Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 fHnrj0« Útgefandi iMflfrife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Samningarnir við Sovétmenn eir, sem hafa átt í samninga- viðræðum við Sovétmenn vegna sölu á saltsíld þangað, eru nú orðnir sannfærðir um það, að viðræðumar verði árángurs- lausar. Á hinn bóginn er stefnt að því, að í næstu viku hefjist viðræður við Sovétmenn um olíu- kaup okkar af þeim. Enginn þarf að fara í grafgötur um viðhorf Morgunblaðsins til olíuviðskip- tanna við Sovétríkin. Oftar en einu sinni hefur verið á það bent hér á þessum stað, að hætta beri ríki- seinokun á olíuviðskiptunum og veita olíufélögunum fielsi til að skipta við þá framleiðendur, sem þau kjósa. Þegar þessi skoðun hefur verið viðruð, hefur verið á það bent, að olíuinnflutningurinn sé forsenda þess, að Sovétmenn kaupi af okkur sfld eða frystan fisk, sem við höfum ekki áhuga á að selja þeim lengur. Hins vegar er saltsfld eina verðmætið, sem við þurfum að selja til Sovétríkj- anna. í þeim miklu umræðum, sem orðið hafa um Sovétviðskiptin hin síðari ár, hefur meðal annars ver- ið á það bent, að innflutningur þeirra á sfld frá okkur hafi borið þess nokkur merki, að um pólitísk viðskipti hafi verið að ræða. Sov- étmenn hafa greitt mun hærra verð fyrir sfld frá íslandi en öðrum viðskiptaþjóðum. Nú treysti Sfldarútvegsnefnd sér ekki til þess að ganga að endanlegu tilboði Sovétmanna, sem þýtt hefði nærri helmings verðlækkun frá síðasta ári á magni, sem er aðeins fimmt- ungur af því, sem við seldum Sovétmönnum fyrirfram í fyrra. Eins og áður miða Sovétmenn verðið við það, sem Norðmenn og Kanadamenn bjóða en treysta sér ekki til að greiða okkur hærra verð en öðrum. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður. Líklega vegur þyngst, að nýir herrar hafa tekið við stjóm utanríkisviðskipta Sov- étríkjanna. í samræmi við stefnu Gorbachevs meta þeir viðskipti á viðskiptalegum grundvelli. Á þeim forsendum hafa þeir rætt við Síldarútvegsnefnd og komist að þeirri niðurstöðu, sem við blasir. Á hitt reynir vafalaust í Moskvu næstu daga, hvort pólitísk sjónar- mið koma til sögunnar og sovéska tilboðið hækkað með vísan til þeirra. Útgerðarmenn og sfldarsalt- endur eru samkvæmir sjálfum sér, þegar þeir setja nú fram mjög ákveðnar kröfur um að sfldarkaup Sovétmanna verði tengd olíukaup- um íslendinga og hætt verði við olíuviðræðumar í Moskvu í næstu viku. Talsmenn ríkiseinokunar á olíuinnflutningi munu ekki fallast á þau sjónarmið, þeir vilja láta á það reyna í viðræðum við Sovét- menn, hvort þeir bregðist öðru vísi við varðandi sfldarkaupin, þegar þeim er bent á, að hætta sé á því, að olíuviðskiptunum verði hætt. Þótt okkur þyki oft nóg um það verð, sem við þurfum að greiða fyrir sovésku olíuna, segir það ekki alla söguna um peninga- legan hagnað Sovétmanna af því að selja hana hingað. Sovétmenn hafa um nokkurt árabil orðið að kaupa olíu frá arabaríkjum til að geta staðið við sölusamninga á Vesturlöndum. í umræðum um viðskiptin við Sovétríkin hefur verið vakin at- hygli á því, að þau séu eina „lögmæta" leið, ef svo má að orði kveða, sovéskra stjómvalda til að hafa áhrif á gang mála hér á landi. í skjóli viðskiptanna, sem staðið hafa óslitið síðan 1953, hafa þeir komið hinu Qölmenna sendiráði sínu á fót hér á landi. Með vísan til viðskiptanna hafa