Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Qpið hús í Háskóla íslands: Margvísleg starfsemi deilda og stofnana kynnt almenningi Gestum verður leiðbeint af hundruðum nemenda og starfsmönnum HASKOLI ISLANDS - OPIÐ HÚS 19. OKT. - ATH: LÆKNADEILD og TANNLÆKNADEILD eru meó opið hús að Votnsmýrarvegi 16 (við hliðina ó Umferðamiðstööinni) Þessi afstöðumynd af byggingum Háskólans er til að létta gestum leitina að því sem boðið verður upp á á morgun á „Opna húsinu“. Þær byggingar sem sýndar eru með strikum inn í verða opnar gestum, og þar munu bæði nemendur og aðrir starfsmenn Háskólans taka á móti þeim og leiðbeina eftir því sem kostur er. „OPIÐ HÚS“ verður í Háskóla Islands á morgun í tilefni af 75 ára afmæli hans. Verður leitast við að kynna margvís- lega starfsemi hinna ýmsu deiida og stofnana fyrir al- menningi með aðgengilegum hætti, og er gert ráð fyrir að leiðbeinendur á háskólasvæð- inu skipti hundruðum í þeim 19 háskólabyggingum sem opn- ar verða. Er þetta í fyrsta sinn sem allar háskóladeildir og stofnanir standa að kynning- arátaki af þessu tagi, en það hefst klukkan 10.00 og lýkur klukkan 18.00. Fjölmargar sérsýningar verða í boði í tengslum við kynningu hverrar deildar á starfsemi sinni, auk þess sem Háskólabókasafn verður kynnt og sýnt verður myndefni úr sögu Háskólans. Háskólastúdentar, kennarar og aðrir starfsmenn Háskólans taka á móti gestum, sem stefnt er að því að gefa glögga og góða mynd af starfseminni. Kynningarefni af hverskyns tagi mun liggja frammi í öllum byggingunum, auk þess sem fyrir- lestrar verða fluttir, hátíðarmessa verður í kapellu Háskólans klukk- an 11.00, sýndar verða heimilda- kvikmyndir um starfsemina fyrr og nú, auk þess sem mörgum mun eflaust fínnast forvitnilegt að kynnast mörgum nýjungum á sviði raunvísinda og tækni. Fyrir nokkrum árum stóð Verk- fræði- og raunvísindadeild fyrir kynningu af svipuðu tagi á sinni starfsemi, og komu þá um 8000 gestir. Háskólinn hvetur því fólk til að láta svo lítið og skoða hvers- konar starfsemi fram fer innan veggja hans. Dagskrá deilda og stofnana Háskólans á „Opna húsinu“ verð- ur sem hér segir í háskólabygg- ingunum: Félags vísindadeild Oddi Guðfræðideild Aðalbygging Háskólabókasafn Aðalbygging Heimspekideild Ámagarður (Allar kennslu- greinar, bókmennta- fræði, heim- speki, mál- vísindi, sagnfræði og erlend tungu- mál) íslensk mál- stöð Orðabók Aragata 9 háskólans Stofnun Árna Ámagarður Magnússonar Ámagarður Lagadeild Lögberg Læknadeild Hús lækna- deildar Læknisfræði, hjúkr- ogtannlækna- unarfræði, sjúkra- deildarvið þjálfun og Vatnsmýrar- lyijafræði lyfsala, ýmsartengdar veg stofnanir stofnanir Raunvísinda- deild VR-II Nám Jarðfræði og Jarðfræðahús landafræði Norræna eldfjallastöðin Jarðfræðahús Líffræði VR-I Eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlis- fræði, stærðfræði Raunvísinda- stofnun Reiknifræði, Loftskeytastöð tölvunarfræði, VR—I jöklafræði Verkleg kennsla íefna- og eðlisfræði Reiknistofnun o g eðlisfræði Vetrarhöll Verkfræðideild VR-II Nám Verkfræðistofnun Viðskiptadeild Oddi Önnur starfsemi: íþróttir íþróttahús Listasafn H.í. Oddi Sérsýningar _ Aðalbygging Yfirstjóm H.