Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Morgunblaðið heimsækir Jóhannes Eðvaldsson: Mér líður vel hérna og f ramtíðin er björt . - segir fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem hefur opnað íþróttavöruverslun í Glasgow „EG fann svo sannarlega fyrir þvf, hvað erfitt er fyrir atvinnumann í knattspyrnu að koma heim og þjálfa áhugamenn. Hugsunarhátturinn er alft annar. Áhugamennirnir skilja ekki hinn harða heim atvinnu- mennskunnar og eru ekki tilbúnir til að leggja eins mikið á sig og þarf til að góður árangur náist. Samt eru margir metnaðarfullir leik- menn á íslandi og það eru einmitt þeir, sem ná lengst f íþróttinni," sagði Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins f knattspyrnu og þjálfari Þróttar f 1. deild f fyrra blaðsins f Glasgow á dögunum. Frekar hljótt hefur verið um Jó- hannes, síðan hann fór frá íslandi í fyrrasumar eftir nokkurra mánaða dvöl hjá Þrótti. En knattspyrnuunn- Hf endur gleyma ekki Búbba og leigubílsstjórinn, sem ók með blaðamann til kappans, uppviðrað- ist allur, þegar sagt var, hvert ferðinni var heitið. „Hann var góð- ur leikmaður og þó ég sé aðdáandi Rangers, þá metur maður alltaf þá bestu í öðrum liðum" sagði bílsstjórinn og talaði alla leiðina um einstaka leiki, sem hann hafði séð með „Shuggy“ eins og Búbbi er kaliaður í Skotlandi og bað að endingu aö heilsa og sagðist ætla að segja vinum og kunningjum hvað „Shuggy" væri að gera og hvar hann væri að finna. Búbbi hóf sem kunnugt er knatt- spyrnuferilinn hjá Val, síðan lá leiðin til Holbæk í Danmörku og þaðan til Celtic í Skotlandi, þar sem hann var á hápunkti ferilsins. Eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna, Þýskalands, aftur til Skotlands og loks Þróttar í fyrra. EDVALDSSON Sport í úthverfi Glasgow stendur hú- sið á áberandi stað og skilti fyrir ofan gluggana segir hvaða starf- f samtali við blaðamann Morgun- semi fer þar fram. Þegar blaða- mann bar að garði, var Búbbi að selja ungum strák knattspyrnuskó og skömmu síðar kom kona inn, sem vildi kaupa nokkur hundruð golfkúlur. Búbbi bauð konunni góð- an afsiátt og hún sagöist koma fljótlega aftur. En hvernig stóð á því að Búbbi fór út í að versla með íþróttavörur? „Þetta byrjaði allt saman fyrir eintóma tilviljun. Þegar ég kom aftur til Glasgow í fyrrasumar fór ég að velta framtíðinni fyrir mér á milli þess sem ég dundaði í garðin- um. Við búum hérna rétt hjá og svo var það einu sinni að ég fór út til að kaupa Ijósaperur. Hérna var raftækjaverslun og sem ég er að kaupa perurnar segír eigandlnn að hann sé orðinn of gamall til að standa í þessu og ætli að selja lóðina og húsið. Nú, ég gerði hon- um tilboð á staðnum, talaði við lögfræðing minn og daginn eftir var gengið frá málunum. Catherine, konan mín, hélt að ég væri endanlega genginn af göfl- unum, þegar ég sagði henni tíðind- in, en þetta var búið og gert. Ég varð að breyta þessu öllu, innrétt- aði allt sjálfur og 12. desember opnaði ég verslunina.