þeir eignast jafn margar húseign- ir í Reykjavík og raun ber vitni. Hætti þeir að kaupa af okkur sfld og við að selja þeim frystan fisk og kaupa af þeim olíu er rökrétt að kreljast þess, að þeir fækki í sendiráði sínu hér til mikilla muna. Fulltrúar íslenskra stjómvalda, sem nú em í Moskvu, eiga að sjálf- sögðu að fá fyrirmæli um að vekja máls á þessari hlið viðskiptanna strax I næstu viku. Þegar viðræðumar við Sovét- menn komast á þetta pólitíska stig, munu þeir vafalítið benda á það, að sjálfur Gorbachev hafi stungið upp á íslandi sem fundar- stað með Reagan. Það fari illa á því svo skömmu eftir leiðtoga- fundinn að kre^ast þess, að fjöldi starfsmanna sovéska ríkisins hverfi fi*á íslandi. Slík pólitísk rök em haldlítil eins og málum er nú komið og varla gerði Gorbachev tillöguna um ísland, af því að hann sá fyrir vandræðin, sem hlyt- ust af neikvæðri niðurstöðu sfldarviðræðnanna - en fáeinum klukkustundum áður en hann lenti á íslandi var ljóst, hvert stefndi í þeim. Á örskömmum tíma hafa for- sendur viðskiptatengsla íslands og Sovétríkjanna gjörbreyst. Hér er mikið { húfí í mörgu tilliti og nauðsynlegt, að öll skref, sem stigin em, séu vandlega íhuguð. Það er fráleitt, að við Islendingar höldum í úrelt kerfí ríkiseinokunar í olíuinnflutningi. Væri eðlilegt, að viðskiptaráðherra tæki strax ákvörðun um að afnema það. Þar með yrði samningamönnunum, sem eiga fyrir höndum viðræður í Moskvu, gefið eðlilegt svigrúm í olíuviðræðunum. Þá þarf að huga að því, hvemig unnt er að fækka starfsmönnum sovéska sendiráðs- ins í Reykjavík. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að he§a sókn inn á nýja markaði, til að sfldveið- ar okkar skili sama arði í þjóðar- búið og áður. Það er með öllu óviðunandi, að þessi gamalgróna atvinnugrein fái ekki þrifist nema hún njóti velvildar stjómvalda f Moskvu. -___________________________mÉD Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 359. þáttur Baldur Pálmason í Reykjavík skrifar mér svo: „Senn hvað líður ætla stjóm- málaflokkar að skipa liði sínu til framboðs fyrir næstu þing- kosningar með því að efna til prófkosninga í kjördæmunum. Verður það líklega harður at- gangur. En látum hann þó liggja á milli hluta. Hinsvegar fínnst mér full ástæða til að fjargviðrast dálítið út af málfarinu í þessu sam- bandi. Prófkjör er í sjálfu sér ágætt orð — sem eintöluorð vel að merkja — en einhvemtíma á ferli þess, þó ekki fyrir margt löngu, hefur það fallið í kvik- syndi fleirtölunnar og situr þar nú orðið fast, a.m.k. með annan fótinn. Nýkomin er út samheita- orðabók. Þar stendur um orðið kjör = kosning = hagur, aðbúð, kostir; kröpp kjör = fátækt; með kyrrum kjörum = stillt. Með hliðsjón af þessu og raun- ar samkvæmt sæmilega óbrengluðum málsmekk finnst mér ótækt að staglast á próf- kjörum sí og æ eins og tíðkast nú orðið í flestum Qölmiðlum. Hversvegna er ekki talað um prófkosningar rétt eins og aðrar kosningar? Það virðist þó liggja nokkuð beint við. Málsgrein gæti sem bezt litið þannig út nú: Fyrir síðustu þing- kosningar beitti flokkurinn sér fyrir prófkjörum í öllum kjör- dæmum (innskot: kannski bráðlega kjaradæmum!), og hétu frambjóðendur að beita sér fyrir bættum kjörum almennings. Eg tel nokkuð víst að eitt- hvert dagblaðið hafi riðið á vaðið með fleirtölumyndina í prófkjöri og þaðan hafi villan