í. Aðalbygging Fyrirlestrar, samkomur, æfing- ar og „gjömingar" em á eftir- greindum tímum: Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Háskólakapellu. Dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup, prédikar. Guð- fræðinemar aðstoða við messugjörðina. sig- mundur Guðbjama- son, háskólarektor, og Guðmundur Magnús- son, fyrrverandi rekt- or, lesa ritningargrein- ar. Guðsþjónustunni verður útvarpað beint. Kl. 11.00 Erindi á vegum Raun- vísindastofnunar í byggingunni VR II: Páll Theodórsson, eðl- isfræðingur: Kjam- orka, kjamorkuslys og geislamengun. Kl. 13.00 Félagsvísindadeild sýn- ir myndband um mannfræðirannsóknir á Grænhöfðaeyjum (í Odda). Kl. 13.00 Erindi á vegum Raun- vísindastofnunar í VR II: Bjami Ásgeirsson, lífefnafræðingur: Um líftækni. Kl. 13.30 Málflutningsæfing laganema í Lögbergi (stofu 101). Réttar- hald verður sett á svið. Kl. 14.00 Páll Skúlason, prófess- or og forseti heim- spekideildar, flytur kynningarerindi um Heimsgekideild í stofu 301 í Ámagarði. Kl. 14.00 Félagsvísindadeild ann- ast kynningu á ijar- kennslu (í Odda), m.a. með sýnishomi af kennsluefni frá Opna háskólanum í Bret- landi. Kl. 14.00 Erindi á vegum Raun- vísindastofnunnar í VR II: Reynir Axels- son, stærðfræðingur: Fáguð hrejrfikerfi. Kl. 15.00 Félagsvísindadeild sýn- ir myndband um mannfræðirannsóknir á Grænhöfðaeyjum (í Odda). Kl. 15.00 Erindi á vegum Raun- vísindastofnunnar í VR II: Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur: Suðurlandsskjálftar. Kl. 15.00 Gjömingar efnafræð- inga. Sýning í Há- skólabíói. Kl. 16.00 Félagsvísindadeild ann- ast kynningu á fjar- kennslu (í Odda), m.a. með sýnishomi af kennsluefni frá Opna háskólanum í Bret- landi. Kl. 16.00 Erindi á vegum Raun- vísindastofnunnar í VR II: Einar H. Guð- mundsson, stjameðlis- fræðingur: Undraver- öld vetrarbrautanna. Kl. 17.00 Félagsvísindadeild sýn- ir myndband um mannfæðirannsóknir á Grænhöfðaeyjum (í Odda). Kl. 17.00 Erindi á vegum Raun- vísindastofnunnar í VR II: Níels Óskars- son, jarðfræðingur: Eldgos og uppruni andrúmsloftsins. í Háskólabíói heQast kvikmynda- sýningar fyrir böm klukkan 13.00 og 16.00.1 stofu 101 í Odda verð- ur kynningarkvikmynd um starf- semi Háskólans sýnd með stuttum hléum frá því Opna húsið hefst um morguninn og þar til því lýk- ur. Sama kvikmynd verður einnig sýnd í húsi læknadeildar og tann- læknadeildar sunnan Hringbraut- ar, en það eru einu byggingar Háskólans sem opnar verða utan hins eiginlega háiskólasvæðis. Þá munu kvikmyndasýningar um sögu Háskólans fara fram af myndböndum í Aðalbyggingu, Lögbergi og í húsi lækna- og tann- læknadeildar. Kaffiveitingar verða í flestum byggingunum, og einnig verður í Aðalbyggingu og Lögbergi til sölu á sérstöku kynningarverði bók um byggingar- og húsnæðissögu Há- skólans, sem Páll Sigurðsson, dósent, tók saman og út kom fyr- ir skömmu. Félagarnir Þorkell S. Sigurðsson, Þórir Óskarsson og Ólafur P. Pétursson efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða kross fslands og söfnuðu þeir rúmlega 1.000 krónum. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og söfnuðu rúmlega 860 krónum. Þær heita: Þórey E. Elíasdóttir, Karlotta Jónsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir. Amnesty International: Byrjendanám- skeið ís- landsdeildar ÍSLANDSDEILD Amnesty Intern- ational heldur. námskeið fyrir byijendur i Menntaskólanum i Hamrahlið. Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að kynnast starfi íslandsdeildarinnar með virkri þátttöku og verður unnið að verkefnum meðan á því stend- ur. Fyrri hlutinn verður haldinn í dag, laugardaginn 18. oktober, kl. 15-18 og siðari hlutinn fimmtudaginn 23. oktober kl 20-22. í dag verður flallað um sögu og verksvið alþjóðasamtak- anna, aðalskrifstofan kynnt og sagt frá starfsemi og verkeftium A.I. Á dagskrá fimmtudagsins eru starfshættir íslandsdeildar samtak- anna og hópstarfið kynnt með verkefnum. Námskeiðinu lýkur með umræðum um hvers konar aðild eða þátttaka hentar hveijum og einum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.