Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 238. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Prent8mið)a Morgunblaðsins Slmamynd/AP Flak flugvélarinnar dreifðist yfir stórt svæði og er fátt heillegt eft- ir af henni. Þykir furðulegt, að nokkur skuli hafa komist lífs af. Mósambíkforseti ferst í flugslysi Lissabon, Maputo, Jóhannesarborg, AP. SAMORA Machel, forseti Mósambík, fórst i flugslysi í fyrrinótt ásamt 28 mönnum öðr- um. Var flugvélin á leið til Maputo, höfuðborgar Mósambik, frá Zambíu þegar hún hrapaði innan landamæra Suður-Afríku. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa harmað fráfall Machels en ekkert bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða. P. W. Botha, forseti Suður- Afríku, sagði í gær í yfírlýsingu, að hann harmaði slysið og nafni hans, R. F. Botha, utanríkisráð- herra Suður-Afríku, sagði í Komatipoort, skammt frá slys- staðnum, að 27 manns hefðu farist og tíu komist lífs af, þ. á m. flug- maður vélarinnar, sem var sovésk af gerðinni Tupolev 134A. Flug- maðurinn hætti við að lenda í Maputo vegna veðurs og sveigði inn yfir Suður-Afríku þar sem flugvélin hrapaði, 200 metra fyrir innan landamærin. Lak Machels og ann- arra, sem fórust, hafa nú verið flutt til Maputo. Yfirvöld í Mósambík höfðu í gærkvöldi ekki skýrt opinberlega frá láti Machels en í fréttum portúg- ölsku fréttastofunnar NP frá Maputo segir, að meðal hinna látnu séu Alcantara Santos, samgöngu- ráðherra, Aquina de Braganca, einn helsti ráðgjafi Machels, og Cangela de Mandonca, siðameistari stjómar- innar. Onnur portúgölsk frétta- stofa, ANOP, segist hafa eftir heimildum, að mannleg mistök hafi valdið slysinu en Afríska þjóðarráð- ið og önnur samtök, sem beijast gegn Suður-Afríkustjóm, segja, að hún beri óbeina ábyrgð á þvf. Flak vélarinnar er dreift yfir stórt svæði og þykir það ganga kraftaverki næst, að nokkur skuli hafa lifað af. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst hryggð sinni vegna dauða Machels, sem leiddi þjóð sína í frels- isbaráttunni við Portúgala. Búist er við, að bráðabirgðastjóm í Mósambík muni verða undir forystu Mario Machungo, sem tók við for- sætisráðherraembætti í júlí sl. Heimsf riðarþing- í Kaupmannahöfn: Afganist- an var ekki á dagskrá Kaupmannahðfn, AP. TIL nokkurra átaka kom á sunnudag á þingi Heimsfrið- arráðsins, sem haldið hefur verið í Kaupmannahöfn. Nokkrir tugir manna mættu á þingið til að mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan en heimsfriðarmenn steyttu að þeim hnefunum og sögðu þá vera útsendara bandarisku leyniþjónustunnar. Heimsfriðarráðið er af flestum talið nokkurs konar deild í sovéska utanríkisráðuneytinu og kemur það aldrei fyrir á þingum þess, að Sovétmönnum sé fundið nokk- uð til foráttu. Er ýmsum fulltrúum vestrænna friðarhreyfinga jafnan boðið að sitja þing þess en fiilltrú- um óopinberra friðarhreyfínga í Austur-Evrópu hins vegar bannað það. Atökin hófust þegar um 50 menn komu til að mótmæla. grimmdarverkum og hemaði Sov- étmanna í Afganistan og urðu úr slagsmál milli þeirra og öryggi- svarða. Helstu samþykktir þings- ins voru að skora á stórveldin að hætta kjamorkuvopnakapphlaup- inu og hvetja til stuðnings við þá, sem eiga um sárt að binda vegna kjamorkuárásar Bandaríkja- manna á Hiroshima og Nagasaki undir lok síðustu heimsstyijaldar. AP/Símamynd Tvöárfrá dauða Popieluszkos Þúsundir manna söfnuðust saman við kirkju heilags Stanislaws Kostka í Varsjá á sunnudag til að minnast þess, að þá voru tvö ár liðin frá því pólskir öryggislögreglumenn myrtu prestinn Jerzy Popieluszko. Kolanámamennimir á myndinni hafa sett á róðukrossinn miða með nafni Samstöðu og i barmi sér bera þeir mynd af Popieluszko. Sjá „Þúsundir Samstöðumanna...