breiðst út á borð við farsótt. Úr því að eg sendi þér Iínu langar mig að nefna tvennt ann- að. I fyrra lagi fleirtölumyndina ísraelar sem er nýleg og nú orð- in nær einráð í Morgunblaðinu, sýnist mér. Samkvæmt orðalykli Bjöms Magnússonar að Nýja testamentinu er þar nær alls staðar talað um ísraelsmenn (aldrei ísraela), og kann eg því ólíkt betur, enda þægilegra fyrir auga og eyra. — Áð hinu leytinu nefni eg sagnorðið að funda, sem er fárra ára einungis, held eg, og farið að lyðja burt hinu ágæta orði að þinga. Það tel eg meira en lítið misráðið. Fyrir tilbreytni sakir má svo auðvitað lika segja að halda fund. Mér þætti gott að fá álit þitt á þessum atriðum sett fram í einhveijum Morgunblaðspistli þínum á næstunni. Með vinsemd og virðingu." ☆ Ég þakka Baldri Pálmasyni þetta skelegga bréf. Um fyrsta atriði er ég honum alveg sam- mála. Prófkjör fer illa í fleir- tölu. Hugsum okkur bara eignarfallið. Á það að vera prófkjara eða prófkjöra? Mér þykir hvort tveggja álíka hallær- islegt. Reyndar hef ég heyrt menn bollaleggja um kosti og galla prófkjara. Ég vissi svo sem að um prófkosningar var að ræða, en af orðmyndinni einni saman hefði ég helst ráðið að kjör nemenda á prófum væri umræðueftiið. Um næsta atriði get ég ekki mikið sagt. Ég er að vísu vanast- ur myndinni ísraelsmenn, en mér finnst orðið ísraelar engin hörmung. Þessi orðmynd er reyndar ekki í Orðabók Menn- ingarsjóðs, en þar er önnur sem mér þykir sýnu verri, ísraeling- ar. Kemur þá að þriðja og síðasta atriðinu, sögninni að funda. Hún hefur angrað mig, allt frá því ég sá hana í fyrsta skipti, og ég hef farið um hana hrakleg- um orðum í þáttum þessum. Mér hefur fundist að hún bæri vitni um málfátækt og væri sambæri- leg við það, ef fólk tæki að segja bíla fyrir aka eða keyra, hnifa fyrir skera, hesta fyrir ríða, eða fara ríðandi, axa fyrir höggva, ljósa fyrir kveikja o.s.frv. Orðið fundur, sem þessi sögn er dregin af, er í hópi þeirra nafnorða sem kallast i-stoftiar í beygingafræðinni. Af mörgum þeirra, eða samsvarandi mörg- um þeirra, eru sagnir. Þykir mér þá ólíkt myndarlegra að nota sögnina að gista, ekki gesta, af gestur og stöðva, ekki staða, samsvarandi staður og bera, ekki burða, samsvarandi burð- ur. Ljótt held ég okkur þætti líka að mynda sagnimar að hvala og nára af nafnorðunum hvalur og nár. En sögnin að funda er at- hugasemdalaust tekin upp í Orðabók Menningarsjóðs, svo að fólki er vorkunn, þótt það grípi til hennar. Mér dettur í hug að sögnin hafí orðið til í fyrirsögn- um blaða. Þar voru menn stundum aðkrepptir um rými, og oft hefur þurft að búa til fyrirsögn í skyndingu. Fræg er fyrirsögn úr þessu blaði: „Skreið aftur til Nígeríu" og ennþá fræg- ari úr Tímanum: „Nythæsta kú á íslandi", en þar hafði umbrots- maðurinn þóst þurfa að stytta um einn staf og breytti kýr í kú (nefnifall). Blaðamaðurinn, sem fréttina skrifaði, fékk svo skammadembuna. Til þess að vera sanngjam vil ég svo geta þess, að fáir munu amast við sögnunum að huga, kosta, kvista og mata, sbr. hugur, kostur, kvistur og mat- ur sem öll em í sama beyginga- flokki og fundur. ☆ Bragarháttur vikunnar er stuðlafall (braghenduætt III): Upp í topinn efsta klifra gerði pella bör, með prýði skreytt páfugls hreiður fann þar eitt. (Þorlákur Guðmundsson) Þórðar kálfar, það eru bjáJfar mestu; heims um álfur ösla þeir, úti skjálfa og éta leir. (Rögnvaldur á Klængshóli) ☆ Þijár ritgerðir eftir óþekkta höfunda: 1. Hávamál voru ort löngu fyrir Krists burð, enda hefur ekkert verið ort á hávamáli síðan. 