Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Minning: Dórothea Anna Jónsdóttir Fædd 4. júlí 1922 Dáin 8. október 1986 Ég vil hér með nokkrum orðum kveðrja vinkonu mína, Onnu Díu, en undir því nafni gekk hún í daglegu tali. Anna Día var dóttir hjónanna Helgu Jóhannesdóttur frá Heiði í Sléttuhlíð og Jóns Gíslasonar frá Bakka í Fljótum. Var hún í hópi átta bama þeirra hjóna, og er það fyrsta sem hverfur yfír móðuna miklu af systkinahópnum. Anna Día hefur alið annan sinn aldur hér í Siglufírði og unnið öll venjuleg störf sem gerast meðal fólks í sjávarplássi sem Siglufjörður er. Eitt af fyrstu störfum hennar á yngri árum hygg ég að hafí verið vinnukonustörf hjá Kjartani Bjamasyni og frænku sinni, Helgu Gísladóttur. Kynntist ég því í seinni tíð að ávallt síðan ríkti mikil vin- átta og virðing þar á milli. Það mun hafa verið árið 1973 að Anna Día réðist til starfa hjá Sparisjóði við ræstingar. Þá hófiist kynni okkar og held ég að þar hafí aldrei borið skugga á. Það verk vann hún, eins og öll önnur, af mikilli samvisku- semi og natni. Árið 1948 gekk hún að eiga eftir- lifandi mann sinn, Guðmund Magnússon frá Ólafsfírði. Þar á milli ríkti ávallt mikil virðing og vinátta. Það leindi sér ekki. Óeigin- gimi Munda í hennar garð lýsti sér kannski best á dánardegi Önnu Díu og afmælisdegi hans. Þann dag kom ég á heimili þeirra, þar sem saman var komið fleira fólk. Var þá sagt við mig að þetta væri ekki góð afmælisgjöf. svaraði Guðmund- ur þá að bragði: hún var ekki slæm hennar vegna. Hann gerði sér grein fyrir hve alvarlega sjúkdómurinn hafði heltekið hana á stuttum tíma. Ekki varð þeim bama auðið en ekki oft að frænkur og frændur væru ekki einhvers staðar nærri. Það var til dæmis ekki hægt að komast hjá að sjá, þegar litla frænkan Vilborg Ijögurra ára var nærri, hver stjóm- aði þá stundina. Ég sendi Guðmundi mínar beztu samúðarkveðjur. Við í sparisjóðnum þökkum Önnu Díu samstarfið og samfylgdina. Minningin um góða stúlku lifir. Björn Jónasson Þennan fagra haustmorgun barst sú fregn út að Dórothea hefði látist þá um morguninn, að vísu kom þessi fregn ekki alveg á óvart, en enginn má sköpum renna hvorki í þessu né öðru. Dórothea var fædd og uppalin hér í Siglufirði, dóttir hjónanna Helgu Jóhannesdóttur og Jóns Gíslasonar, sem bjuggu allan sinn búskap hér í bæ. Dórothea ólst upp í stórum systkinahópi við öll algeng störf. Árið 1947 kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Guð- mundi Magnússyni, ættuðum frá Ólafsfirði, og gengu þau í hjóna- band 28. maí 1948. Þeim hjónum varð ekki bama auðið, en engu að síður var oftar en hitt böm í kring- um þau hjón og þau ekki há í loftinu. Því kynntist ég persónulega er þau hjón tóku að sér að passa dótturdóttur mína, Guðrúnu Sif, þá á öðru ári og eftir skamman tíma var komið svo að Guðrún vildi kom- ast til mömmu Díu og segir það meira en nokkur orð, því bömin eru það fölskvalaus að þau finna hvar hjartahlýja er mest og best og leita í það skrjól sem þeim fínnst örugg- ast. Sú vinátta sem þama tókst hélst til síðustu stundar. Þetta átti við um bæði hjónin því ekki var Guðmundur síðri við að hafa ofan af fyrir bömum. Þau hjón eignuð- ust sitt eigið hús á Hávegi lOb árið 1950, sem stendur hátt í brekkunni og sér vítt um þennan fagra fjalla- hring, sem er að vísu ekki stór, en fegurð á hann sem ekki verður með orðum lýst sem margir þekkja og róma. Því verður ekki neitað að stundum gustar hér inn á milli fjalla hringsins, það er til að herða og stæla. Oft er erfítt að komast upp brekkuna þegar snjóalög em mikil, en þegar vorar þá er það glejmit. Dórothea vann hjá Sam- eignarfélaginu nokkur haust í sláturhúsinu og skulu bomar fram þakkir fyrir vel unnin störf. Þau hjón áttu nokkrar kindur sér til gamans því það var hluti af okkur sjálfum allt frá bemsku að umgang- ast skepnur. Þótt Dórothea væri alin upp í kaupstað, þá vom menn með kindur til búdiýginda þar sem ómegð var mikil, síðan kom þetta af sjálfu sér. Ekki var meiningin að skrifa neina lofgjörð um Dórot- heu heldur að bera fram þakkir fyrir samfylgd liðinna ára. Bestu þakkir og kveðjur em bomar fram frá íjölskyldunni Fossvegi 24 fyrir allar samvemstundimar og samúð- arkveðjur em færðar Guðmundi, sem nú getur yljað sér við fagrar + BENEDIKT SIGURJÓNSSON, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést að kvöldi hins 16. október. Fanney Stefánsdóttir, Stefán Benediktsson, Guðmundur Benediktsson, Sigurjón Benediktsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, REINHARDT REINHARDTSSON, Æsufelli 2, lóst 16. október. Fyrir hönd ættingja, Ólöf Onundardóttir, börn og tengdabörn. + Maðurinn minn og sonur, GUÐMUNDUR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON, Hvassaleiti 26, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. október kl. 15.00. Guörún M. Björnsdóttir, Áróra Guðmundsdóttir. minningar liðinna ára. Að lokum skal hún kvödd með ljóðlínum eftir Jónas: „Flýt þér, vinur, í fegri heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geirn." Jarðarförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 18. október nk. Hvíli hún í friði. Ólafur Jóhannsson, Siglufirði. + Hjartanlegar þakkir færum við öllum jjeim sem hafa auðsýnt okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, STEFANÍU ÁSRÓSAR SIGURÐARDÓTTUR, Nýlendugötu 4. Kristín Jónsdóttir og börn, Sigurður Jónsson og börn, Rögnvaldur Jónsson, Ásdfs Guðmundsdóttir, Þórir Jónsson, Jóna Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum auðsýnda samúö vegna andláts og útfarar, GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Ingólfi, Selfossi. Guðlaugur Ægir Magnússon, Lovfsa Axelsdóttir, Svandfs Jónsdóttir, + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS ÞÓRÐARSONAR, Hringbraut 101. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 11 b Landspítalanum. Fyrir hönd vandamanna, Ágústa Guðmundsdóttir. Það ertilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbrauteða Stórhöfða. Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna. Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni. Laugardaginn 18. október verður kynningu háttað sem hér segir: Komið, skoðið, fræðist BYGGINGAVÖRUR 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600 JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 18. október kl. 10-16. ÚTIMÁLNING, INNIMÁLNING. Sérfræöingurfrá Málningarverksm. Hörpu verður á staðnum. KYNNINGARAFSLÁTTUR JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 18. októberkl. 10-16. VÍRNET HF. BORGARNESI kynnir framleiðslu sína, stálklæðningu á þök og veggi o.fl. Sérfræðingur á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.