** á bls. 25. Breyta Sovétmenn af- stöðunní til geimvama? W aakín rrtnn 1P Washington, AP. TALSMAÐUR Hvita hússins sagði í gær, að Sovétmenn hefðu komið þeim boðum til Banda- ríkjastjóraar, að þeir vildu taka Kafbátaferðum fjölgar við strendur Svíþjóðar Aldrei fleiri en eftir viðræðumar við Sovétmenn í vor Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara FERÐUM ókunnra kafbáta inn- an sænsku landhelginnar hefur fjölgað á nýjan leik. Bengt Gustafsson, yfirmaður sænska hersins, skýrði frá þvi i gær, mánudag, að á þriðja fjórðungi þessa árs hefði 15 sinnum orðið vart við ókunnan kafbát við strendur Svíþjóðar. Er það mik- il fjölgun frá því fyrr i sumar og síðasta vetur. Morgunblaðsins. Skýrsla yfírhershöfðingjans var lögð fyrir utanríkismálanefnd sænska þingsins á föstudag og Sten Andersson, utanríkisráð- herra, sagði þá, að hann liti kafbátaferðimar mjög alvarlegum augum. Kvað hann sig og Ingvar Carlsson, forsætisráðherra, hafa trúað því í sumar, að kafbátaferð- unum yrði hætt í kjölfar opin- berrar heimsóknar Carlssons til Moskvu í apríl sl. Þá var forsætis- ráðherranum heitið því, að Sovétmenn myndu virða fullveldi sænsku þjóðarinnar. „Nú hefur þessi yfirgangur vaxið og það getum við alls ekki þolað," sagði Andersson. Sænski herinn hefur að undan- fömu varið tveimur milljörðum skr. (12 milljörðum (sl.kr.) til að bæta kafbátavamimar. upp nýjar viðræður um geim- varnatilraunir, sem voru ásteyt- ingarsteinninn á Reykjavíkur- fundinum. Einn helsti ráðgjafi Gorbachevs sagði á sunnudag, að llklega mætti komast að sam- komulagi um þetta mál. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði á fréttamannafundi á sunnudag, að Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefði komið því á framfæri við Bandaríkjastjóm, að Sovétmenn væm reiðubúnir til nýrra viðræðna um geimvamaáætl- unina og tilraunir á henni en á því máli strönduðu viðræðumar í Reykjavík. Gorbachev hefur sagt, að ágreiningurinn um geimvamaá- ætlunina komi í veg fyrir samninga um önnur mál en nú virðist sem Sovétmenn séu tilbúnir til að endur- skoða afstöðu sína til hennar. Georgy Arbatov, einn helsti ráð- gjafi Gorbachevs á Reykjavíkur- fundinum, sagði sl. sunnudag í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina bandarísku, að engum hurðum hefði verið skellt og líklega mætti finna einhvetja lausn á deilunni um geim- vamaáietlunina. Kemur þetta heim og saman við yfirlýsingu frá Don- ald Regan, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að samningamenn Sov- étríkjanna í Genf séu nú að breyta afstöðu sinni til geimvamaáætlun- arinnar. Richard Perle, aðstoðarvamar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag, að þrátt fyrir afvopnun- artillögur Bandaríkjamanna í Reykjavík yrði Atlantshafsbanda- lagið áfram fært um að fylgja stefnu sinni um „sveigjanleg við- brögð“. Var hann með þessum orðum að svara þeirri gagmýni margra Evrópumanna og hershöfð- ingja Nato, að með tillögunum væri Vestur-Evrópa svipt þeirri vöm, sem kjamorkuvopnin væm gegn margföldum yfírburðum Varsjár- bandalagsins. Perle spáði því, að á næsta ári næðust samningar um að fjarlægja allar meðaldrægar eld- flaugar frá Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.