2. Jón Vídalín þýddi Biblíuna á íslensku, heitir hún síðan Jóns- bók og hefur náð ótrúlegum vinsældum. 3. Grímur Thomsen þýddi ævin- týri H.C. Andersens á fslensku og heita þau síðan Gríms ævin- týri. Urskurður Kjaradóms um laun alþingismanna og æðstu embættismanna KJARADÓMUR ákvað á fímmtu- dag laun forseta íslands, æðstu embættísmanna. rfkisins og al- þingismanna. Úrskurður dóms- ins fer hér á eftin Árið 1986, fimmtudaginn 16. októb- er, var Kjaradómur settur á Rauðar- árstíg 25 f Reykjavfk og haldinn af Benedikt Blöndal, Jóni Finnssyni, Ól- afi Nilssyni, Jóni G. Tómassyni og Stefáni Olafssyni. Fyrir var tekið: 1. Að taka ákvörðun um laun forseta íslands, þeirra rikis- starfsmanna, sem 3. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1973 sbr. lög nr. 62/1985 tek- ur til og ríkissáttasemjara. I Frá 1. október 1986 skulu laun for- seta íslands vera 167.095 krónur. n Frá 1. október 1986 skulu laun for- seta Hæstaréttar vera 138.978 krónur en laun annarra hæstaréttardómara 126.344 krónur. m Frá 1. október 1986 skulu laun for- sætisráðherra vera 161.489 krónur, en laun annarra ráðherra 146.808 krónur, hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi. IV Frá 1. október 1986 skulu laun ríkissaksóknara vera 126.344 krónur. V Frá 1. október 1986 skulu laun ríkissáttasemjara vera 126.344 krón- ur. VI Frá 1. október 1986 skulu laun bisk- ups íslands vera 110.307 krónur. VII Frá 1. október 1986 skulu laun ráðu- neytisstjóra vera 108.475 krónur. vm Frá 1. október 1986 skulu þessum ríkis8tarfsmönnum greidd mánaðar- laun æm hér segir. 73.423 krónun Ríkisskattanefndar- maður. 86.940 krónur Borgardómarar, borgarfógetar, héraðsdómarar, saka- dómarar, sýslumaðurinn í Dalasýslu, sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu, bæjarfógetinn í Bolungarvfk, sýslu- maðurinn í Strandasýslu, bæjarfóget- inn á Siglufirði, bæjarfógetinn í Ólafsfirði, bæjarfógetinn í Neskaup- stað, sýslumaðurinn í Austur-Skafta- fellssýslu, sýslumaðurinn í Vestur- Skaftafellssýslu. 93.011 krónun Bæjarfógetinn á Akranesi, sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sýslumaðurinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og bæjarfógetinn i Ólafsvík, sýslumaður- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Wole Soyinka - Nóbelsskáld 1986 eftir Sigurð A. Magnússon Þegar fréttir bárust af því á fimmtudag, að bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefðu verið veitt Nígeríu- manninum Wole Soyinka, þóttist ég vita að margir yrðu hvumsa við og hefðu litlar eða engar spumir haft af þessum öndvegishöfundi, sem tví- mælalaust er í fremstu röð núlifandi ritsniUinga og ber höfuð og herðar yfir kollega sína í Afríku. Fýrir ári hefði verið líkt á komið fyrir mér, því þá hafði ég ekki lesið staf eftir hann. Atvikin höguðu því hinsvegar svo, að ég var valinn í alþjóðlega dómnefnd til að veita Neustadt-bók- menntaverðlaunin, sem stundum eru nefnd „litli Nóbelinn" og tímaritið World Literature Today stendur að ásamt háskólanum í Oklahóma. Neustadt-verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti, og mælir hver nefndarmanna með einum höfundi. Meðal