hugarró til að staldra
við og hugleiða málin rökrétt, sjá
hvað framundan er og hvert
stefnir.
Við Suðumesjamenn eigum sam-
eiginleg markmið að hlúa að, vexti
og viðgangi sveitarfélaganna á Suð-
umesjum. Því verður ekki á móti
mælt, að samtökum okkar hefur
tekist að lyfta mörgu grettistakinu.
Mikil umskipti hafa orðið f röðum
sveitarstjómarmanna í síðustu
kosningum. Eldri fulltrúar hafa
hætt og nýir menn tekið við,(um
60%. Því sitja fleiri nýir fulltrúar
þennan aðalfund en áður.
Með nýjum mönnum koma ný
viðhorf, e.t.v. önnur áhugamál.
Okkur er því hollt að staldra við
og líta til baka og sjá hvað hefur
áunnist á umliðnum árum.“
Síðan gerði Áki grein fyrir starfí
samvinnu sveitarfélaganna á und-
anfömum árum, sem hófst form-
lega árið 1946, þegar sameinast var
um Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs.
EG
Ályktunum
ferðamál
AÐALFUDUR SSS haldinn I
Njarðvík 10. og 11. október 1986
fagnar framþróun í ferðamanna-
þjónustu á Suðuraesjum. Ný
hótel og bætt aðstaða við Bláa
lónið bera þess vott að hafin er
sókn í nýrri atvinnugrein, sem
miklar vonir eru bundnar við.
Aðalfundurinn telur að stofnun
ferðamálasamtaka á Suðumesjum
hafi þegar borið árangur og hvetur
til frekari stuðnings við þau, svo
þau geti ráðið sér starfsmann.
Fundurinn skorar á alþingismenn
Reykjaneskjödæmis að hlutast til
um að veita fé til vegaframkvæmda
sem tengja saman Miðneshrepp —
Hafnir, Grindavík — Krísuvík og
Grindavík og Fitjar, auk vegs að
Djúpavatni.
F\indurinn bendir á að ferða-
mannastraumur er mjög vaxandr
um Reykjanes og að Suðumesin eru
eitt atvinnusvæði, en góðar sam-
göngur eru undirstaða þess að
fbúum á svæðinu sé sköpuð sem
jöfnust aðstaða til atvinnu hvar sem
er á Suðumesjum.
EG