Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 15
i MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 15 K-lykillinn: f Til hjálpar geð- sjúkum unglingum Avarp Ragnhildar Helgadóttur, heil- brigðisráðherra HER fer á eftir ávarp Ragn- hildar Helgadóttur heilbrigðis- ráðherra í tilefni K-dagsins, fjáröflunardags Kiwanismanna en þeir ganga í hús um land allt í dag til þess að afla fjár til hjálp- ar geðsjúkum ungrlingum; Hinn 18. október er K-dagurinn svonefndi, fjáröflunardagur Kiwan- ismanna. Þá sýna þeir enn á ný f verki stórhug sinn og velvilja í fjár- öflun undir kjörorðinu: Gleymum ekki geðsjúkum. Að þessu sinni rennur söfnunar- féð allt til unglingageðdeildar. Um síðustu áramót var notuð heimild í fjárlögum til kaupa á hús- næði fyrir slfka deild og makaskipta á eignum í því sambandi. Reykjavíkurborg mun rýma hús- næðið á næstunni, og gert er ráð fyrir, að starfsemin hefjist á þessu ári, a.m.k. verði göngudeild opnuð, en jegudeild á árinu 1987. Á unglingageðdeild er fyrirhuguð sú sérhæfða þjónusta, er geðsjúkir unglingar þurfa á að halda. Þennan hlekk hefur til þessa vantað í geð- heilbrigðisþjónustu landsins. Þarf þó ekki að skýra f löngu máli, að slík þjónusta á unglingsaldri getur forðað mörgum frá enn alvarlegri geðtruflunum sfðar. Menn tala að vonum mjög um hættuna af vfmu- efnum. Stundum eru það geðkvillar, sem leiða unglinga út f slfka neyzlu, en oft leiðir neyzlan til varanlegrar geðtruflunar. Er því ljóst að með bættri geðheilbrigðisþjónustu við unglinga er ráðist að rótum vímu- efnavandamála margra. Ráðgjöf fyrir foreldra um geð- heilsu unglinga skiptir miklu í þessu sambandi, og er æskilegt, að göngudeild unglingageðdeildar sjái fyrir slíkri ráðgjöf. Fyrr á þessu ári öfluðu Kiwanis- menn flár til að kaupa eldvamabún- að fyrir Kópavogshæli. Þegar gengið var um hælið eftir að þeir afhentu gjöfína og af samtölum við Ragnhildur Helgadóttir marga vistmenn og starfsmenn skildist mér enn betur en áður, hve mikils virði það er fyrir vistmenn á slfkum stofnunum að fínna hlýhug utan úr þjóðfélaginu eins og í þetta sinn frá Kiwanis-hreyfíngunni. Kiwanismönnum eru færðar dýpstu þakkir fyrir að efna nú enn á ný til fjársöfnunar vegna geð- sjúkra. Og þeir skulu vita að það er ekki einungis fjármagnið sem máli skiptir í þessu sambandi. Eðli þessa félagsskapar hefur í för með sér að tekist hefur með starfí hans að auka skilning og bæta viðhorf í garð hinna geðsjúku. Þegar menn sem gegna margvíslegum störfum í þjóðfélaginu, makar þeirra og §öl- skyldur, leggjast á eitt til að styðja við bak geðsjúkra, dregur stórlega úr fordómum, sem voru löngum hið mesta böl, en heyra vonandi bráðum sögunni til. Fyrir þetta sé ég sér- staka ástæðu til að þakka um leið og ég hlýt að hvetja landsmenn til öflugrar þátttöku í fjársöfnuninni með því að kaupa K-lyklana af Kiw- anismönnum á laugardag. SJÁLFSTÆÐISMENN Kosningaskrifstofan er opin á jarðhæð Húss verslunarinnar, gengið inn Miklu- brautarmegin. Lítið inn. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22 og símar eru 681841 og 681845. Bílasímar á prófkjörsdaginn 681841 og 681845. Veljum Guðmund H. Garðarsson í þriðja sæti Hann er maðurinn með reynsluna og þekkinguna úr atvinnulífinu Stuðningsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.