höfiinda sem mælt var með í ár voru Jorge Luis Borges, Giinter Grass, Max Frisch, Eugéne Ionesco og Wole Soyinka. Niðurstaðan varð sú að Max Frisch hreppti verðlaunin, en Wole Soyinka lenti í öðru sæti og munaði einu atkvæði. Það var bandaríska blökkukonan Maya Ang- elou sem mælti með Soyinka, en hún er kunn skáldkona, leikkona og leik- stjóri vestanhafs. Þátttaka mín í dómnefndinni varð þess valdandi að ég komst í tæri við bækur Soyinka sem urðu mér hrífandi og eftirminnileg lesning, og þá einkanlega bemskuminningar hans, Aké (1981), sem hlotið hafa einróma lof um heim allan. En Soy- inka er ekki einasta frábær rithöf- undur, heldur líka stórbrotinn og nýskapandi leikhúsmaður, sem markað hefur djúp spor í leikhús- menningu Nígeríu og raunar Afríku allrar. Af því fékk ég veður á al- þjóðlegri leiklistarráðstefnu f Delfí í júnf síðastliðnum, þegar samlandi Soyinka, leikstjórinn Joel Adedeji, flutti fyririestur um túlkun Soyinka á Bakkynjunum eftir Evrípídes. Kom þar fram að Soyinka hefði rutt nýjar brautir í túlkun fom-grfskra leikhúsverka með því að hagnýta hinn auðuga arf Nígeríumanna í myndlist og danslist. Æviatriði Akinwande Oluwole Soyinka er fasddur 13. júlí 1934 í Abeókúta í Vestur-Nígefíu, og er af Idségba- ættflokki. Átján ára gamall hélt hann til náms í ríkismenntaskólanum í Ibadan skammt frá bemskuþorpinu. Tveimur ámm síðar fluttist hann til Englands og stundaði nám við háskólann í Leeds þar sem hann lauk BA-prófi með láði í enskum bók- menntum árið 1957. Sama sumar fluttist hann til Lundúna þar sem hann gerðist leiklistarráðunautur, kennari, leikari og rithöfundur. Með tímanum varð hann einnig leikstjóri við Royal Court Theatre, sem sýndi fyrsta leikrit hans, The Invention, í nóvember 1959, og skömmu síðar gamanleikinn The Lion and the Jewel. Tvö leikrit hans, sem síðar urðu víðfræg og vinsæl, The Trials of Brother Jero og The Swamp Dwellers, höfðu verið sviðsett af stúdentum árið áður í Student Move- ment House, og í febrúar 1959 hafði verk eftir hann í fyrsta sinn verið sviðsett í heimalandinu, í Listaleik- húsinu í Ibadan. Árið 1960 sneri Soyinka aftur til Nígeríu á styrk frá Rockefeller-stofn- uninni í Bandaríkjunum og ferðaðist víða um landið til að kynna sér lífelqor og menningu landsmanna. Hann hélt áfram að skrifa og leik- stýra, flutti fyrirlestra við háskólana í Ibadan (1960—62) og Ife (1962—63) og skipulagði leikhópa. Hann var sömuleiðis meðritstjóri tímaritsins Black Orpheus (1961—64) og samdi fjölda ádeilu- verka þar sem hann réðst gegn spillingu og pólitfsku öngþveiti. í ágúst 1966, þegar borgarastríðið f Nígeríu (Bíafiia-stríðið) var að bijót- ast út, var Soyinka fangelsaður fyrir hispurslausar skoðanir sfnar og meinta samúð _með málstað íbóa (Bíaframanna). Árið áður hafði fang- elsun hans leitt til alþjóðlegra mótmæla, og sama varð uppá ten- ingnum í þetta sinn. Eiaðsíður var honum haldið ýmist í tugthúsi eða stofufangelsi framí október 1969, en leyft að fást við skriftir (samdi eink- um ljóð) og kenna endrum og eins. Eftir að hann var látinn laus gekk í garð mikið gróskuskeið í höfundar- ferli hans. Hann samdi mörg leikrit, gerði kvikmynd, skrifaði skáldsögur og kenndi við ýmsa háskóla, einkum háskólann í Ibadan. Soyinka hefiir verið gistiprófessor við háskólana í Cambridge, Sheffield og Yale og er nú