“ Búbbi sýndi blaðamanni myndir af húsinu eins og það var, þegar hann keypti, og fór ekki á milli mála að miklar breytingar höfðu átt sér stað. Hú- sið er lítið, en vörunum er hagan- lega fyrir komið og úrval er mikið. Vörur frá Henson og Álafossi „Þetta er bæði heildsala og smásala. Ég geri allt sjálfur, en er með aðstoðarmann þrjá daga i viku. Það er mikiil áhugi á íslensku vörunum og ég er þegar kominn með eitt ungiingalið, sem leikur í Henson búningum. Svo er ég með einkaumboð fyrir litlu minjagripa- búningana fyrir Celtic og Rangers, þannig að verslunin hefur farið vel af stað. Ég er eingöngu með góð- ar vörur og það spyrst fljótt út. Ég hef einnig góð sambönd í golfinu og get boðið upp á nánast hvað sem er í þeim efnum. Þú mátt gjarnan segja íslenskum kylf- ingum frá því, sem leið eiga um Skotland. Annars tekur alltaf tíma að byggja svona fyrirtæki upp, en ég kvarta ekki á meðan ég hef ofan í mig og mína. Mér líður vel og hérna vil ég vera." Ætlaði aldrei að flytja heim Talið barst að fótboltanum og hinum stutta þjálfaraferli á íslandi. „Ég gerði mér grein fyrir að ég yrði ekki atvinnumaður um aldur og ævi, en boltinn togar í mann og ég vildi miðla af reynslunni. En það voru mikil viðbrigði að koma til íslands. Samfélagið er svo lítið - \ Morgunblaðiö/Steinþór Guðbjartsson • Búbbi er búinn að ganga frá þjófavarnarkerfinu inni og setur stálgrindur fyrir gluggana að utan- verðu. Þrátt fyrir öfluga vörn, hefur þrisvar verið brotist inn í verslunina, en engu stolið, þvf þjófarnir hafa flúið um leið og bjöllurnar hafa farið að hljóma. Morgunblaðlð/Steinþór Guðbjartsson • Feðgarnir og nafnarnir fyrir framan verslunina í Glasgow. Jóhann- es yngri er sjö ára og segist hafa meiri áhuga á náminu en fótboltanum enn sem komið er. og margir um sömu bitana, sem ekki eru til skiptanna. Dvölin hjá Þrótti var dýrmæt reynsla, en eins og ég sagði áðan, þá er hugsunar- hátturinn allt annar hjá litlu áhugamannafélagi en hjá atvinnu- mönnum. Leikmenn hjá stóru félögunum hafa meiri metnað og menn verða að muna, að mikið þarf að leggja á sig til að ná góðum árangri. Við sjáum þetta best á glæsileg- um árangri íslenska landsliðsins í haust. Evrópumeistarar Frakka og Sovétmenn, sem eru með eitt besta landslið heims, ná aðeins jafntefli á fslandi. íslenska liðið er mjög sterkt og atvinnumennirnir eru allir á toppnum, en áhuga- mennirnir í liðinu eru þeir sem hafa lagt mest á sig á Islandi og þeir hafa staðið vel fyrir sínu. Út- reiðin, sem félagsliðin fengu í Evrópukeppninni, skemmir hins vegar fyrir og sýnir, að félagsliðin ná ekki langt, nema hugsunar- hátturinn breytist hjá leikmönnum og stjórnarmönnum. Þetta er vinna og aftur vinna, þar sem allir verða að starfa saman hlið við hlið. Ég ætlaði mér aldrei að flytja til íslands, en það var gott að kynn- ast málunum þar.“ Búbbi segist að mestu vera hættur í boltanum, en hann leiki samt alltaf af og til fjáröflunarleiki fyrir góð málefni. „Við komum saman, gamlir at- vinnumenn, njótum leiksins og styrkjum gott málefni í leiðinni. Hálftími á mark og í gær söfnuðum við um 120 þúsund krónum." Klukkan er orðin fimm og komið að lokun. Búbbi segir að alltaf sé verið að brjótast inn og því sé hann með margfalt þjófavarna- kerfi. Rimlar að innan sem utan, Ijósgeislar sem tilkynna minnstu hreyfingu á næstu lögreglustöð. Þegar búið er að rammloka versl- uninni, man Búbbi eftir bréfi, sem hann ætlaði að taka með heim. „Það verður að bíða til morguns, því ég nenni ekki að opna hérna tvisvar á dag,“ sagði Búbbi eld- hress. S.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.