Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 .
Einn af okkur
á þing
ÁsgeirHannes Eiríksson
Lára Rafnsdóttir. Helen Jahren.
Tónleikar í
Norræna húsinu
NÆSTKOMANDI sunnudag,
19. október, mun Helen Jahren,
óbóleikari frá Svíþjóð og Lára
Rafnsdóttir, píanóleikari halda
tónleika í Norræna húsinu og
hefjast þeir kl. 17.00.
í fréttatilkynningu frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík segir.
„Helen Jahren fæddist í Malmö í
Svíþjóð og hóf nám í óbóleik hjá
prof. Jörgen Hammergaard og
útskrifaðist árið 1978. FVamhalds-
nám stundaði hún í Freiburg hjá
prof. Heinz Holliger og í Bem hjá
prof. Hans Elhorst. Helen Jahren
hefur unnið til margra verðlauna
og viðurkenninga bæði heima í
Svíþjóð og á alþjóðavettvangi.
Árið 1981 fékk hún 1. verðlaun
og „Golden Harp“ sem eru sérstök
verðlaun áheyrenda, í alþjóðlegri
samkeppni sem haldin var í
Belgrad og árið 1985 var henni
veittur Sonning styrkur. Síðan
1981 hefur hún ferðast um Evrópu
og til Suður- og Mið-Ameríku til
tónleikahalds. Hún kom til íslands
í apríl 1985 sem fulltrúi Svíþjóðar
frá Biennalen 1984 og hélt þá
tónleika í Norræna húsinu. Milli
tónleikaferða kennir hún kammer-
tónlist við Tónlistarskólann í
Malmö,"
Á efnisskrá tónleikanna eru
sónötur eftir J.S. Bach og Pou-
lenc, þijár rómönsur eftir Schum-
ann, Six Metamorphoses after
Ovid eftir Britten og Morceau de
Salon eftir J.W. Kalliwoda.
Aðalfundur Útvegsmanna-
félags Snæfellsness:
Svanborg Siggeirs-
dóttir formaður
Stykklshólmi.
AÐALFUNDUR Utvegsmannafélags Snæfellsness var haldinn í
Stykkishólmi Iaugardaginn 11. okt. í Hótel Stykkishólmi.
Formaður, Soffanias Cesilsson
útgm. Gmndarfírði, setti fundinn
og flutti skýrslu stjómar, en Finn-
ur Jónsson, Stykkishólmi, stýrði
fundinum. Var fundurinn vel sótt-
ur af félögum í öllum kauptúnun-
um á Nesinu og umræður urðu
miklar um ýmis mál sjávarútvegs-
ins, t.d. um fískveiðikvótann,
hvemig hann væri nýttur og
hvemig honum væri beitt og komu
fram margar raddir um breytingar
á mörgum vandkvæðum hans.
Ýmsum hugmyndum var vísað til
aðalfundar LÍU sem að þessu sinni
verður haldinn í Vestmannaeyj-
um.
Sveinn Hjartarson, fulltrúi, var
mættur af hálfu stjómar LÍÚ og
flutti hann erindi um afkomu sjáv-
arútvegsins á þessu ári. Kom fram
í máli hans að hagur útgerðarinn-
ar hefur vænkast mjög undanfarið
og kvað hann það stafa bæði af
lækkun olíuverðs og eins hærra
verði sjávarafurða. Sjávarafli væri
nú með meira móti, en um sölu-
horfur á síldarafurðum væri erfítt
að segja um og þar væm margar
blikur á lofti. Hann sagði að sam-
komulagið um kvótann hefði verið
yfírgnæfandi á seinasta aðalfundi
LÍÚ. Þá vankanta sem komið
hefðu í ljós væri nauðsynlegt að
skoða og bæta úr væri þess kost-
ur. Á fundinum tóku margir til
máls og margar skoðanir vom
reifaðar, og var ekki annað sjáan-
Iegt en mikið fjör væri í samtökum
útvegsmanna á Snæfellsnesi.
Kjörnir vom 12 fulltrúar á aðal-
fund LÍÚ. Fer fulltrúakjör eftir
tonnaijölda bátaflotans á hveijum
stað. 1 fulltrúi fyrir hver 500 tonn.
Stærsti flotinn er í Ólafsvík, enda
fara þaðan 5 fulltrúar. Soffanís
sem verið hefír formaður samtak-
anna í 5 ár baðst undan endur-
kjöri. í stjóm fyrir næsta ár hlutu
kosningu: Svanborg Siggeirsdótt-
ir Stykkishólnii, formaður,
Guðmundur Smári Guðmundsson
Gmndarfírði, ritari og Ólafur
Rögnvaldsson Hellissandi, gjald-
keri. Meðstjómendur Ottar
Guðlaugsson og Haukur Sig-
tryggsson, báðir úr Ólafsvík.
Arni.