prófessor í saman- burðarbókmenntum við háskólann í Ife, þar sem hann starfar jafnframt í leiklistardeildinni. Hann er heiðurs- doktor í bókmenntum við Yale- háskóla og hefur verið sæmdur margháttuðum verðlaunum fyrir verk sín bæði í Afríku og Englandi, meðal annars hinum virtu verðlaun- um sem kennd eru við John Whiting. Leikhúsverk Um það er engum blöðum að fletta að Wole Soyinka er einhver flöl- hæfasti og hugkvæmasti höfundur sem nú er á dögum. Þekktastur er hann fyrir leikhúsverk sín, sem spanna allan skalann frá gamanleikj- um og búrleskum til nístandi ádeilu- verka, flarstæðuleikhúss _ og örlagaþrunginna harmleika. í verk- um hans blandast saman áhrif frá hefðbundnum afrískum leiksýningum og nýjustu straumum í leildist Evr- ópu, og þau eru ævinlega gagnsýrð þjóðfélagsádeilu sem á rætur í djúp- um skilningi á mannlegu eðli. í The Lion and the Jewel ber slóttugur gamall ættarhöfðingi sigurorð af spj átrungslegum ungum kennara. Slægð og hnyttni hljóta einnig umbun í The Trials of Brother Jero og framhaldi þess, Jero’s Metamor- phosis (1973), försum sern ijalla um uppátektir falsspámanns. Ádeilan er snarpari og markvísari í A Dance of the Foreste (1960), sem er kald- hæðin vegsömun á nýfengnu sjálf- stæði Nígeríu, og í Congi’s Harvest (1965), sem er meinleg árás á harð- stjóm og stórmennskuæði hinna nýju imilendu valdhafa í Afríku. Önugasta ádeiluverk Soyinka, Madmen and Specialists (1970), flallar um harðýðgi og ránffkn manneskjunnar á umbrotatímum. Ýmis af leikritum Soyinka hafa heimspekilegan undirtón og fjalla gjama um efni sem bundin em við heimalandið. The Strong Breed (1963) og The Swamp Dwellers (1958) kanna þanþol hefðarinnar og eðli félagslegrar ábyrgðar í heimi á heljarþröm. The Road (1955) Qallar um merkingu dauðans í samhengi tilvistar sem virðist vera meiningar- inn f ísafjarðarsýslu og bæjarfógetínn á fsafirði, sýslumaðurinn í Húnavatns- sýslu, sýslumaðurinn í Skagafjarðar- sýslu og bæjarfógetinn á Sauðárkróki, sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu og bæjarfógetinn á Húsavík, sýslumaður- inn í Norður-Múlasýslu og bæjarfóget- inn á Seyðisfirði, sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu og bæjarfógetínn á Eskifirði, sýslumaðurinn í Rangár- vallasýslu, bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum, sýslumaðurinn í Ámessýslu og bæjarfógetinn á Sel- fossi, lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli, tollgæslustjóri, verðlags- stjóri. 96.218 krónun Formaður ríkis- skattanefndar. 99.540 krónun Sýslumaðurinn í Kjósareýslu og bæjarfógetinn í Hafn- arfirði, Garðabæ og á Seltjamamesi, sýslumaðurinn í EyjaQarðaraýslu og bæjarfógetínn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn f Gullbringusýslu og bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík, bæjarfógetinn í Kópa- vogi, flugmálastjóri, orkumálastjóri, rafmagnsveitustjóri rfkisins, rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins, skatt- rannsóknaretjóri, tollstjórinn í Reylgavík, yfirborgarfógetinn í Reykjavík, yfirborgardómarinn í Reykjavík, yfireakadómarinn í Reykjavík. 102.976 krónur. Sendiherrar. 