Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKT0BER 1986 ást er... kA* ... að brosa ekki af smábamamyndum af honum. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Týnt? — Nei ég fann hann. Það er hægt að sjá að súp- an í dag hæfi þér ekki? HÖGNI HREKKVÍSI HANN pjito ST AF , Ó3 VILDI ÓStCA A£> HANIN •SVgFNLEysl ‘i REyNPI ADTEUIA (CiNPOR." Áfengið er engin vörn gegn hjartasjúkdómum Til Velvakanda. Eg sá nýlega í norsku vikublaði tilskrif þau sem hér fara á eftir. Mér fínnst að svar læknisins sé þannig að það eigi erindi við lesend- ur hér á landi. Svo oft heyrum við og sjáum þá kenningu að áfengi sé „hjartastyrkjandi", - sé heilsu- gjafí og hjartanu vöm: „Ég hef áhyggjur af drykkjuskap mannsins míns. Hann er sextugur og drekkur nokkra snapsa og eitt- hvað af bjór svo að segja daglega. A laugardögum og í félagsskap verður það dálítið meira. Hann verður aldrei leiðinlega fullur og hann passar vinnu sína vel. Hann hefur háan blóðþrýsting og hefur meðul vegna þess. Hann reykir ekki en drekkur mikið af sterku kaffí. Þegar ég læt í ljós áhyggjur vegna áfengisneyslu hans segir hann að áfengi hreinsi blóðið og sé vöm gegn hjartasjúkdómum. Svo vitnar hann til kunningja okkar sem alltaf hefur drukkið en er orðinn níræður. Áhyggjufull." H. Helgeland heitir læknirinn sem svarar þessu og segir: „Ég held að þú hafi ástæðu til að hafa áhyggjur vegna áfengis- neyslu manns þíns. Áfenggi er ekki réttlætanlegt sem meðal. Ég get fallist á að í hófí valdi það opnari stemmingu í félagsskap, en það á ekki við oft í hverri viku. Áfengi er enginn hjartavemdari. Þvert á móti hafa nýjar rannsóknir sýnt að dagleg neysla eykur hætt- una á of háum blóðþrýstingi og getur þannig síðar meir leitt til hjartasjúkdóms og heilablóðfalls. Maðurinn þinn ætti því fortakslaust að minnka neysluna. Hjartaáfall og heilablæðing stafa oft af blóðtappa sem myndast í æðum vegna blóðfitu. Líkami okkar er gæddur náttúrulegum hæfíleik- um til að leysa slíka blóðtappa upp og bjargar það mörgum sem kenna slíkra sjúkdóma. En hjá þeim sem drekka mikið, minnkar hæfíleikinn til þess að eyða blóðtöppum. Maður- inn þinn er því á villigötum þegar hann segir að áfengið sé vöm gegn hjartasjúkdómum. Auk þess býður mikil neysla heim öðmm sjúk- dómum, lifrarsjúkdómum, vissum tegundum af krabbameini o. fl. Hvort mikil kaffídrykkja auki líkur á hjartabilun er hins vegar vafasamara. Mikið kaffí eykur dá- lítið kolesterol í blóðinu en samt sýna rannsóknir í Bandaríkjunum að mikil kaffidrykkja eykur ekki líkur á hættulegum hjartasjúk- dómum." H.Kr. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. skrifar Víkverji Við sýnumst hafa farið ágæt- lega útúr viðskiptum okkar við erlendu fréttamennina sem nú eru flognir héðan. Það eru enda engir skussar sem fjölmiðlamir gera út á viðburði af því tagi sem voru að gerast hér í hlaðvarpanum hjá okk- ur. Fáeinir ruglukollar og/eða æsifréttamenn voru samt á ferðinni héma eins og gengur, enda hlýtur alltaf einn og einn grár sauð- ur ef ekki svartur að fljóta með í jafn stórri og litríkri hjörð. Einhver sem var hér á snæmm spænska blaðsins E1 Paiz fékk til- felli útaf meintu leiguokri okkar íslendinga. Hann virðist hafa lent í hafvillum þegar við komu sína hingað og ekki hafa haft vit á því að taka í útrétta hjálparhönd ferða- málaráðs til dæmis, sem hefði ekki unnið sér léttara verk en að útvega honum þokkalegustu vistarveru við hinu hóflegasta verði jafnvel á spænska vísu. Biigir Þorgilsson ferðamálastjóri upplýsti í blaðaviðtali á þriðjudag- inn var, að svo ágætlega hefði tekist að leysa gistivanda útlending- anna, sem hingað komu, að §öl- tnörg gistiherbergi hefðu raunar aldrei gengið út. Þó ætlaði Birgir að alls ekki færri en þijár þúsundir erlendra karla og kvenna — og ef til vill hálfu þúsundi betur — hefðu vérið héma gestkomandi þegar mest gekk á. Hlálegast var það samt og jafn- vel kjánalegra en gönuhlaup Spánveijans þegar nokkur hópur þýskra fréttamanna féll í þá giyfju að trúa tröllasögum um fégræðgi íslendinga sem birtust í hasarblað- inu Bild. Aumingja mönnunum varð sem kunnugt er svo mikið um þetta að þeir afíýstu komu sinni í fússi. XXX Bild hefur ekki beinlínis orð á sér sem vandaðasta fréttablað veraldar og er það satt að segja með ólíkindum að fyrrgreindir fréttamenn, sem maður hefði ætlað sæmilega sjóaða og veraldarvana, skyldu vera svona auðtrúa og bamalegir. Svo að réttlætinu sé framfylgt skal þess þó getið strax að hingað kom vitanlega þrátt fyrir þetta slúður margt ágætra, þýskra fréttamanna. En með því að þýskir voru með Bild-fréttinni að láta þýska hlaupa apríl er samt freist- andi að komast að þeirri niðurstöðu að hinir þykkjuþungu Þjóðveijar, sem afréðu að sitja heima, hafí fall- ið á eigin bragði. XXX Svo em það furðufuglamir. Þeir skulu alltaf slæðast með þar sem eitthvað markvert er að ger- ast. Raunar skilst Víkveija að sá sem stóð sig best í þetta skiptið — það er að segja laídegast — hafí aldrei haft fyrir því að koma hing- að. Kannski áttu húsbændur hans ekki fyrir fargjaldinu. En hann skorti ekki viskuna eftur á móti. Víkveiji hefur fyrir satt að mað- urinn sé útvarpsmaður suður í Kalifomíu. Og hann gat til dæmis frætt hlustendur sína á því að þriðj- ungur íslendinga eða þar um bil væri hvorki læs né skrifandi. XXX Bæjarblaðið í Kópavogi skýrði svo frá fyrir skemmstu að ný ungiingamiðstöð svokölluð hefði verið opnuð þar í bænum. Hún heit- ir því fagra og rammíslenska nafni High Tech.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.