Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 23 FRAMBOÐSFUNDUR þáttak- enda i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík var haldinn f Breiðholti á fimmtudagskvöld. Að sögn Jóns Sigurðssonar var mæting góð á fundinum og spunnust liflegar umræður eftir ræður frambjóðenda. „Á fundinum kom fram mikill áhugi á prófkjörinu og hugur í mönnum um að setja saman sterkan lista fyrir komandi Alþingiskosn- ingar" sagði Jón. Sjálfstæðisfélögin í hverfinu stóðu fyrir fundinum í sameiningu. Honum stjómaði Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjómar. Húsavík: Keflavík: Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Framboðsfund- ur í Breiðholti Sinntí ekki stöðvunar- merkjum lögreglu Keflavík. EKIÐ VAR utan i leigubifreið aðfaranótt sunnudags og hélt Fimm jökkum stol- ið á skólaballi Á „sveitaballi" sem Fjölbrautar- skólinn i Breiðholti hélt síðastlið- inn föstudag í Festi í Grindavík var fimm leðurjökkum stolið úr fatahengi staðarins. Gæsla á staðnum var í umsjón nem- enda úr öðrum skóla og urðu gæslumenn einskis varir. Það var ekki fyrr en eigendur jakkanna framvísuðu geymslunúmerum sínum í lok dansleiksins að í ljós kom að flíkunum hafði verið stolið. Um verulegt tjón er að ræða fyrir þessa unglinga og móðir eins þeirra, sem Morgunblaðið talaði við í gær, hvatti foreldra til að athuga hvort böm þeirra væru e.t.v. í jökkum sem þeir eiga ekki. ökumaður bifreiðarinnar sem árekstrinum olli ferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. Lögreglunni var þegar tilkynnt um atburðin og hafði hún fljótlega upp á bifreiðinni þar sem henni var ekið um götur bæjarins. Voru öku- manni ítrekað gefin stöðvunar- merki, en hann sinnti því engu og hélt ótrauður áfram ferð sinni. Var þá tekin ákvörðun um að aka utani bifreiðina og ökumaðurinn þvingað- ur til að stöðva ferð sína. Við stýrið reyndist vera 19 ára stúlka, sem færð var á lögreglustöðina til blóð- sýnistöku, grunuðu um ölvun við akstur. Litlar skemmdir urðu á lög- reglubifreiðinni. Að sögn lögreglu var talsvert um umferðaróhöpp í sl. viku, en eftir að færð versnaði hefðu ökumenn sýnt mun meiri varúð og árekstmm hefði snarlega fækkað. B.B. Kosið um áfengis- útsölu í þriðja sinn AÐ fram skuli fara atkvæða- greiðsla um opnun áfengisútsölu á Húsavík, samþykkti bæjar- stjómin á fundi síðastliðinn fimmtudag. Tillaga þar um kom fram frá Sigurjóni Benedikts- syni, fulltrúa Víkveija, hins nýja flokks óháðra kjósenda á Húsavík og var hún samþykkt með f imm atkvæðum gegn þrem- ur og einn sat hjá. Tvisvar áður hefur farið fram almenn atkvæðagreiðsla um áfeng- isútsölu og í bæði skiptin hefur meirihluti verið á móti. Árið 1970 sögðu 127 já, en 753 nei. 1983 sögðu 458 já og 721 nei. Með lækk- andi kosningaaldri og vaxandi áhrifum nýrrar kynslóðar á útsalan að fagna meira fylgi, en þeir eldri em fullvissir þess að áfengisútsala á Húsavík muni auka þar áfengis- neyslu og em því eindregið á móti áfengisútsölu. Fréttaritari Rangt nafn höfundar í LESBÓK Morgunblaðsins, sem út kom sl. laugardag, misritaðist nafn höfundar greinarinnar: „Listamenn fái aðstöðu á Klaustri" á bls. 4. Höfundurinn er Ingibjörg Elín Sigurbjömsdóttir og tók hún enn- fremur myndimar sem birtar em með greininni. Morgunblaðið biður höfundinn velvirðingar á þessari misritun. Glxsilegt úml affatnaðifrá Brandtex AUSTURSTRÆTI 10 SIMI 2 72 11 Frá þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var sl. sunnudag, en slík þing eru haldin annaðhvert ár Ályktun þings Neytendasamtakanna: Innflutningsverslun könn- uð og stjórnvöld sinni sam- tökunum í ríkari mæli ÞING Neytendasamtakanna, sem haldið var að Hótel Esju sl. sunnudag, skorar á viðskiptaráð- herra að láta kanna stöðu inn- flutningsverslunar. Neytenda- samtökin telja skipulagningu og arðsemi í þeirri grein með þeim hætti að líkur séu á að valdi hærra vöruverði en þyrfti að vera og megi i þvi sambandi benda á samanburð Verðlags- stofnunar og Neytendasamta- kanna á verði innfluttra vara hér í landi og í nágrannalöndunum. Þá bendir þingið á að stjómvöld hafa ekki sinnt málefiium neytenda í sama mæli og nágrannaþjóðir okkar. Sérstaklega skorti á að stjómvöld hafí framfylgt lögum um neytendavemd og veitt framleið- endum, innflytjendum og þjónustu- aðilum nægiíegt aðhald. Þá hafi á það skort að tekið væri eðlilegt til- lit til samtaka neytenda og undir þau borin þau málefni sem skipta miklu fyrir neytendur, segir í álykt- un frá þinginu. Ennfremur segir að Neytenda- samtökin hafi aldrei gert kröfu til ríkisins um að það styðji almenna félagsstarfsemi samtakanna, en Neytendasamtökin fara fram á virkari stuðning ríkisins við samtök- in svo þau geti haldið uppi lág- marksþjónustu við neytendur - þjónustu, sem alfarið er kostuð af ríkinu á hinum Norðurlöndunum, s.s. rekstur leiðbeininga- og kvört- unarþjónustu vegna fræðslu- og upplýsingastarfs og framkvæmd gæðakannana. Þing Neytendasamtakanna skor- ar á stjómvöld að tryggja betur hagsmuni neytenda með Qárveit- ingu. Slíkt sé í dag forsenda jafn- ræðis framleiðenda og neytenda á markaðnum. Virkt fræðslu- og upp- lýsingastarf samtaka neytenda skiptir miklu máli í baráttunni gegn verðbólgunni og fyrir bættum lífskjörum í landinu. Þingið fagnar nýgerðum samn- ingi Neytendasamtakanna, Kaup- mannasamtakanna og SÍS um kvörtunamefnd í minniháttar versl- unarmálum. Þingið bendir á að með kvörtunamefndinni séu ofangreind samtök í raun að taka að sér að sinna þjónustu við borgarana, sem í öðmm löndum em rekin af því opinbera. Þingið skorar á Alþingi að veita myndarlegan Qárstuðning til þessa verkefnis meðan stjómvöld sinna ekki þessum þætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.