106.756 krónur: Forstjóri ríkisspft- alanna, lögreglustjórinn í Reykjavík, póst- og símamálastjóri, rektor Há- skóla íslands, ríkisskattstjóri, vega- málastjóri. Ákvörðun þessa kafla tekur ekki til þeirra, sem nota heimild í bráða- birgðaákvæði I í lögum nr. 41/1984. IX Laun skv. ákvæðum I—VIII skutu taka sömu breytingu 1. desember 1986 og verða á launum, sem greidd eru skv. kjarasamningum rfkisins og BSRB. X Um launakjör þeirra starfsmanna ríkisins, sem Kjaradómur ákveður laun skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1973 sbr. tög nr. 62/1985, eins og henni hefur verið breytt, skulu gilda eftirfar- andi almenn ákvæði: 1. Mánaðarlaun eru þannig ákveðin, að ekki skat vera um frekari greiðstur fyrir venjubundin störf að ræða, þó að vinnutími sé að jafnaði lengri en 40 stundir á viku. Innheimtu- og upp- boðslaun falla niður, þar sem um þau hefur verið að ræða. Komi til greiðslna fyrir yfírvinnu skal tímakaup vera 1% af mánaðarlaunum þess, sem i hlut á. 2. Um orlof skulu, eftir því sem við á, gilda þær reglur, er greinir í 4. kafta aðalkjarasamnings BHMR og rfkisins. Um orlofssjóð skulu áfram gilda þær séretöku reglur, sem mótað- ar hafa verið f því efni. 3. Um önnur launakjör skal farið eftir hliðstæðum reglum, og almennt gitda um ríkisstarfsmenn, eftir því sem við á, þar á meðal um pereónuuppbót, ferðakostnað og slysatryggingar. 2. Að taka ákvörðun um þingfarar- kaup og kostnað alþingismanna. 1. Frá 1. október 1986 skal þingfar- arkaup vera 88.963 krónur á mánuði. Frá sama tíma skulu mánaðartaun foreeta sameinaðs Alþingis vera 97.859 krónur. Hinn 1. desember 1986 skulu laun þessi taka sömu breyting- um og verða á launum sem greidd eru skv. kjarasamningum ríkisins og BSRB. 2. Húsnæðiskostnaður verði 13.800 krónur á mánuði frá 1. október 1986. 3. Dvalarkostnaður um þingtímann verði 550 krónur á dag frá 1. október 1986. 4. Dvalarkostnaður í kjördæmi verði 90.900 krórnu- frá 1. október 1986 miðað við áregreiðslu. 5. Kostnaður við ferðalög í kjör- dæmi verði frá 1. október 1986: í Reykjavíkurkjördæmi 4.500 krón- ur á mánuði. í Reylqaneskjördæmi 8.300 krónur á mánuði. í öðrum kjördæmum 13.400 krónur á mánuði. Benedikt Btöndal, Jón Finnsson, Stefán Ólafsson, Ólafur Nilsson, Jón G. Tómasson. Með vísan til bókunar i kjaradómi 17. júlí 1986. Wole Soyinka laus og hverfut. Death and the King’s Horseman (1975) rannsakar hugmyndir sjálfefómar og trúnaðar við ævafom verðmæti gagnvart þjóð- félagslegri umbyltíngu. Eins og fyrr segir umsamdi Soyinka Bakkynj- urnar eftir Evrípídes (1973) og samdi Opera Wonyosi (1977) uppúr Betlaraóperu Grays og Túskild- ingsóperu Brechts. Bæði þessi verk koma til skila mikilvægum félagsleg- um boðskap í afrísku samhengi. Ljóðlist Ljóðlist Soyinka, einkanlega bæk- umar Idanre and Other Poems (1967) og A Shuttle in the Crypt (1972), er engu síður yfirgripsmikil en leikhúsvertdn, þó magnið sé minna, og hún ber með sér sömu siðferðislegu alvöm. í öndverðu settu ádeilukvæði sterkastan svip á ljóða- gerð hans, og má þar sem dæmi nefiia „Telephone Conversatíon" sem birst hefur í tjölmörgum safnritum. Idanre hefur að geyma öll helstu ljóð hans í gamansömum tón. Ljóðið, sem bókin dregur nafri af, ^allar um sköpunarsögu Jórúba-ættbálksins og þá einkum um smíðaguðinn Ógun, sem bæði skapar og leggur í rúsk Soyinka telur það vera meginhlutverk listamannsins í Nígeríu samtímans að brúa bilið milli hinnar myrku for- tíðar ættbálkanna og framtíðar í teikni iðnvæðingar. Þess vegna lítur hann á guðinn Ogun sem táknmynd sjálfe síns. Ýmis af ástríðufyllstu og áhrifamestu ljóðum bókarinnar túlka kvöl skáldsins og máttvana reiði vegna fjöldamorðanna í október 1966, þegar hans eigin ættmenn, Jórúbamir, myrtu 30.000 íbóa í Bíafra á einu bretti. Skáldsögur Skáldsaga Soyinka, The Inter- preters (1965), er að matí dómbærra manna margslungnasta skáldverk sem sett hefur verið saman af afrísk- um höfundi. Sögunni hefur stundum verið jafnað til verka eftir Joyce og Faulkner, enda er bygging hennar flókin og málfarið sérkennilega þétt- riðið og sefiandi. Höfuðpereónumar em fimm kaldranalegir en ástríðu- fullir karlmenn, listamaðurinn Kola, blaðamaðurinn Sagoe, verkfræðing- urinn Sekoni, lögfræðingurinn Lasunwon og eldlegur ónytjungur úr jrfirstétt, Egbo. Þeir verða hver um sig tákn fyrir ákveðna þætti S menningu þjóðar sem er í hugmynda- fræðilegri og siðgæðislegri deiglu. Sagan er þmngin gríni og gaman- semi sem tvinnast saman við blíðu, viðkvæmni og óvenjulegt innsæi. Seinni skáldsaga Soyinka, Season of Anomy (1973), er ekki eins marg- brotín, en þeim mun táknvfsari og ljóðrænni. Hún hefur að geyma skáldlegar tílvísanir til grísku sagnar- innar um Orfeif og Evrýdíku 'sem samþættast líflegum frásögnum af guðinum Ógun. Soyinka hefiir samið tvö verk af sjálfsævisögulegum toga, The Man Died: Prison Notes (1972), sem greinir frá fangavist hans, og fyrr- nefiida bemskulýsingu, Áké: The Years of Chfldhood (1981), sem með nálega göldróttum hætti tof- syngur og endurvekur töfraheim fyrstu æviáranna þegar allt er ferskt og ósnortið og baðað yfírskilvitlegri birtu. Fáar bækur hef ég lesið sem með jafnsniUdariegum hættí endur- skapa gleði, von, angist og vonbrigði bemskunnar. Hugmyndir sfnar um bókmenntir og leiklist hefur Soyinka dregið sam- an f Myth, Literature and the African World (1975). Hanseiginorð Um verk sín hefur Soyinka meðal annars sjálfur sagt: „Ég hneigist til að líta á verk mín sem samspil per- sónulegrar reynslu og markvísrar umsagnar, eins og fram kemur í pólitískum ádeiluverioun. Milli þess- ara tveggja skauta koma svo venju- bundin verk sem vegsama atvik og persónur, lífið og dauðann. Sem bet- ur fer er fyrra skautið einkum bundið við ljóðagerð, því ég get ekki með sannindum neitað ásökunum um tor- ræðni og einkalega notkun tákna í þvflíkum verkum. Eina úrræðið er að birta lftíð; jafnvel í tímaritum og safnritum er ég einkennilega ber- skjaldaður. Um leikrit mín gegnir afturámóti öðru máli. Á leiksviðinu á allt að vera augijóst og skýrt, og vandi túlkunarinnar hvílir á leikstjór- anum... Ég á mér eina varanlega og ófrávíkjanlega trú — frelsi manns- ins. Hún verkar innra með mér einsog v ofeafengið uppreisnarafl gegn þeirri óútskýranlegu hneigð manna að undiroka aðra.... Ég vinn, éghugsa í fijósamri þversögn: hvert verk verð- ur að vera það síðasta, þannig að hvert þeirra reynist kröfuharðara og gerir langiundaigeð mitt að athlægi með því að hrinda af stað nýni röð hugmynda, sem reynast áður en jrfir lýkur óbærilega eftirgangsharðar." Wole Soyinka er að dómi kunn- ugra einn af meisturum enskrar tungu á þessari öld, en hann skrifar jöfnum höndum á móðurmálinu og víxlfijóvgar þannig báðar tungur með óvenjulegum og eftirminnilegum hætti. Höfundur er rithöfundur ogfyrr- nm h/tkmf*nntngngnrýnAnHi Morgunblaðsina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.